Tíminn - 22.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. janúar 1976. TÍMINN 3 Framlag íslands til þróunarlanda aðeins um 1 prómill af þjóðartekjum MÓ-Reykjavik. Áætlaðeraö fjár- framlög íslendinga til þróunarað- stoðar verði um 100 millj. kr á þessu ári, og þvi aðeins um 1 promill af þjóðartekjum. Það er þvi langur vegur i að íslendingar nái þvi marki, sem samþykkt hefurverið á þingi S.Þ., að 1% af þjóðartekjum renni til þróunar- aðstoðar. Á Alþingi íslands voru samþykkt lög 1971, þar sem m.a. segir, að stefnt skuli að þvi að þessu marki verði náð. A þeim árum, sem siðan eru liðin, hefur framlag islands þó litið hækkað hlutfallslega. Þetta, og margt fleira, kom fram á fundi stjórnar Aðstoðar íslands við þróunar- löndin með blaðamönnum i gær. í april 1971 var stjórn Aðstoðar tslands við þróunarlöndin kosin á Alþingi skv. lögum, sem sam- þykkt voru þann 23, marz það sama ár, og þá til 4ra ára. Hlutverk stofnunar þessarar skv. lögunum er að gera tillögur um hugsanlegar framkvæmdir i þágu þróunarlandanna, sem kost- aðar yrðu af islenzka rikinu, ann- að h vort eingöngu eða i samvinnu við önnur lönd, og skipuleggja og hafa eftirlit með öllum fram- kvæmdum. Þá er stofnuninni ætl- að að standa að kynningu á þró- unarlöndunum meðal almenn- ings, vinna að auknum menn- ingartengslum við þróunarlöndin, veita opinberum aðilum og einka- aðilum, sem hafa með höndum hjálparstarf i þróunarlöndunum, upplýsingar og leiðbeiningar, skipuleggja og hafa eftirlit með framkvæmdum i þágu þróunar- landanna, sem tslandi kynnu að vera faldar á vegum S.Þ., og að vinna að þvi að framlög tslend- inga i þessu skyni nái sem fyrst þvi marki, sem samþykkt hefur verið á þingi S.Þ., að þau nái 1% af þjóðartekjunum. Fljótlega eftir að stjórn Að- stoðar tslands við þróunarlöndin hóf störf, varhafinn undirbúning- ur að aðild íslands að samnor- rænu samstarfi um aðstoð við þróunarlöndin. Að þessu sam- starfi varð þó ekki fyrr en árið 1973, er tsland varð aðili að sam- norrænu verkefnunum i Kenya og Tanzaniu. Hefur mest af þvi fé, sem veitt hefur verið til stofnun- arinnar, farið til þess að greiða framlag Islands til þessara verk- efna, og þvi ekki verið hægt að leggja fé í önnur verkefni. Á þeim tveim árum, sem Island hefur verið aðili að hinum sam- norrænu verkefnum, hafa 11 Is- lendingar verið ráðnir til starfa i þágu þeirra, þar af 7 i Kenya og 4 i Tanzaniu. Þá má og nefna, að nú hefur stofnunin verið beðin að auglýsa 9stöður á vegum Norður- landanna i þróunarlöndunum. Eru þrjár þeirra fyrir banka- menn á vegum samvinnuverkefn- is i Kenya, en hinar 6 eru kenn- arastöður á vegum norrænnar visindastofnunar, sem Island er þó ekki aðili að. Fjórar af þessum stöðum eru fyrir hagfræðinga og tvær fyrir bókaverði. Stofnunin hefur snúið sér til viðkomandi stéttarfélaga hér á landi varðandi þessar stöður. Stofnunin Aðstoð tslands við þróunarlöndin Iitur svo á, að vel hafi tekizt til með val á verkefn- um og löndum og bindur miklar vorúr við að geta haldið áfram á sömu braut, ef fjárveitingavaldið sýnir vaxandi skilning á þessu brýna málefni, er snertir fram- tiðarþróun á alþjóðavettvangi. 