Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Leiguflug—Neyðarflua
HVERT SEM ER
HVENÆR SEAA ER
FLUGSTÖÐiN HF
Simar 27122-11422
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sigiuf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur—Rif' Súgandaf j.
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
eiguflug um
t2
Þór stórskemmdur. AAarg-
reynt ao sigla á Tý
BREZKU FRETTAMENNIRNIR HNEYKSLAÐIR OG
VONSVIKNIR YFIR FRAMFERÐI LANDA SINNA
Guðný Bergsd.- um borð i varð-
skipinu Tý — Varðskipin Þór og
Týr urðu fyrir barðinu á brezka
ljóninu I gærdag. Upp Ur kl. 9 i
gærmorgun gerði herskipið Nakl
F-39 itrekaðar tilraunir til að
sigla á Tý og munaði ekki nema
hársbreidd i eitt skiptið, þrátt
fyrir að engir brezkir togarar
voru innan 30 milna svæðis. Þá
tókst Andromedu að siglaá Þór kl.
11.40 og urðu miklar skemmdir á
varðskipinu en óverulegar á her-
skipinu. t bæði skiptin hefði getað
orðið stórslys á mönnum, ef ekki
væri að þakka snarræði skipherr-
anna fslenzku, þeirra Helga Hall-
varðssonar á Þór og Gunnars
Óiafssonar á Tý.
Um borð i báðum varðskipun-
um voru brezkir og islenzkir
fréttamenn, sem þarna sáu i
fyrsta skipti með eigin augum,
hvernig brezki flotinn þverbrýtur
allar siglingarreglur.
Siglingin á I>ór.
t samtali við blaðamann Tim-
ans stuttu eftir áreksturinn i gær,
sagði Helgi Hallvarðsson, skip-
herra á Þór, að um kl. 11.30 hafi
skipið verið statt i réttvisandi 70
gráður um 30 sjómilur austur af
Bjarnarey. Þar hefðu þeir verið
að stugga við brezkum togara,
sem þó var búinn að hifa trollið
inn. Brezka freigátan Andrómeda
kom á vettvang á fullri ferð og
þrengdi sér á milli okkar og tog-
arans, sagði Helgi, en við beygð-
um hart á stjórnborða og ætluð-
um i hring. Þá beygði Andrómeda
i krappa beygju á stjórnborða.
Hefði freigátan haldið sinni
stefnu i stað þess að beygja i stjór
hefði aldrei neinn árekstur örðið,
en þessi skip geta bókstaflega
snúizt á punktinum. — Ég setti
hart i bak og gaf Andrómedu
hljóðmerki  um  stefnubreyting-
una, en það skipti engum togum,
að bakborðsendi herskipsins
rakst mjög_ harkalega á stjórn-
borðsbógÞórs, hélt Helgi áfram
og varð af þessu mikið högg. Ég
þori ekki að segja nákvæmlega,
um hve mikið Þór hallaðist, en
gizka á 30—40 gráður. Mikil mildi
var,að enginn skyldi meiðast, þvi
að höggið var það mikið. Nokkrir
fengu þó kúlu á ennið og einn féll
kylliflatur. Skemmdirnar á Þór
eru ofan við sjóliriu á 9 metra
löngum kafla og 7 metra háum á
stjórnborðsbóg skipsins. Skipið
rifnaði og göt komu á það, sem
eru eins og för eftir hákarlatenn-
ur.
Aðrar skemmdir urðu þær, að
heita vatnið fór af öllum ofnum,
þannig að tappa þurfti af öllu
miðstöðvarkerfi skipsins til að
stöðva lekann. Rafmagnið fór af
frammi i skipinu og málning
slettist út um allt, svo það er vel
litað þarna frammi I hjá okkur,
sagði Helgi að lokum.
Tý barst strax tilkynning um á-
reksturinn og var þá sett á fulla
ferð i átt til Þórs, en fylgifiskur
Týs siðan I fyrrinótt, Naid fylgdi
fast á eftir. Skipin hittust um kl.
13.30 um 34 milur undan Bjarnar-
ey og skemmdirnar á Þór voru
kannaðar, en siðan héldu. bæði
skipin áleiðis til Seyðisf jaroár>en
Andromeda og Naid héldu I norð-
ur i átt að togaraflotanum.
