Tíminn - 02.12.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.12.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. desember 1977 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. ' Blaðanrent h.f. Sóknin mikla I helgum fræðum er hinum slæga höggormi um það kennt að mannskepnunni auðnaðist ekki að lifa makráðu aldingarðslifi i stripuðu áhyggjuleysi um eilifan aldur. Úr fjaðurpenna Snorra Sturlusonar hrutu þau orð, að heimur hefði spillzt við tilkomu kvennanna. Siðar komu þær alíhr, er menn sáu fjandann og alla hans ára fara hamförum meðal mannanna, svo að vart varð rönd við reist. Á íslandi gafst tæpast hris til þess að kynda alla þá elda, er haldið gætu þessum ófögnuði i skefjum. Sú öld efnishyggjunnar, sem við lifum á, krefst á- þreifanlegra fyrirbæra, þegar útsjónarsamir kenn- ingasmiðir leita ásteytingarsteina og sökudólga, sem eignað skal það, er aflaga fer. Hitler og hans menn útvöldu til þess Júða, er höfðu hvorki meira né minna en heimssamsæri á prjónunum. MacCarthy allt það sem hann kallaði óameriskt. Hvort tveggja fékk mikinn byr i seglin Á íslandi hefur sitthvað farið úrskeiðis. Þess vegna hefur það ekki heldur mátt seinna vera, að hugsuðir hæfu leitina að þeim, sem öllu eru að tröll- riða — sökudólginum mikla, sem sýna verður i tvo heimana svo að sól fái skinið i heiði yfir hamingju- samt fólk. Og sjá: Hann hefur vissulega komið i leitirnar. Það er bændastéttin i landinu, þessir fjög- ur eða fimm þúsund menn, sem þrauka við sveita- búskap með hyski sinu, er öllu eru að kollsteypa, og óheyrilegt hvað frá þeim kemur af matvælum. Það er blásið i lúðra á torgum og gatnamótum: Að þessu fólki verður að þjarma, það verður að fækka bændum eins og það heitir á máli þeirra, sem veifa lykli vizkunnar að þjóðinni. Úr þvi að þeir eru svo þrjózkir, að ekki hrin á þeim, þótt þeir séu að meðaltali ein tekjulægsta stétt landsins, verður að ganga fastar að þeim. Þetta eru okkar Gyðingar, sem eiga að fá að komast að raun um, hvar Davið keypti ölið. ,,Ó, blessuð stund, er burtu þokan liður”, segir i sálminum. Ó, blessuð stund, þegar bændurnir hafa verið kveðnir i kútinn og við getum farið að nota gjaldeyrinn okkar til þess að kaupa osta og smjör og kjöt i útlandinu og loks fundið forsmekk Edenlifs- ins. Þótt ,,fækkun bænda” dragi það á eftir sér, að nokkur kauptún og iðnaðarbæir missi fótfestu i is- lenzkri tilveru að nokkru eða öllu leyti, þá er ekki i það horfandi þegar slik töfralækning þjóðfélags- meina er annars vegar. Þessir staðir eru lika mest- an part ,,úti á landi”. Það gægist sem sé i gegn hjá boðberum hinnar miklu þjóðfélagslækningar, að landsbyggðin er raunar öll annars flokks og til meiri eða minni ó- þurftar, hvort heldur eru samanþjöppuð byggðar- lög við sjóinn eða dreifbýli i sveitum. Hún er svo ó- heyrilega frek til fjár og lætur ekkert á móti — nema svo til allar framleiðsluvörurnar, sem landið hefur á boðstólum, bæði til sölu erlendis og nota inn- an lands. Ekki er nema von, að talað sé um „heilög geld- neyti”! Úti á landsbyggðinni sjálfri kann að vera hugsað á annan hátt, og jafnvel að fólk þar telji sig geta gert fullnægjandi grein fyrir þvi, að framleiðsluat- vinnuvegirnir eru burðarásar þjóðfélagsins og án þeirra hryndi það til grunna eins og spilaborg. Þar hafa menn litla trú á þvi að þeir sem hæst gala um það á haugi, að ofgert sé við frumatvinnugreinar landsmanna til sjávarogsveita.beri ýkjamikið skyn á þjóðfélagið og þarfir þess. — JH Dvergríki langt úti á Indlandshafi: Þar er bannað að bölva á götum úti Öll stórveldin horfa gráðugum augum á eyjarnar 92 Nýi valdhafinn, René, sem tekur Nyerere sér mest til fyr- irmyndar og lætur alla vinna. 