Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 17
Föstudagur 1. júnt 1979 liUiI'liili! 17 Jón Sveinbjörnsson: Um hinn sögulega Jesú Athygli min var vakin á grein eftir sænska rithöfundinn Sven Wernström, sem birtist i Timanum sunnudaginn 13. mai s.l. Ýmislegt i þessari grein gaf mér tilefni til að rita það, sem hér fer á eftir. Leitin að hinum sögulega Jesú hefur lengi verið eitt megin við- fangsefni kristinna manna. Menn hafa reynt aö gera sér mynd af honum og túlkaö hann á margan hátt. Það eru ekki aðeins guðfræðingar, sem hafa gert það, heldur einnig sagn- fræðingar, rithöfundar, skáld og listamenn. Einnig hafa menn af öðrum trúflokkum og þeir, sem ekki telja sig kristna, fjallaö um hann. Nýlega kom t.d. út bók eftir sænska biskupinn Gustaf Aulén, sem heitir á frummál-- inu: „Jesus i nutida forskning”, þar sem rakter eru rannsóknir guðfræðinga fram á þennan dag. Bók þessi er mjög læsileg og gefur góða innsýn i vinnu- brögð sögulegrar guðfræði. Innan tiðar verður hægt að fá þessa bók í Bókasölu stúdenta Ýmsir hafa einnig skrifaö um Jesú myndina i bókmenntum og listum og má þar m.a. nefna rannsóknir dr. Gunnars Kristjánssonar á Reynivöllum. Þau nöfn, sem nefnd eru i téðri grein hafa mér vitanlega ekki verið sérstaklega tengd leitinni að hinum sögulega Jesú. Elstu heimildir um Jesú eru guðspjöllin. Þar má sjá, hvernig guðspjalla- mennirnir reyna að túlka Jesú og nota til þess heimildir sem þeim hafa verið tiltækar. Athyglisvert er að bera saman lýsingu Jóhannesar guðspjalls á Jesú og lýsingu hinna guðspjall- anna á honum. Fræðslumenn hafa lagt mikla vinnu í að rannsaka, hvernig guðspjöllin hafi orðið til, samband þeirra sin á milli, og eins hafa þeir reynt að gera ljósa þá þróun, sem liggur að baki núver- andi texta Menn hafa reynt að vera ærlegir i rannsóknum sinum og gert grein fyrir þeim mælistikum, sem þeir nota i leit sinni að hinum sögulega Jesú. Margar bækur og greinar fjalla um þessa rannsóknarsögu, og finnst mér þvi fram að þessar rannsóknir hafi ekki verið unnar fyrir opnum tjöldum Segja má, að þessar rannsóknir hafi styrkt sögugildi Nýja testamentisins, Menn eru yfir- leitt sammála um að mynd guðspjallanna af Jesú sé ekki krónika i þeim skilningi, að þar sé greint frá ævisögu hans i réttri timaröð, og að sannleiksgildi textans falli ekki og standi með þvi, hvort svo sé. Guðspjallamennirnir eru aö tjá upplifun sina á Jesú Kristi, lifi hans, dauða og upprisu. Þeir Wimmn Svend Wernström: nm félaga JESPS mannsins er alltaf til staöar. Er þaö þetta, sem hinir kristnu vilja ekki vera s'ammála okkur um? Þaö er margt sem þeir finna aö ..Félaga Jesús". Eitt er póli- tlskt. Þeir sjá I bókinni aö lýst er baráttu fyrir þjóöfélágslegu réttlæti, og þaö llkar þeim ekki. Kristnir menn eru svo aftur- um Arnulfs Overland, Bertrands Russel, Hjalmars’ Söderberg, Joel Carmichael né annarra sem kannaö haía kristindóminn á okkar öld. „Félagi Jesús” er engin svo- kölluö „frjáls samsetning" Bókin byggir á upplýsingum,- sem börnin áttu aö læra I * skólanum, ef kennslan heföi asti prestur veit þaö, eins