Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 8

Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 8
Vi› sty›jum Steinunni Valdísi ...Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík, 11. nóvember FORYSTA Í KRAFTI ÞJÓNUSTU Í tilefni afhendingar Íslensku gæðaverðlaunanna 7. nóvember og stjórnunarviku heldur Stjórnvísi í samstarfi við Capacent ráðstefnu um Forystu í krafti þjónustu á Nordica Hotel. Að loknu erindi Svöfu er ráðstefnunni skipt upp í tvo strauma og viðfangsefnið skoðað í ljósi einkageirans og opinbera geirans. Einkageirinn Þjónusta í ljósi stefnu – Hermann Jónasson framkvæmdastjóri Landsbankanum Þjónusta í ljósi ferla og tækni – Guðjón Reynisson framkvæmdastjóri 10-11 Þjónusta í ljósi mannauðs – Ægir Þórisson mannauðsstjóri Capacent Opinberi geirinn Þjónusta í ljósi stefnu – Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR og Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafræðingur Þjónusta í ljósi ferla og tækni – Jón H. Steingrímsson forstöðumaður þjónustusviðs Ríkisskattstjóra Þjónusta í ljósi mannauðs – Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Ráðstefnulok Samtal tveggja strauma og pallborðsumræður með þátttöku nokkurra valinnkunnra einstaklinga úr íslensku atvinnulífi. Ráðstefnustjóri er Kristinn Tryggvi Gunnarsson hjá Capacent Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30. Að ráðstefnu lokinni er gestum boðið að vera viðstöddum afhendingu Íslensku gæðaverðlaunanna sem fer fram á sama stað kl. 16.30. Forsætisráðherra Geir H. Haarde mun afhenda verðlaunin og boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist í tilefni afhendingarinnar. Verð kr. 9.800 fyrir félagsmenn, kr. 14.000 fyrir aðra. skráning á www.stjornvisi.is Forysta í krafti þjónustu – Svafa Grönfeldt aðstoðarforstjóri Actavis. Dagskrá Hvaða fyrrverandi einræð- isherra var dæmdur til dauða í gær? Hversu gömul er Eiðakirkja? Hver er í öðru sæti á fram- boðslista framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi? Ein virtasta fréttastofa Evrópu, DPA í Þýskalandi, hefur eftir Stefáni Ásmundssyni, skrifstofustjóra sjávarútvegsráðu- neytisins, að Íslendingar gætu þurft að endurskoða afstöðu sína til atvinnuhvalveiða ef ekki verður hægt að selja kjötið á erlendum mörkuðum. Stefán segist ekki hafa átt við að stjórnvöld væru að meta hvort eigi að endurmeta leyfi til atvinnuhvalveiða vegna markaðs- skorts. „Það sem ég var að segja var að þetta er atvinnustarfsemi eins og hver önnur og að það er atvinnurekandinn sem heldur utan um markaðsmálin. Auðvitað heldur hann ekki áfram ef hann hefur ekki markaði,“ segir Stefán. DPA hefur einnig eftir Stefáni í viðtalinu að hvalveiðar séu ekkert ólíkar bílasölu; ef framleið- andi hefur ekki kaupendur að bílunum þá hætti hann framleiðslu. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að stjórnvöld komi ekkert að því að taka ákvörð- un um að stöðva veiðarnar á markaðsforsendum. Það verði sjálfhætt ef ekki er rekstrargrund- völlur. „Sá sem annast veiðina ber ábyrgð á sölu afurðanna eins og í öllum öðrum greinum sjávarút- vegs. Það segir sig sjálft að ef hvalveiðar verða ekki arðbærar þá verða þær ekki stundaðar frekar en aðrar óarðbærar atvinnugrein- ar.“ Borgarráð Reykja- víkurborgar samþykkti að úthluta Ásatrúarfélaginu lóð undir hof í Leynimýri á fundi sínum á fimmtu- daginn. Var skipulagssviði falið að gera tillögur að staðsetningu lóð- arinnar. Egill Baldursson, lögsögumað- ur Ásatrúarfélagsins, segir þetta frábærar fréttir. „Stefnt er að því að taka fyrstu skóflustungu að hofinu 1. desember næstkomandi. Þetta verður bæði hof og félags- heimili. Öll blót munu fara þarna fram á helgistað félagsins og einn- ig fundir og þess háttar.“ Fjögur höfuðblót eru haldin á hverju ári fyrir hvern ársfjórðung auk sérstaks þorrablóts. „Allt að 170 manns taka þátt í blótunum hjá okkur og eru allir velkomnir. Sérstaklega góð þátttaka er á barnablótinu sem haldið er sumar- daginn fyrsta ár hvert.“ Rúmlega eitt þúsund manns eru í Ásatrúarfélaginu og segir Egill mikla uppsveiflu í félaginu um þessar mundir. „Það eru spenn- andi tímar fram undan.“ Borgarráð samþykkti einnig að gefa Trúfélagi rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar á Íslandi fyrirheit um úthlutun lóðar fyrir kirkju- byggingu á lóð á Nýlendureit, á milli Nýlendugötu og Mýrargötu. Hof ásatrúarfólks í Leynimýri Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segist hafa beðið eftir að Seðlabankinn færi að gefa önnur skilaboð en þau að hækka vextina. „Við hefðum gjarnan viljað sjá þá lækka en það er betra að halda stýrivöxtunum óbreyttum en að hækka þá,“ segir hann og telur að bankinn ætti að fara að huga að vaxtalækkun. „Það eru miklar líkur á því að bankinn sé orðinn of seinn án þess að ég vilji fullyrða afdráttarlaust um það. Hættan er sú að bankinn keyri gengið of hátt og það komi verðbólgugusa í vor.“ Hefði viljað lækkun vaxta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.