Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Sfjórnventlar Olíudælur Oliudrif WMSSSSBSmmm Síðumúla 21 Sími 8-44*43 Ólafur Jóhannesson, viðskipfamólaróðherra um þróunina: ÞAÐ ER AÐ BIRTA í LOFTI ASK-Rvik. — Það er erfitt að spá um það, hvort vöruskipta- jöfnuðurinn verður hagstæður áfram. Agástmánuður hefur alltaf verið talinn erfiður, sagði ólafur Jóhannesson viðskipta- málaráðherra i samtali við Timann I gær, —- svo það er ekki vert að gera sér vonir um jafn- góða útkomu þá og i júli, en þá var vöruskiptajöfnuðurinn hag- stæður um rúman milljarð. En það er samt sem áður að birta i lofti f þessum efnum. Astæðuna fyrir þvi, hve vöru- skiptajöfnuðurinn var hagstæð- ur i sl. mánuði og næstu þremur þar áundan, sagði ólafur m.a. vera þá, aö útflutningur hefði veriðmeiri og verölag hagstæð- ara, en auk þess hefur innflutn- ingur verið með minna móti. Ot var flutt ál og álmelmi I sl. mán- uði fyrir um 1,5 milljarð króna, en ólafur sagði það vera um 300 milljónum króna hærri upphæð en á sama tima á liðnu ári. Hvað varðar einn stærsta liðinn í inn- flutningi, skipakaup, þá gat við- skiptaráðherra þess, að þau hefðu dregizt mjög saman fyrstu fimm mánuöi þessa árs. Þá voru flutt inn skip fyrir 1,2 mill jarða króna, en á s ama tim a á sl. ári höfðu verið flutt til landsins skip fyrir 3,6 milljaröa króna. Einnig drógstsaman innflutn- ingur til islenzka álfélagsins um 2,5 milljaröa króna. — Auövitaö vonum við aö þessi þróun haldi áfram, sagði Ólafur Jóhannesson. — En vöruskiptajöfnuðurinn getur sveiflaztótrúlega mikið, þannig að erfitt er aö segja fyrir um hvern mánuð fyrr en nokkuð er liðið á hann. Drangsnes: Vilja stofna hluta- félag um bygg- ingu frystihúss MÓL-Reykjavik. Bæði á fundin- um I morgun og svo meðal fólks- ins i hreppnum rikir algjör ein- hugur um, að frystihúsið verði byggt uppaðnýju, sagði Þórir H. Einarsson, oddviti Kaldrananes- hrepps við Timann I gær er hann var spurður hvað hefði fariö fram á hreppsnefndarfundinum i gær- morgun. — A fundinum ræddum við þá hugmynd, hvort ekki væri rétt að breyta eignaraðildinni að hinu komandi frystihúsi, þannig að al- menningshlutafélag verði stofnað þar sem kaupfélagið og hreppur- inn verði aðalburðarásarnir, en eins og kunnugt er, þá átti Kaup- félag Steingrimsfjarðar frysti- húsið, sem brann. — Þetta veröur aö vega og meta, og þvi höfum við ákveðið að efna til almenns borgarafundar i kvöld, þ.e. fimmtudagskvöld, til að heyra tóninn i fólkinu, en það er min persónulega skoöun, að ekkert sé þvl til fyrirstöðu, svo framarlega sem kaupfélagið og hreppurinn verði aðilar að félag- inu. — Þá var ihugað á hrepps- nefndarfundinum hvort ekki væri rétt að koma upp saltfiskverkun i gömlum hjalla, sem er hér til staðar. Ég efast þó um, að úr þvi verði, bæði vegna þess, að það verður næg atvinna við að hreinsa til i' rústunum og svo einnig vegna þess hve stutt er eftir af veiði- timabili smábátanna eða um 3 vikur. — 1 kvöld er sem sagt almenn- ur fundur og svo I fyrramálið höldum við aftur hreppsnefndar- fund, þar sem lokaákvörðun verður tekin um eignar^ aðildina, sagði Þórir að lokum. r Avísanamisferlið: Bankastarfsmaður leystur fró starfi FJ-Reykjavik. Einn bankastarfs- maður hefur nú verið leystur frá starfi vegna rannsóknar ávis- anamisferlis þess, sem Seðla- bankinn rannsakaði að beiðni Sakadóms Reykjavikur, en málið er nú aftur komið til sakadóms eins og Timinn hefur skýrt frá. 1 þessari rannsókn voru teknir fyrir ávlsanareikningar 26 ein- staklinga og fyrirtækja, en féð var svikið út á þann hátt að velta innistæðulausum ávlsunum á milli bankareikninga og hefur það komið fram að heildarveltan hafi numið 4 millj. króna á dag og að rannsókn Seðlabank- ans hafi náð til tveggja ára 1974-75, eða um það bil 500 opn- unardaga bankastofnana. Aðallega munu það vera fjórar eöa fimm bankastofnanir, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum f jársvikum. Að sögn Halldórs Þorbjörns- sonar, yfirsakadómara, er ekki búið að ákveöa, hver fer með sakadómsrannsókn málsins. Upphaflega lagði sakadómur áherzlu á að kannaö yrði, hvort nafn Geirfinns Einarssonar fyndist einhvers staöar i malinu, en rannsókn Seölabankans mun hafa leitt I ljós, að nafn Geirfinns Einarssonar kom hvergi fyrir á ávisunum i þessu máli. Þessskal getið, að ávisanamis- ferli þetta átti sér stað áður en reiknistofnun bankanna tók til starfa og að viðkomandi bankar lokuðu þessum ávisanareikning- um um leið og rannsókn leiddi misferlið I ljós. Vegna þessa máls hafa miklar sögusagnir verið i gangi og ýmsir menn tilgreindir, sem þarna hafa átt að koma við sögu. Þess vegna verður aö hraða rannsókn þessa máls eins og unnt er, svo nöfn hinna seku megi gera opinber sem fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.