Tíminn - 13.07.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.07.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 13. júlí 1978 — 148. tölublað — 62. árgangur „Osk Alþýðuflokksins óraunhæf” sjá bls. 3 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og óskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Krafla: Goslíkur aukast við hver umbrot Kás — „óróleikinn fer frekar minnkandi, en enn er talsverð skjálftavirkni, þótt hún hafi minnkaö miðað við þaö sem mest varð i þessari hrinu”, sagöi Páll Einarsson, jarðfræðingur á skjálftavaktinni i Mývatnssveit. Sagði Páll, að sig á Kröflusvæð- inu héldi áfram, en það færi eftir heildarsiginu, hve langt yrði i næstu umbrot á svæöinu. Sér virt- ist sem ekkert lát yrði á sigi og risi á víxl, eins og þróunin heföi verið undanfariö, en goslikur ykj- ust jafnt og þétt við hver umbrot þegar kvikan streymdi til hliðar neðanjarðar. Sagði Páll, að visindamenn væru sammála um að goslikurnar ykjust, en ekki væri hægt að segja hve mikið. Skjálftavaktinni hefur verið hætt i bili, en jarðvisindamenn munu fylgjast gaumgæfilega með þróuninni, eins og hingað til. Sjávarútvegsráöuneytiö fyrirskipar: 30 daga þorskveiði- bann skuttogara GEK— Sjávarútvegsráðuneytið gaf i gær út reglugerð, sem felur i sér 30 daga þorskveiðibann, skuttogara sem eru með aflvél 900 bremsuhestöfl eða stærri, á timabilinu frá 12. júli til 15. nóvember næstkomandi. Þá fel- ur reglugerðin einnig i sér, að á timabilinu frá 1. ágúst til 7. ágúst eru allar þorskveiðar i is- lenzkri Iandhelgi bannaðar og kemur það tímabil til frádráttar hjá skuttogurunum. I greinargerðinni, er út- geröaraðilum skuttogaranna þó heimilt að veíja um hvort þeir kjósa að stöðva veiðar skipa sinna á timabilinu frá 1.-7. ágúst (að báðum dögum meðtöldum), eða 8.-14. ágúst (að báðum dög- um meðtöldum). Greinargerð sjávarútvegs- ráðuneytisins er birt I heild, á blaðsiðu 5 i blaöinu i dag. Alþýðubandalagið er andvígt nýsköpunarstjóm — það vtll annað stjómarform sagði Lúðvík Jósepsson H EI — // Um þetta nýja viðhorf hef ég ekkert að segja/ það lítur álika út fyrir mér eins og þér, því ég veit ekk- ert annaðen það sem ég hef heyrt í útvarpinu um, að búið sé að gefa ákveðnum manni umboð til að mynda stjórn. Það hefur ekki verið rætt við mig, og ég veit ekkert hvort leitað verður til okkar um neitt," sagði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins er blaðið bar undir hann hvort ekki hefðu skapazt ný við- horf, með því að forseti islands hefði falið Benedikt Gröndal myndun meirihlutastjórnar. Lúðvik var þá spurður um hvað hann vildi segja um þau ummæli Benedikts, að hann ætl- aöi að kanna myndun ný- sköpunarstjórnar. Lúðvik sagði, að það hefði varla farið fram hjá neinum, að Alþýðubanda- lagið væri andvigt nýsköpunar- stjórn. Það vildi annað stjórnar- form. En hann sagðist að ööru leyti hvorki svara einu né neinu blaði um þetta, meðan ekki hefði verið leitað til sln. Bene- dikt yrði fyrst að óska eftir við- ræðum og færi svo, væri hann tilbúinn til að tala við blöðin. Lúðvfk Jósepsson — ég veit ekki. hvort leitað verður til okkar um neitt samstarf. Benedikt reynir nýsköpun — eftir að hafa fengið umboð forseta tíl stjómarmyndunartilrauna GEK — Forseti islands fói i gær Benedikt Gröndal formanni Al- þýðuflokksins að reyna myndun meirihlutastjórnar. i samræmi viðumboð flokksstjórnar Alþýðu- flokksins tók Benedikt þetta verk- efni að sér og mun nú reyna á það næstu daga eða vikur hvort hon- um tekst að mynda starfhæfa rlkisstjórn. A þingflokksfundi Al- þýðuflokksins sem haldinn var siðdegis I gær var ákveðið að rita formönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags formleg bréf og óska eftir viðræöum viðþessa tvo flokka um stjórnarmyndun. Að sögn Benedikts Gröndal voru þessi bréf send Igærkvöldienfyrr um daginn hafði hann átt munn- leg samtöl við formenn beggja flokkanna. I samtali við fréttamann út- varpsins I gær, lýsti Benedikt þvi yfir að viðreisnarstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks væri að slnu mati ekki raunhæfur möguleiki. Taldi hann aö I sllkri stjórn tækist Alþýðuflokknum eWii að koma fram þvl megin- markmiði I efnahagsmálum sem flokkurinn setti á oddinn I kosningabaráttu sinni en það er að koma á kjarasáttmála rikis- valds og aðilja vinnumarkaðarins og tryggja þannig vinnufriö I landinu. 1 sama viðtali var hann einnig inntur eftir viðhorfi Alþýðu- flokksins til myndunar vinstri stjómar Alþýöuflokks Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks og svaraði hann þvl til að þeir úti- lokuðu engan möguleika. Blaöið gerði Itrekaðar tilraunir til að ná I forystumenn allra stjórnmálaflokkanna til aö spyrja þá álits á núverandi stöðu varö- andi stjórnarmyndun. Þessar tilraunir báru tak- markaðan árangur. ólafur Jóhannesson var farinn úr bæn- um .1 fri og Geir Hallgrimsson Landsmót hestamanna ! Skógarhólum f Þingvallasveit veröur sett á morgun kl. 13.30. BlaðamaðUr Tirnans mun flytja lesendum blaðsins fréttir af-mótinu, en hestamenn eru þegar farnir að flykkjast á mótsstað. Sjá bis. 8. reyndist ógerningur aö fá sam- band við vegna anna þrátt fyrir að hann væri á skrifstofu sinni allan eftirmiödaginn að sögn starfsmanna stjórnarráðsins. Verðlagsstjóri: „Margar beiðnir um verð- hækkanir” HR — „Það hafa margir sent inn beiðnir um verðhækkanir upp á siðkastið og i morgun var fundur I verölagsnefnd, þar sem nokkrar þeirra voru afgreiddar” sagði Georg Óiafsson, verölagsstjóri, þeg- ar Timinn hafði samband við hann i gærdag. Verðlagsstjóri vildi hins- vegar ekkert segja hvaöa hækkanir væri þar um að ræöa, fyrr en þær hefðu hlotið staðfestingu rlkisstjórnarinn- ar. „Flugstöðin dæmi- gerð mistök”. Eriend ráðgjafarþjónusta á Islandi frásjónarhóli Steingríms Hermannssonar, framkvæmdastjóra. Sjá viðtal bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.