Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mánudagsblağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Mánudagsblağiğ

						BlaSfyrir alla
17. árgangur
Mánudagur  4.  október  1965
36. tölublað.
Flugf élögunum, Flugráði og Flugmála-
stjórn bægt úr „flugvallarnefnd
ii
Furðuleg og hláleg nefndarskipan flugmálaráðherra — Nefndar-
menn eitt sameiginlegt — „ekkert vit á flugvallarmálum".
Faxafréttir, starfsmannablað Flugfélags Islands, er nú ný-
komið út og flytur að mestu innanfélagsfréttir. 1 blaðið skrifar
nú Örn Ó. Johnson, forstjóri F.l. stutta rabbgrein um flugvall-
armálin, en s.I. vor skipaði flugmálaráðherra nefnd til að rann-
saka öll þessi mál, en nefndin hefur m.a. snúið sér til F.l. og
leitað álits þess um ýmislegt varðandi flugvallarreksturinn hér
í Beykjavík, á Keflavíkurvelli eða vajrðandi byggingu nýs flug-
vallar.
ENGINN
SÉRMENNTAÐUR.
Örn bendir á í grein sinni
harla merkilega ráðstöfun, en
sú er, að flugfélögin hafa eng-
an mann í nefndinni, né held-
ur fulltrúar úr flugráði eða
flugmálastjórn! Það er erfitt
að skilja hvað flugmálaráð-
herra meinar með slikri skip-
an, því þótt Örn Johnson segi,
að allir þessir menn séu „mæt-
ir menn', þá hefur Mánudags-
blaðið spurzt fyrir um „þekk-
ingu" þeirra á þessum málum
og fengið þær upplýsingar, að
hún sé næstum engin, og
hvergi sérfræðileg. Til gamans
viljum við telja upp nefndar-
menn: Bryn jólf ur Ingólf sson,
ráðuneytisstjóri, Gústaf E.
Pálsson, verkfr., Guðlaugur
Þorvaldsson, skrifstofustj., Sig-
urgeir Jónsson, hagfr. Seðla-
bankans og Gunnar Vagnsson
deildarstj. Bjarni Einarsson,
viðskiptafr. vinnur að sérstök-
um  verkefnum fyrir nefndina.
MÆTIR MENN
Það er engin ástæða til að
rengja orð forstjórans um að
þetta séu allt niætir menn. Það
eru þeir eflaust. Hitt er skylt
að benda á, að EKKI EINN
EINASTI ÞEIRRA er annað
en titlar þeirra gefa til kynna
og virðast sumir þessara titla
harla fjarri flugvallargerð,
staðsetningu og rekstursáhrif-
um  flugvallanna  hér  við  fló-
HVA» MEINAR
RAÐHERRA?
Það er  ekki  Iétt  verk,  að
gera sér í hugarlund hvar ráð
herrann er að kaupa sér frið
með því að skipa þessa flokks-
gæðinga í embætti eða nefnd,
sem þeir hafa hvorki menntun
né annað að bakhjarli til að
sinna. Hitt verður að benda á,
að flugvallajrgerð hér er það
mikið og dýrt verkefni, að um
þau mál ættu ,aðeins að f jalla
erlendir sérfræðingar og kunn-
áttumenn í flugmálum tslend-
inga, í stað þess að gera þá
aðeins að tillöguaðilum, sem ef
Iaust, ef að vanda lætur, ekk-
ert tillit verður tekið til.
Það væri sannarlega þakk-
arverf ef tækist að halda flug-
málum í heild, flugvallarmál-
unum sérstaklega utan við póli-
tik og gæðingaskipan.
„ÓsjálfráiT ávísa naskrif valda deil-
um - Kaupmannasamtök í eldlínunni
Ber út éhróður um gæzkuríkan sjálfstæðismann
—  Herforingjar  kaupmangara  Ieiddir  á  blóð-
völl — Liðsmenn hlaupa undan merkjum — Ný
yfirlýsing væntanleg?
Ekki blæs nú byrlega hjá forkólfum verðlunarmannastéttar-
innar og sitja óvinir á fleti fyrir hvarvetna. Fyrst kom það
uþp, að óknyttamenn laumuðu smyglvarningi í matvörubúð for-
manns verzlunarráðs, en síðan myndast kviksögur um það, að
formaður kaupmannasamtakanna þjáist nú af þessum óviðráð-
anlegu skrifum, sem jafnan hafa þótt ískyggileg og í hæsta
máta óábyggileg. Hefur vikublað eitt nú krafizt rannsóknar á
öllum þessum vandræðum, en blað þetta er hið mesta mála-
fylgjublað og þykir ekkert mál umtalsvert nema það komi þar
nærri.
KURRAR 1
KAUPSÍSLUMÖNNUM
Annars  eru  viðbrögð  verzl-
Er það sat að fræg bílstöð sé
að baki Langjökulssmyglinu?
unarmanna í heild hin skemmíi
legustu. Þeir kurra illa hver í
sínu kramhúsi, en vilja ekki
blanda sér í málið. Munu það
þykja ómerkilegir liðsmenn, er
hlaupa í felur, meðan herfor-
ingjar þeirra berjast einir á
blóðvellinum. Einhver órói hvíl
ir þó innan vissra klíkna stétt
arinnar, einkum hinna eldri,
sem krúnka eitthvað í þá átt-
ina að nú sé „blettur" fallinn
á hópinn og beri að afmá hann
hið snarasta.
