Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Leiguflug—Neyðarflua
HVERT SEM ER
HVENÆR SEAA ER
FLUGSTÖÐIN HF
Simar 27122-11422
17. tbl. — Fimmtudagur 22. janúar 1976—60. árgangur
'XNGIRl
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigiuf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
I Hvammstangi — Stykkis-
ihólmur—Rif Súgandafj.
ISjúkra- og leiguflug um
jallt land
jSimar:
J2-60-60 &
i 2-60-66
eiguflug um
±2.
GUNNAR THORODDSEN, IÐNAÐARRAÐHERRA:
ENGAR NÝJAR FRAM-
¦ KVÆMDIR VIÐ
KRÖFLU Á DÖFINNI
Gsal-Reykjavik. — Að sögn
Gunnars Thoroddsen, iðnað-
arráðherra, hefur verið ákveðið
Gsal-Reykjavfk. — A rlkis-
stjómarfundi I gærmorgun
var ekki tekin ákvörðun um
það, hvort Geir Hallgrlms-
son, forsætisráðherra, færi
til Lundúna til viðræðna við
Wilson, forsætisráðherra
Breta, en boð þess efnis,
barst til Geirs I fyrradag. AB
sögn forsætisráðherra var á-
kveðið, að rikisstjórnin ætti
fund mcð utanrlkismála-
nefnd og landhelgisnefnd um
máliö. Sá fundur verður kl.
9.30 I dag.
— Rikisstjórnin vill hafa
samráð við þessa aðila, en
hinu er ekki að neita, að á-
kveðinsamdóma skoðun var
rlkjandi á fundinum I morg-
un, sagði forsætisráðherra I
samtali við Tfmann f gær.
að halda áfram þeim fram-
kvæmdum, sem nú er unnið að við
Kröflu, en þær eru einkum I þvi
fólgnar, að ganga frá þaki stöðv-
arhússins og styrkja húsið sjálft.
Svo sem greint hefur verið frá,
var iðnaðarráðherra sent bréf frá
fjórum jarðvlsindamönnum fyrir
skömmu, þar sem þeir bentu á, að
óráðlegt væri að halda áfram
framkvæmdum við Kröflu. — Það
sem við hyggjumst gera nú og
höfum gert ráð fyrir, það fellur i
rauninni alveg saman við skoðun
jarðvisindamannanna, sagði
Gunnar.
Iðnaðarráðherra sagði, að vél-
ar I væntanlega virkjun kæmu
ekki fyrr en með vorinu, og
nefndi, að ekki væri ætlun að
byrja á neinum borholum fyrr en
i vor, og sama máli væri að gegna
um háspennulinuna. — Það gefst
þvi timi til þess á næstu vikum að
sjá hverju fram vindur og taka á-
kvarðanir um framhaldið, sagði
ráðherra.
— Það hefur ekki þótt rétt að
stöðva framkvæmdir við stöðvar-
húsið sjálft, sem miða að þvi að
ganga frá þaki og styrkja húsið.
Jarðvisindamennirnir telja, að ef
gos komi upp á Mývatnssvæðinu,
þá séu mestar lfkur á þvi, að það
yrði i Leirhnúk og sprungu
sem Leirhnúkur er á.
Þess vegna má segja, að Kisiliðj-
an og gufuaflsstöðin sem eru i
Bjarnarflagi, séu I öllu meiri
hættu en stöðvárhusið við Kröflu.
Varðandi sig stöðvarhússins við
Kröflu, sagði ráðherra, að það
yrði tekið til sérstakrar athugun-
ar.
— Það sem er alvarlegast i
bréfi visindamannanna fjögurra,
er þessi hætta, sem þeir telja á
nýju gosi, — og þá höfum við
mestar og alvarlegastar áhyggj-
ur af byggðinni við Mývatn, sagði
Gunnar  Thoroddsen  að  lokum.
Iðnaðarráðherra lagði bréf vis-
indamannanna fyrir rikisstjórn-
arfund i gærmorgun.
Fiskmjölsframleiðendur:
Fá ekki fjárstyrk
frá stjómvöldum
Olíumengun á
Djúpavogi
Mó—Reykjavik — Eftir komu
skips til Djúpavogs um miðjan
þennan mánuð, fór að bera á
oliumengun i höfninni. Að sögn
Óla Björgvinssonar, oddvita á
Djúpavogi, virðist ekki um stór-
fellda oliumengun að ræða, en
þó er eitthvað um að fuglar hafi
orðið oliunni að bráð.
