Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 1
Greinargerð Heilbrigðiseftirlitsins um álbræðslur — Bls. 8og9 Wwwífiíim Slöngur — Barkar — Tengi Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduóc BúðardalUr ! Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður .. _I-M. Sjúkra- og leiguflug um allt land % 2-60-60 00 2-60-66 ■ 67. tölublað—Þriðjudagur 22. marz— 61. árgangur SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600 Karin Söder, utanrikisráOherra Svíþjóöar, viö komuna til Keflavikur i gœr. Einar 4gústsson utanrikisráöherra islands, tók þar á móti henni. Timamynd: Gunnar Sænski utanrík isráðherrann í opinberri heim- sókn á íslandi — ræðir heimsmálin við Einar Ágústsson í dag HV-Reykjavík. Karin Söder, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, kom í gær í opinbera heim- sókn til (slands. Einar Agústsson, utanríkis- ráðherra ísíands, tók á móti henni á flugvell- inum, svo og sænski sendiherrann á (slandi og aðrir embættis- menn. í dag mun Söder eiga fund með Einari Ágústssyni, þar sem utanríkisráðherrarnir munu ræða ástandið I heiminum í dag, en að því loknu mun hún sitja hádegisverðarboð Ein- ars í ráðherrabústaðn- um. Síðdegis mun Söder ganga á fund Kristjáns Eldjárns, forseta Islands. Karin Söder hefur borið f ram þá ósk að fá að skoða Hitaveitu Reykjavíkur, og er sú skoðunarferð einnig á dagskrá hennar i dag. I kvöld verður svo móttaka í sænska sendiráðinu og þar með lýkur opinberri heimsókn sænska utan- ríkisráðherrans hing- að. Karin Söder er fyrsta konan sem gegnir embætti utan- ríkisráðherra Sví- þjóðar, en hún tók við því þegar stjórnar- skipti urðu þar á siðastliðnu ári. Hún er fædd árið 1928 og hefur átt sæti í sænska þing- inu frá árinu 1971. Frá sama ári hefur hún verið annar varafor- maður sænska mið- f lokksins. Karin Söder tók stúdentspróf í Gauta- borg árið 1948 og lauk kennaranámi árið 1950 í Falun. Arið 1954 f lutti hún til Stokkhólms og lagði þar stund á nám í stjórnmálavísindum og hagfræði árin 1963 og 1964. Eiginmaður Karin Söder er Gunnar Söder og eiga þau þrjú börn. S tj órnarfrumvarp um Blönduvirkj un Ein álitlegasta virkjunin utan eld- virknisvæðanna — samkvæmt orkuspá þarf að reisa tvær stórvirkjanir fyrir miðjan næsta áratug MÓ-Reykjavlk — Eftir þeim rannssóknum og áætlunum sem þegar hafa veriö geröar, er Blönduvirkjun i hópi hag- kvæmustu vatnsaflsvirkjana á tslandi. Hún hefur einnig þann kost aö vera utan hinna eld- virku svæöa. Stærstu raforku- ver landins liggja á eldvirk- um svæöum. Þvl fylgir áhætta eins og gamlir og nýir atburöir minna á. En um leiö og áhættu veröur aö taka til þess aö nýta vatns- og varmaorku landsins er þaö mikilvægt aö upp risi raforkuver utan eldvirknis- svæöanna og aö þvi veröur aö stefna. Þar er Blönduvirkjun fremst i flokki, ein álitlegasta virkjun utan þeirra svæöa. Þetta segir m.a. I greinar- gerö meö frumvarpi til laga, um virkjun Blöndu, sem ríkis- stjórnin lagöi fram á Alþingi i gær. Samhljóöa frumvarp var lagt fram á Alþingi i fyrra, en varö þá ekki útrætt. Meö frumvarpinu nú fylgir ný orkuspá og ný kostnaöaráætl- un. Samanburöur á orkuspámog vinnslugetu núverandi vatns- orkuvera aö viöbættum Sig- öldu- og Kröfluvirkjun sýnir aö þessar virkjanir geta full- nægt aflþörf fram til 1980, samkvæmt raforkuspá þeirri fyrir landiö i heild, sem rakin er I fylgiskjali 4, en orkuþörf fram til 1982. 1 þessari spá er einungis reiknaö meö þegar umsaminni stóriöju aö viö- bættum vexti almennrar notk- unar og rafhitun þeirra lands- svæöa sem litla möguleika hafa á hitaveitu. 1 henni er reiknaö meö hitaveitu á Akur- eyri og sums staöar á Vest- fjöröum einnig. Upp úr 1980 i siöasta lagi þarf þvi ný virkjun eöa virkj- anir aö koma til. Þaö fer eftir þróun markaösins hversu lengi sú virkjun endist, en mál horfa þannig viö, aö iönþróun á íslandi, vöxtur almennrar raforkunotkunar og rafhitun þeirra landshluta, er ekki eiga kost á jaröhita, geri þaö nauöáynlegt aö reisa tvær stórar virkjanir fyrir miöjan næsta áratug. ! frumvarpinu er gert ráö fyrir aö heimild veröi veitt til aö reisa allt aö 150 MW virkj- un. Spassky ætlaði til Sviss á föstudag Gsal-Reykjavlk — A sunnu- dag varö Spassky að láta af lendi eins vinnings forskotiö i einviginu viö Hort, sem hann haföi haldiö i 6 skákir. Spassky haföi örugglega gert sér vonir um þaö, aö honum tækist aö halda jafntefli i þeim skákum sem eftir væru — þvi hann ætlaöi sér aö halda frá Islandi á föstudag og fara til Genf i Sviss, þar sem honum hefur veriö boöin þátttaka á sama móti og Friörik og Guömundur tefla á. En nú hefur skyndilega oröiö á breyting, sem getur gertþessaráætlanir aö engu. Staöaner5:5og einvigiö gæti dregizt á langinn — og móts- stjórnin I Genf getur ekki haldiö frá sæti fyrir Spassky nema fram á föstudag. Crslit einvfgisins veröa þvi aö ráö- ast I næstu tveimur skákum, ef Spassky ætlar sér þátttöku á mótinu. 11. einvigisskákin veröur tefld I dag. Sjá nánar um skák á bls. 4-5. • Utanríkisráðherra fordæmir athæfi Varnarliðsins — Sjá bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.