Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 32
Þ egar Fréttablaðið náði tali af Eyþóri Arnalds tónlistar- og stjórnmálamanni var hann staddur í Mar- okkó í Afríku en hann og unnusta hans, Dagmar Una Ólafsdóttir, ákváðu að taka sér frí og dvelja þar yfir áramótin. Þau eru væntanleg til landsins fljót- lega á nýju ári. Eyþór mun því horfa á Áramótaskaupið á netinu staddur í Afríku. „Já, það eru allar líkur á því.“ Eyþór segist aðspurð- ur gera ráð fyrir því að grínararn- ir muni gera sér mat úr hinu fræga atviki þegar hann var gripinn ölv- aður eftir að hafa keyrt á staur. Í miðri kosningabaráttu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. „Nei, ég kvíði því svo sem ekki. Held að það gangist ekkert.“ En áður en Eyþór er inntur eftir því hvaða augum hann lítur það örlagaríka atvik er ráð að heyra ofan í hann um nýja plötu sem Todmobile sendi frá sér nú fyrir jólin. Ópus 6 er fyrsta hljóð- versplata Todmobile í heil tíu ár og vísar til þess að hér er um að ræða sjöttu hljóðversskífuna sem Todmobile sendir frá sér á 18 ára ferli en hljómsveitin var stofnuð árið 1988. „Platan var unnin á þessu ári,“ segir Eyþór. „Þorvaldur Bjarni hafði gengið með mörg þessara laga í maganum í talsverðan tíma. Enda eru 13 ár síðan við þrjú gerðum saman plötu. Sú síðasta af því taginu var platan Spillt og umslagið gert af Halldóri Baldurssyni teiknara. Þetta var margverðlaunuð plata en reyndist svanasöngur okkar þá. Við héldum hvert í sína áttina. Ég kom ekki nálægt tónlist í sjálfu sér í rúm tíu ár eða allt þar til við komum saman með Sinfóníunni.” Ekki var betur á Eyþóri að skilja á þeim tíma en að hann væri hættur afskiptum af tónlist. Og reyndist það nokkurt áfall hinum fjölmörgu aðdáendum Todmobile. En hann hafði snúið sér að öðru, viðskiptum og stjórnmálum, en Eyþór segist svo sem aldrei gefið út neinar yfirlýsingar þess efnis að útilokað væri að þau þrjú sem skipa Todmobile, Eyþór, Þorvald- ur Bjarni og Andrea Gylfadóttir, kæmu saman aftur. „En það er rétt. Það var ekki á dagskránni. Svo var svo gaman með Sinfóníunni að til tals kom að gera plötu.“ Öll voru þau upptekin við hin ýmsu verkefni en til að fá frið var farið til Barcelona á Spáni til að taka upp Ópus 6 síðastliðið haust. „Við vorum þar í tvær vikur og fengum með okkur hljóðfæraleik- ara. Svo hefur tæknin í sjálfu sér frelsað fólk að því leytinu til að hægt er að taka upp nánast hvar sem er. Tölvutæknin er þannig að hægt er að fara með stúdíó og setja upp hvar sem er. Við vorum í nokkur hundruð ára íbúð í gamla hverfinu í Barcelona. Það gaf plötunni kannski svona gothnesk- an blæ. Já, það má alveg segja að einhver gothnesk ára hafi sett svip sinn á margt sem við höfum gert. Öll höfum við klassískan bakgrunn, eitthvert flúr fylgir því og kannski dýpri pælingar en hjá öðrum hljómsveitum sem fel- ast í því að sameina popp og klass- ík.“ Eyþór segir plötuna óvenju- lega að því leytinu að hún hefst á þyngri lögum en svo léttist platan þegar á líður. Venjulega tjalda tónlistarmenn léttmetinu fremst. „Þetta byrjar í myrkri og endar í ljósi.