Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 27

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 27
Sunnudagur 13. mal 1979 27 Bókin „Félagi Jesús” eftir sænska rithöfundinn Sven Wernström hefur veriö gefin út á öllum Norðurlöndunum og alls staðar hefur hún valdið miklum deilum. Bókin kom út hér á Is- landi rétt fyrir siðustu jól og er mjög umdeild. Hér fer á eftir grein eftir höf- undinn sjálfan um „Félaga Jesús”, sem hann skrifar i Fær- eyska blaðið „14. september”, þvi að i Færeyjum, sem annars staðar, þar sem bókin hefur verið gefin út, hafa orðið uppi miklar deilur og skrif I sam- bandi við bókina. Ég frétti að bókin min „Félagi Jesús”, hafi valdið miklum deil- um I Færeyjum. Þaö sama hefur áður átt sér stað I Svlþjóð, NoregúDanmörku og íslandi en mér bregður alltaf jafn mikið. Lifum við virkilega á timum vísindanna eða á miðöldum? Bók mín er ekki skrifuð til að gera lltið úr Jesú. Þvert á móti gefur hún yfirvegaða og vin- samlega mynd af honum. Ég kann vel viö hann en mér likar ekki sú mynd, sem skóli og kirkja gefa af honum. Fyrir mér er það augljóst að allar trúargreinar hafa sama boðskap að flytja en hann til- heyrir liðinni tið sem var áður en visindunum haföi fleygt svo mjög fram og e.t.v.átti vel við þá, en nú er úreltur, siðan við fórum að hugsa út frá vísindalegu sjónarmiði. Grundvöllurinn i frásögn minni eru guðspjöllin þrjú i Biblíunni (þ.e. Mattheus, Markús og Lúkas). Ég hef bara tekið öil kraftaverkin og undrin burtu úr frásögninni. Til að skilja Jesú veröum við að líta á hann i sögulegu sam- hengi. Hér eru nokkur dæmi: Palestina var á dögum Jesú hersetin af Rómverjum. Eins og allar hernumdar þjóðir vildu Palestlnumenn verða frjálsir og sleppa undan erlendum yfir- ráöum. Sá Messlas sem þeir biðu eftir, haföi ákveðið póli- tiskt verkefni að leysa. Hinn mikla átrúnað sem rikti á þessum tlma er ómögulegt að túlka fyrir börnunum. Þá á tim- um var hver hreyfing trjágrein- anna, hvert ljósbrot á vatni, skuggar o.s.frv. rakið til Guðs. — Guð sýndi þannig vilja sinn. Hver einasta mannlega tilviljun og hver atburður var fyrir til- stilli Guðs. Heimur fullur af slikum fyrirbrigðum getur ekki verið eölilegur fyrir börn i dag. Nú verðum við aftur á móti að beita náttúrulegum rökum til að gera veröldina skiljanlega: Fá- tækt, kúgun, uppreisnir, aftökur uppreisnarmanna,en i þessu var Jesú bara einn af mörgum. Við getum auðveldlega bent á hvernig guðspjöllin urðu til. Þau voru ekki skrifuð i Palestinu, sem var I uppreisn, heldur mörgum árum seinna 1 keisarans Róm. Hér var bæði samfélagslega, þjóöfélagslega og menntunarlega staðan önn- ur. Þá var heimskulegt að tala um frelsi. Aftur á móti var rétt aðsegja: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er”. Guð- spjöllin voru skrifuö fyrir hiö litla kristna samfélag I Róm á keisaratfmanum, en ekki fyrir okkur. Hinir kristnu trúöu þvi að Kristur mundi birtast aftur „á skýjum himins” á þeirra æviskeiöi. Þau voru skrifuð til að bæta fyrir bág kjör á erfiöum timum. Þegar slikir textar eru kannaðir á ekki eingöngu að lita á tilgang höfundar, heldur einnig það sem hann haföi ekki I hyggju. Talið um vopnanotkun er eitt af þvi sem helst var and- stætt tilgangi guöspjallamann- anna. Heimildir um vopna- notkun er örugglega að finna i eldri ritum, sem nú eru löngu týnd. Jesús sagöi: „Sá sem ekkert sverð á selji kyrtil sinn og kaupi sér eitt”. Og einn af lærisvein- unum dró sverð úr sliðri, þegar Jesús var handtekinn. Þeir voru allir vopnaðir. Jesús var for- ystumaður i einni uppreisnar- orustunni. Frá öðrum heimild- um vitum við aö einnig aðrir