Loftskeytamaðurinn á Tý náði
upp samtali milli skipstjórans á
Andromedu og erlends frétta-
manns, sem staddur var um borð
i einu skipanna, og sagði skip-
stjórinn, að Þór hefði átt öll upp-
tök og hefðu reynt að sigla á sig,
eftir að hafa beygt 10 til 15 gráður
inn á stefnu herskipsins og þvi
hefði farið sem fór, að árekstur
hefði ekki verið umflúinn.
Brezku fréttamennirnir um
borð i Þór tóku myndir af öllum
atburðinum, svo að hægt verður
að afsanna þessa missögn skip-
herrans á Andromedu.
Viðureign Týs og Naid.
Týr var sléttar 40 milur austur
af Glettinganesi, þegar herskipið
Naid byrjaði að gera ásiglingatil-
raunir um kl. 9.00 i gærmorgun.
Sigldi  herskipið  tvisvar  fyrir
stefni Týs i u.þ.b. 200—250 metra
fjarlægð.fyrstfrá bakborða siðan
,aftur  frá  stjórnborða,  en  þá
(Frh. á bls.  5
ÞÓR A siglingu eftir að
Andrómeda hafði siglt á
varðskipið. Skemmdirnar
sjást á stjórnborðsbógnum.
Herskipið sést fjær á mynd-
inni. — Ljósm.: Landhelgis-
gæzlan.
AAATTHIAS BJARNASON, SJÁVARUTVEGSRAÐHERRA:
RÉTT AÐ VEIÐA ALLT AÐ 280 ÞÚS. TN. AF
ÞORSKI VEGNA EFNAHAGSÁSTANDSINS
MÓ-Reykjavik — Sjávarútvegs-
ráðherra hefur skipað nefnd til
að gera tillögur um hvernig
hægt sé að koma á betri stjórn á
fiskveiðunum án þess aö þurfa
að leggja stórum hluta fiski-
skipastólsins. A nefndin að
hraða. störfum sem mest, og
sagöi sjávarutvegsráöherra f
viðtali viö Timann I gær, að
hann vonaðist til, að nefndin
gæti lokið störfum siðar I þess-
um mánuði. Einar B. Ingvars-
son aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra er formaður
nefndarinnar, en hún er skipuð
sex mönnum. Þar af eru tveir
fulltrúar frá LÍÚ, og fulltrúi frá
Farmanna- og fiskimannasam-
bandinu, Sjómannasambandinu
og Hafrannsóknastofnuninni.
Ráðherra sagði f viðtali við
Timann, að það væri von sln, aö
hægt yrði að minnka sóknina I
þorskstofninn með þvl að færa
veiðarnaryfir á aðra fiskstofna.
Væri það einlæg ósk sln, að auka
mætti loðnuveiðarnar, svo þau
skip, sem loðnuveiðar stunduðu
þyrftu ekki á netaveiðar.
Ráðherra sagðist telja, að
þótt fiskifræðingar heföu lagt
til, aðekkimættiveiðanema 230
þúsund t. af þorski hér við land
á ári næstu ár, teldi hann, að
vegna slæms efnahagsástands
þjóðarinnar nú, væri rétt að
veiða allt að 280 þúsund t. af
þorski þott þannig tæki lengri
tima að ná fiskstofninum upp að
nýju.
Þá benti ráðherrann :í. að ef
Bretar sæktu veiðar hér við-land
af jafn mikilli hörku áfram og
nú, væru allar Ilkur á, að þeir
gætu veitt allt að 200 þús. t. af
þorski á ári, enda hefðu þeir nú
eitt verndarskip fyrir hverja
þrjá togara. Þá var ráðherrann
spurður að þvt hvort ekki væri
nú ástæða til að sllta stjórn-
málasambandi við Breta vegna
yfirgangs þeirra, sagði hann, að
ekki væri ljóst, hvaða áhrif sllk
siit gætu haft. Benti ráðherrann
á að við aitiun margs konar
vinsamleg samskipti við Breta
t.d. fengju margir sjúklingar
lækningu I Bretlandi og yrði þvi
að vega og meta allar aðgerðir
vel. Það væri þvi matsatriði
hvort slita ætti stjórnmáiasam-
bandinu, en væri ekki óhugs-
andi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16