Fréttablaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 2
2 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR SPURNING DAGSINS? Geir, er ekkert erfitt að syngja með Tríó Briggs í gegnum síma? Nei alls ekki, röddin mín hljómar betur gegnum síma. Geir Ólafsson er söngvari hljómsveitarinnar Tró Briggs og gullvagninn sem stofnuð var nýverið af þeim Andra Frey Viðarssyni, Búa Bendtsen og Dodda litla en Geir hefur ekki enn mætt á æfingar með sveitinni heldur syngur hann bara í gegnum síma enn sem komið er. KÓLOMBÓ, AP Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóða- flugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta hand- sprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem sprengjur finnast í borginni, því síðastliðinn þriðjudag náðu sprengjusérfræðingar að aftengja stóra sprengju, sem hafði verið komið fyrir í körfu reiðhjóls við fjölfarna verslunargötu. Stjórnarherinn gerði loftárás í gær á svæði tamíla, þriðja daginn í röð. Talsmaður hersins sagði að ráðist hefði verið á bækistöð Tam- ílatígra, sem þeir hefðu notað til skotárása yfir á svæði Srí Lanka- manna. Á Jaffna-skaga létust sex hermenn stjórnarhersins í gær eftir að hafa stigið á jarðsprengju í norðurhéruðunum. Sakaði tals- maður hersins Tígrana um að hafa komið jarðsprengjum fyrir á skag- anum eftir að þeim hafi mistekist að ná þar yfirráðum. Ekki reynd- ist unnt að bera ummælin undir Tamílatígrana í gær. Associated Press hefur eftir norrænu eftirlitssveitinni að Tam- ílatígrarnir hafi sleppt lögreglu- manni úr haldi til að sýna „vott um velvild“, en maðurinn var fangi þeirra í ellefu mánuði. - kóþ Lögreglan á Srí Lanka nær árangri í baráttu við uppreisnarmenn: Vopn gerð upptæk í borginni VIÐ YFIRGEFNA BÆKISTÖÐ RAUÐA KROSSINS Drengur situr við skilti sem bannar vopnaburð. Holur eftir byssukúlur sjást á skiltinu og í veggnum á bak við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÍLSLYS Fólksbíll keyrði út af og valt, laust fyrir miðnætti á föstu- dag eftir að hafa keyrt yfir á rang- an vegarhelming og á tengivagn vöruflutningabíls, sem kom úr gagnstæðri átt á Reykjanesbraut. Tvennt var í fólksbílnum, og sluppu þau með minniháttar áverka og skurði eftir glerbrot. Tengivagn vöruflutningabíls- ins skemmdist og bíll sem ók fyrir aftan vöruflutningabílinn varð fyrir skemmdum þegar brot úr hinum bílunum skullu á honum. Lögregla segir áreksturinn ekki eins alvarlegan og hann leit út í fyrstu. Ökumaður fólksbílsins er grunaður um ölvunarakstur. - sgj Bílvelta á Reykjanesbraut: Keyrði á tengi- vagn og valt LÖGREGLA Góðkunningja lögregl- unnar sem gisti fangageymslu lög- reglunnar við Hverfisgötu aðfara- nótt laugardags tókst að smygla inn kveikjara í sokknum sínum og kveikja í horni rúmdýnu í klefa sínum, sem orsakaði minniháttar eldsvoða. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun en sú reyndist ekki raunin. Hann var sendur til baka í fanga- geymslu og fluttur á geðdeild þegar leið á gærdaginn. - sgj „Góðkunningi lögreglunnar“: Kveikti í dýnu í fangaklefanum STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokks, sakar Valgerði Sverris- dóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upp- lýsingum með því að kynna þing- mönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Krist- inn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. „Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli,“ segir Val- gerður. „Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofn- unar, þar á meðal Grími, og full- trúum frá Landsvirkjun og jarð- fræðingum. Menn tóku þetta alvarlega.“ Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjun- arinnar. „Kostnaður við virkjun- ina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber,“ segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og nið- urstöðu fundarins fyrir Alþingi. „Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svar- að á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati,“ segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hefðu komist að sömu niðurstöðum. „Það er alvarlegt mál ef upp- lýsingum er haldið frá Alþingi,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. „Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þess- um málum og svo er alþingis- manna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú,“ segir Krist- inn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins. steindor@frettabladid.is Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Valgerði