Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miövikudagur 19. april 1978

11

Nátt-

úru-

vernd-

arþing

ílok

apríl

Náttúruverndarþinghiðþriðja i

röðinni verður haldið dagana 29.

og 30. aprfl næstkomandi. Á þing-

inu i vor verða ýmis mikilvæg

mál tekin til meðferðar,svo sem

meðferð auðlinda, verndun vatns-

Neytendasam-

tökin:

„Hvað

má

höndin

ein og

ein"

HEI — 1 Neytendablaðinu 1. tbl.

þessa árgangs er forystugrein

eftir formann samtakanna Reyni

Armannsson sem erindi getur átt

til fleiri en lesenda þess blaðs og

verður þvi hér birtur Utdráttur Ur

greininni.

Við lifum á timum samtaka.

Aukin tækni.meiri verkaskipting

og sifellt fleiri samtök hafa ein-

kennt þróun siðari ára. Menn

.hafa uppgötvað mátt samtaka,

safnað liði og skorið upp herör á

sifellt fleiri sviðuríi. Eða eins og

skáldið segir: „Hvað má höndin

ein og ein.allir leggi saman."

Ef menn taka ekki höndum

saman til framgangs þess mál-

efnis er þeir trúa á verður gatan

grýtt. Slfk hefur gata neytandans

verið.

Eðlilega urðu framleiðendur

fyrri til en neytendur að stofna

með sér hagsmunasamtök. Það

liggur i augum uppi, að auðveld-

ara er að stofna félag pylsufram-

leiðenda en félag pylsuneytenda

svo dæmi sé tekið. Framleið-

endur eru fáir en neytendur

margir og dreifðir. Þess vegna

hefur reynzt erfitt að kalla saman

neytendur til stofnunar hags-

munasamtaka. Þvi er það að

verð og gæði vörunnar hafa

sjaldnast verið neytendum í hag.

Neytendur hafa þó ekki verið

algerlega varnarlausir þvi að lög-

gjafarþing hefur sett ýmis konar

lög til verndar neytendum t.d. um

verðlagseftirlit. En reglugerð til

framkvæmda á lögum hefur oft

ekki fyrirfundizt og þvi er það að

smátt og smátt hefur hallað á

neytandann.

Neytendasamtökin voru stofn-

uð fyrir 25 árum. Hafa margir,

bæði konur og karlar innan þess-

ara samtaka lagt hönd á plóginn

og unnið mikið og ðeigingjarnt

starf, sem hefur haft mikla

þýðingu fyrir málefni neytenda.

Það fer ekki á milli mála að án

Neytendasamtakanna væri staða

neytenda á fslandi nú ekki upp á

marga fiska.

Það er yfirleitt svo að framleið-

endur og seljendur álita það hlut-

verk sitt að þjóna en ekki að vera

þjónað af neytendum. Neytand-

inn á að vera sá konungur sem

þjónað er i þessum málum. En

þessi konungur er oft mjög

óákveðin og áhrifagjörn persóna

sem sjaldan beitir valdi sinu.

Við neytendur verðum að hafa

það hugfast að eina leiðin til að á

okkur verði hlustað og mark-.

miðum okkar náð er stórefling.

Neytendasamtakanna. Sameinuð

getum við rutt steinum úr götu

neytandans.

og jarðhitasvæða, staðarval

iðnaðar, fræðsla um náttúru-

vernd, mengunarmál, umferðar-

réttur um landið og endurskoðun

nátturuverndarlaganna.

Á náttUruverndarþingi eru

hverju sinni gerðar tillögur um

þau verkefni sem brýnast þykir

að leysa. Skýrsla náttúru-

verndarráðs er lögð fram og

rædd. Þá kýs þingið 6 menn i

Nátturuverndarráð og 6 menn til

vara,en formann og varaformann

skipar menntamálaráðherra.

Rétt til setu á Náttúruverndar-

þingi eiga fulltrúar allra náttUru-

verndarnefnda,en þær starfa i

hverri sýslu og kaupstað. Auk

þessara fulltrUa eiga fulltrUar

allmargra samtaka og stofnana,

fulltrUar allra þingflokka og

NáttUruverndarráðsmenn rétt til

setu i NáttUruverndarráði.