1INDLANDSHAFI, rétt sunn- an við miðjarðarbaug, um tveggja klukkustunda flug frá Nairobi og fimm dægra sigl- ingu frá ströndum Austur-Af- riku, er þyrping litilla si- grænna eyja, sem samtals eru 277 ferkilómetrar að flatar- máli. Þetta eru Seychelleyjar, eitt minnsta riki heims, er sjálfstætt kallast. Fólkið, sem byggir þessar eyjar, er bæði fátt og fátækt, en eigi að siður er það af margbreytilegum uppruna. Norðurálfumenn, Indverjar, Afrikumenn ogKinverjar hafa lagt þar i púkk og áreiðanlega einasta manneskja á eyjum, sem ekki á ætt sina að rekja til einhvers sæfara, sem annað tveggja hefur dagað þar uppi eða aukið kyn sitt með við- dvöl. Þess háttar blöndun a sérenn stað, þvi að stúlkurnar eru ekkert kostbærar með sig við gesti, og annað hvert bam fæðist þar utan hjónabands. Það stafar þó að nokkru leyti af þvi, að til reglulegs hjú- skapar þykir ekki stofnandi, nema slegið sé upp i meiri háttar veizlu, og það tekur sinn tima að draga það sam- an, er til hennar þarf. Óviða er hlutfallslega jafn- mikið af ungu fólki og þama. Nálega þriðjungur ibúanna er innan eliefu ára aldurs og 43% undir fimmtán ára aldri. Alls eru eyjaskeggjar um sextiu og eitt þúsund og að- hyllast rómversk-kaþólsk trú- arbrögð. Páfinn er þeirra á- trúnaðargoð, og Vatikanið þeirra himnaborg á jörðu niðri.Þóað heilbrigðisstjórnin úthluti getnaðarvarnarpillum ókeypis handa lifsþyrstu kvenfólkinu svo að mannf jölg- unin verði ekki allt of ör, hrekkur það ekki til, þvi að ekkert páfaboð hefur verið gefið út þvi til styrktar, að þess slags úrræðum skuli beitt á þessum eyjum á bláu Ind- landshafinu. Þessar eyjar eru rómaðar fyrirfegurð sina, en þær hafa ekki af neinu að státa, sem venjulega kallast náttúruauð- lindir, nema ef vera kynni lítt könnuð fiskimið. Samt sem áður sveltur fólk ekki, og viðurværi sitt hefur það af hrfsgrjónaspildum, ávaxta- görðum og fiski, sem veiðist við ströndina. Þó að Seychelleyjar séu að- eins smádeplar i úthafinu, hafa margir augastað á þeim. Þær eru alls niutiu og tvær og ellefu þeirra hafa útlendingar keypt, og i þeim hópi er trans- Ikeisari, erhefureina þeirra að leikvangi fyrir sig og sina, þegar hann vill eiga náðuga daga fjarri þeim málum, sem hann á við að glima heima fyr- En það eru ekki bara ríkir útlendingar, sem renna hýru auga til þessara eyja. Stór- veldin hafa einnig augastað á þeim, og veldur þvi fyrst og fremst lega þeirra úti i hafi á milli Afriku og Asiu. Banda- rikjamenn hreiðruðu þar um sig þegar árið 1963, er þeir komu upp flugstöð og miðstöð fyrir gervihnetti uppi á fjalli á ' stærstu eynni. Þar hafa þeir um eitthundrað manns i þjón- ustu sinni, og senda ár hvert niu hundruð þúsund dala ávis- un frá Washington fyrir greið- ann. Að hinu leytinu eru svo Rússar, sem ekki hafa þó öðru á að skipa en nitján manna sendiráði. I ofanálag hafa svo Bretar, Frakkar og Kfnverjar þar dável mönnuð sendiráð. Seychelleyjar voru brezk nýlenda i 182 ár. En i júnimán- uði 1976 létu þeir stjórn sinni þar lokið og þær urðu sjálf- stætt riki. Til valda komst Jimmy R. Mancham, glaum- gosimikillog skáld, erstofnað haföi svokallaðan demókrata- flokk og unnið nauman sigur i kosningum. Hann samdi þó við höfuðandstæðing