Sverrisdótt- ur hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun. Gerði ekkert rangt, segir Valgerður. STJÓRNMÁL Stjórn og þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur skorað á ríkis- stjórnina og stjórn Landsvirkjun- ar að fresta því að fylla Hálslón þar til sérstök matsnefnd, skipuð óháðum aðilum, verður fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ályktun um þetta var samþykkt á opnum fundi Vinstri grænna við Sauðárfoss í gær. Í henni segir að óvissa hafi ríkt um áhættu vegna framkvæmdarinnar og vísbend- ingar um þessa áhættu hafi styrkst mjög að undanförnu. Fylling Háls- lóns verði ekki aftur tekin. Valgerður vildi ekki tjá sig um tillögur Vinstri grænna, þar sem hún fer ekki lengur með þennan málaflokk og er ekki framkvæmd- araðili í málinu. - sgj Vinstri græn álykta: Vilja fresta því að fylla Hálslón FERILL SKÝRSLU GRÍMS BJÖRNSSONAR JARÐEÐLISFRÆÐINGS Maí 2001 - Landsvirkjun leggur fram matskýrslu sína á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. 1. ágúst 2001 - Skipulagsstofnun leggst gegn framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar vegna umhverf- isáhrifa hennar. 20. desember 2001 - Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, fellir úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar. 14. febrúar 2002 - Grímur afhendir Orkumálastjóra skýrslu með athugasemdum varðandi umhverfis- og öryggisatriði sem fram komu í skýrslu Landsvirkjunar. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra sér skýrsluna, ein þingmanna. 18. febrúar 2002 - Skýrslunni komið til Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis. 6. mars 2002 - Fundur um skýrsluna, þar sem athugasemdir Gríms eru hraktar, samkvæmt ráðherra og Orkumálastjóra. 8. apríl 2002 - Framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar samþykkt á Alþingi. 14. apríl 2005 - Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra minnist á skýrslu Gríms í ræðu á Alþingi. 24. ágúst 2006 - Grímur Björnsson fær leyfi frá Orkuveitu Reykjavíkur til að tjá sig um Kára- hnjúkavirkjun. Fótbrotinn maður Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-Líf, sótti mann að Skóg- um um tvöleytið í gær. Maðurinn hafði fótbrotnað við veiðar og var hann fluttur á slysadeild. LANDHELGISGÆSLAN PÉTURSBORG, AP Mikill bruni varð í dómkirkjunni í Pétursborg í gær með þeim afleiðingum að hjálm- hvelfing kirkjunnar hrundi í þess- ari fyrrum höfuðborg Rússlands. Eldurinn kviknaði í miðhvelfingu Kirkju heilagrar þrenningar og hrundi hvelfingin ásamt einni af fjórum minni hvelfingum. Slökkviliðsmenn reyndu hvað þeir gátu til að forða hinum hvelf- ingunum frá eldinum og og mun þeim hafa tekist að bjarga þónokkrum af íkonum kirkjunnar. Engin slys urðu á mönnum og eldsupptök eru ókunn. - kóþ Dómkirkjan í Pétursborg: Hjálmhvelfing hrundi í eldi Í LJÓSUM LOGUM Hvelfing dómkirkjunnar hrundi í brunanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS Spilaði við mikla hrifningu gesta. AKUREYRI Á fimmta þúsund manns voru í miðbæ Akureyrar í gær- kvöldi þegar Listasumri Akureyr- inga lauk með Akureyrarvöku. Í tilefni dagsins var boðið upp á menningarviðburði um allan Akureyrarbæ sem góður rómur var gerður að. Meðal viðburða voru tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í Listagilinu undir stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar. Listasumar hefur staðið yfir á Akureyri í tíu vikur. Þetta er í fjórtánda skipti sem bæjarbúar og gestir njóta þess og hefur það dafnað með árunum. - áp Listasumri á Akureyri lauk með menningarvöku Akureyringa: Fjölmenni á Akureyrarvöku FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H N EFILL ELDSVOÐI Eldur kom upp í bílakjall- ara undir nýbyggingu við Dalveg í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Mikinn reyk lagði frá bygging- unni enda hafði eldurinn læst sig í nokkra rúmmetra af frauðplasti. Að sögn Friðjóns Daníelssonar, aðstoðarvarðstjóra slökkviliðsins, gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins og tók það einungis nokkrar mínútur. Skemmdir á húsinu eru þó einhverjar en þar sem það er enn á byggingastigi má ætla að tjónið sé minna en auðveldlega hefði getað orðið. - at Eldur við Dalveg í Kópavogi: Mikill reykur frá frauðplasti ELDUR Í FRAUÐPLASTI Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eld sem kviknaði í nýbyggingu í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.