Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 1
Skatt- skráin komin MÓL-Reykjavik — Skattskráin i Reykja- vik var lögð fram i dag. Á bls. 2 og 3 i blaðinu i dag er gerð grein fyrir heildar- álagningunni, samanburði við fyrra ár, gjaldhæstu einstaklingum og fyrirtækj- um. Tekjuskattur einstaldinga hækkaði minnst MÓL-Reykjavík. Heildar- gjöldin i Reykjavik nema rúmum 39 milljöröum i ár, og erþaö 25,82% hækkunfrá 1976. Athyglisvert er aö sjá hvernig einstakir liöir gjalda hafa hækkaö miöaö viö fyrra ár: Félög: Tekjuskattur: Eignaskattur: Aöstööugjald: Tryggingagj., oil. Þannig má tekjuskattur 38.08% 24.98% 32.97% launaskattur 37.22% sjá aö meöan einstaklinga hækkar tiltölulega lltiö, þá er hækkunin veruleg hjá félög- um. Varöandi eignaskattinn, þá snýst þetta viö, þ.e. hann hækkar meir hjá einstakling- um en fyrirtækjum. Einstaklingar: Tekjuskattur: 13.36% Eignaskattur: 28.26% Útsvar: 31.84% SjUkratr.gj. 29.19% Félög: Þrettán með meir en 30 MÓL-Reykjavik Samband islenzkra samvinnufélaga hefur hæstu heiidargjöld félaga i Reykjavlk og er þaö óðum að nálgast 200 milljón króna markið. Samkvæmt skattskránni 1977 ber þvi að greiða 191.845 milljónir. i öðru sæti kemur Oliufélagið hf., öðru nafni ESSO, með tæpar 130 milljónir. Flugleiðir hf. er svo þriðja fyrirtækið, sem fór yfir 100 milljón kr. markið. 33 fyrirtæki eiga að greiða meir en 17 milljónir, en þau 13 efstu eru. Hæstu heildargjöid félaga skv. skattskrá 1977 yfir 17.000.000. 1. Samb. tsl. Samvinnufélaga 191.844.533 2. Oliufélagiö hf 129.022.133 3. Flugleiðir hf. 103.026.733 4. Eimskipafél. Isl. hf. 83.966.376 5. Skeljungur hf 71.629.308 6. Sláturfélag Suðurlands 55.639.617 7. I.B.M. World Trade Corp. 52.541.237 8. Breiöholt hf. 45.142.115 9. O. Johnson & Kaaber hf. 44.403.791 10. ölgerð Egils Skallagrimss. hf. 43.330.733 11. Fálkinn hf 42.884.360 12. Hans Petersen hf. 33.424.567 13. Kassagerð Reykjavikur hf 31.056.388 Blaðamenn samþykkja verkfallsheimild gébé Reykjavik —Kjörfundi lauk I Blaðamannafélagi tslands kl. 22 i gærkvöldi, en þar fór fram alls- herjaratkvæðagreiðsla félags- manna um hvort veita ætti stjórn félagsins vinnustöövunarheimild. Skemmst er frá aö segja að sam- þykkt var meö 100 atkvæöum gegn 3, að veita stjórninni heimildina. Aöeins einn seöill var auöur og enginn ógildur. A kjör- skrá voru 141 og þar af greiddu 104 atkvæði eöa 74,5%. Enn hefur enginn sáttafundur veriö boðaöur með blaðamönnum og útgefend- um siöan slitnaði upp Ur viðræö- unum. Léleg loðnuveiði — en fituinnihald betra en í fyrra gébé Reykjavik — Loðnuveiðin hefur verið mjög léleg undan- farna daga og bátarnir litið fundiö Þeir héldu þvi austur I haf og fundu loðnu noröur af Kolbeinsey um 115 sjómilum austar en veiðin fékkst um dag- inn og þrir bátar köstuðu, en fengu ekki nema 10-30 tonn í kasti, sagði Baldvin Þorsteins- son, skipstjóri á Súlunni EA i gær.en þá varhann að landa 180 tonnum af loðnu á Siglufirði. Aflann kvað Baldvin hafa feng- izt s.I. mánudagskvöld og á þriðjudagsnótt á miðunum norður af Straumnesi. Loðnan stendur enn of djilpt noröur af Straumsnesi til þess aö hægt sé að ná henni, enda hafa bátarnir sem leitað hafa á þessum slóðum ekkert fundiö. Rannsóknaskipiö Arni Friöriks- son var á þessum slóðum i gær, og mun hafa fundiö einhverjar loönutorfur. Baldvin Þorsteinsson, skip- stjóri á Súlunni sagöi, aö illa gengi aölanda þessum 180 tonn- um, sejm hann var með á Siglu- firöi i gær. — Það er veriö aö prófa ný löndunartæki hér eöa þurrdælur, og gengur þaö illa. Barkarnir, sem notaðir eru, eru ekki réttir og nýju slöngurnar ekki nógu sterkar. Þaö er veriö að landa loönunni á færiböndum eins og er, sagði hann. Þau sýnishorn.sem tekin hafa veriö úr loönuafla þessara skipa sem þegar hafa landaö, þ.e.a.s. þrjú sýni — og er þá ekki