1 ár má áætla, að 1% þjóðar- tekna okkar verði um 1,5 milljarðar króna og er þá ljóst, að framlag tslands þetta ár er að- eins um l/2prómill. Sé minnt á þá grein i lögum um Aðstoð tslands við þróunarlöndin, þar sem kveð- ið er á um að ísland nái sem fyrst þvi marki að 1% þjóðarteknanna renni til þróunaraðstoðar, þá er vist, að langur timi mun liða þar til Islendingar geta framfylgt þeirri grein með sama áfram- haldi. Hitter þó alvarlegrá, að tslend- ingarhafa þegið jafnmikið,'og þó oftar meira, úr sjóðum S.Þ., heldur en þeir hafa lag tilþeirra, þá er átt við þá sjóði stofnana, sem sinna þróunaraðstoð. Er rétt að benda á, að frá 1971 höfum við yfirleitt fengið meira eða jafn- mikið frá Þróunarstofnun S.Þ. einni, heldur en við höfum lagt FB-Reykjavik. Timinn sneri sér i dag til fjögurra þekktra tónlistar- manna og spurði þá álits á þeirri viðurkenningu er Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi hefur hlotn- azt með afhendingu tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs. Voru þeir sammála um, að Atli hefði sannarlega unnið til þessara verðlauna, svo góður tónlistar- maður sem hann væri. Ragnar Björnsson dómorganisti: — Ég var þarna i dómnefnd, reyndar sem varamaður, og hlustaði þess vegna á öll þessi tiu norrænu verk, sem þarna voru lögð fyrir, og mér finnst Atli m jög velaðverðlaununum komin. Þess vegna finnst mér þetta ákaflega gleðilegt. — Þetta er vel skrifað verk, og af mikilli kunnáttu skrifað fyrir einleikarann. og er ekki viss um að það sé á færi allra flautuleik- ara að flytja þetta. Vonandi á þetta verkefni eftir að verða meira á efnisskrám hjá erlendum hljómsveitum, og sömuleiðis önn- ur islenzk verk. Það eru áreiðan- lega mörg islenzk verk, sem eiga það skilið að komast á fjalirnar úti. Tugir árekstra urðu í gærdag Gsal-Reykjavik. óvenjumikið varð um árekstra i Reykjavik i gærdag, enda mikill snjór á götum og færð ekki sem bezt. Að sögn lögreglu urðu 35 á- rekstrar i gær, frá 6.00 i gær- morgun til kl. 18.00 i gærdag, þar af 27 frá hádegi. t öllum íilfellum var um smávægilega árekstra að ræða. sameiginlega til þeirra stofnana, sem sinna þróunaraðstoð. A árunum 1972-1976 hefur Þró- unarstofnun S.Þ. veitt tslandi 1 Páll P. Pálsson hljómlistarmað- ur: — Ég er mjög ánægður með þetta, og mér finnst hann hafa átt þetta fyllilega skilið. Ég álit, eins og Atli sagði sjálfur bæði I útvarpi og sjónvarpi, að þetta sé ekki að- eins til hans, heldur allra is- lenzkra tónskálda, og með það er ég mjög ánægður. Það er einnig mjög ánægjulegt, að bæði bók- mennta- og tónlistarverðlaunin skuli nú falla i hlut tslendinga þetta árið. Það er alveg sérstakt. Ég held, að margir samstarfs- bræður á Norðurlöndunum séu kannski svolitið óhressir vegna þessa. Mér fannst flautukonsert- milljón dollara, eða um 200 þús- und dollara árl., sem er rúmlega 30milljónir isl. króna á núverandi gengi. inn mjög skemmtilegur, þegar hann var frumfluttur hér fyrir nokkrum árum með afbragðs- flautuleikara. Ég var á öllum æf- ingum, og fylgdist þvi vel með þessu. Ég hafði einnig mjög gaman af að frumflytja verk eftir Atla i Sviþjóð fyrir tveimur árum. Þetta verk fékk mjög góðar mót- tökur, svo ég er sem sagt mjög ánægður með þetta. Ég hef kynnzt Atla vel, bæði sem manni og tónskáldi, og hann verðskuldar fyllilega þessa viðurkenningu. Þorsteinn Hannesson