Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 1
mest lesna dagblað á íslandi > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... fylgir með fréttablaðinu í dag Nýtt met | Viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri á einum árs- fjórðungi en hann reyndist tæp- lega 81 milljarður króna á þeim þriðja. Viðskiptahalli ársins er því orðinn 205 milljarðar króna og meiri en allt árið í fyrra. Úr landi | Actavis íhugar að flytja framleiðslu um tuttugu samheita- lyfja til Bretlands. Um er að ræða lyf sem hefur verið kostnaðar- samt að framleiða á Íslandi. Með þessu er leitast við að lækka verð lyfjanna. Ný útgáfa | Landsbankinn hefur lokið við skuldabréfaútgáfu í Kanada fyrir 300 milljónir kan- adískra dala eða 18 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er á gjalddaga í janúar 2010. Fons næststærstur | Fons, sem er að meirihluta í eigu Pálma Haraldssonar, hefur keypt 9,2 prósenta hlut Straums-Burðaráss og dótturfélags þess, Iðu fjárfest- inga, í 365. Fons er eftir kaupin næststærsti hluthafinn í 365. LÍ ráðleggur | Landsbanki Íslands var aðalráðgjafi við kaup norska fjárfestingarfélagsins Estatia á kanadísku magnesíum-málm- steypunni Meridian Technologies á yfir 12 milljarða íslenskra króna. Dragast saman | Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörð- um króna í nóvember. Þetta er 1,5 milljörðum króna minna en í mánuðinum á undan. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum. Bæta við | FL Group hefur eign- ast þrjátíu prósenta hlut í Glitni eftir að fjárfestingafélagið keypti bréf í bankanum fyrir 2,3 millj- arða króna. Heildarhlutur bank- ans er metinn á rúma 99 milljarða króna. Sérfræðingar Lánstrausts Benda á veiku blettina 18 General Motors Dregur úr fram- leiðslu jeppa 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Framtíðarskipan gengismála Peningalaust Ísland 10-11 Fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss. Jafnframt hefur Gnúpur selt um fimm prósenta hlut til FL sem á nú um sjö prósent í eigin bréfum. Öll viðskiptin fóru fram á genginu 23,1 sem var undir þáverandi markaðsgengi hluta- bréfa í FL. Eignarhlutur Gnúps er því um 17,2 prósent í FL eða rúmir 32 milljarðar að markaðsvirði. Félög í eigu Magnúsar héldu utan um 14,5 prósenta hlut í FL fyrir viðskiptin, en félag í eigu Kristins og systkina hans um 7,7 prósent. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Kristinn og Magnús eigi saman- lagt 93 prósent hlutafjár í Gnúpi. Fjárfestingafélagið Brekka, sem er í eigu Þórðar Más, er einnig meðal hluthafa. - eþa Gnúpur kaupir og selur í FL Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04 prósent milli mánaða í desember og jafngildir það 7,0 prósents verðbólgu síð- astliðna 12 mán- uði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburð- ar var verðbólgan 7,3 prósent í nóvember. Hækkunin er ívið minni en greiningardeildir bankanna spáðu en þær hljóðuðu upp á 0,1 til 0,2 prósenta hækkun milli mánaða. Eldsneytisverð lækkaði milli mánaða. Á móti hækkaði verð á bílum og húsaleigu en það er í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þá lækkaði matvöru- verð þriðja mánuðinn í röð en það var þvert á spár bankanna. - jab Minni verðbólga Peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill kann að vera leið sem hentar hér á landi, segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræð- ingur greiningardeildar Landsbankans. Hann stingur upp á því að hugað verði að vænleika þessarar leiðar, en með henni yrði tekið hér upp myntráð og vaxtaákvarðanir yrðu hér áfram sjálf- stæðar að því marki að ákvörðunar- valdið lægi hjá