Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Jk ^^—y------------u. i — ¦
Landvélarhf
c
268. tbl. — Laugardagur 22. nóvember—59. árgangur
PRIMUS
HREYFILHITARAR
í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR
HF HðRÐUR OUNHARSSON
SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460
„Ég uni ekki
slíku
klámhöggi"
— segir bæjar-
stjórinn í
Vestmannaeyjum
Gsal—Reykjavik. — Ég óskaði
strax eftir þvi að þetta mál yrði
gaumgæfilega kannaðog bæjar-
stjórn féllst á að skipa sérstaka
nefnd i þvi skyni. Ég tel mig
ekki geta setið undir svona
áburði, sagði Sigfinnur Sigurðs-
son, bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum, en minnihluti bæjar-
stjórnar hefur ásakað hann um
misferli varðandi fjárreiður
bæjarins.
— Ásakanir minnihlutans eru
gjörsamlega á misskilningi
byggðar, sagði Sigfinnur, og ég
stend teinréttur i þessu máli.
Hins vegar uni ég ekki sliku
klámhöggi, og það gefur auga
leið að starfsaðstaðan er erfið,
þegar maður hefur slikan áburð
á bakinu.
Ásakanir minnihlutans eru i
þvi fólgnar, að hann telur
bæjarstjórann hafa greitt sjálf-
um sér fyrirfram i laun um 900
þús. kr. Sigfinnur sagði, að fyrir
misskilning hjá starfsmönnum
launadeildar bæjarins, hefði
ákveðin launaupphæð verið lögð
inn Á hans reikning, meðan
hann var staddur i Reykjavfk.
— Mitt fyrsta verk þegar ég
komst að þessu, var auðvitað að
endurgreiða féð, sagði Sigfinn-
ur.
Nefnd sú sem skipuð var i
málið f gær, er skipuð tveimur
endurskoðendum bæjarins, svo
og kjörnum fulltrúum bæði
meiri- og minnihluta bæjar-
stjórnar. Þess er vænst að
niðurstöður nefndarinnar liggi
fyrir i dag.
Sigfinnur Sigurðsson bæjar-
stjóri hefur stefnt ábyrgðar-
manni „Frétta" en það er aug-
lýsingablað sem dreift er
ókeypis til ibúa Vestmannaeyja,
fyrir meiðyrði, en blaðið skýrði
frá ýmsum atriðum varðandi
þetta mál i gær.
Fimmtán brezkir togarar á Þistilf jarðardýpi:
Hættu allir veiðum eftir
að Týr hafði skorið á
vírana hjá Real AAadrid
— brezku skipstjórarnir hafa lítið álit á dráttarbátunum
Brezku skipstjórarnir telja sér litla vernd að dráttarbátunum, þegar
varðskipin nálgast, eins og sannazt hefur undanfarna daga.
Gsal-Reykjavik. — Varðskipið
Týr skar siðari hluta dags i gær á
togvir brezka togarans Real
Madrid frá Grimsby, þar sem
togarinn var að veiðum á
Þistilfjarðardýpi. Að sögn tals-
manns landhelgisgæzlunnar voru
15 brezkir togarar a þessum
slóðum er atburðurinn gerðist,
ásamt brezka dráttarbátnum
Polaris. Talsmaðurinn sagði, að
allir togararnir fimmtán hefðu
hætt veiðum, eftir að klippunum
var beitt.
I     gærmorgua     hvöttu
skipstjórnarmenn á einum af
brezku dráttarbátunum,
skipstjóra brezka togarans
Benella að kasta trolli sinu út og
hefja veiðar. Lofuðu skipstjóran-
um á Benella vernd sinni og sögðu
ennfremur, að þrir brezkir
togarar myndu einnig verja hann.
Varðskip var á þessum slóðum og
fór á vettvang. Skipstjórinn á
Benella hræddist svo komu
varðskipsins, að hann hifði trollið
inn i snarhasti og gefur þetta
vfsbendingu um það álit, sem
brezkir togaraskipstjórar hafa á
vernd dráttarbátanna.
