Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						PRIMUS
HREYFILHITARAR
í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR
HFHÖRÐUBGUNNARSSÖN
SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460.
Tökum nú
hæsía lán
erlendis
sem við
höfum fekið
Lánið tekið
til að styrkja
greiðslustöð-
una út á við
--------> ©
Verðbólgan komin niður á
svipað stig og árið 1973
OÖ-Reykjavik. Vegna hinna hóf-
legu kjarasamninga, sem gerðir
voru fyrr á þessu ári, hefur nú
dregiö mjög verulega úr verö-
hækkunum, og verður verðbólgu-
hraðinn væntanlega um helmingi
minni á sfðara helmingi bessa árs
en á fyrra helmingi ársins og á
árinu 1974. Virðist verðbólgan nú
þegar vera komin niður á svipað
stig eða lægri en á árinu 1973.
Þessar upplýsingar er að finna I
yfirliti  Seðlabankans  um  efna-
hagshorfur, og sagði Jóhannes
Nordal, að útlit væri fyrir að
verðhækkanir á siðari hluta yfir-
standandi árs næmu 12-15%, sem
er heldur minna en á árinu 1973.
Ekki er útlit fyrir verulegan
bata Iiitflutningsverðlagi á næsta
ári, og Ijóst er að innflutnings-
verðlag heldur áfram að hækka,
þannig að ráðstöfun tekna getur
ekki aukizt I hlutfalli við þjóðar-
framleiðslu, meðan yerið er að
vinna að hjöðnun verðbólgunnar.
Verðbólgan virðist nú mjög
hafa rénað i flestum viðskipta-
löndum íslendinga. Sú þróun
gerir það auðveldara og enn
brýnna að vinna sem fyrst bug á
þeirri hættulegu verðbólgu, sem
hér hefur rikt um meira en
tveggja ára skeið, segir stjórn
Seðlabankans.
Enginn  vafi  leikur  á,  að
árangur sá, sem þegar hefur
náðst I þessum efnum hefur átt
mikinn þátt I því að tryggja við-
unandi atvinnuástand I landinu og
koma i veg fyrir meiri erfiðleika
atvinnuveganna. En ný verð-
bólguskriða myndi tvlmælalaust
stefna bæði stöðunni út á við og
atvinnuástandinu I landinu I
alvarlega hættu.
LANDHELGISVIÐRÆÐUR
VIÐ BRETA Á AAÁNUDAG
OG SÍÐAN VIÐ VESTUR-
ÞJÓÐVERJA Á ÞRIÐJUDAG
FJ-Reykjavlk. Brezku ráðherr-
arnir Hattersley ©g Bishop
koma hingað til lands I dag við
áttuwla mann til viðræöna um
landhelgismáiið. Viðræðurnar
verða á mánudag og á þriðjudag
heldur islenzka viðræðunefndin
til Bonn, en þar verða viðræður
vift V-Þjóðverja á miðvikudag.
Brezki aðstoðarutanrikisráð-
herrann, Hattersley, mun eiga
viðræður við Einar Ágústsson
utanríkisráðherra i kvöld og
mánudag koma viðræðunefnd-
imar fullskipaðar saman. Af ts-
lands hálfu taka þátt I viöræð-
unum sömu menn og viðræðu-
nemdina hafa skípað á fyrri við-
ræðufundum.
ENGIN UAAFERDARFRÆDSLA
í SKÓLUAA OKKAR
AAörg skip í pöntun,
og tæki í stórvirkj-
anir veroa flutt inn
á næsta ári
Oó-Reykjavfk. Á fundi með
bankastjóra Seðlabankans kom
fram, að halli & öllum innflutn-
ingi i ár er milli 10 og 11
milljarðar kr. Mikið af fram-
leiðslutækjum er reiknað með i
þessum tölum. Eru það skip og
tæki til stórvirkjana, aðallega
Sigöldu, svo og flugvélar. Tæp-
ast verður hægt að spara ínn-
flutning á slikum tækjum á
næsta ári, þvi ókomin eru til
landsins mörg skip, sem búið er
að semja um kaup á, mikið af
tækjum til Sigölduvirkjunar er
ókomið, og á næsta ári verða
einnig fluttar inn vélar I Kröflu-
virkjun.