Taldi Oli liklegast, að skipið
hefði annað hvort tapað oliu Ut-
byrðis, eða hreinlega dælt tir-
gangsoliu i höfnina. Slíkt væri
mjög alvarlegt, ef rétt reyndist,
en mál þetta er i athugun.
í snjómokstri.
Tlmamynd Gunnar.
Gsal-Reykjavik — Stjórnvöld
hafa enga peninga til þess að
halda uppi undirstöðuatvinnu-
vegunum. Sjávarútvegurinn
getur aldrei orðið styrkþegi, —
hann er undirstaðan og þegar
hann bregzt er ekki I önnur hús að
venda, sagði Matthlas Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra I samtali
við Timann i gærkvöldi, er blaðið
leitaði álits hans á þeirri skoðun
fiskm jölsfram leiðenda, að
nýákveðið loðnuverð sé það lágt,
að stjórnvöld verði að bæta þar
um, eila stöðvist verksmiðjurnar
vegna tapreksturs.
Fulltrúar fiskm jölsfram-
leiðenda gengu á fund sjávarút-
vegsráðherra i gær. Loðnuverð
það, sem nýlega hefur verið
ákveðið af verðlagsráði sjávarút-
vegsins, mun gilda út janúar-
mánuð, en það er 3,50 pr. kg. í.
verðlagsráði var loðnuverðið
samþykkt af fulltrúum seljenda
og oddamanni, en fulltrúar
kaupenda greiddu atkvæði gegn
þvi.
— Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins er nokkurs konar dómur um
fiskverð á hverjum tima, sagði
Matthias Bjarnason — og það
getur alltaf reynzt erfitt að ná
endum saman i málum sem
þessum, en ég tel að undir svona
kringumstæðum sé sá kostur
einn, að fara bil beggja. Það fær
enginn það sem hann ætlar sér.
Ráðherra kvaðst telja, að skoða
þyrfti þetta mál mjög gaumgæfi-
lega, þegar núgildandi loðnuverð
fellur úr gildi um næstu mánaða-
mót og sagði, að mikið starf biði
verðlagsráðs.
„Atli Heimir er
mjög vel að
þessum verð-
launum kominn"
ASI og VSI tako 15 atriði
upp vio ríkisstjórnina
BH—Reykjavík — Rikisstjórnin
hefur nú til athugunar atriði
þau, sem samkomulag er um
niilli ASf og Vinnuveitenda að
taka sameiginlega upp I viðræð-
um við rikisstjórnina. Atriði
þessi voru samþykkt á fundi
samninganefnda þessara aðila
með sáttasemjara I fyrradag,
og i gær voru þau send rikis-
stjórninni.
Helztu atriði þessa samkomu-
lags eru þessi:
1. Tryggð sé full atvinna.
2. Verðbólgu verði haldið i
skefjum.
3. Sérstakt kapp verði lagt á að
auka útflutningsframleiðslu
og framleiðsiu, sem sparar
erlendan gjaldeyri.
4. Dregið verði úr rikisútgjöld-
um.
5. Lánakjör framleiðslufyrir-
tækja verði bætt og vextir
lækkaðir.
6. Þjónustugjöldum  opinberra
10
aðila  verði  haldið  i  lág-
marki.
Verðmyndunarkerfi   verði
endurskoðað.
Endurskoðun  lifeyrissjóða-
kerfisins.
Söluskattur verði lækkaður
og tollar, söluskattur (sölu-
gjald) og vörugjald af hrá-
efnum, vélum og tækjum til
framleiðslu  i  samkeppnis-
iðnaði felld niður.
Lækkun launaskatts.
11. Lækkun fasteignaskatts.
12.-13. Innlend nýsmiði skipa og
viðgerðastarfsemi verði
efld. Stuðlað verði að auknu
jafnvægi i byggingariðnaði.
14. Greiddir verði vextir af inn-
stæðum orlofsþega hjá Pósti
og sfma.
15. Gert verði verulegt átak i
verk- og tæknimenntunar-
málum.
» e
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16