sinn, vinstriflokkinn, um nokkurs konar þjóðstjórn fram til næstu kosninga, er áttu að verða árið 1979, og var það sammæli þeirra að halda friði næstu árin og leggja kapp á að bæta lifskjör fólks. Jimmy Mancham undi á hinn bóginn ekki nema miðl- ungi velheima fyrir. Attihann mörg erindi að rækja við kvenfólk og stjórnmálamenn hingað ogþangaðum heiminn, og þegar hann flaug til ráð- stefnu brezkra samveldis- landa i Lundúnum siðast liðið vor, gerði forsprakki sam- starfsflokksins, Albert René, byltingu i mestu rólegheitum. Voruþær sakir einkum bornar ■ á Jimmy Mancham, að ekki hefði verið allt með felldu, hvernig hann umgekkst pen- inga hins unga rikis, og jafn- virði sem næst þriggja millj- óna islenzkra króna þurft til einkaþarfa hans á mánuði. Auk þess var hann talinn i ó- æskilegum tengslum við auð- ugan vopnasala og smyglara frá Saudi-Arabiu. En hvaö sem um þetta er, þá telst nú heimilisfang Manchams hjá Lloydsbanka i Lundúnum, svo að honum hefur ekki verið i kot visað. Hyggur Mancham á gagn- byltingu? Má vera. En Albert René er viðbúinn. Hann hefur tvö hundruð manna her og nokkru lögregluliði á að skipa, og allt flokksfylgi Manchams á eyjunum hefur hallað sér að nýja forsætisráðherranum. Tákn hans,knýttur hnefi, sem brotið hefur af sér hlekkina, sést nú viða, ásamtskirskotun til byltingardagsins, 5. júni. Eina verksmiðjan á eyjun- um, sem nafn er gefandi, er sigarettuverksmiðja, en út- flutningsvörur að auki eru svo kókoshnetur, kanel og vanilja. Við þetta bætast tekjur af ferðamönnum, sem leita tals- vert til eyjanna. Langflestar nauðþurftir verður aftur á móti að flytja inn, og þær koma frá Kenýu, Suður-Af- riku, Astraliu og mörgum löndum öðrum. Nýja byltingarstjórnin hef- ur heitið þvi, að hver fjöl- skylda skuli fá sinn landskika, þó að smátt verði að skipta. Hún hefur heitið þvi, að allir skuli fá eitthvað, sem hús get- urheitið, og hún hefur lofað að laun skuli hækka nokkuð og allir hafi jafna aðstöðu til skólagöngu. Jafnframt hefur hún komið á meiri aga en áður hefur tiðkazt á Seychelleyj- um. Drabb og næturráp hefur hún bannað, og ekki má blóta á götum úti eða hafa i frammi háreysti. Og öllum hefur verið gert að vinna. Vinna og sjálfstjórn — það eru einkunnarorð nýju stjórn- arvaldanna. Það er einkum Nyerere og stjórn hans á Tansaníu, sem Albert René hefur tekið sér til fyrirmyndar. Markmið hans erað gpra Seychelleyjar sjálf- bjarga um búnaðarafurðir. Til þess nýtur hann tilstyrks Breta, er lagt hafa talsvert fé og sérfræðinga til ráðuneytis til þess að bæta fyrir það, sem gerðist eða vanrækt var á ný- lendutimanum. Helzti draumur Renés er þó nýtízkulegur fiskifloti og fiskiðnaður, sem grundvallast á auknum veiðum. Japanir, Kóreumenn og Tævanbúar hafa verið allsráðandi á djúp- miðunum, og René vill eðli- lega, að eyjarskeggjar sjálfir njóti þeirra og gerist þar arf- takar útlendinganna. Loks gerir hann sér vonir um, að olia kunni að finnast i grennd við eyjarnar, og er raunar þegar byrjað að leita hennar. Sjálfur berst René stórum minna á en forveri hans, Man- cham. Hann ók um i blárri Rolls Royce-bifreið, þegar hann þá var heima, og lét þá lögreglulið á bifhjólum fara á undan og eftir. Nú er þessi blái viðhafnarbill horfinn, og René lætur sér nægja tveggja ára gamlan Toyota. Hann er rauð- ur. ír. Húbert berfætti er sextán ára og vinnur fyrir sér meö að aka ferðamönnum I uxavagni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.