Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 1
Fyrir vörubílaS^ Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- — dri HHHH KRAFLA: Aflprófanir um miðjan mánuðinn meira gufumagn en fæst úr 7 og 9. En ef hola 11, sem nú eraö blása, verður góð er hægt að láta rafal- inn framleiða rafmagn. Þessar aflprófanir eru þannig, að fyrst veröur farið yfir þau atriði sem athuguð voru fyrr i haust, en siðan verður rafallinn látinn framleiða. Það verður gert i þrepum, allt fer eftir þvi hve mikii gufa fæst. öryggistæki og ýmiss konar vélabúnaður veröa einnig athuguð, og nú i fyrsta sinn veröur hægt að gera tilraunir með álagi. Þaö er hola 7, 9 og 6 sem gefa gufu i dag og er sú siðastnefnda léleg. Hola 7 er álitin vera 1,5 megavatt og hola 9 er 4,5 til 5 megavött. Sjávarútvegsráöuneytið hefur nú gefið út reglugeröir um takmarkanir á fyrstu fimm mánuðum ársins 1978. að stunda veiðar með þorskfigk- netum án sérstaks leyfis sjávar- útvegsráðuneytisins. Sjávarút- vegsráðuneytið getur bundið leyf- ið við ákveðnar stærðir eða teg- undir skipa og að öðru leyti sett þær reglur um úthlutun leyfis- bréfa er þurfa þykir meðal ann- ars ákveðið að ekki fái leyfi þau skip er á öðru timabili hafa GV — Sjávarútvegsráðuneytið. hefur gefiö út reglugerð um tak- mörkun á þorskveiðum í desem- ber 1977 og ennfremur reglugerð um veiðar i þorskfisknet fyrir timabilið 1. janúar til 31. mái 1978. I reglugerð um veiðar i þorsk- fisknet segir að á timabilinu 1. janúar til 31. mai 1978 sé bannað á þorskveiðum f desembermánuði og um bann á veiðum f þorskfisknet Timamynd: Gunnar t'yigt. stundað aðrar veiðar eins og t.d. loðnuveiðar. Þá segir einnig i reglugerðinni, að sjávarútvegsráðuneytið geti sett i leyfisbréf þau skilyrði er þurfa þykir um veiðarnar þ.á.m. um meðferð afla.skýrslugerð og önnur atriöi til aö tryggja gæði hráefnis og eftirlit með þvi að reglum um netaveiöar veröi Að lokum segir i 4. gr. reglu- gerðarinnar að allar veiöar með þorskfisknetum skuli bannaðar i 10 daga á vetrarvertiö áriö 1978 og auglýsir sjávarútvegsráöu- neytið meö að minnsta kosti 7 daga fyrirvara á hvaða timabili bann þetta skuli gilda. Um þaðbil fimmtfu manns vinna nú iKröflu.og er stöðin nsr tilbúin til rafmagnsframieiðslu, —en gufuna vantar, og verður svo enn um hrfö, þar sem ekki er hægt að bora fyrr en veður skánar. áþ — Þessa dagana eru starfs- menn Orkustofnunar að tengja liolu nr. 9 við aðveituna I Kröflu. Þvi verki á að vera lokið upp úr næstu helgi, en þá taka við viku athuganir á þvi kerfi, og um 10. desember verður það tengt. Þá verðursú gufa, sem til er virkjuð i Kröflu, komin að stöðinni. Enn vantar mikiö magn af gufu, áður en hægt verður að framleiða raf- magn fyrir ibúa Norðurlands. —Við erum að biða eftir að hola 11 nái sér betur á strik, en þá verður hægt að fara út í aflpróf- anir, sagði Einar Tjörvi Eliasson yfirverkfræðingur i samtali við blaðið i gær. — Við höfum þegar gertallar þær tilraunir.sem hægt er að gera án gufu, og við þurfum Sérstök fangelsismála- deild verður stofnuð SKJ — Fyrsta marz næstkom- andi mun taka til starfa fang- elsismáladeild dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Deildinni er ætlað að hafa með höndum fullnustu refsidóma, yfirstjórn á rekstri fengelsa og skilorös- eftirlits rikisins, riýbyggingar og viðhald fangelsa, fjárveit- ingartillögur, veitingu reynslu- lausnar og afgreiðslu tillagna um náðanir og uppreisn æru. Deildin mun þó ekki hafa eftirlit með framkvæmd dóma fyrir ölvun við akstur, sem verður áfram i höndum lögreglustjóra, bæjarfógeta