Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 26.10.1970, Blaðsíða 1
I DleuÓfyrir alla 22. árgangur Mánudagur 26. október 1970 41. tölublað Sættir í Sjálfstæðisflokknum? Varðarfundurinn s.l. miðvikudagskvöld í Sulnasal Hótels Sögu er sennilega sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið i því félagi, enda var Gunnar Thoroddsen ræðumaður kvöldsins og forvitni mikil um hvað hann hefði til málanna að leggja. Gunnar virtist í sínu bezta formi, og sumir þóttust sjá teikn á himni, friðarteikn er þeir sátu saman við borð Gunnar, Geir Hallgrímsson, Jóhann Hafstein, Þorvaldur Garðar og framá- menn Varðar. Virtist fara vel á með þeim, a. m. k. á yfirborð- inu. Endurkoma dr. Gunnars í hefur vakið geysilega athygli, en þessi fyrsta pólitíska ræða hans var einskonar uppgjör og spá um það, sem fram ætti að koma, þegar hann mundar veldissprotann. Heita má, að „pólitísk end- urskoðun" í ræðu dr. Gunnars væri alger. Inntak ræðunnar snerti nálega öll þau atriði, Kaupfélag ísfirðinga vili eiuokun Kaupfélag ísfirðinga er u. þ. b. að halda upp á fimmtugs-afmæli sitt og verða eflaust einhver há- tíðahöld. Það sem mesta athygli velfur, er að talið er, að félagið uni sæka fast að fá einkaleyfi á mjólkursölu í tilefn afmælisins, en nu er mjólkin seld víðar m. a. af þrem ungum mönnum, sem reka verzlun þar vestra. Er sagt, að for- ráðamenn kaupfélagsins sé mjög umhugað, að leyfi mjólkursölunnar verði einskorað við kaupfélagið, en söluréttindi hinna numin brott. Það er ósk margra ísfirðinga, að mjólkursalan verði ekki gerð að einokun þessa fyrirtækis, því, menn eru all-ánægðir með það fyrirkomu- lag sem nú ríkir. sem ofalega hafa verið á baugi, skipuleg og nauðsynleg bót á þeim málum og breyting þess starfsgrundvallar, sem til þessa, og undir núverandi stjórn hefur verið unnið eftir. VEL TEKIÐ Áheyrendur tóku máli ræðu- manns forkunnar vel, enda skipulega frá sagt. Einkum og sérlega vöknaði kaupsýslu- mönnum um augu, og þóttust í Gunnari hafa fundið lausn- ara sinn. Kvað Gunnar þá stétt skammarlega svikna af hálfu hins opinbera og þörf algjörr- ar endurskoðuhar á málefnum þeirra. Jóhann og Geir sátu undir ræðu Gunnars þungir á brún. Var ekki laust við, að þeir hefðu sjálfir óskað eftir að hafa sagt þau orð, sem þar féllu. Ekki er það ætlun okkar að rekja ræðu dr. Gunnars. Því gerði Mbl. mjög góð skil, enda Eykon ennþá í útlegð, og lið Geirs talsvert gugnað. YFIRBORÐSSÁTT Á hitt má benda. Gunnar er kominn í yfirborSssátt, þótt heita megi að falinn eldur sé undir. Hrædýr flokksins bíða eftir einhverjum mistökum til þess að ná sér niðri. Það er | Þorvaldur Garðar svíkur J $ — hvetur Vestfirðínga að kjósa krata^ I Reiði Þorvaldar Garðars, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, vegna útreiðarinnar, sem hann beið vestra, í prófkörinu, á sér engin takmörk. Þorvaldur, fyrrverandi krati, einskonar pólitísk afturbatapika, vonaðist mjög eftir að Vestfirðingar gerðu hann að fyrirsvarsmanni sínum, en sú von brást herfilega. Eftir að úrslit urðu kunn, að loku var skotið fyrir póli- tískan frama Þorvaldar Garðars þar í sveit, hefur hann brugðizt mjög einkennilega við. Hann er nú eins- konar pólitískur drottinssvikari, og mun íhaldsforust- unni ekki um þær kúnstrir, sem hann hefur framið. Hann hefur semsé, að sögn vestanmanna, agiterað meðal fylgismanna þar, sem hann má orðum við koma, að þeir kjósi kratana, en láti íhaldsframbjóðendur lönd og leið. Það hefur löngum verið grunnt á flokkstrygg- lyndinu hans Þorvaldar Garðars, en þó mun nú keyra um þverbak, enda hafa þeir fáu fylgismenn hans vestra, hina mestu skömm á þessu tiltæki hans og svikum. hart fyrir aðal-leiðtogana að verða að kyngja því, að „dauð- ur“ maður rísi upp og hljóti „instant“-vinsældir, og jafn- framt ógna einveldi þeirra. Hin mikla pressa fylgismanna Gunnars hefur þó komið þvi til leiðar, að flokksklíkan hefur orðið að beygja sig, nafn Gunn ars er komið á síður Mbl. og leiðtogarnir þora ekki annað en að sýna sig með honum. Þá hafði Geir