Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						18
Þriðjudagur 22. marz 1977
Stórsigur
varaliðs KR
— þegar það mætti Breiðabliki í 1.
deildarkeppninni í körfuknattleik
¦sir Símon Ólafsson slasaðist illa
Varalið KR i körfuknattleik
sigraði (105:69) Breiöablik um
helgina. Einar Bollason og Birgir
Guöbjörnsson — meiddir, léku
ekki með KR-liöinu og þá fengu
þeirKolbeinn Pálsson og Kristinn
Stefánsson ekkert ao fara inn á.
Þrátt fyrir að þessir fjórir leik-
menn voru ekki meö, þá voru yf-
irburoir KR-liðsins miklir. Jóa-
kim Jóakimsson skoraði flest
stig KR eöa 29, en Gisli Gislason
22 stig.
Armenningar léku án Simons
Ólafssonar, en hann meiddist illa
á laugardaginn, þegar liðbónd i
ökla slitnuöu, gegn Fram. Þrátt
fyrir þetta áfall vann Ármann
sigur — 91:84 og átti Atli Arason
stærstan þatt i honum — skoraði
22 stig. Njarövikingar unnu
(105:60) Val með yfirburðum.
Kári Mariusson var gömlu félög-
unum sinum úr Val erfiður hann
skoraði 29 stig.
Valsmenn létu þetta tap ekki á
sigfá, þegar þeirsvo mættu Blik-
unum — sigruðu örugglega
103:67. Rfkharður Hrafnkelsson
skoraði  þá 32 stig fyrir Val.
Skíðafólk
frá Akur-
eyri sigur-
sælt
— í punktamótinu
Akureyringar, urðu sigursælir i
punktamótinu á skfðum, sem fór
fram i Bláfjöllum um helgina.
Haukur Jóhannsson varð sigur-
vegari i stórsvigi og alpatvi-
keppni karla, en félagi hans —
Arni óðinsson — varð sigurvegari
i svigi. Margrét Baldvinsdóttir
varð sigurvegari i alpatvlkeppni
kvenna.
Ung stúlka frá Reykjavik vakti
athygli — það var hin 14 ára Asdis
Alfreðsdóttir, sem varð sigurveg-
ari í svigi, en Kristin tJlfsdóttir
frá Isafirði varð sigurvegari I
stórsvigi.
Annars urðu úrslit þessi I
punktamótinu:
Karlar:
Stórsvig:
Haukur Jóhanns Akureyri 118.79
Hafþór Júliuss. ísaf........119.46
Einar V. Kristjánss. tsaf. .. 120.56
Svig:
Arni Óðinsson, Akureyri ...113.88
Valur Jónatanss. Rvik.....114.50
Haukur Jóhannss. Akureyri 116.09
Jóhann
sigursæll
Jóhann Kjartansson badmint-
onspiiarinn ungi úr TBR varð sig-
ursæll á „úrtökumótinu" sem fór
fram um helgina á Akranesi. Jd-
ITann tryggði sér rétt tilað keppa I
HM-keppninni I Sviþjóð, með þvf
að leggja alla andstæðinga sfna
að velli. Hann sigraði Islands-
meistarann Sigurð Haraldsson,
sem Einnig keppir IHM, I úrslita-
leik — 15:11 og 15:13.
á skíðum
í Bláf jöllum
Konur:
Stórsvig:
Kristin úlfsd. Isaf..........125.96
Margrét Baldvinsd. A......126.01
Guðrún Leifsd. Akureyri... 126.85
Svig:
Asdis Alfreðsd. Rvik.......134.57
Margrét Baldvinsd. A......136.77
Marfa Viggósd.Rvik..     141.62
HAUKUR JÓHANNSSON.