uppreisnarforingjar voru drepnir á þessum timum. Fyrir okkur hljómar þetta kunnuglega. Við lifum á upp- reisnartimum. En frelsislöngun mannsins er alltaf til staðar. Er það þetta, sem hinir kristnu yilja ekki vera sammála okkur um? Það er margt sem þeir finna að „Félaga Jesús”. Eitt er póli- tiskt. Þeir sjá I bókinni að lýst er baráttu fyrir þjóðfélagslegu réttlæti, og það likar þeim ekki. Kristnir menn eru svo aftur- haldssamir. Þeir hneykslast og þeim sárnar að I bókinni er deilt á kristnar kenningar. Þeir vitna aftur og aftur I bibliuna og virðast aldrei hafa kynnst skrif- um Arnulfs Overland, Bertrands Russel, Hjalmars Söderberg, Joel Carmichael né annarra sem kannaö hafa kristindóminn á okkar öld. „Félagi Jesús” er engin svo- kölluð „frjáls samsetning”. Bókin byggir á upplýsingum, sem börnin áttu aö læra i skólanum, ef kennslan hefði verið heiðarleg. I siðasta kafla bókarinnar bendi ég á hvernig hinar ótrúlegu kraftaverkasög- ur gætu veriö tilkomnar. En það er ekkert leyndarmál. Hver ein- asti prestur veit það, eins og aðrir,að Fjallræöan er eldri en Jesús sjálfur og svo margt annað hefur komið i ljós á okkar öld. Hinir prestlæröu vita svo margt, sem þeir minnast ekki á i predikunarstólnum. örlítið brot af þessu leyndarmáli hef ég nú sagt börnunum i bókinni „Félagi Jesús”. Ég fullyrði ekki að frásögn min sé „sú sanna”. Ég hef bara skrifaö sögu sem er trúverðugri en hin venjulega sem við öll þekkjum. Og það var ekki erfitt. Eitt vitum viö: Enginn heimildarmaður var nærstadd- ur þegar Jesús var borinn 1 heiminn og ekkert vitni var þeg- ar Pétur fór I burtu og grét. Við sem skrifum um Jesú I dag, getum gert það á traustara grunni og með meiri gagnrýni en gömlu guöspjallamönnunum stóð til boöa. En hvað er það sem börnun- um er kennt I skólunum i dag? Og hvað er þaö sem deilt er um? Ég hef ekki getað fylgst með orðaskiptum I Færeyjum, en það sem ég hef heyrt, þekki ég vel. Þaö er valdbeiting, rit- skoöun, kúgun á frelsishugsjón- inni. Þannig hefur kristindómurinn alltaf verið. Siöustu 1500 ár sög- unnar hefur hann komið fram sem forhertasta valdakerfi i heimi, þar sem ofstækisfyllstu trúarkenningarnar eru kenndar. Það hefði Jesú ekki likaö. (GÓ þýddi) ARU Árgerð 1979 TORFÆRUBIFREIÐIN SEM SAMEINAR KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA Ummœli nokkurra SUBARU-eigenda á síðasta ári Sigurður Jónsson (Þingeyingur) kenn- ari og bóndi, Ystafelli, Suður-Þing- eyjarsýslu, segir i viötali um Subaru: „Ég kann mjög vel við bilinn. Hann er sparneytinn, góður i hálku og snjó og rýkur i gang i hvaða veðri sem er. Eftir reynslunni af þeim fyrsta eru nú þrir Subaru-bilar i fjölskyldunni.” Guðni Kristinsson, bóndi og hreppstjóri, Skarði Landssveit segir i viðtali um Subaru: ,,Það segir kannske best hvernig mér hefir likað við Subaru aö ég er að kaupa 1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað okkur vel, við höfum farið allt á honum sem við höfum þurft að fara og sparneytni Subaru er næsta ótrúleg.” Kyjólfur Agústsson, bóndi, Hvammi, Landssveit, segir i viðtali um Subaru: ,,Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunum og hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá henta sérstaklega vel til allra starfa við búskapinn. Ég hef farið á honum inn um allar óbyggðir og yfir- leitt allt, sem ég áður fór á jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i vatni og sparneytinn — og nú er ég að fá mér 1978 árgerðina.” Hafið strax samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur góðan bíl SU B ARU - UMBODID INGVAR HELGASON Vonorlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.