og aörir,aö Fjallræöan er eldri en Jesús sjálfur og svo margt annaö hefur komiö I Ijós á okkar öld. Hinir prestlæröu vita svo margt, sem þeir minnast ekki á I predikunarstólnum. Orlltiö | brot af þessu leyndarmáli hef ég i nú sagt börnunum I bókinni I eru að reyna að tjá með orðum atburð, sem að þeirra áliti ger- breytti stöðu allra manna. Það hefur löngum reynst erfitt að tjá trúarhugsun á „visinda- legu” máli. Mér er nær aö halda, að það hafi verið jafn erfitt fyrir guðspjallamennina eins og það er fyrir okkur i dag. Málfar guðspjallanna er trúarlegs eðlis, þar eru notaðar myndir eða metafórur, sem samtiðarmenn skildu og notuðu til þess aðtjámeö trúarhugsanir sinar. Þannig er eölilegt að finna megi hlið- stæður að ýmsum setningum og myndum I Fjallræðunni í eldri gyöing - legum heimildum. Myndir eins og t.d. hirðir og hjörð lýstu ekki einungis þvi, sem var fyrir allra augum, heldur fólu þær i sér trúarlega túlkun. Nátturu- lýsingar guðspjallanna eru ekki úrelt náttúrufræði heldur trúar- legar metafórur, þar sem verið er að tala um Guð. Þótt til væri samtima mynd- segulband af lifi Jesú, kross- dauða hans, hinni tómu gröf og upprisuvottunum, þá er það þó fyrst og fremst sú brennandi spurning, sem guðspjöllin beina til min og þln hvort túlkun guð- spjallanna á Jesú sé rétt. Um upptök þessarar túlkunar er það aö segja að lang trúlegast finnst mér að hún eigi rætur sinar aö rekja til Jesú sjálfs. Atburöir og túlkun atburða eru alltaf samofin, það er vandamál alls málfars, trúarlegs, heim- spekilegs o.s.frv. Hlutverk Nýjatestamentisfræða er einmittað reyna að komast inni málfar Nýja testamentisins, greina þá nærgöngulu spurn- ingu, sem þar er aö finna og tjá hanna fyrir hverri samtlð. Guðspjöllin eru rituö eftir dauða og upprisu Jesú og guð- spjallamennirnir lýsa honum frá sjónarhóli upprisunnær, túlka hann i ljósi upprisunnar. Trúin á hinn upprisna Krist og myndin af hinum sögulega Jesú eru svo samtvinnuö I guöspjöll- unum, að það hlýtur alltaf að orka tvlmælis, þegar einhver þykist geta greint þar á milli meö vissu. Samt hlýtur ætið sú spurning aö brenna i brjósti sérhvers þess, sem hugsar um þessi mál, hver Jesú var I raun og veru og hvað geröist, þegar frumsöfnuðurinn uppliföi hann sem Mannsson. Við látum ekki neyða upp á okkur úreltum kennisetningum, en viö verðum að vera ærleg I leit okkar. Þegar við lesum texta, verðum við aö hlusta hann og láta hann tala til okkar I heild sinni, en velja ekki úr honum það eitt, sem hentar málflutningi okkar. NUERU GÓÐRÁÐ ODYR! Þér er boöiö aö hafa samband viö verkfræöi- og tæknimenntaöa ráögjafa Tæknimiöstöövar- innar ef þú vilt þiggja góö ráö i sambandi viö eftirfarandi: Stjórnlokar (loftogvökvi) Eitt samtal viö ráögjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparaö þér stórfé hvort sem um er aö ræöa vangaveltur um nýkaup eöa vandamál viö endurnýjun éöa^ viögerö á þvi sem fyrir er. Á iniíi JERSLUN - RÁDGJOF-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðiuveg 66. 200 Kópavogi S:(91)-76600 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.