Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Landvélarhf
270. tbl. —  Þiiöjudagur 25. nóvember 1975—59. árgangur
PRIMUS
HREYFILHITARAR
í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR
HF HÖRÐUR 0UNNARSS0N
SKÚLATÚNI 6 -SI'MI (91)19460
Einar Ágústsson:
Bretar ættu að færa eigin
landhelgi út frekar en sýna
smáþjóo ofbeldi
Gsal, MÓ-Reykjavik. Varðskip
tilkynnti Landhelgisgæzlunni sío-
degis i gær, aö kl. 14 hefðu 20
brezkir togaraskipstjórar til-
kynnt að þeir myndu halda út
fyrir 200 milna mörkin. Sem
kunnugt er kröfðust brezku skip-
stjórarnir herskipaverndar og
rann frestur sá, sem þeir gáfu
rikisstjórninni til að verða við
þessari kröfu út á hádegi I gær.
Klukkan 18 i gær settist brezka
rikisstjórnin á rökstóla um málið.
Þeim fundi lauk án þess að á-
kvörðun væri tekin.
— Ég vildi segja það við Breta,
að sú stefria er að verða allsráð-
andi i heiminum, að hver búi að
sinu. Þeir ættu þvi að athuga,
hvort ekki væri betra fyrir þá að
færa út eigin landhelgi i 200 mil-
ur og vernda þannig eigin fiski-
mið. Það er ég viss um, að slikt
yrði þeim tii meiri álitsauka en
sækja að smáþjóð með ofbeldi,
sagði Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra við Timann, er spurt
var um álit hans, ef til þess kæmi
að Bretar sendu herskip á ís-
landsmið.
Ennfremur sagði utanrikisráð-
herra, að hann hefði haldið, að
Bretar hefðu lært nóg af þorska-
striðinu 1972 og ættu að láta sér
það að kenningu verða.
0 Á sunnudag efndu brezku
skipstjórarnir á tslandsmiðum til
atkvæðagreiðslu sin á milli um
það, að krefjast herskipaverndar
og stóð atkvæðagreiðslan frá há-
degi og fram á kvöld. Að sögn
landhelgisgæzlunnar urðu úrslit á
þann veg, að 33 skipstjórar kváð-
ust sigla út fyrir 200 milna mörkin
með togara sina, ef ekki væri búið
að heita þeim herskipavernd fyrir
kl. 12 á mánudag. Nokkrir skip-
stjórar tóku ekki þátt i atkvæða-
greiðslunni.
A fundi i brezka þinginu i gær
kom landhelgismálið til umræðu.
William Rodgers, varnarmála-
ráðherra, sagði pá, að brezka
stjórnin hefði hug á að veita raun-
hæfa vernd án þess að stofna til
illinda. Hann kvað stjórninni annt
um, að þær erfiðu aðstæður, sem
nú væru á Islandsmiðum, verns-
uðu ekki. Þingmaður úr stjórnar-
andstöðunni, Brotherton, að
nafni, sagði hins vegar, að brezka
stjórnin ætti að senda flotann til
þess að vernda skip, sem væru i
löglegum erindagjörðum á út-
hafi!
Rodgers kvað það vera aðalá-
hugamál stjórnarinnar að finna
lausn á þessu erfiða vandamáli,
en hins vegar væri það stefna
stjórnarinnar að hjálpa brezkum
sjómönnum eftir megni.
Ráðherrann upplýsti að fram
myndu fara viðræður siðdegis i
gær með útvegsmönnum. — Við
ráðlögðum sjórhönnunum úti
fyrir Islandi að halda kyrru fyrir
þar fyrst um sinn, og ég veit ekki
betur en þeir séu þar. Ég tel, að
það sé ekki timabært að reyna að
geta sér til um, hvernig frekari
vernd verður veitt.
• Um kl. 3 aðfaranótt laugar-
dags kom varðskip að tólf brezk-
um veiðiþjófum um 40 sjómilur
norðaustur af Langanesi. öll
skipin hifðu upp veiðarfæri sin, er
varðskipið nálgaðist, og þrátt
fyrir  itrekaðar  tilraunir  yfir-
manna á nærstó-idum dráttarbát,
til þess að fá skipstjórana til að
halda áfram veiðum, hunzuðu
þeir allir fyrirmælin.
Varðskipsmenn höfðu auga
með þessum tólf togurum í næstu
átta klukkustundir og gerðu skip-
stjórarnir aldrei tilraun til að
veiða þann tima.
Einn þessara togara var Ben-
ella, sá sem varðskip hefur átt i
útistöðum við að undanförnu. Að
sögn Jóns Magnússonar, fulltrúa
Gæzlunnar, sagði skipstjórinn á
Benella eftirfarandi setningu
þessa nótt: „Við fáum ekki frið á
miðunum, fyrr en búið er að
skjóta niður öll islenzku varðskip-
in".
— Hann notaði siðan ó-
skemmtilegt orðbragð, sem ekki
er hafandi eftir, sagði Jón.
• A föstudagskvöldið um kl. 10
kom varðskip að brezka togaran-
um Ross Sirius H-277, sem var að
veiðum um 30 milur austur af
Hvalbak. Varðskipið skar á ann-
an togvir togarans.