Seðlabanka Íslands. „Engin þjóð hefur enn sem komið er tekið upp peningalaust kerfi þó svo að fræðilega hafi þessi hugmynd verið á reiki innan hagfræðinnar í heila öld,“ segir Björn Rúnar í grein sinni um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér. Hann telur þó að með aukinni tækni- væðingu og rafrænum greiðslum sé bara tímaspursmál hvenær skrefið verði tekið til fulls. Björn Rúnar segir að þótt „dollaravæð- ing“ hafi fengið á sig óorð í Argentínu og myntráð hafi á margan hátt þótt gamal- dags kunni millivegurinn að henta hér. Umræða um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils hefur verið áberandi á árinu og forsvarsmenn fyrirtækja bent á að hún standi í raun í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér og að með jafn óstöðug- an gjaldmiðil sé strik sett í allar rekstr- aráætlanir fyrirtækja sem viðskipti eiga við útlönd. Sjá úttekt í miðopnu / - óká Evran án aðildar að ESB Óli Kristján Ármannsson skrifar Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að setja á þagn- artímabil í þrjár vikur fyrir útgáfu Peningamála og tvær vikur fyrir aðra vaxtaákvörðunardaga. Ákvörðun um þetta var tekin fyrir helgi að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Næsti vaxta- ákvörðunardagur er 21. desember og fyrsta þagn- artímabil bankans því þegar hafið. Eiríkur segir það ekki síst vera fyrir ásókn greiningardeilda erlendra fjármálastofnana að þagnartímabilsleiðin hafi verið farin. „Þær hafa sóst hér eftir fundum og einhvern veginn hitt nákvæmlega á að vera svona skömmu fyrir ákvörð- unardag,“ segir hann og bætir við að þekkist að sami háttur sé hafður á í öðrum seðlabönkum. Nú tjá starfsmenn bankans sig því ekki um stefnu hans eða efnahagsmál þegar að vaxtaákvörðun líður. „Við gefum út mikið efni með Peningamálum og nokkuð þegar aðrir ákvörðunardagar eru og okkur þykir það nóg. Svona framlag af okkar hálfu hefur stóraukist með Seðlabankalögunum og framkvæmd þeirra og ætti að nægja,“ segir hann. Greiningardeildir bankanna hér segja ákvörð- un bankans skiljanlega og í raun sé með þessu lítið annað gert en að formgera fyrirkomulag sem þegar hafi verið við lýði. Á fimmtudag- inn eftir viku er aukavaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum, en í nóvember byrjun lét bankinn stýrivexti óbreytta í 14 prósentum, en hvað frek- ari hækkun í spilunum yrðu þróun efnahagsmála ekki hagfelld. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir hækkun. Ingólfur Bender, forstöðu- maður greiningardeildar Glitnis, segir flest það sem gerst hafi frá síðasta vaxtaákvörðunardegi ýta undir þörfina á hækkun og bendir þar bæði á gengisþróun og tölur um viðskiptahalla. Glitnir spáir 25 punkta hækkun. Landsbankinn telur að hækkunin gæti numið allt að 50 punktum, með fyrirvara um hvernig hagvaxtarmæling sem birt verður í dag kemur út. Þá gerir greiningardeild Kaupþings ráð fyrir 50 punkta hækkun og rekur þörfina á henni ekki síst til lítils aðhalds í nýsam- þykktum fjárlögum. Bent er á að fjárlögin geri ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda um leið. Greiningardeildin segist óttast að vegið sé nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þensla gangi niður. „Ennfremur, virðast allir hemlar á fjárfestingum ríkisins vera að gefa eftir og gildir einu hvort um sé að ræða bein ríkisútgjöld eða einkaframkvæmdir á vega- bótum,“ segir bankinn og bendir á að baráttan við verðbólguna sé enn í algleymingi. Seðlabankinn þegir í tvær til þrjár vikur Erlend ásókn í upplýsingar hefur knúið Seðlabankann til að setja reglur um þagnartímabil fyrir vaxtaákvarðanir. Greiningardeildir spá 25 til 50 