og sýslumanna, ásamt innheimtu allra sekta, og málskostnaðar i opinberum málum. Deildin hefur fyrir hönd ráðu- neytisins — umsjón með fram- kvæmd fangelsis- og varðhalds- dóma, en refsifullnustan verður þá um leið samræmd meir en áður, en nokkuð misjafnt hefur verið eftir umdæmum hvernig framkvæmdin hefur verið, að þvi er Eirikur Tómasson, að- stoðarmaður dómsmálaráð- herra, tjáði Timanum. Deildin tilkynnir viðkomandi dómþola um dóm hans og hvenær hann skuli mæta til afplánunar. Mæti dómþoli ekki á tilsettum tima, felur deildin væntanlega lög- reglustjóra að færa viðkomandi i fangelsi. Deildin fjallar um náðunar- beiðnir og undirbýr náðunartil- lögur, en forseti veitir náðun. Deildin annast veitingu reynslu- lausnar og fjallar um umsóknir varðandi uppreisn æru. Þriggja manna nefndskipuð af ráðherra metur umsóknir sem berast deildinni um reynslulausn, náð- un og uppreisn æru. Nefnd þessi er skipuð til tveggja ára i senn, og lætur hún i té skriflega umsögn um um- sóknina. Nefndin er aðeins um- sagnaraðili, en hefur ekki fulln- aðarúrskurðarvald, sem veröur áfram i höndum dómsmálaráð- herra. Banná þorsk- veiðar GV- í reglugerð frá Sjávarút- vegsráðuneytinu um takmarkan- ir á þorskveiðum segir að á tima- bilinu 20. desember til 31. desem- ber 1977 að báðum dögum með- töldum skuli allar þorskveiðar bannaðar i islenzkri fiskveiði- landhelgi. Útgerðaraðilum skuttogara er þó heimilt að velja um að stöðva þorskveiðar i 12 daga samfellt á tímabilinu 1. desember til 31. desember 1977 enda sé sjávarút- vegsráðuneytinu tilkynnt um þaö eigi siðar en 5. desember 1977. Þá segir að á þeim tima sem fiskiskip megi ekki stunda þorsk- veiðar megi hlutdeild þorsks i heildarafla hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en 10%. Þorsk- afli undir þeim mörkum skoðast sem löglegur aukaafii en fari þorskafli hverrar veiðiferðar fram úr 10% af heildarafla verður það sem umfram er gert upptækt samkvæmt lögum nr. 32 19. mai 1976 um upptöku ólöglegs sjávar- afla. Síldar- vertíð lokið GV — A miðnætti í nótt lauk veiðum þeirra tiu hringnóta- báta, sem höfðu fengið fram- lengt sildveiðileyfi til mán- aðamóta til að fylla upp kvóta sinn. Það má áætla, að þeir hafi aflað hátt á 16. þris. tonn, en rcknetabátarnir öfluðu á sinum tima rúmlega 12 þús. tonn. Hjá sildarútvegsnefnd feng- um við þær upplýsingar upp- gefnar, að það muni áætlað að heildarsöltun á vertiðinni verði í kringum 150 þús. tunnur. Af þvi var saltað i 60 þús. tunnur af afla rekneta- báta og verður þvi saltað i um 90 þús. tunnur af afla hring- nótabátanna. Hóf laus sókn eða ráð í tima tekið GV — Vegna þessaðekki hefur verið tekin ákvörðun um að tak- marka hvað við megum veiöa á ári, hefur þvi veriö gripið til þess ráðs að afkastamesta fiskveiði- tækið verði tekið úr umferð, sagði Kristján Kagnarsson formaður Ltú, er blaðið leitaði álits hans um þau ununæli, sem hafa komið fram þar sem lýst er andstöðu við samþykkt aðalfundar Ltú um að flotvörpuveiöar verði bannaðar. Mig furðar ekki á að afkasta- mestu skipstjórar skuli vera þessu andvigir, en málið er það, —eigum við að sækja hóflaust og taumlaust i þorskstofninn eða eigum við að kunna fótum okkar forráð. Kristján minntist i þessu sambandi þess þegar útvegmenn fengu þvi framgengt á árunum 1964-’65 aö þorsknótin væri tekin úr umferð. Þá var mjög nærri gengið fiskstolninum og hann var i mikilli hættu. — Þá efaðist eng- inn um að þetta var rétt ráðstöf- un, þó að heyrzt hafi mótmæli nokkurra sjómanna, sagöi Kristján að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.