Verði um einhvern samdrátt á
innflutningi að ræða á næsta ári,
mun það bitna á öðrum innflutn-
ingi en hér er talinn.
Greiðslubyrði gjaldeyrisstöð-
unnar er nú um 15%, og verður
milli 16 og 17% á næsta ári, og
hún stefnir upp á við vegna
þeirra lána, sem nú er búið að
taka.
gébé Rvlk — Engin umferðar-
fræðsla er i skólum á fslandi,
hvorki I barna-, unglinga- né
framhalds skólum. Þetta er ógn-
vekjandi staðreynd, sérstaklega
mi, þegar slysafaraldurinn er
geigvænlegur. Tuttugu og nlu
manns hafa látizt af völdum um-
ferðarslysa það sem af er þessu
ári, og tugir manna slasast. Mikið
hefur verið rætt um að veita
gömlu fólki umferðarfræðslu, þvi
eins og kunnugt er, hafa f jölmörg
slys I umferðinni undanfarið ein-
mitt orðið á gömlu fólki. Þetta
hefur þó aðeins veriö gert á ein-
um stað á landinu I Kópavogi, þar
sem Klúbburinn öruggur akstur
hefur haft einn fund með gamla
fólkinu þar I bæ um umferðarmál.
— Klúbbarnir Oruggur akstur
hafa lengi barizt fyrir þvi, að
kennsla í umferðarfræðslu verði
tekin upp I öllum skólum lands-
ins, og þá sérstaklega barnaskól-
um, sagði Ingjaldur ísaksson for-
maður klúbbsins öruggur akstur
i Kópavogi á blaðamannafundi i
gær. Hann hefur átt sæti i stjórn
Landssamtakanna Klúbbanna
öruggur akstur frá upphafi, en
einmitt um þessar mundir eru
liðin tlu ár frá þvl að fyrsti
klúbburinn var stofnaður.
Ingjaldur Isaksson sagði
einnig, að klúbbarnir berðust
fyrir þvi að bókleg ökukennsla
yrði tekin upp í unglingaskólum,
þvi að það væri staðreynd, að
langhættulegustu ökumennirnir i
umferðinni væri 17 ára unglingar,
sem væru nýbúnir að taka öku- '
próf. — ökukennslu i landinu
hefur verið mjög áfátt, sagði
hann. Til eru dæmi um það, að
unglingar hafi fengið ökuskir-
teini, eftir að hafa sött aðeins eina
kennslustund hjá ökukennara. Þá
geta þeir einnig hafið nám I bif-
reiðaakstri, áður en þeir ná 17 ára
aldri.
Annað atriði benti Ingjaídur á,
. og það er að Islendingar læra
flestir A bil að sumrinu til, og læra
þvi ekki hvernig haga skuli akstri
I hálku og snjó. Hefur reynslu-
leysi ökumanna I þessum efnum
margsinnis orðið orsök álvar-
legra slysa.
Umferðin er með ógn-
þrungnasta móti — og þá kemur
I ljós, að umferðarfræðsla
meðal yngstu borgaranna er
engin I skólum. Von er að mönn-
um bregði I brún, og hugsar vist
margur sem svo, að eitthváð
mætti fremur sitja á hakanum
en fræðsla, sem kynni að geta
orðið til þess, að forða börnun-
um okkar frá örkumlum eða
jafnvel dauða.
— Tímamynd: Róbert.
Uppspuni
að Breto
hafi ver-
ið vísað
út fyrir
BH-Reykjavik — Pétur Sigurðs-
son, forstjóri Landhelgisgæzlunn-
ar, veitti Timanum þær upplýs-
ingar í gærkvöldi, að allt væri tíð-
indalaust i landhelginni. Brezka
útvarpið hefði að vlsu sagt, að
Landhelgisgæzlan hefði visað
brezkum togara út fyrir, en Pétur
kvað þá fregn ekki hafa við rök að
styðjast.
Hins vegar sagöi Pétur okkur,
að islenzkur togari hefði fengið
dufl I vörpuna fyrir vestan. Var
þegar settur maður um borð i tog-
arann til að gera duflið óvirkt, en
það kom þá i Ijós, að það hafði
verið gert óvirkt áður, svo að þvl
var sökkt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16