Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Leiguflug—Neyðarflua
HVERT SEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122-11422
9. tbl. —Þriðjudagur 13. janúar 1976—60. árgangur
'ÆNGIR?
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búöardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur—Rif' Súgandáf j.
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
Hefðu skipin skollið saman
hefði annað farið á botninn
Gsal-Reykjavik — Ég hef oft séð
grófar aöfarir hjá brezku her-
skipunum, en þetta er þaö algróf-
asta sem ég hef oröiö vitni aö,
sagði Helgi Hallvarðsson, skip-
herra á Þór ¦ í viðtali við Timann
i gær, en á sunnudag gérði her-
skipiö Bacchante 27 ásiglingartil-
raunir á Þór með dyggilegri að-
stoð eftirlitsskipsins Statesman,
sem vfðfrægt er úr siðasta
þorskastriði.
— Þessar ásiglingartilraunir
eru þær hættulegustu sem við höf-
um lent i, sagði Helgi. — Það var
mjög þungt i sjóinn og skipstjóri
herskipsins hreinlega réði ekkert
við skipið. Það get ég fullyrt, að ef
skipin hefðu skollið saman, hefði
annað hvort þeirra farið á botn-
inn.
Brezka herskipið gerði þessar
ásiglingartilraunir um 43 milur ut
af Gerpi á sunnudag, að sögn
Helga, og kvaðst hann þá hafa
verið á leið að togarahópi sem
hefði verið nokkru sunnar.
—  Stýrið var allan timann á
fullu, ýmist hart i bakborða til að
forðast árekstur eða á stjórn-
borða til að komast i stefnu.
Áreynslan á stýrið var þvi mjög
mikil, og það hefði ekki þurft að
spyrja að leikslokum, ef stýrið
hefði gefið sig, sagði Helgi.
—  Þrisvar sinnum varð ég að
snúa skipinu i 360 gráður, eða
heilan hring, til að forðast árekst-
ur, sagði Helgi, og bætti við, að
brezku fréttamennirnir um borð i
varðskipinu hefðu verið farnir að
fölna við þessar aðfarir.   „Þeir
héldu að þetta væri það siðasta",
sagði Helgi.
Herskipið reyndi að sögn Helga
ýmist að sigla beint á varðskipið
sjálft, eða haga siglingu sinni
þannig, að óumflýjanlega lenti
varðskipið á Statesman. Þegar
þessi aðferð þeirra gaf ekki sem
bezta raun, reyndi skipstjóri her-
skipsins, að sögn Helga, að hrek ja
varðskipið i átt til tveggja ann-
arra herskipa, sem voru ekki
langt undan.
Eftir rúmlega klukkutima til-
raunir til ásiglinga gáfust brezku
„verndarskipin" upp og hættu að-
förinni.
Þór hélt aftur á miðin eftir sjó-
prófi'" . gærkvöldi.
Sjóprófum á Seyðisfirði lauk i
gærkvöldi, og  tjáði  Erlendur
Björnsson, bæjarfógeti, Tim-
anum, að þau hefðu staðfest
það álit, að Bretar væru visvit-
andi að reyna að laska varðskip-
in islenzku með ásiglingu, Eftir
þvi, sem fram hefði komið i
sjór rófunum hefði sök herskips-
ins
ÓLAFUR JÓHANNESSON, DOMSAAÁLARÁÐHERRA:
Allt bendir til að
stjórnmálasambandi
verði nú slitið
Brezka herskipið Bacchante á Austfjarðamiðum um helgina.
Njósnaþyrla keniur til skipsins. Timamynd: örn Rúnarsson.
OÓ-Reykjavik. Landhelgisnefnd
var kölluð saman til fundar i gær.
Þar var skýrt frá hvernig deilu-
mál við Breta stæðu, og hvaða að-
ferð yrði höfð við frekari aðgerð-
ir. ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, sagði I gærkvöldi i
viðtali við Tlmann, að beðið yrði
eftir sjóprófunum, vegna
ákeyrslunnar á Þór, og er niður-
stöður þeirra liggja fyrir verður
tekin ákvörðun um stjórnmálaslit
við Breta.
Sjópróf fóru fram á Seyðisfirði I
gær, en verið getur að einhver
staðfesting þurfi að fara fram i
dag, þriðjudag, i Reykjavik.
Verða þá lagðar fram myndir,
sem skipherra á landhelgisgæzlu-
flugvélinni Sú tók af atburðum,
svo og myndir blaðamanna, sem
voru um borð i Þór.