tónlistar- stjóri: — Það er orðið svo rikt músik- Ddnarorsökin: Köfnun af völdum kyrkingar Gsal-Reykjavik. — Dánarorsök mannsins hefur verið köfnun af völdum kyrkingar, segir i krufn- ingsskýrslu, sagði Sverrir Einarsson sakadómari I viðtali viö Timann i gær.um niðurstööu krufningar á liki mannsins, sem fannst látinn á Háteigsvegi ekki alls fyrir löngu. Svo sem greint hefur verið frá, hefur sá, er verknaðinn framdi, viðurkennt að hafa tekiö manninn kverkataki. Að sögn Sverris kemur fram i krufningsskýrslunni, að maður- inn hafi látizt nóttina áður en hann fannst. Sverrir kvað rannsókn málsins nú vera á lokastigi, en sagði, að nokkrar vikur myndu liða, unz niðurstöður geðrannsóknar lægju fyrir, en þegar þær væru komnar, myndi málið verða sent rikissak- sóknara, sem tekur ákvörðun um áframhald málsins. lifið i þessu landi, að maður er stöðugt að fá góðar fréttir, eins og t.d. af Hafliða Hallgrimssyni, úti á ttaliu á sinum tima. En af öllum góðum fréttum, sem ég hef fengið af músiklifinu nú siðustu ár, er þetta það bezta. — Geturðu nokkuð sagt um verkið sjálft? — Nei, ég ætla að tala um þaö i útvarpinu á sunnudaginn, svo að þið verðið að biða og heyra það þá. Jón Þórarinsson tónskáld: — Ég gleðst af heilu hjarta með Atla yfir að fá þessi verðlaun. Ég held, að þetta sé nú fyrst og fremst viðurkenning til hans. Almannavarnaráð hugsar aðeins um öryggi fólks — en hefur ekki áhrif á framkvæmdir Gsal—Reykjavik — Það liefur ekki borizt nein formleg bciðni til Almannavarnaráðs um að ræða efni bréfsins, sem fjórir visindamenn rituðu iðnaðarráð- herra, sagði Guðjón Petcrsen hjá Almaijnavarnaráði, eftir fund i ráðinu i gær, en i nefndu bréfi létu. visindamennirnir i ljós þá skoðim sina, að stööva bæri framkvæmdir við Kröflu- virkjun. — Reyndar var minnzt á þetta bréf á fundinum, sagði Guðjón, en það er ckki hlutverk Almannavarna að hafa álirif á það, hvort framkvæmdum við virkjunina verður haldið áfram eða ekki. Hlutverk almanna- varna er aðeins það, að hugsa um öryggi fólksins á svæðinu. A fundinum i gær voru mætt- ir, auk Almannavarnaráðs, full- trúar Orkustofnunar, Raunvis- indastofnunar, Veðurstofu og Norrænu Eldfjallastöðvarinnar. A fundinum i gær var rætt um öryggismál almennt á Kröflu- svæðinu og næsta nágrenni, svo og hugsanlega þróun mála þar, og i þvi tilviki var leitað álits fulltrúa áðurnefndra stofnana, að sögn Guðjóns. — Það var mikið rætt um það, hve lengi menn yrðu að koma sér i burtu, ef eldgos brytist út. og mismunándi aðstæður rædd- ar i þvi sambandi. Þá var rætt um það, hvort hægt væri að gera betur en þegar hefur verið gert, — og þá sérstaklega með tilliti til aukins mannf jölda i vor. Tek- ið var fram, aðmeð vori batnaði veður, og þar af leiðandi skil- yrði til skjótrar undankpmu. Þessi fundur var aðeins um-. ræðufundur, engar ákvarðanir voru teknar né samþykktir gerðar, sagði Guðjón Petersen. Frá blaðamannafundi stjórnar Aðstoðar islands við þróunarlöndin. i stjórninni eru ólafur Björnsson prófessor form., Ólafur R. Einarsson, Jón Kjartansson, Gunnar Schram og Pétur Einarsson. Timamynd Róbert Hvað segja þeir um tónlistarverðlaunin: „Atli Heimir er mjög vel að þessum verðlaunum kominn"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.