Tíminn - 08.10.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.10.1977, Blaðsíða 1
GISTING MORGUNVERÐUR hM AUDARARSTtG 18 SIMI 288 66 222. tölublað — Laugardagur 8. október 1977 —61. árgangur Fyrir vörubila<^ Sturtu- “ grindur Sturtu dælur /i Sturtu— drifsköft Ölafur Jóhannesson dómsmálaráðherra um kjaradeiluna: vongóður um lausn án verkfalla” beri ekki meira á milli en þau atriði þrjú, sem einkum hafa verið tilgreind KEJ-Reykjavik. — Ef ekki ber meira á milli en þessi þrjú atriði, sem mér skilst, að formaður BSRB leggi á megináherzlu, tel ég, að hægt ætti að vera að leysa kjaradeiluna við starfsfólkið i BSRB, án þess að til verkfalla þurfi að koma, sagði Óiafur Jó- hannesson dóms- og kirkjumála- ráðherra i samtali við Tfmann I gær um stöðuna i kjaradeilu rikis- og bæjarstarfsmanna. Þessi þrjú atriði, sem Ólafur minnist á, eru eins og oft hefur komið fram i fréttum, að leiðrétt verði neðstu þrep launastigans, hækkuð laun um miðbik hans og loks, að endurskoðunarréttur fáist, ef rikisstjórnin skerðir á einhvern hátt kjör rikis- og bæjarstarfs- manna með lagasetningu. Sagði Ólafur Jóhannesson, að formaður BSRB hefði á sínum tima lýst þvi yfir, að þessi atriði hefðu ráðið úrslitum um, aö sáttatillagan var felld. Sáttatil- lagan, sagöi Ólafur, var að sjálf- sögðu samin af sáttasemjara og sáttanefnd og sett fram á þeirra ábyrgð. Það er eindreginn vilji rlkisstjórnarinnar, að þannig verði á málum haldið, að ekki þurfi að koma til verkfalla, sem óhjákvæmilega myndu skaða bæði riki og rikis- og bæjarstarfs- menn sjálfa. Þá sagði Ólafur, að rikisstjórn- in hefði undirstrikað afstöðu sína með því, að tveir ráöherrar henn- ar taka nil beinan þátt i samningaviöræðunum, og eru þeir Halldór E. Sigurðsson land- búnaöar- og samgöngumálaráð- herra og Matthias A. Mathiesen fjármálaráöherra. Þeir hafa þeg- ar tekið þátt i slikum viðræðum, og nú hefur veriö skipuð nefnd fjögurra manna frá hvorum aðila til að reyna að finna lausn á þess- um deiluatriðum, sagði Ólafur. I nefndinni eiga áöurnefndir ráðherrar sæti, og er hún nú að störfum og heldur vonandi áfram sleitulaust, unz málið leys- ist, sagði Ólafur Jóhannesson. Verksmið nefndarinnar er sér- staklega að athuga, hvað I þess- um þremur áðurnefndum atriö- um felst og hvað þar ber á milli. Sagði Ólafur að ýmislegt væri hér, sem þarfnaðist nánari skil- greiningar, t.d. nákvæmlega hvað fælist I hækkun launa um miöbik launastigans. Að sjálfsögðu, sagði Ólafur, kostar lausn þessarar deilu ein- hver aukin útgjöld rikissjóðs, og þeir peningar falla ekki af himn- um ofan. Vafalaust þarf að afla tekna til að standa undir þeim eins og öllum öðrum útgjöldum rikissjóðs. Ólafur Jóhannesson Itrekaði að lokum, að það væri von sin, að þessi deíla leystist án verkfalla. Kvaðsthann vongóður um, að svo færi, ef báðir samningsaöilar sýndu raunhæfan samningsvilja. Hiti í Sakadómi SJ-Reykjavik — Réttarhöld- um i Geirfinns og Guð- mundarmálunum lauk um klukkan hálf niu i gærkvöld og hafa þau staðið i 5 daga. Eru það lengstu réttarhöld hér á landi. Að loknu máli verjenda flutti Bragi Steinarsson vara- saksóknari harðskeytta svar- ræðu. Frammiköll og snörp orðaskipti urðu undir ræðu sækjanda. Var þá orðið svo heitt i kolunum að gert var réttarhlé. Siðan töluðu verj- endur aftur, að undanskildum Finni Torfa Stefánssyni verj- anda Asgeirs Ebenezers Þórðarsonar. Þá gerðist þaö að ákærður Sævar