Áður en til kemur að formlega
verði gengið frá stjórnmálaslit-
um yrði það I öllu falli borið undir
utanrikisnefnd alþingis, sagði
dómsmálaráðherra. Þegar svip-
að stóð á, eða i landhelgisdeilunni
1973 og slitum var hótað, voru
dómkvaddir þrir sérfróðir
menn til að fara yfir sjóprófið til
frekara öryggis. En ekki er enn
ráðið, hvort sami háttur verður
hafður á nú. Eftir upplýsingunum
eins og þær liggja fyrir núna,
bendir allt til þess, að stjórn-
málaslit verði — nema eitthvað
nýtt gerist, til að mynda að frei-
gáturnar fari út úr islenzkri fisk-
veiðilögsögu.
A fundi landhelgisnefndar var
engin ákvörðun tekin, en almenn-
ar umræður voru um þessi mál.
Ekki kvaðst Ólafur Jóhannesson
geta gefið upp neina dagsetningu
um, hvenær stjórnmálasambandi
við Breta yrði slitið, en það verð-
ur mjóg bráðlega ef engin breyt-
ing verður á.
OÖ—Reykjavik. — Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri utan-
rikisráðuneytisins, fór utan s.l. sunnudag og mun heimsækja
höfuðborgir allra Atlantshafsbandalagsrlkja á meginlandi
Evrópu og ræða við ráðamenn um deilu tslendinga og Breta.
Hann fór fyrst til Oslóar og þaðan til Kaupmannahafnar. Þar
náði Timinn taliaf honum I gærkvöldi, og sagðist hann hafa hlot-
ið afbragðsviðtökur hjá þeim mönnum, sem hann hafði þá haft
tal af.
A sunnudag ræddi Pétur við Frydenlund, utanrikisráðherra
Noregs, varnarmálaráðherralandsins ogembættismenn. Erindi
ráðuneytisstjórans er fyrst og fremst að útskýra hvað er að ske i
landhelgismálum tslendinga. Sagðihann, að ekki væri við að bú-
ast neinum ákveðnum aðgerðum af hálfu þeirra aðila, sem hann
ræðir við, málið er ekki á þvi stigi, en bæði i Noregi og Dan-
mörku, þar sem hann ræddi við K.B. Andersen, utanrikisráð-
herra, svo og landvarnarráðherrann og fleiri, kvaðst hann hafa
orðið var við mikla vinsemd i okkar garð og vilja til að gera það
sem hægt er, okkur til stuðnings.
t Noregi tók Agnar Kl. Jónsson, ambassador, þátt i fundunum
og Sigurður Bjarnason, ambassador, I Danmörku.
t dag fer Pétur til Bonn og hittir þar að máli Gencher, utan-
rikisráðherra,og Visneski, aðstoðarutanrikisráðherra. Þar mun
Arni Tryggvason.ambassador, taka þátt i fundum. Frá Þýzka-
landi fer ráðuneytisstjórinn til Italiu, Grikklands og Tryklands.
Ekki er endanlega búið að ákveða við hverja Pétur ræðir i þeim
löndum.
Reiknað er með, að ferðin taki um 20daga.
Luns kemur
miðvikudag
OÓ-Reykjavik. Jospeh Luns,
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, kemur til Reykja-
víkur siðari hluta miðvikudags
n.k. og dvelur hér fram á föstu-
dag. Eins og kunnugt er, óskaði
rikisstjórnin eftir þvi, að fram-
kvæmdastjórinn kæmi hingað til
lands, til viðræðna vegna ofbeldis
brezkra herskipa i islenzkri fisk-
veiðilögsögu.
Luns mun ræða við rfkis-
stjórnina um deilúna og verða
sjónarmið Islendinga útskýrð
fyrir honum og munu verða
gerðar kröfur um að brezku her-
skipin verði kvödd burt, sagði
Ólafur  Johannesson  dómsmála-
ráðherra i gær. Ekki vildi
ráðherrann svara neinu um,
hvort rikisstjórnin muni setja
Nato einhverja kosti, verði ekki
orðið við óskum hennar um að
brezku herskipin verði kvödd
burt, en sagði, að gert væri ráð
fyrir, að aftur yrði kallaður
saman fundur i fastaráði Nato,
eftir að Pétur Thorsteinsson
hefur farið um og rætt við rikis-
stjórnir annarra rikja banda-
lagsins og Luns hefur rætt við
rikisstjórnina hér.
Auk rikisstjórnarinnar mun
Luns ræða við stjórnarand-
stöðuna, ef óskað er eftir slikum
viðræðum.
300 ferkílómetr-
ar á hreyfingu
Kísiliðjan á svæðinu og
sprunga í stefnu á stöðv-
arhúsið við Kröflu  -----* o
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20