Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 1
Æðri máttarvöld I spilinu - Bls. 8 Siöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Seðlabankinn: Fyrsti áfangi raunvaxta- stefnunnar um mánaðamótin Verðbólgustigið nú komið upp undir 42% „Er eölilegt að fyrsta skrefiö verði tekið nú hinn fyrsta júni aö afloknum Utreikningi vísitölu framfærslukostnaðar fyrir maí mánuð og mati þess verðbólgu- stigs er nú ríkir”, segir m.a. i til- kynningu Seðlabanka Islands um þær miklu breytingar á lánakjör- um og vaxtastefnu sem fylgja i kjölfar efnahagslaganna sem samþykkt voru á Alþingi nU i vor. Seðlabankinn áformar að ákvæði laganna skuli taka gildi i áföngum: ,,í fyrsta áfanga leiðir þetta til þess að þriggja mánaða innláns- vextir þurfi aö hækka um 2.5% þ.e. veröi 27.5%, og munu flestir aðrir vextir hækka aö sama skapi. I þessari reglu”, þ.e. um gildistöku i áföngum, „felst að veröbóta þáttur vaxta mundi hækka um nálægt 2.5% árs- fjóröungslega aö óbreyttu verð- bólgustigi, uns fullri verðtrygg- ingu yrði náð I desember 1980”. Að mati Seðlabankans er verð- bólgustigið nU hvorki meira né minna en tæplega 42%, og hefur Seðlabankinn þá miðað viðþróun bæði framfærsluvisitölu og bygg- ingavisitölu og horfur fram undan. t tilkynningu Seðlabankans kemur fram að enn er unniö að því að móta einstök fram- kvæmdaratriði hinnar nýju vaxtastefnu, m.a. að þvi er lýtur aö skammtimalánum, vixlum o.þ.h. Loks hefur verið ákveðið aö hækka hámarksbindingu innláns- fjár i Seðlabankanum um 1%, eöa upp i 28%, og að innheimta sér- staka aukabindingu, 1%. Eru ástæður þessa þær að ,,eftir nokkra hjöðnun hefur veröbólgan nU tekið að vaxa á ný”. A bls. 3 er birt tafla yfir útláns- oginnlánskjör, einsog þau eru nú og eins og þau verða hinn 1. júni n.k. Vegir landsbyggðarinnar eru I mjög misjöfnu ástandi um þessar I skemmdum. Þessi mynd var tekin í Hvalfirði i fyrradag og sýnir mundir en vfðast hvar eru þungatakmarkanir til þess að forða frá | glögglega ástandið þar. (TImamynd:Tryggvi) Oliuverð orðið jafnhátt og I febrúar: — segir Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Kás —,,Ég tel vistað viðskipta- kjörin rýrni á þessu ári um 7-8%, sem aftur þýöir 2.5% minnkun á ráöstöfunarfé þjóöarinnar i raunverulegum verömælikvarða. Þetta gæti þó oröiöenn alvarlegra ef það oh’u- verð sem nú rikir helst óbreytt”, sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, i samtali við Timann i gær. „Olíuverð hefur fariö hækk- andi aftur undanfarnar vikur”, sagði Jón. „Það lækkaði úr þeirrimestuhæð,sem það náði i febrúar sl„ niður I ca. 260 dollarahverttonniapril. Það er þaö verð sem nú er miðað við á smásölumarkaði hérlendis. Sið- ustu vikurnar hefur þaö hins vegar hækkaö verulega, og er ekki lægra en þegar það var sem hæst i febrúar. Ég veit ekki hvaö þessi hækkun kemur tii með að vara lengi, en hún gæti enn haft i för með sér nokkra viöskiptarýrnun. Þetta veldur þvi, að ég tel ekkert útlit fyrir að þjóðartekj- ur á mann aukist á þessu ári, heldur fremur hitt, aö þær skreppi saman”. — Endar þetta ekki meö þvi aö enn einu sinni verður aö fella gengið? „Ég vil ekki svara neinu um það”, sagöi Jón. „Hins vegar er alveg ljóst, að oliuverðhækkun enn frá þvi sem oröið er mun gera útgerðarstöðu fiskiskipa- flotans alveg hreint vonlausa, nema veruleg breyting veröi á tekjum sjávarútvegsins. Þá verður þaö orðið spurningin um aö duga eða drepast”, sagöi Jón Sigurðsson. Jón Sigurösson. „Tel vlst að viðskiptakjörin rýrni um 7-8% Allar DC-10 þotur kyrr- settar í gær —þota Flugleiöa varð að snúa við á miðri leið til íslands GP — Bandariska flugmála- stjórnin tilkynnti i gær, að kyrr- setja skyldi allar DC-10 breiöþot- ur og þær skyldu skoðaðar enn gaumgæfilegar vegna slyssins i Chicago. Aö sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða kemur þessi ákvörðun mjög á óvart og varð breiðþota Flugleiða aö snúa við yfir Norðursjó vegna þessarar ákvörðunar, en hún var á leiö frá Luxemborg til Keflavikur og átti að lenda um háh ni'u i gærkvöldi. Sagði Sveinn i gærkvöldi, að vélin myndi annaö hvort fara til Paris- ar eða aftur til Luxemborgar, þar sem aðstaða væri tíl þessarar skoðunar. Sveinn sagði að þessi ákvörðun kæmi mjög illa niður á Flugleiðum, en þó væri lán f óláni, aö vélin átti hvort eð er aö vera stopp i dag, miðvikudag. Hins vegar væri óvist um framvindu málsins og ef það leystist ekki fyrir morgundaginn væru miklir erfiðleikar fyrirsjáanlegir. Vinnu- veitendur ræða aðgerðir ESE — Almennur félagsfundur i Vinnuveitendasambandi tslands hefur veriö boöaöur i dag og veröur þar rætt um stööuna 1 kjaramálum, stefnu VSt I þeim efnum og hugsanlegar aögeröir vinnuveitenda til aö fylgja henni eftir. Upphaflega átti að halda þennan fund fyrir viku siðan, en þá var honum frestað vegna við- ræðna vinnuveitenda viö Far- manna- og fiskimannasamband Islands og Aiþýðusambandiö. Þii iffmenn d Ireffn ir ú r sl tóli mi 11] U1 Baksíða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.