punkta hækkun næst. Sími: 550 5000 Miðvikudagur 13. desember 2006 — 334. tölublað — 6. árgangur Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Söngur er eitt af áhugamálum hinnar átta ára Önnu Kristínar Hrafnkelsdóttur. Hún er í Barnakór Breiðholtskirkju sem æfir nú helgileik af kappi fyrir jólamessu. „Við ætlum að sýna helgileik í kirkjunni á jólunum og ég er að æfa lög sem heita Halelúja, Kærleiksboðskapurinn og Hirð- ar á jörðu,“ segir Anna Kristín þegar hún er spurð út í söngæfingarnar sem hún stundar. Henni þykja öll lögin skemmtileg og nefnir eitt í viðbót í þessum flokki. Svo fara þeir fljótt af stað, heitir það. Helgileikurinn gerist hjá jötunni í Betlehem að sögn Önnu Kristínar og þar er bæði fólk og fénaður. „Ég leik kind en ég ætla samt ekki að jarma heldur syngja, segir hún brosandi og bætir við: „Svo verða fjárhirðar þarna og ein stelpan er María mey.“ Nýlega kom Anna Kristín fram með kórnum sínum á aðventukvöldi í kirkjunni og líka í verslunarmiðstöðinni Mjóddinni. Henni finnst gaman að syngja fyrir fólk en kveðst líka oft taka lagið heima og þá einkum æfa kórlögin. Breiðholtsskóli er skólinn hennar Önnu Kristínar og þar er líka sungið á aðvent- unni. „Ég fer á hverjum morgni inn í sal að syngja jólalög,“ lýsir hún. „Það eru bara svona létt lög sem allir kunna. Til dæmis Gekk ég yfir sjó og land og eitt- hvað svoleiðis. Við erum bara einu sinni búin að syngja Adam átti syni sjö en það er verra því þá þarf að standa upp og stappa og snúa sér.“ Leikur syngjandi kind FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR 1 1 dagar til jóla! Opið til 18.30 anna Kristín HrafnKelsdóttir Syngur jólalög á hverjum morgni Jólin koma Bílar Ferðir í miðju blaðsins Tónlistarmenn sækja fram Degi íslenskrar tónlistar var fagnað í fyrsta sinn í gær. Menning 36 Fær tíu milljarða Paul McCartney er sagður hafa samið um greiðslur til Heather Mills á bak við tjöldin. fólk 40 Meiðsli ógna ferlinum Hrafnkell Helgason missir af hálfu næsta tímabili hið minnsta og er ferillinn allur í hættu. íþróttir 48 veðrið í dag Strekkingur Í dag verður norð- austan strekkingur á Vestfjörðum og Snæfellsnesi, annars hægari. Éljagangur norðan og austan til en úrkomulítið syðra lengst af í dag. Yfirleitt frost. veður 4 �� �� �� �� �� � � � � �� � � ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 288 248 317 273339 419 422 585 804 836 774* Spá miðað við aðflutta sjö árum fyrr 1.108 1.132 835 609 1.130 2.106 2.925nýir ríKisborgarar fjöldi þeirra sem hlotið hafa íslenskt ríkisfang á síðustu tíu árum *til 23. okt. Forsendur Hydro „Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa,“ segir Bjarne Reinholdt. uMræðan 28 innflytjendur Gera má ráð fyrir því að 3.000 manns fái íslenskan ríkisborgararétt árið 2013 en í lok október höfðu 774 fengið íslensk- an ríkisborgararétt á þessu ári. Tölurnar eru byggðar á líkani dómsmálaráðuneytisins en í því er miðað við að 45 prósent þeirra sem flytjast til landsins hvert ár æskji ríkisborgararéttar sjö árum síðar en sú hefur verið raunin síð- ustu sex ár. Sá fyrirvari er gerður að marg- ir hafi komið til landsins undan- farið vegna tímabundinna stór- framkvæmda en á móti kemur að í líkaninu er ekki tekið tillit til þess að norrænir borgarar og makar íslenskra borgara fái ríkisborg- ararétt eftir skemmri búsetu. Algengt er að erlendum maka íslensks ríkisborgara sé veittur ríkisborgararéttur eftir þriggja ára búsetu hér á landi í hjúskap. Árið 1996 fengu 288 íslenskt ríkisfang en á síðasta ári voru þeir 836. Alls fengu 5.305 ríkisborgara- rétt frá 1996 til 23. október á þessu ári. Sé litið til aldursskiptingar þeirra sem hlutu íslenskan ríkis- borgararétt síðasta áratug má sjá að 1.707 voru á aldrinum 0 til 17 ára eða um þriðjungur þeirra sem fengu ríkisfang á tímabilinu. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að árið 2013 verði Íslendingar rúmlega 311 þúsund og rúmlega 353 þúsund árið 2045. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, býst við því að alþjóðlegra áhrifa muni sérstak- lega gæta í menningarlífi hér á landi í framtíðinni. „Við munum sjá meiri nýsköpun og þá út frá öðrum hliðum en menn hafa ímyndunarafl til. Það verður meiri fjölbreytni og frumkvöðlastarf- semi en áður enda sýna rannsókn- ir að innflytjendur eru jafnan ötulli frumkvöðlar en þeir sem fyrir eru.“ - bþs / sjá síðu 4 Þrjú þúsund fái íslenskan ríkisborgararétt árið 2013 Því er spá að um 3.000 manns fái íslenskt ríkisfang árið 2013. Til samanburðar fá um 800 ríkisborgararétt í ár. Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir þróunina jákvæða. Menningarlíf glæðist og nýsköpun aukist. SlyS Tæplega sextugur bóndi, Magnús Jóhannesson á Ytra-Leiti á Skógarströnd, var að huga að sauðfé sínu í fjallshlíð fyrir ofan bæinn Klungubrekku síðdegis á föstudag þegar honum skrikaði fótur á klakabunka. Hann rann niður fjallshlíðina og fótbrotnaði í fallinu. Þrátt fyrir fótbrotið tókst Magnúsi að skríða 700 metra að bílnum sínum. Magnúsi tókst að keyra bílinn, þriggja til fjögurra kílómetra leið að bæ sínum. Þar hringdi hann á St. Franciskusspít- alann á Stykkishólmi sem sendi sjúkrabíl eftir honum. „Hann er mikið hraustmenni þessi maður. Þetta er heljarinnar þrekvirki,“ segir Jóhannes Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Búðardal, sem kom að Ytra-Leiti á sama tíma og sjúkrabíllinn náði í Magnús. „Hann var mjög hress miðað við hvað hann var mikið meiddur,“ segir Jóhannes. Magnús lá á spítalanum í Stykk- ishólmi þar til á mánudaginn en var þá fluttur til hálfbróður síns, Gísla Gunnlaugssonar, í Reykja- vík. Að sögn Gísla brotnaði lærlegg- ur Magnúsar á tveimur stöðum auk þess sem liðbönd slitnuðu. Gísli segir að Magnús þurfi að liggja fyrir í tvo til þrjá mánuði en að hann sé samt hinn hressasti og líðan hans góð eftir atvikum. - ifv Tæplega sextugur bóndi fótbrotnaði þegar hann var að huga að fé sínu: Skreið 700 metra fótbrotinn Bandaríkin Jólaglingur getur haft svo mikil áhrif á þráðlaust net að styrkur þess minnkar um fjórðung. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn, sem fjallað er um á fréttavef danska blaðsins Berlingske Tidende. Bandaríska fyrirtækið Airmagnets lét rannsaka áhrif jólaskrauts á þráðlaust net nokkurra skrifstofa og komst að því að styrkur þess minnkaði um 25 prósent. „Þegar við skoðum jólaskraut, þá eru til dæmis glimmer og jólakúlur búnar til úr málmefn- um, og málmur hefur einmitt áhrif á virkni þráðlausa netsins,“ sagði Anders Fosgerau, lektor við Tækniháskóla Danmerkur. - smk Jólaskraut og tölvur: Glingrið truflar þráðlaust net baggalútur í sveiflu Hljómsveitin Baggalútur, sem notið hefur mikilla vinsælda að undanförnu, tók lagið á Degi íslenskrar tónlistar en sjóður var formlega stofnsettur af því tilefni og er honum ætlað að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar á sviði tónlistar. Að sjóðnum standa Samband íslenskra tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, og 365 miðlar ehf. Styrkir úr sjóðnum munu nema sex milljónum á ári en fyrirhugað er að byrja að veita úr honum á næsta ári. sjá síðu 36 FrÉTTABlAðið/Hörður andi jólanna í genunum Ebba Arngríms- dóttir er jólabarn Sérblað um jólahald fylgir fréttablaðinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.