Keflvíkingar
í æf ingabúðir
tU Enílands
* Víkingar hafa gert tveggja ára
samning við Bill Haydock
* Kristinn opnaði markareikning
sinn uppi á Skaga
* Ingi Björn og Guðmundur
á skotskónum
Keflvikingar hafa nú ákveðið að senda 1. deildarlið sitt f knattspyrnu til
Englands um páskana, þar sem leikmenn liðsins verða I æfingabiiðum I
London um viku tlma. — Þetta er liður f undirbúningi okkar fyrir bar-
áttuna I sumar, sagði Jón ólafur Jónsson, formaður Knattspyrnuráðs
Keflavikur, I stuttu spjalli við Tlmann.
mjög harður — með sigri (1:0)
Vfkinga. Lárus Jónsson skoraði
mark Vikings.
KRISTINN BJöRNSSON.fyrrum
leikmaður Valsliðsins, opnaöi
markareikning sinn hjá Skaga-
mönnum, þegar þeir unnu sigur
(3:1) yfir FH-ingum f Litlu-bikar-
keppninni, þegar liöin mættust
uppi á Akranesi á laugardaginn.
Kristinn skoraði fyrsta mark
leiksins, sem var leikinn á frekar
slæmum velli — blautum og
þungum.
Skagamenn voru betri aðilinn I
leiknum og sýndu þeir oft
skemmtileg tilþrif — sérstaklega
Pétur Pétursson,sem er nýkom-
inn frá Glasgow, þar sem hann
æfði með Glasgow Rangers. Pét-
ur skoraði 2 mörk I leiknum. ólaf-
ur Danivaldsson skoraði mark
FH-inga. Þess má geta að Jón
Þorbjörnsson.fyrrum leikmaður
Keflvikingar fara með 25
manna hóp til Lundúna i boði ut-
andeildarliðsins Maidemhead,
sem hefur aðstöðu i útjaðri Lond-
on. Keflvfkingar fá góða aðstöðu
til að æfa daglega, og þar að auki
leikur liðið þrjá æfingaleiki —
gegn Maidenhead og 3. deildarlið-
inu Reading, en ekki er búið að á-
kveða mótherjana I þriðja leikn-
um.
Þar sem við erum að byggja
upp nýtt lið, skipað ungum leik-
mönnum, akvúðum við að senda
liðið I æfingabúðir, þar sem leik-
mennirnir fá tilvalið tækifæri til
aö kynnast betur og æfa við
topp-aðstæður, sem við getum
ekki boðið upp á strax, þar sem
grasvöllurinn okkar er ekki til-
búinnfyrir átök sumarsins, sagði
Jón ólafur.
KEFLVIKINGAR léku gegn
Breiðabliki f Litlu-bikarkeppninni
á laugardaginn i Kópavogi,
Leiknum sem fór fram á erfiðum
velli.lauk með jafntefli 1:1. Kefl-
vikingar áttu mun meira f leikn-
um, sem bauð upp á tvö mörk frá
ódýramarka&num. Blikarnir
urðu fyrri til að skora — Heiöar
Breiðf jörð skoraði með máttlausu
skoti, sem hoppaði inn i mark
Keflvikinga. Goerg „Bangsi"
Georgsson jafnaði siöan fyrir
Keflvfkinga, þegar hann fékk
knöttinn frá ólafi Hakonarsyni,
markverði Blikanna, sem tók út-
spark. ólafur spyrnti knettinum
frám — hann hafnaði fyrir fram-
an „Bangsa", sem spyrnti honum
strax að marki Blikanna. Knött-
urinn fór yfir ólaf, sem var kom-
inn of framarlega — og hafnaði i
markinu.
VíKINGARhafa gert tveggja ára
samning við þjálfara sinn Billy
Haydock. Þetta hefur vakið þó
nok'kra athygli, þvf að þetta er i
fyrsta skipti sem islenzkt knatt-
spyrnulið gerir svo langan
samning viö þjálfara — yfirleitt
hefur aðeins verið samið um eitt
ár i einu.