Svo  sem  kunnugt   er  skar
varðskiptið Týr á báða togvira
Benella i fyrradag og i hefndar-
skyni fyrir það reyndi Benella i
fyrrakvöld itrekað að sigla á
varðskipið en tókst ekki. I
Reutersfrétt um atburðinn í gær
er það haft eftir flotafulltrúa,
sem er um borð i einum dráttar-
bátanna, að aðför Týs að Benella
sé það hættulegasta sem hann
haf! s'éð I sjónum i 20 ár! I
iveuierstréttinni segir, að Týr
hafi reynt að skera á togvira
togarans, þegar vörpunni hafi
verið kastað.
Allir brezku togararnir eru nú
komnir á svæði það, sem flota-
fulltrúinn i Star Aquarius, skipaði
þeim á, að sögn talsmanna land-
helgisgæzlunnar.
Flugvél landhelgisgæzlunnar
for i eftirlitsflug i gær og taldi þá
39 brezka togara hér við landið.
Talsmaður landhelgisgæzlunnar
sagði i gær, að brezku togararnir
væru nú dreifðir á Austfjarða-
miðum. Dráttarbáturinn, Lloyds-
man er nú kominn á miðin og var
i gær á Langanesgrunni ásamt
dráttarbátunum, Sirius og
Aquarius, og eftirlitsskipinu
Othello.
ÞINGFLOKKAR OG STJÓRN FJALLA
UM SAMNINGSDRÖGIN Á AAÁNUDAG
Gsal-Reykjavik. — Ég mun mæla
með þvi við minn þingflokk, að
þessir  samningar  verði  gerðir,
sagði Einar Agústsson, utanrikis-
FRAMKVÆMDIR VIÐ HAFNARGERÐ
ALDREI MEIRI EN Á ÞESSU ÁRI
Gsal-Reykjavik. — Það ár, sem
nú er senn liðið, er mesta fram-
kvæmdaár i sögu islenzkra
hafnagerða. Framkvæmdir við
allar hafnargerðir á iandinu, og
eru þar meðtaldar fram-
kvæmdir við landshafnir og I
Reykjavik, munu samkvæmt
nýrri áætlun nema nokkuð yfir
2.0 milljarða kr., sagði Halldór
E. Sigurðsson samgöngu-
ráðherra i ræðu, sem hann flutti
við stningu aðalfundar Hafna-
sambands sveitarfélaga i gær.
Halldór kvað 844 millj. kr. af
þessari fjárhæð hafa runnið til
framkvæmda við landshafnir,
og þar af væri Þorlákshöfn
langstærst með rúmar 727 millj
kr. Af almennum hafnafram-
kvæmdum eru framkvæmdir
við Grindavík mestar, eða 140
millj. kr, en þær framkvæmdir
eru svo sem kunnugt er
kostaðar af 6/10 hlutum með
lánsfé frá Alþjóðabankanum,
eins og framkvæmdirnar i Þor-
lákshöfn,     sagði    sam-
gönguráðherra.
Hann upplýsti að næstdýrustu
framkvæmdirnar i almennum
höfnum væru i Neskaupstað,
eða vel yfir 100 millj. kr, en
hann nefndi hins vegar að
endanleg tala væri enn óljós.
— Vegna áfalla þeirra, er urðu
á staðnum á s.l. vetri af snjó-
flóðum, eins og kunnugt er,
sagði Halldór, hefur m.a. þurft
að velja höfninni þar nýtt stæði,
sem gæti dugað til frambúðar,
og jafnvel hefur verið nauðsyn-
legt að flýta þar hafnargerð,
eins og kostur er.
Samgönguráðherra sagði að
kostnað við þessar framkvæmd-
ir hefði að sjálfsögðu þurft að
greiðast utan f járlaga, og hef ði
það verið gert með tveimur lán-
tökúm hjá Seðlabanka Islands.
Þánefndi samgönguráðherra,
að framkvæmdir við Akur-
eyrarhöfn hefðu einnig verið
verulega miklar eða fyrir sam-
tals 110 millj. kr., og kvað
Halldór það hafa verið mögu-
legt vegna erlendrar lántöku
sem Akureyrarbær hefði tekið
til þess að flýta framkvæmdun-
um. Þá minntist Halldór E.
