Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.10.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 12.10.1970, Blaðsíða 1
BlaÓ fyrir alla 22. árgangur Mánudagur 12. október 1970 39. tölublað Öngþveiti íhaldsins*. JOHANN OG GUNNAR TAL- AST EKKI VIÐ ENNÞÁ Síðan Jóhann Hafstein, tók, að nafninu til, við öllum völd- um í Sjálfstæðisflokknum, og nýtur þar, hvað atkvæðamagn prófkosninganna gefur til kynna, aðstoðar Geirs Hallgríms- sonar, hefur hann vaxið talsvert í augum fólks. Skuggi fyrir- rennara hans er að hverfa, og þótt ekki hafi tiltakanlega reynt á forustuhæfileika Jóhanns, þá virðist hann allur annar maður en þegar hann lék aðeins háttsettan statista í einveldissjónar- spili dr. Bjarna. Þó er það staðreynd, að Jóhann starfar enn undir miklum „þrýstingi“, sem sjáifsakapaðir arftakar Bjarna, beita hann, þannig, að enn hefur hann ekki þorað né máske getað tekið þær ákvarðanir, sem flokksleiðtoga ber, eftir úr- slitin um daginn. Staðreyndin er að Jóhann Hafstein og dr. Gunnar Thoroddsen hafa enn ekki talazt við um eftirleikinn þ. e. væntanlegt samstarf og skipulag í komandi kosningum. Aðeins Geir Morgunblaðsklíkan, sem vann undir dr. Bjarna og hlýddi boði hans og banni, reyndi strax við frá- fall dr. Bjarna, að taka völdin og stjórna flokknum eins og einka- eign. Þessi hópur hafði sterka að- stöðu en, engan frambærilegan mann nema Geir HaJlgrímsson, þótt ekki þyrðu þeir að kasta Jó- hanni fyrir borð að svo komnu máli. Meðan setið er við ráðagerðir hefur það eitt verið ákveðið að banna með öllu að birta nafn dr. Gunnars á síðum blaðsins og reyna hið gamla, góða íhaldstrikk, að „þegja málið í hel". Óvænt fylgi Jóhann er Iangt því frá að vera viss um æðstu völd innan flokks- ins. Fylgi hans gaf fremur til kynna tap en gróða, þótt hann yrði númer tvö, en fylgi Geirs töldu margir að gerði hann að sterkasta manni flokksins. Hinn raunverulegi sigur var auðvitað Gunnars, því hann kom inn þriðji og hafandi verið um árabil út úr stjórnmálum, þá sætti miklum undrum hve traust fylgi hans er enn. Að óttast hefnd Valdastreytan að baki harðnar dag frá degi, fimm klíkur eiga í stöðugum erjum og eygir ekki sam- komulag ennþá. Þótt Mbl.-menn gætu sætt sig við Jóhann, sem eins- konar tyllihöfuð flokksins, þá er langt frá því, að þeir hugsi sér að láta af hendi nokkurt verulegt magn af því valdi, sem þeir nutu undir stjórn dr. Bjarna. Þeir hræð- ast, að ástæðulausu, að dr. Gunnar verði þeim þungur í skauti, ef hann nær völdum og Geir sér ráðherra- stól í enn meiri móðu en fyrr, komi Gunnar í gagnið. Stolt Jóhans er sært djúpu sári, því hann sér nú, að klaufalegt Iítillæti varðandi flokksforustuna, verkaði þveröfugt við það, sem til var ætlazt. Ósvífin afstaða Staðreyndin er sú, að enn hefur klíkunni tekizt að koma í veg fyrir gagnlegar viðræður við GunnarThor. og framtíðar- áætlanir um samstarf hangir í lausu lofti. Þetta er ein ósvífn- asta afstaða, sem nokkur á- byrg flokksstjórn hefur sýnt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur Framhald á 6. síðu. VERD- STÖÐVUNÁ ÍSLANDI? Telja má fullvíst, að eitt af málum ríkisstjórnarinnar í vet- ur verði að skella á verðstöðv- un. Hefur hún þar fordæmi Dana og Svía, en til þessa, hefur íslenzka stjórnin sjaldan hikað við að apa eftir allar ó- heillaráðstafanir þær, sem ir frændur okkar hafa gert. Almenningi ofbýður orðið verðlagið á íslandi, á því er enginn efi. Nauðsynjavörur hækka stöðugt, kapphlaunið milli kaupsins og verðlagsins er óstöðvandi. Ef hér væri um eðlilegt á- stand að ræða yrði engin þörf á verðhömlunum, en, því mið- ur, virðast kaupmenn og bænd ur hvergi kunna sér hóf í þess- um efnum. Núgildandi verð- gæzla er langt frá því fullkom- in og undansláttur hins opin- bera hin eiginlega sök þess á- stands sem skapazt hefur. Það er þvi alveg öruggt, að hið fræga frumvarp ríkisstjórn arinnar, sem Eggert Þorsteins- son felldi, sér ekki aftur dags- ins Ijós, þrátt fyrir vonir kaup- sýslustéttarinnar um að farið yrði að óskum hennar og lof- orð efnd. Svíar og Danir hafa sýnt okkar mönnum leiðina. ÁSTAND ÆSKUNNAR I SVÍÞJÓÐ: HROÐAÁSTANDINU ÞAR LÝST AF SJÓNARVOTTI Skáld og rithöfundar: AFENGI - VINUR EDA ÓVINUR? Miklir rithöfundar, samkvæmt