Áð sögn Jóns Magnússonar,
fulltrúa Gæzlunnar, eru brezku
sjómennirnir sizt hrifnari af þvi,
þegar varðskip sker á annan tog-
vir en báða, þvi við það að skorið
er á annan togvirinn eiga skip-
verjar oft i mjög miklum erfið-
leikum með að ná inn veiðarfær-
inu. Sagði Jón, að þess væru
dæmi, að skipverjar væru allt að
átta klukkustundir að greiða úr
þeirri flækju sem þá myndaðist.
Kvað hann það fara mjög i taug-
arnar og skapið á brezku sjó-
mönnunum þegar klippt væri á
annan togvirinn. Sýnu betra væri,
þegar klippt væri á báða togvir-
ana, þvi að veiðarfærin sykkju þá
beint i sjóinn.
A miðunum i gær. A efri
myndinni sést varðskipið
Þór við brezkan landhelgis-
brjót og á neðri myndinni
tieldur Ægir landhelgisbrjót
frá veiðum. Dráttarbátur
öslar á eftir varðskipinu.
Timamyndir: Róbert.
Jón sagði, að brezku togararnir
hefðu alltaf aukaveiðarfæri, eitt
eða fleiri.
Ross Sirius er sjötti brezki tog-
arinn, sem varðskip sker á tog-
vira hjá, siðan bráðabirgðásamn-
ingurinn við Breta rann út 13.
nóv. sl.
•  Varðskip kom i gærdag að
tveimur brezkum veiðiþjófum úti
fyrir Austfjörðum og hifðu þeir
upp er varðskipið nálgaðist.
Að sögn Jóns Magnússonar,
fulltrúa Landhelgisgæzlunnar
voru fáir brezkir togarar að veið-
um i gær. Flestir togaranna, sem
ekki fylgdu flotanum út fyrir 200
milna mörkin, lónuðu eða voru á
ferð.
1 landhelgisgæzluflugi i gær
kom i ljós, að 39 brezkir togarar
voru við landið.
•  Skömmu fyrir klukkan 18 I
gærkvöldi kom beiðni frð brezka
eftirlitsskipinu Othello um að fá
heimild til þess að koma sjúklingi
i  hendur  lækna.  óskuðu  skip-
stjórnarmenn á Othello eftir þvi
að fá að sigla inn til Norðfjarðar
— og var það leyfi að sjálfsögðu
fúslega veitt.
Varðskip, sem var á svipuðum
slóðum og Othello kom skilaboð-
um áleiðis til Norðfjarðar, til-
kynnti komu eftirlitsskipsins með
sjúklinginn. Othello kom til Norð-
fjarðar i gærkvöldi.
Njósnoþoturnar komnar
BRETAR hafa nú sent Nimrod-
þotur sinar til Islands þeirra er-
inda að njósna um ferðir varð-
skipanna og gefa brezku togurun-
um siðan upplýsingar um þær. Sti
fyrsta, sem hingað kemur i þessu
þorskastriði kom i gærmorgun
milli kl. 9 og 10. Þotan var siðan á
flugiyfir Austfjarðamiðum i gær-
dag, en hélt heim á leið um kl.
3.30.
Rikisstjórnin ræddi málið á
fundi i gærmorgun og var sam-
gönguráðherra, Halldóri E. Sig-
urðssyni, falið að afla upplýsinga
um það.*
Samkvæmt millirikjasamning-
um er fclenzka flugumferðar-
stjórnin skyldug til að veita öllum
loftförum leyfi til flugs á ákveðnu
svæði yfir Atlantshafi og þvi veitti
flugumferðarsrjórn eðliiega Nim-
rod-þotunni slikt leyfi I gærmorg-
un. í þessu sambandi skal þess
getið, að lofthelgi íslands nær
aðeins 4 milur út fyrir strendur
landsins.
Ljósmyndari Timans fór i iand-
helgisgæzluflug með Sýr I gær og
úr flugvéUnni mátti m.a. sjá
njósnaþotuna brezku á miðunum
yfir Austurlandi.
Verð
bólgu
hraðinn
kominn
í hámark
6-7-8
Fjölgað vörum sem
ekki má flytja inn
með greiðslufresti
Viðskiptaráðuneytið gaf I gær
út auglýsingu um breytingu á
reglum um innflutning með er-
lendum greiðslufresti. Sam-
kvæmt auglýsingunni verður
fjölgað þeim vörutegundum
sem óheimilt er að flytja inn
með greiðslufresti. Verður
eftirtöldum vörum nú bætt við
lista slikra vara:
Vinnuvélar og tæki, dráttar-
vélar, vörubifréiðar, sendi-
ferðabifreiðar fyrir atvinnubif-
reiðastjóra, fólksbifreiðar fyrir
atvinnubifreiðastjóra, almenn-
ingsbifreiðar.
Astæðan fyrir þessari breyt-
ingu er sú, áð rfkisstjórnin vill
minnka innflutning þessara
vara og draga ur lántökum er-
lendis vegna kaupa á þeim.
Hefur innflutningur á framan-
töldum vörum verið mikill und-
anfarin ár og þvi að skaðlausu
óhættaðdraga úrhonum.segir i
tilkynningu  viðskiptaráðuneyt-
Eftir þessa breytingu verður
erlendur greiðslufrestur i
nokkra mánuði yfirleitt ekki
heimilaður nema vegna inn-
flutnings hráefna, rekstrarvara
atvinnuveganna og iðnaðarvéla.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20