Vikingar léku æfingaleik gegn
unglingalandsliðinu á sunnudag-
inn, og lauk leiknum, sem var
Knatt-
spyrnu
punktar
KRISTINN.... skoraöi gott mark
uppi á Skaga.
Þróttar, lék í marki Skagamanna
og varði vel.
GEORGE KIRBY.þjálfari Akur-
nesinga er væntanlegur til lands-
ins nú I vikunni.
Ingi Björn Albertsson og Guð-
mundur Þorbjörnsson voru held-
ur betur á skotskónum þegar
Valsmenn unnu stórsigur (8:0)
yfir Haukum I æfingaleik á laug-
ardaginn. Þeir skoruðu 4 mörk
hvor.
Vaismennmæta Akurnesingum
I fyrsta leik Meistarakepppni
K.S.l. f kvöld á Melavellinum kl.
8.30,
Þorbergur sýndi
góða leiki
— með unglingalandsliðinu
Unglingalandsliðið I handknatt-
leik, skipað leikmönnum undir
21 árs aldri, stóð sig ágætlega I
keppnisferð I V-Þýzkalandi um
helgina, þar sem liðið lék tvo
landsleiki gegn V-Þjóðverjum,
tslenzku strákarnir töpuðu þeim
báðum — fyrst 15:18 og sfðan
7:14.
Fyrri leikurinn var afar jafn
og var staðan nær alltaf jöfn
- upp i 13:13, en þá náðu V-
Þjóðverjar að sýna góða kafla
og sigruðu á lokasprettinum —
18:15. Þorbergur Aðalsteinsson
úr Vikingi vakti mikla athygli i
þessum leik — skoraði 8 mörk,
en hann var tekinn úr umferð í
siöari hálfleiknum. Konráð
Jónsson (Þrótti) skoraði 4, en
Steindór Guðmundsson (Val) 2
og Hannes Leifsson l. Mörkin I
siðari leiknum skoruðu: Þor-
bergur 3, Sfmon Unndórsson
(KR) 2, Hannes 1 og Gústaf
Björnsson (Fram) 1.
11 NY ISLANDSMET
— í sundi sáu dagsins ljós á Meistara
móti íslands um helgina
Það var sannkallað meta-
regn I Sundhöll Reykjavlk-
ur um helgina, þar sem
AAeistaramót fslands í
sundi fór fram. Hvorki
meira né minna en 11 fs-
landsmet fengu þá að sjá
dagsins Ijós, og þar að
auki var eitt met jafnað.
Þórunn  Alfreðsdóttir (Ægi)
setti  3  met.  Hún  byrjaði
meistaramótið með þvi að setja
met i 800 m skriðsundi — 9:51.2
min. Þá setti hún einnig met i 400
m f jórsundi (5:24.9) og sfðan I 400
m skriösundi — 4:46.4 min.
Sigurður ólafsson (Ægi) setti
met i 400 m skfiðsundi — 4:16.0
min., og siðan jafnaði hann met
Finns Garðarssonar i 100 m skrið-
sundi, þegar hann synti vega-
lengdina á 54.9 sek.
Bjarni Björnsson (Ægi) setti
met f 200 m baksundi — 2:23.2 og
sló þar með út sex ára met Guð-
mundar Glslasonar.
Sonja Hreiðarsdóttir (Ægi)
setti met i 200 m bringusundi —
2:50.5 mfn.
Axel Alfreðsson (Ægi) setti met
i 400 m fjórsundi, þegar hann
synti vegalengdina á 4:55:6 mln.
Þá voru sett met f öllum boð-
sundunum. Kvennasveit Ægis I
4x100 m fjórsundi (5:00.7) og
4x100 m skriðsundi — 4:30.6 mln.
Þá setti karlasveit Ægis met i
4x100 m fjórsundi (4:19.5) og
4x200 m skriðsundi — 8:21.3.
ÞÓRUNN   ALFREÐSDÓTTIR.   SIGURÐUR ÓLAFSSON.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24