Tíminn - 09.03.1976, Síða 1

Tíminn - 09.03.1976, Síða 1
Aætlunarstaðír: Blönduós — Siglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Súgandafj: Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Sextán björguðust naumlega — einn fórst SEKÚNDUSPURSAAÁL — segir eigandi bifreiðarinnar, sem sfeyptist niður snarbrafta fjallshlíð við mynni Strákaganga gébéRvik — Tuttugu og tveggja ára gamall piltur, Magnús Sævar Viöarsson, lézt er fólks- flutningabifreið hrapaöi niöur snarbratta fjallshliö viö mynni Strákaganga, Siglufjaröarmeg- in, aöfaranótt sunnudags. Vegna snarræöis bifreiöastjór- ans og farþega, varö komiö I veg fyrir stórslys, en 16 manns tókst að komast út úr bifreiöinni áður en hún steyptist fram af. Magnús heitinn sat framarlega i bifreiðinni og var sofandi, en enginn timi gafst tii aö vekja hann. — Þetta var sekúndu- spursmál, sagöi Sturlaugur Kristjánsson, eigandi bifreiöar- innar, en Sturlaugur var farþegi i bifreiöinni. Stýrið og hemlarn- ir biluöu samtimis, og er bif- reiðin kom út úr Strákagöngun- um skipaði bifreiöarstjórinn farþegunum út úr henni. Um þaö bil fimmtiu metra kafli er beinn þegar komið er út úr göngunum og tókst ölium aö komast út úr hifreiðinni ómeiddum, nema Magnúsi heitnum. Farþegarnir i bifreiöinni voru Siglfirðingar, sem voru á heim- leiö frá Hofsósi, en þar höfðu gagnfræðaskólanemar á Siglu- firði verið með leiksýningu um kvöldið og var haldinn dansleik- ur á eftir. Tvær 18-manna bif- reiðar höfðu samflot frá Hofsósi til Siglufjarðar, og var bifreiðin sem fyrir óhappinu varð, á eftir. Sturlaugur Kristjánsson sagði, að bifreiðarstjórinn hefði orðið bilunarinnar var rétt áður en komið var út úr göngunum, en bæði stýri og hemlar urðu samtimis óvirk. Sagði hann, að það hefði aðeins skipt nokkrum sekúndum þangað til dyrnar voru opnaðar og farþegarnir stukku út. Bifreiðin steyptist fram af og niður snarbratta fjallshliðina, um eitt hundrað metra fall og fór margar veltur. Talið er að Magnús Sævar Viðarsson hafi látizt sam- stundis, en hann féll úr bifreið- inni þegar hún valt niður fjalls- hllðina. Bifreiðin staðnæmdist I stórgrýttri fjörunni og er talin gjörónýt. Magnús Sævar Viðarsson var 22 ára gamall, til heimilis að Suðurgötu 22 á Siglufirði, ókvæntur. Strákagöng Siglufjaröannegin. Punktalinan sýnir leiöina sem rút- an vait niöur i fjöru. Ljósm: Jónas Ragnarsson Hafrún falin af. Áffa manns fór- ust með skipinu gébé Rvik — Skipulagðri leit af Hafrúnu AR 28 var hætt á laug- ardagskviild, og var þá skipiö — og sjö manns af áhöfn þess — talin af, en lik eins skipverja hafði fundizt áöur. Með Hafrúnu AR 28 fórust átta manns: Valdimar Eiðsson, skipstjóri, Eyrarbakka, fæddur 1945, lætur eftir sig konu og tvö börn, Ingibjörg Guðlaugsdóttir matsveinn, Reykjavik, fædd 6. júli 1935, lætur eftir sig átta börn, Agúst ólafsson stýrimaöur Eyrarbakka fæddur 1949 lætur eftir sig konu og eitt barn, Þórður Þórisson, I vélstjóri, Eyrarbakka fæddur 1943, lætur eftir sig konu og eitt barn, Július Stefánsson, II véistjóri Eyrarbakka fæddur 1955 lætur eftir sig unnustu, Haraldur Jónsson háseti Eyrarbakka fæddur 1955, lætur eftir sig unnustu og eitt barn, Guömundur E. Sigursteinsson, háseti, Hafnarfiröi, fæddur 1957 lætur eftir sig unnustu, og Jakob Zophoniusson, háseti Reykjavik, fæddur 1931, lætur eftir sig einn uppkominn son. Að sögn Hannesar Hafstein framkvæmdatjóra Slysavarna - félags islands, verður hins vegar fylgzt með reka á Reykjancsi og norður um Mýrar á næstu dögum, og sagði hann aö landeig- endur á Snæfellssnesi og viðar heföu veriö beönir að fylgjast með reka. Fjöldi manna hefur tekiö þátt i leitinni, á landi, sjó og úr lofti, en án árangurs. Það eina sem fundizt hefur, er rekhald úr gúmmibjörgunarbát, sem fannst i Sandvikinni á Reykjanesi. Taliö er að báturinn hafi farizt um þrjá til fjórar sjómilur suður af Ilópsnesi, en þar festi Höfrungur II frá Grindavik net I flaki og upp kom sjónvarpskúpull sem sannað þykir aö sé af Hafrúnu AR 28. Geir Hallgrímsson um framferðí Breta: Gæti mjög vel skaðað stöðu NATO á íslandi „Brezku freigáturnar og könn- unarflugvélarnar, sem eru þeim til aðstoðar tengjast Atlanzhafs- bandalaginu i hugum margra ís- lendinga. Aðgerðir Breta gætu auðveldlega leitt til ómetanlegs tjóns fyrir stööu Atlanzhafs- bandalagsins á íslandi og fram- tiðaráhrif þess á þessu mjög mikilvæga svæði,” segir I grein eftir Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, sem birtist i gær m.a. i brezka blaðinu The Guardian, en greinin var rituð að beiðni Victors Zorsa, dálkahöfundar Washing- ton Post i dálk hans „Inter- national Dialogue”, sem blöö um allan heim eru áskrifendur aö. t greininni rekur forsætisráð- herra útfærsluna i 200 milur, seg- ir frá áliti fiskifræðinga á þorsk- stofninum og rekur gang við- ræðna við Breta og landhelgis- striðið nú. Grein forsætisráðherra byrjar svo: „tslenzka þjóðin, sem byggir efnahagsafkomu sina algjörlega á fiskveiðum og ræður i raun ekki yfir öðrum náttúruauðlindum, berst nú fyrir þvi að verja fisk- stofnana við tsland gegn ásókn Breta.” 1 greininni segir og m.a.: „Lausn á deilu okkar við Breta finnst ekki, nema það sé viður- kennt, að fiskveiðar skipta sköp- um fyrir lifsafkomu okkar en mjög litlu máli fyrir efnahag Bre ta. ” Greininni lýkur forsætisráð- herra svo: „Enginn vafi leikur á þvi, að við stöndum nú á örlagarikum timamótum i baráttunni fyrir lifsbjörg okkar. tsland getur ekki og mun ekki gefast upp.” Maður drukknar á Akureyri ------> ® Ólafur Jóhannesson, OPIÐ BREF til Þorsteins Pdlssonar, ritstjóra SJA BLAÐSÍÐU

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.