Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jöröur Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Stjórnlokar Oliudælur Oliudrif Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Magnús Eggertsson, yfirlögreglumaður rannsóknarlögreglunnar: ÓHJÁKVÆMILEGT AÐ FÁ FLEIRI STARFSMENN OG MEIRA HUSNÆÐI • Mannfæðin: Fólk með boðaða tíma beðið um að koma seinna • Aðstöðuleysið: Unnið að rann- sókn á bíl undir berum himni Gsal-Reykjavlk. — Það er alltaf mikið að gera hjá okkur, en núna er meira að gera en nokkurn tima áður i sögu rannsóknarlögregl- unnar — og þvl er ekki að leyna að hér rlkir algjört ófremdarástand, sagði Magnús Eggertsson yfir- rannsóknarlögregluþjónn I sam- tali við Tlmann I gær. Svo til allir starfsmenn rannsóknarlögreglunnar I Reykjavlk, eru nú störfum hlaðn- ir I sambandi við tvö sakamál, annars vegar Geirfinnsmálið og hins vegar morðmálið, sem upp kom I fyrri viku. Bæði þessi mál eru mjög mannfrek og vinnst lítill timi til þess að sinna öðrum mál- um meðan þau eru I rannsókn. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem boöaö hefur verið til rannsóknarlögreglunnar út af öðrum málum hefur vinsamleg- ast verið beðið um að koma siðar, og jafnframt leiða þessar mannfreku rannsóknir til þess að ýmis sakamál hrannast nú upp hjá rannsóknarlögreglunni og er ekki séð hvenær tími vinnst til þess að taka þau til meöferðar. Timinn innti Magnús eftir þvl hvort ekki væri einsýnt að rannsóknarlögreglan yrði að fá skjóta fyrirgreiðslu varðandi fjölgun starfsmanna ef morðmál- ið leystist ekki á næstunni. Jú, ég tel að það sé óhjákvæmi- legt. Við þurfum raunar bæði fleiri starfsmenn og meira hús- næði. Við höfum mjög oft farið fram á það að fá fjölgað hér, og fá meira húsnæði og ýmsan betri búnað, en við þessum óskum okk- ar koma litil svör, sagði Magnús. Rannsóknarlögreglan býr viö mjög þröngan húsakost og hefur Magnús Eggertsson látið hafa það eftir sér að það hái starfi hennar verulega. En það er ekki bara að húsnæðið sé of litið, að- stöðuleysið er líka verulegt. Framsóknarflokkurinn: SERSTAKUR STARFSHOPUR I ENDURSKOÐUN SKATTALAGANNA Orn Höskuldsson sakadómari staðfesti I samtali við Timann I gær að rétt væri, aö rannsókn á bll þeim sem flutti llk Guðmundar Einarssonar suður I Hafnarfjarð- arhraun, hefði farið fram utan dyra, I portinu bak við Borgartún 7. — Það er rétt, að rannsóknar- lögreglan hefur enga bilageymslu til umráða og við höfum þurft að nota okkar eigin bflskúra i þessu skyni, sagði Orn. Einn rannsóknarlögreglu- manna léði fyrir skömmu bllskúr sinn til afnota fyrir þá menn er vinna að rannsókn á bilnum sem flutti lik Guðmundar og þurfa þeir þvl ekki lengur að rannsaka bilinn undir berum himni. — Okkur vantar tilfinnanlega framtiðarhúsnæöi með mikilli og góðri aðstöðu, m.a. blla- geymslum, sagði örn. Timinn innti hann eftir þvi hvort þýzku rannsóknarlögreglu- mennirnir hefðu látið I ljós skoð- un á þeirri aðstöðu sem rannsóknarlögreglan hefur. — Þeir eru hissa á ýmsu hjá okkur, var svar Arnar. Þá gat Orn þess að lokum, að rannsóknarlögreglumenn ættu talstöðvar slnar sjálfir — hefðu keypt þær sjálfir þar eð ekki fékkst fjárveiting til kaupa á þeim. — Ég býst við þvl að slikt þekkist ekki I vlðri veröld, sagði örn. Gsal-Reykjavlk. — Það má búast við þvl aö viðgerðum á varðskipunum ljúki að mestu um næstu mánaða- mót, sagði Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzl- unnar þegar Timamenn hittu hann niður á Ægisgarði i gærdag, en þar var forstjór- inn að llta eftir þvi hvernig viðgerðinni á Þór miðaöi. Pétur sagði að lokið væri viðgerð á Oðni og Ægi og við- gerð á Ver væri langt komin. Veriö er að vinna að viðgerð á Þór, en I næsta mánuði verður byrjað á Baldri og Tý. Pétur kvað Baldur og Tý hafa verið ágætlega sjófær eftir þorskastriðið og þvi hefðu þau verið mest I notkun I sumar. Ekki kvaðst Pétur treysta sér til þess að nefna neinar tölur um kostnað vegna við- gerðanna á varðskipunum. Hins vegar sagði hann að mikill timi hefði farið I þess- ar viðgerðir, sem mest hefðu verið unnar af járniönaðar- mönnum. A myndinni er Pétur Sigurðsson að ræða við við- gerðarmann um borð I Þór I gær. Timamynd: Gunnar FJ-Reykjavik. —Það er ljóst að gagngera breytinga er þörf á skattalöggjöfinni og ætiunin er að setja sérstakan starfshóp i skattamálin tii að undirbúa af- stöðuna tii þeirra mála á þingi i vetur, sagði Steingrimur Her- mannsson, ritari Framsóknar- fiokksins, I viðtaii við Timann i gær. — Þetta mál verður rætt á næsta framkvæmdastjórnar- fundi flokksins, en við höfum þegar skrifað formönnum flokksfélaga um allt land og beðiö þá um ábendingar i sam- bandi við úrbætur á skattaiög- gjöfinni. Sagöi Steingrímur það vera álit sitt, aö vlða væri pottur brotinn I iskattalöggjöfinni og nefndi til dæmis um hluti, sem þyrftu vandlegrar athugunar við: afskriftarreglur, skattfrelsi vaxtakostnaöar, þ.e. hvort ekki ætti að setja einhver eðlileg mörk á hann og skattlagningu söluhagnaðar. — Við munum endurskoða þessa hluti á breiöum grundvelli, sagði Stein- grimur. Það er vilji Framsókn- arflokksins, að hver greiði sitt og að engin undanbrögð þar á verði liðin. — Satt að segja vakna ýmsar spurningar viö lestur skatt- skránna, sagði Steingrimur. Og þá einkum um þaö, hvers vegna ýmsir greiða svo lág gjöld, sem raun ber vitni. Mér dettur I hug, hvort ekki sé bein þörf á aö setja I lög ákvæði um heimildir til að áætla skatta á menn með tilliti til persónulegra lifnaðar- hátta þeirra. Aðspurður um staðgreiðslu- kerfi skatta, svaraði Stein- grimur, aö ýmsir örðugleikar hefðu komið i ljós á framkvæmd þess. — En það mál veröur auðvitaö skoðað rækilega af starfshópnum, þvl ætlunin er aö hann athugi allt, sem til greina kemur. Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins: — Er ekki þörf á þvi að setja i lög heimildarákvæöi til að áætia skatta á menn með til- liti tii persónulegra lifnaðar- hátta þeirra? í dag Kvenfélög á Grænlandi og annars staðar á Norðurlöndum — Sjá opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.