Um formarw kaupmanna-
samtakanna skal ekkert full-
yrt. Hann er fósturbarn for-
kólfa íhaldsins, þótt heldur fá
ir viti eiginlega hvaða hæfi-
leikar urðu  bonum  til  "IflrTOr
vegsemdar. Prægastur er hann
fyrir dugnað sinn í að koma
,,turn"-eigendum og öðrum
smákaupmönnum í vanda með
því að loka kvöldsölum þeirra,
en sögðu illgjarnir að öfund
réði meira en hagsmunir þeirra
manna, sem hann átti að berj-
ast fyrir. Þótti það mikill ljóð-
ur á ráði borgarstjóra, að hann
skyldi láta þennan pilt hafa
slík völd, sem hann hafði.
MISTÖK
Nú fullyrðir blað eitt, að
Sígur". r hati gefið ávísanir út,
sem ekki voru góðar, en al-
mannarómur vill hafa, að upp
hæðin sé nær kr. 800 þús., en
ef rétt er; verður hinum seka
gert að greiða allt að 25 pró-
sent upphæðarinnar í sektir
fyrir mistök sín. Engum bland
ast hugur um, að slík ávísana
s'krif eru ekki gerð af ráðnum
hug, og munu nú sem fyrr ein-
hver æðri völd hafa heltekið
þennan samvizkusama pilt og
reynt að steypa honum í glöt-
un.
Það er ekki úr vegi, að við
förum að dæmi hins ágæta
blaðs, sem um þessi mál fjall-
ar og krefjumpt einhvers. Mun
um við eindregið krefjast þess
•>*  formaAJur  kaupmannasam-
takanna gefi út handhæga yf-
irlýsingu um að allt sé þetta
uppspuni. Eru þar hæg heima-
tökin, því sagt er, að vinur
hans, Þorvaldur, hafi í fórum
sínum nokkur enn ónotuð yf-
irlýsingablöð, sem skýlaust
hreinsa af svona ákærum. Mun
formaðurinn eflaust þakka
slíka aðstoð enda ekki á hvers
manns færi að semja slíkar
sakleysisyfirlýsingar svo allir
trúi.
STETT I EINELTI
Það er furðu bíræfið að
leggjast svona hastarlega á
forustumenn kaupsýslumanna,
heildsala, stórkaupmanna og
smá'kaupmanna. Einmitt nú
ríður á að þessi mikla stétt
hafi örugga forustu, sem ekki
hugsar um eigin gróða heldur
allrar stéttarinnar. Hefur og
margsinnis verið sannað, að
hvorugur þessara manna hef-
ur sótzt eftir persónulegum
auði, heldur sí og æ fórnað
sér fyrir heildina. Finnst oss
tími til kominn, að báðir þessir
menn hreinsi sig með öllu, af
leiðindaaburði, sæki óknytta-
menn og seiðskratta til sektar
og útlegðar og „komi húð fyrir
þá gjald þrýtur" eins og segir
í gömlum dómum.
Keppnin heldur áfrarn:
Hver er sslenzka
stúlkan í Holly-
wood?
Hér birtast tvær myndir af f
ungu íslenzku stúlkunni í
Hollywood, sem ætlar að verða
filmstjarna þar vestra. „Það
er svo gott að vakna snemma"
virðist stærri myndin segja, en
lesendur verða sjálfir að
mynda sér skoðun um hina
m.yndina, Við eigum enn 2—4
myndir eftir, sem birtast bráð-
lega. I millitíðinni ættu ungu
mennirnir að hugsa málið.
Hví ekki fingraför
allra íslendinga?
Yrði öryggisráðstöfun — Upplýsti glæpi — Slys,
sjórekið fólk o.s.frv. — Fáránleg mótmæli — Sjálf-
sögð ráðstöfun.
Fyr« nokkrum árum skaut Mánudagsblaðið fram þeirri hug-
mym, að taka skyldi fingraför allra fslendinga. Taldi blaðið
þá fram ýmsar ástæður fyrir því, að þetta væri æskilegt, t.d.
ef menn ræki úr sjó, skilríkjalausa, ef flugslys yrðu og farþegar
og áhöfn skaðaðist eða í öðrum tilfellum, þegar viðkomandi
þekktust ekki af andliti, likamseinkennum, eða Hefðu ekki skil-
ríki. Þá lagði blaðið sérstaka áherzlu á það, að slíkt myndi
auðvelda mjög lögreglustörf, t.d. að handsama þjófa, innbrots-
menn o.s.frv.
„MÓDGUNIN" MIKLA
Þessari tillögu var tekið sem
fjarstæðu af hinu opinbera.
sögðu þeir, sem um málið
ræddu, að slíkt væri „móðgun"
við almenning og myndi marg-
ur saklaus gjalda. Þessi við-
bára, eins og flestar aðrar
varðandi það að „móðga" al-
menning er eins fáránleg og
hún sýnir glögglega hinn ó-
upplýsta búra, sem löngum
hefur verið við völd hér á
landi. Að taka fingraför
manna er fyrst og fremst gert
í öryggisskyni, en kemur hins-
vegar mjög að notum í ýmsum
vandræðum, sem kunna að
dynja yfir. Má þar m H nefna
ef til ófriðar kemur og árása
úr lofti, þar sem fólk yrði
drepið og skaðað þannig, að
ekki þekktist nema öryggi
fingrafaranna kæmi til.
AUÐVELDABI
RANNSÓKN
1 vikunni upplýstist t.d. ao
einhverjir óknyttamenn hefðu
brotizt inn í sæluhús Ferða-
félagsins, brotið þar og
skemmt, jafnvel rænt sam-
skotabauk. Slik innbrot, sem
þessi, eru, því miður, algeng.
Innbrot í búðir, fyrirtæki ýmis
o.s.frv. eru nær daglegir við-
burðir í höfuðstaðnum. 1 lýs-
ingu, sem eitt blaðanna birti
af innbroti þessu, í sæluhúsið,
Framhald á 6. siðu.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6