Þingið verður að þessu sinni

haldið á Hótel Loftleiðum i

Reykjavik. NáttUruverndarráð

undirbýr þingið og veitir skrif-

stofa ráðsins allar nánari upp-

lýsingar.

Flytur þætti úr sögu Akraness

HH—Nýlega er komið Ut 4. tölu-

blað Umbrots, sem er gefið Ut af

Umbroti sf á Akranesi. Ritstjóri

er Indriði Valdimarsson. Blaðið

er 12 siður að stærö og fjallar að-

allega um ýmiskonar málefni

tengd byggðarlaginu. Þar hefur

hafið göngu sina nýr framhalds-

þáttur, sem ber yfirskriftina

ÞÆTTIR XJR SOGU AKRANESS.

— Heimildasöfnun til sögu Akra-

ness. Þættirnir eru i umsjón Þor-

steins Jónssonar, og er aðal-

markmið þeirra að fá Akurnes-

inga til liðs við heimildasöfnun

um aQt fróðlegt, sem varðar sögu

staðarins. 1 þessum fyrsta þætti

er birt skrá yfir örnefni á Akra-

nesi. A öðrum stað i blaðinu er

birt samþykkt, sem gerð var af

bæjarstjórn Akraness 1964, þar

sem samþykkt var að láta semja

og gefa út framhald af sögu Akra-

ness, sem Ölafur B. Björnsson hóf

Utgáfu á árið 1957, og skildi fé

varið Ur bæjarsjóði til Utgáfunn-

ar. Nefnd var skipuð og fjárveit-

ing fékkst, en ekkert var gert i

málinu. Lagði þvi greinarhöfund-

ur til að stjórnmálaflokkarnir

tækju af skarið og gerðu Utgáfuna

að baráttumáli sinu fyrir næstu

kosningar. 1 Umbroti eru einnig

ýmsar aðrar greinar, s.s athygl-

isvertviðtal við tvoalkohólista og

grein um æskulýðsmál á Akra-

nesi eftir Guðbjart Hannesson

tómstundakennara.

Póker, Þursaflokkurinn og

Halli og Laddi

ESE —Um helgina var gengið frá

samningum við þær islcnzku

hljómsveitir og skemmtikrafta,

sem fyrirhugað er að komi fram á

hljómleikum brezku hljómsveit-

arinnar Stranglers, sem að

haldnir verða i Laugardalshöll-

inni 3. mai n.k.

Asamt Stranglers koma hljóm-

sveitirnar Póker og Þursaflokk-

urinn fram og einnig munu Halli

og Laddi troða upp á hljómleikun-

um.

Eins og kunnugt er þá stóö til,

áður en gengið var frá þessum

samningum, að hljómleikarnir

yrðu i SigtUni og að Stranglers

kæmu jafnvel einir fram, en sam-

kvæmt eindreginní ósk Nick

Leigh, umboðsmanna Strangles,

sem var staddur hér á landi um

síðustu helgi, þá var fyrrgreindu

samkomulagi komið i kring.

NU verða,eins og áður segir,

hljómleikarnir haldnir að kvöldi

3. mai i Laugardalshöllinni og

verður verði aðgöngumiða stillt i

hóf, þvi að miðaverð er aðeins

3000krónursem verður að teljast

gjafaverð fyrir þriggja tima

hljómleika.

Það var í Sviss árið 1883, sem

Herman THORENS hóf fram-

eiðslu sinna fyrstu hljóm-

tækja. THORENS verksmíðjan

hefur nú um áratuga skeið

framleitt plötuspilara fyrir

kröfuharða tónlistarunnendur

með betri árangri, en flestir

aðrir. Við bjóðum fjórar teg-

undirTHORENSplötuspilaraá

verði frá kr.106.800upp í

245.800 (án tónhöfuðs).

THORENS TD-160mkll,sem

hér er sýndur, kostar kr.112.600

Það er kannski hægt að fá

„glæstari" plötuspilara en

THORENS, en engan betri.

KROFUHARÐA

TÓNLISTARUNNENDUR

Leióandi fyrirtæki

á sviöi sjónvarps

útvarps og hljómtækja

VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20