vestrænni venju, segir hinn kunni gagnrýnandi Leslie Fiedler, þurfa að hafa persónulega galla, eða skort persónulegra töfra. Oft eru þessir töfrar drykkjuskapur" þú ert skrít- inn, en ekki meira en svo en aðrir góðir rithöfundar",sagði Ernest Hemingway við Scott Fitzgerald, og sjálfur kallaði Fitzgerald alko- hólið „löst eða galla rithöfundar- ins". Donald W. Goodwin, sálfræð- ingur við Washington University (háskólann) hefur lagt sérlega stund á líferni Fitzgeralds, sem „fyrirmyndar alkohólista" og út frá því reynt að skýra þær sérstæðu staðreyndir, sem varða drykkjusiði velþekktra rithöfunda Bandaríkja- manna síðustu öldina; þriðjungur þeirra eða allt að helmingi voru drykkjusjúklingar. Af þeim sex Bandaríkjamönnum, sem fengið hafa Nobelsverðlaunin fyrir bók- menntir, skáldskap, hafa fjórir, Eu- gene O’Neill, Sinclair Lewis, Willi- am Faulkner og Hemingway, verið drykkjusjúklingar, og sá fimmti, John Steinbeck, drakk geysilega. Hvers vegna? Hversvegna? Máske gekk það að erfðum, sem kröfðust þess. Rithæfi- leikar og áfengissýki, kunna að hafa Framhald á 6. síðu. Þótt við sjaldan fáum sjónarvottalýsingar af frændum okk- ar Svíum, en njótum í þess stað frétta frá þessu allsnægtar- landi, frá fréttastofum, sem sí og æ birta fregnir af einhverri glópsku hins opinbera í Svíþjóð í sambandi við aiþjóðaaf- skipti, þá vill nú svo til, að okkur hefur borizt bréf, ekki um alþjóða-afskipti Svía, heldur bara af unga fólkinu í þessu allsnægtarríki Norðursins, sem svimar í auði jarðar, háum lífskjörum, víðfrægri tækni og allsnægtum almennt. Blöskrar „Eins og þú veizt, ritstjóri góð- ur, þá hef ég víða farið og margt séð og er með öllu hættur að kippa mér upp við örbirgð, betl, klám og önnur leiðindi í samskiptum manna svo ekki sé talað um enn verri hlið- ar þessarar æðstu skepnu jarðar. En eftir að hafa heimsótt höfuðborg Svía, þá verð ég að játa, að mér hreinlega blöskraði. Böð og business Eg get nokkuð vel sætt mig við það, að í Stokkhólmi eru frjálsar ásdr, yfirborðsfrjálsræði og ýmsir kippir í unga fólkinu Það veit bet- ur en aðrir tun ástandið um allan heim og telur sig eitt hæft að dæma og ráðleggja í öllum málum. Blöðin kida bragðfrumur lesandans með æsandi lýsingum á líferni sænskra kontordama í suðrænum löndum, siðferðislaust með öllu en þó, sem verra er, svo áberandi, að þjóðarskömm er að. Telja blöðin, að þjóðinni sé nokkur vansæmd að þessu, en æsiblöðin hafa gaman að öllu þessu það eykur útbreiðsluna. Þó segja fróðir að þar ráði nokk- uð sérhagsmunir, er vitnað er til þjóðarsómans, en þeir sérhagsmun- ir eru, að Bandaríkjamenn, sem nú framleiða klámmyndir a la Bergmann, hafa farið langt fram úr Framhald á 6. síðu. LoftleiSir byggja hótel í Lúxemburg! — Taka þátt í lúxushótelbyggingu með öðrum — Það virðist heldur skammt stórra högga á milli hjá þeim Loftleiðamönnum. Altalað er hér í borg, að félagið sé að byggja, með öðrum aðilum hótel í Lúemborg, en auk þess hefur blaðinu borizt bréf um þetta frá meginlandinu. Mun þegar hafa fengizt leyfi til þátttöku Loftleiða í þessari stóru hótelbyggingu, en ekki alveg ráðið hvort heldur Loftleiðir á íslandi eða dótturfyrirtæki þess yrðu talin formlega þátttakend- ur í kostnaði. Hið umfangsmikla starf Loftleiða virðist kunna sér engin takmörk. Útþenslustefnan eykst með ári hverju, hótel, ný félög og allskonar athafnir blasa við. Hið nýja hótel mun verða lúxus-tegundar, og talið að Loftléiðir muni verða eigandi að a. m. k. 10% ef ekki meira. Að fordæmi annarra Útilokað var að fá algjöra stað- festingu á þessari frétt, að svo stöddu, en blaðið vill hinsvegar full yrða, að svona er málum komið að því beztu heimildir segja. Vitan- lega er það mikill akkur fyrir fram- tíðarstarfsemi Loftleiða, að eiga hlut í hóteli á einum helzta við- komustað bæði Loftleiða og Air Bahama, enda hafa öll flugfélög, sem nokkurs mega sín farið inn á þá braut að byggja, kaupa eða eign- ast hlut í slíkum gistihúsum. Dugnaður Það verður aldrei sagt að þeir Loftleiðamenn láti grasið vaxa und- ir skóm sínum og gleðilegur vottur framtakssemi og dugnaðar forráða- manna félagsins, að það skuli af sjálfsdáðum leggja í slíkar þarfa- framkvæmdir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.