Sigurðsson á hafnarfram-
kvæmdir i Sandgerði, sem hann
kváð hafa numið um 100 millj
kr. og hafnarframkvæmdir i
Karlsey á Breiðafirði vegna
þörungaverksmiðjurnnar, en sú
framkvæmdnam 101 millj. kr. á
þessu ári.
—Framkvæmdir á þeim fimm
stöðum, sem hér hefur verið
getið sérstaklega, nema rétt
rúmum helmingi af heildarfram
kvæmdum við almennar hafnir.
Hinn helmingurinn skiptist á
milii 37 staða og nemur mjög
misháum upphæðum. Er þá að-
eins ólalin Reykjavíkurhöfn, en
þar var unnið að framkvæmd-
um fyrir 40 millj. kr. á árinu.
Halldór minntist á hafnar-
gerðarefni, og kvað það hafa
borið nokkuð oft við á siðastliðn-
um árum, að hafnargerðarefni
hefði legið langtimum saman
ónotað á einstöku stöðum. Kvað
ráðherra, ráðuneytið hafa unnið
að þvi' s. 1. sumar að tekin yrði
ráðherra i samtali við Timann i   sem siðustu daga hefur rætt við
gærkvöldi, en viðræðunefndin   Þjóðverja i  Bonn, kom heim i
gærdag með uppkast að
samningi.sem lagður verður
fyrir rikisstjdrn og þingflokka á
ínánudag. Eins og greint hefur
verið frá, er talið að I þessum
samningsdrögum felist, að
Þjóðverjum sé heimilt að veiöa
60.000 tonn á islandsmiðum.
Tíminn spurði utanríkisráðherra,
hvort hann vildi staðfesta þessa
tölu.
— Við gerðum samkomulag um
það i Bonn, að ekki yrði skýrt frá
efni samningsdraganna fyrr en
rikisstjórnir beggja landanna
hafa fengið tækifæri til að kynna
sér samningsdrögin. Ég get þar
af leiðandi ekki skýrt frá einstök-
um atriðum uppkastsins, en ég
legg áherzlu á, að hér er aðeins
um drög að ræða.
Viðræður islenzku og þýzku
nefndanna i Bonn snerust nær
einvöröuguum veiðisvæðin. Aður
hafði rikisstjo'rnum landanna
tekizt að ná samkomulagi um há-
marksafla Þjóðverja hér við land
og gildistima samkomulagsins.
Samkvæmt nýútkomnum
skýrslum Hafrannsóknaráðsins
nam afli Þjóðverja árið 1974 á
hafsvæðinu kringum Island rúm-
um 68 þús. tonnum, þar af veidd-
ust af fjórum helztu fiskitegund-
unum — karfa, þorsk, ýsu og ufsa
— tæplega 62 þús. tonn. Sé gengið
út frá þvi sem vísu, að I sam-
Frh. á bls. 6
upp önnur stefna i þessum mál-
um og efnið nýtt, þar semþess
væri þörf. Sem dæmi um þetta
nefndi Halldór, að Akur-
eyrarhöfn hefði lánað efni til
stálþils til Neskaupstaðar, og
efni I stálbrúsa til Rifshafnar,
,,að sjálfsögðu gegn endur-
greiðslu á sama efni á næsta
ári", sagði Halldór.
1 lok ræðu sinnar sagði
Halldór E. Sigurðsson:
— Ég lýsti ánægju minni yfir
þvi, sem áunnizt hefur i hafnar-
framkvæmdum á yfirstandandi
ári. En ég verð jafnframt aö
gera fundarmönnum grein fyrir
þvi, að úr hraða í framkvæmd-
um verður að draga a.m.k. á
næsta ári til að treysta stöðu
rlkissjóðs ogdraga úr spennu og
verðbólgu i efnahagskerfinu. Ég
treysti á gott samstarf um þá
framkvæmd, þar sem fyllsta
hagsýni og aðgæzla verður að
ráða ferðinni og það fjármagn,
sem til hafna verði varið, komi
fyrst og fremst til nota eins
fljótt og nokkur tök  eru til.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16