látið þau orð falla meðal stuðningsmanna sinna, að úr því mál hafi skip- azt þannig í hag Gunnari, sjái hann ekki önnur úrræði, en að standa við gefin loforð um að stjórna Reykjavík, næstu fjög- ur árin. Ef hann efnir það lof- orð, þá er það í senn honum og flokknum fyrir beztu og ó- neitanlega brotið blað í sögu Sjálfstæðisflokksins, að for- ingi hafi staðið við loforð sín. Leikfang Mánudagsblaðsins Ms;rús aftur íbankann? Það er almælt að Magn- úsi Jónssyni, fjármálaráð- herra, hafi verið tilkynnt, að svo sé komið málum, að annaðhvort verði hann að afsala sér bankastjóra- embættinu, sem haldið er opnu fyrir hann meðan á ráðherratíð hans stendur eða hann verði með vorinu að hverfa aftur í bankann. Magnús ku hafa allan hug á að koma aftur í bankann, því honum mun þykja gist- ingin óvís hjá ríkisstjórn- inni, einkum eftir kosning- arnar í vor, og þá væntan- lega tilkoma nýrra manna í áhrifastöður Sjálfstæðis- flokksins. Magnús, sem er raunar friðsemdarmaður, veit, að embættið, sem hann nú skipar er óvinsælt meðal alþýðu og óskar einskis fremur en komast í „nei“-mannasamtök banka stjóranna. Ef svo verður að Magnús kemur aftur í bankann mun Þórhallur Ásgeirsson, sett- ur bankastjóri, verða að vikja, en talið er liklegt, að hann hafi sömu umsvif og áður og lækki ekki í tign, þótt hann flytjist í annað húsnæði bankans við Hlemmtorg. Slysin í Reykjavík Utanborgarfólk lærir akstur við allt önnur skilyrði Það kom fram í fréttatíma sjónvarpsins í s.l. viku, að óhugn- anlega mikið væri um umferðarslys í borginni. Látum það vera, með aukinni umferð og meiri bílakosti. Hinsvegar kom það fram, að Y og G-bílar ættu þar öllu drýgri þátt en eðli- legt er, þótt ekki væri talað um bifreiðir skrásettar utan kaup- staðarins almennt og árekstra þeirra. Mestur bílakostur mun vera á suðurlandskjálkanum utan Reykjavíkur og þá auðvitað sunnan af Nesjum, en tíðförullt hingað. Þá starfar mikill ef ekki mestur hluti akandi Kópavogsmanna, í Reykjavík. Mál þetta er eins einfalt og það er raunalegt, Meðan smá- þorpum er leyft að skrifa út bílstjóra, við allt aðrar aðstæð ur en eru í höfuðborginni, þá verða þessi slys og árekstrar af eðlilegum ástæðum. Hér er við umferðarnefnd að sakast, enda vita allir þeir, er alizt hafa upp við að aka borginni, að sífelld vandræði og hætta staf ar af utanborgarfólki í umferð- inni. Sveitamenn, sem aka hér eru margir enn á þeirri skoð- un, að þeir séu að leika sér í túnhalanum „heirna" þegar þeim er sleppt hér á göturn- ar og akstur G-bílanna, sem ættu að vita betúr er annálað- ur. Það er nauðsyn, að hætt verði nú þegar, að leyfa hreppsfélögum, utan máske Akureyrar og ámóta stöðum, að útskrifa bílstjóra. Hver landsfjórðungur verður að hafa „kopíu af ökuumferðinni í Reykjavík, ella ganga undir kennslu hér í almennri umferð áður en þeim er sleppt á göt- urnar. Hálfkák, eins og það er núna er stórhættulegt og verð- ur að vinda bug á því, sem skjótast. Fyrir allmörgum árum, þegar umferðarljós voru að byrja hér og ýmsar aðrar breytingar í akstri, varaði blaðið við hversu fara myndi, ef ekki yrði bætt úr. Þetta hefur þráfaldlega komið fram. Aðvaranir í út- varpinu gera sitt gagn, að vísu, en bæta ekki það þekkingar- leysi, sem kemur fram í akstri utanborgarmanna. Lögreglan hér starfar enn við úrelt vinnu brögð í þessum málum og það er umferðarnefndar að sjá svo til að úr þeim verði bætt hið bráðasta. Meðan það er ekki gert, þá hefur hún á eigin sam- vizku mörg verstu slysin, sem hér eiga sér stað, næstum vikulega. / Stóreign sjómannal Ein af hinum gamansamari greinum í nýja frjárlagafrum- varpinu er þessi sem hér birtist og er endurtekin árlega. Hvað á svona grín að þýða? REIKNINGUR yfír tekjur og gjöld Styrktarsjóðs sjómanna, árið 1969. Tekjur: Sjóður í ársbyrjun: Landsbankainnstæða nr. 15383 .. kr. 117.25 Vextir af Landsbankainnstæðu .. — 8,15 Kr. 125.40 Gjöld: Sjóður til næsta árs: Landsbankainnstæða nr. 15383 .......... kr. 125.40 Kr. 125.40

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.