þaö taliö sem Súlan var aÖ landa i gær, —hafa nú veriö rannsökuö hjá Rannsóknastofnun fiskiön- aöarins. — Fituinnihald þessara sýna reyndist vera frá 13,2% lil 14,5% sem er mjög gott og öllu betra en á þessum tima i fyrra, sagði Björn Dagbjartsson for- stjóri Rf. Siglingar eiga siauknum vinsældum aö fagna á þeirri vélaöld sem viö lifum á. 1 Fossvogi og á Skerjafiröi svifa fjöldi seglbáta þegar vel viörar til slfkra hluta og eru þar oftast á ferð kornungir sjógarpar sem læra aö sigla áður en þeir kunna aö fara meö maskinu. Hér á myndinni eru nokkrir áhugamenn að leggja upp i keppni I siglingum og nánar er sagt frá henni á bls. 4. Hörmulegt slys í súrheysgryfju Eindregnar viðvaranir komnar fram F.I. Reykjavik. — Hörmulegt slys varö á bænum Egils- staðakoti I Villingaholtshreppi rétt fyrir hádegið i fyrradag, er tlu ára gamall drengur kafnaði i súrheysgryfju. Litli drengurinn átti heima i Reykjavik, en var i sveit I Egilsstaðakoti. Minnstu munaði, að annar drengur hlyti sömu örlög. Hafði hann fariðniður i gryfjuna til að bjarga vini sinum, en fékk að- svif um leið. Tókst honum fyrir kraftaverk að kalla á hjálp áður en meðvitundin hvarf honum al- veg. Vegna þessa sviplega atburö- ar haföi Timinn samband viö visindamenn á Rannsóknastofu Landbúnaöarins aö Keldnaholti. Sögöu þeir menn alls ekki nægi- lega upplýsta um hættur, sem myndazt geta I súrheysgryfjum. Þaö' væri staöreynd að plöntur héldu áfram að anda fyrst eftir að þær hafa veriö slegnar. 1 myrkrinu niöri i gryfjunum eyddist súrefni og koltvisýring- ur myndaöist Köfnun biöur þvi hvers þess sem hættir sér niður i gryfjurnar. Vildu visindamenn- irnir koma sérstökum viðvörun- um á framfæri viö almenning aö þessu tilefni. Þess má geta aö minni hætta stafar af þessum efnabreyting- um i súrheysgryfjum ef einhver súgur er að utan, en bezt mun aö loftop sé sem næst yfirboröi i gryfjunum. Ein aöferö, sem menn geta beitt til þess aö verj- ast slysum er sú, aö láta logandi kerti siga niöur i gryfjuna áöur en þeir fara niöur sjálfir. Ef log- ar á kertinu svo sem hálfum metra fyrir ofan heyiö er óhætt aö fara sjálfur niöur. Vegna slyssins hafa Heil- brigöiseftirlit rikisins og örygg- iseftirlit rikisins látiö frá sér fara eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: Aö gefnu tilefni vilja undirrit- uð eftirlit vara bændur og annaö fólk i sveitum landsins viö hættu þeirri er stafaö getur af þvi þeg- ar byrjaö er aö láta hey i turna og/eöa gryfjur. Þar sem turnar þessi eöa gryfjur eru alveg loftþéttar og logn er úti, veröur engin endur- nýjun á lofti þvi sem neöst er. Getur þvi myndazt þarna súr- efnissnautt loft i heyinu svo og rétt yfir þvi. I þessu sambandi er rétt aö taka fram aö enginn eftirlitsaö- ili á aö fylgjast meö landbúnaöi og þeim tækjum sem þar eru notuö. F ar m annas amningar: Matsveinar boða verk- fall frá 1. ágúst n.k. gébé Reykjavik — 1 gær boðuöu matsveinar á farskipum verkfall frá og með 1. ágúst n.k. Yfirmenn og undirmenn hafa ekki aflað sér heimildar hjá aöildarfélögum sinum til verkfallsboðunar. — Þessar samningaviöræöur hafa tekiö óratima, gengiö mjög hægt og litlum breytingum tekiö, sagöi Jón Skaftason, alþingis- maöur sem er I sáttanefnd, en samningafundir stóöu meö samningaaöilum farmanna til klukkan fimm i gærmorgun og hófustaö nýjui gærdag.Þá hófust einnig I gær, samningafundir meö starfsfólki rikisverksmiöjanna, sement- áburöar- og klsilverk- smiöjanna, en nokkurt hlé hefur verið á þeim fundum aö undan- fömu. Samningaviöræöurnar viö farmenn eru mjög flóknar og hefur aö mestu aö undanförnu verið rætt um hin ýmsu sérmál þeirra þriggja hópa sem samið er viö, þ.e. yfirmenn, undirmenn, og matsveina. Kaupgjaldsmálin munu alveg eftir aö sögn Jóns Skaftasonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.