Ciesielski tók til máls. Lýsti hann búnaði i Siðumúlafangelsinu. Enn- fremur sagði hann að verið væri að sanna á ákærðu sök, sem aðrir hlytu að eiga. Sjá nánar bls. 2 og 3 Verjendur I Geirfinns- og Guömundarmálunum: Jón Oddsson fyrir Sævar Ciesielski, Páll A. Pálsson fyrir Kristján Viðar Viðarsson, Bene- dikt Blöndal fyrir Guðjón Skarphéðinsson, og Hilmar Ingimundarson verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar. Sala á ölkeldu- vatni stöðvuð áþ-Rvik. Fyrir nokkru var hafin sala á ölkelduvatni frá Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit rikis- ins stöðvað söluna, þar sem innihaidslýsing ölkelduvatns- ins sýnir meira magn flúors heldur en talið er hæft til neyzlu. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem blaðið hefur aflað sér, þá inniheldur ölkelduvatniö 3,96 mg af fluor i hverjum litra, en staðall Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar er 1 mg i hverjum litra. Buðu óverulegar launahækkanir KEJ-Reykjavik — Það er óhætt að segja að þetta var mjög lltið sem komið var til móts við okkur um launahækkanir i þvi tilboði sem sáttanefnd rikisins lagði fyr- ir okkur á sjötta timanum, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB i samtali við Timann i gær. Þá sagði Kristján að BSRB ætti eftir að ræða um andsvör við þessu tilboði i gærkvöld en fundur samninganefnda með sáttasemj- ara átti að hefjast að nýju kl. 22 I gærkvöldi. Fundir samninganefnda rlkis og BSRB með sáttasemjara stdöu meira og minna allan gærdaginn i hátiðarsal Háskóla Islands. Hóf- ust fundir kl. 10 i gærmorgun og stóðu til kl. hálf sjö utan matar- hlés frá hádegi til kl. tvö. Þá var verkfallsnefnd BSRB á fundi frá kl. 5 og eins og fyrr segir hófust sáttafundir aftur kl. 22 I gær- kvöld. 1 gær voru skipaðar nefndir til viðræðu við sáttanefnd og eru af hálfu rikisins Matthias A.Mathie- sen f jármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráð- herra, Höskuidur Jónsson ráðu- neytisstjóri og Þorsteinn Geirs- son í nefnd. Fulltrúar BSRB eru Kristján Thorlacius formaöur, Haraldur Steinþórsson varafor- maður og Einar ólafsson og Þór- hallur Halldórsson formenn tveggja stærstu bandalagsfélag- anna. Kristján Thorlacius formaöur BSRB sagði i samtali við Timann i gær aö á fundi með sáttasemj- ara og samningamönnum rikisins hafi fulltrúar BSRB lagt áherslu á höfuðatriðin þrjú sem taka þurfi inn Isamninga en auk þessbent á mörg fleiri atriöi sem BSRB legg- ur áherzlu á að fá inn I samninga sina. sig svipta nýfengn- um verkfallsrétti Frá fundi sáttanefndar og fulltrúa samninganefnda rikis og BSRB. A þessum fundi á sjötta timanum I gær lögðu fulltrúar rikisins fram tiMögur sinar um frekari launahækkanir. Timamynd: Gunnar. A fundi stjórnar Landssam- bands lögreglumanna i gær, var eftirfarandi ályktun samþykkt: Stjórn Landssambands lög- reglumanna lýsir megnri óánægju sinni með úrskurð Kjaradeilunefndar og telur aö nefndin hafi með honum i raun og veru svipt lögreglumenn ný- fengnum verkfallsrétti. Þá telur stjórn L.L. aö túlkun Kjaradeilunefndar á orðunum „nauðsynleg öryggisvarzla”, sé of rúm og feli i sér ýmsa starfs- þætti, sem þar eigi ekki heima. Stjórn L.L. álitur skilgreiningu Kjaradeilunefndar á þeim störf- um, sem lögreglumenn eigi ekki að sinna i verkfalli, vera mjög óljósa og áskilur stjórnin sér all- an rétt til túlkunar á henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.