“ Eyþór segir þetta verkefni hafa verið ákaflega skemmtilegt. Ekki síst það að syngja en hann hefur ekki sungið lengi. „Það var mjög gaman að takast á við þetta. Lögin eru fjölbreytileg eins og oft er á Todmobile-plötum. Þung lög yfir í léttari ballöður. Kannski hefur maður lært eitthvað af því að þegja?“ Todmobile hefur lítt fylgt plöt- unni eftir en einir eru þó útgáfu- tónleikarnir sem teknir voru upp í sjónvarpssal og Eyþór segir hugs- aða sem baðstofutónleika – fyrir alla heima í stofu. „En engir aðrir tónleikar og engin myndbönd. En við höfum hug á að halda tónleika í Barce- lona þar sem við tókum upp plöt- una. Vera má að það tengist ein- hverjum öðrum viðburði eins og til dæmis knattspyrnuleik. Já, hugmyndin er að þegar tekur að hitna í Barcelona verði haldnir tónleikar þar og þá.“ Allt er þetta á hugmyndastigi en ætla má að einhver ferðaskrif- stofa komi að málum. Í vor ákvað Eyþór að gefa kost á sér að leiða lista sjálfstæðismanna í Árborg í þá komandi sveitar- stjórnarkosningum. Og það gekk eftir, Eyþór sigraði glæsilega í prófkjörinu, hlaut 593 atkvæði í fyrsta sætið en alls kusu 1.087, og í kjölfarið leiddu skoðanakannanir í ljós að aldrei hafði verið eins mikill byr í segl sjálfstæðismanna og fyrir kosningarnar. En áður en til þeirra kemur er frá því greint í fréttum að Eyþór hafi verið grip- inn, ásamt unnustu sinni, af lög- reglu í Ártúnsbrekku, drukkinn eftir að hafa ekið á ljósastaur á Sæbraut við Kleppsveg í Reykja- vík. Þegar Eyþór horfir til baka, til hinnar örlagaríku nætur, aðfara- nætur sunnudags 14. maí, velkist hann ekki í vafa um að varla sé hægt að gera nokkuð eins heimsku- legt og þetta. „Hvort sem maður er í fram- boði eða ekki á enginn að setjast undir stýri undir áhrifum. En það sem er mikilvægast er að gera sér grein fyrir því að þetta voru klár- lega mistök. Fyrsta skrefið er að viðurkenna mistökin. Síðan er það, að reyna að læra af mistökunum. Sagt er að menn læri af reynsl- unni og vonandi get ég lært sem allra mest af þessum mistökum. Að minnsta kosti lagði ég á það áherslu strax að gera svo. Í raun og veru er við engan annan að sak- ast en mig sjálfan í slíku. Með því að læra af mistökunum er maður- inn að bæta sig.“ Margur stúturinn undir stýri hefur verið gripinn, jafnvel þótt um stjórnmálamann sé að ræða, án þess að það hafi komist í hámæli. Áætlað er að hátt í 2.000 manns séu teknir árlega ölvaðir við akstur. Hins vegar er það tíma- setningin sem verður til að gera þetta atvik allt hið dramatískasta, að oddviti lista sé korteri í kosn- ingar gripinn fyrir ölvun við akst- ur. „Ég dró mig í hlé sem var það eina rétta í stöðunni, dró mig út úr kosningabaráttunni. Hið jákvæða var að þetta atvik eyðilagði ekki kosningabaráttuna. Sjálfstæðis- flokkurinn vann stóran sigur, hlaut 42 prósent atkvæða, sem er stærsti sigur flokksins þar um slóðir.“ Aðspurður segir Eyþór ómögu- legt að segja til um hvernig hefði farið ef atvikið hefði ekki komið upp en um 20 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins strikaði yfir nafn hans á kjörseðli. Eyþór lýsti því þá yfir að gott væri að hann væri látinn gjalda mistaka sinna en ekki flokkurinn. „Miklu meira álag var á félaga mína á framboðslista vegna þessa og stuðningsmenn. En þeir stóðu sig vel.“ Í þessum mikla darraðardansi er áhugavert að vita um viðbrögð flokksforystunnar og Eyþór dreg- ur ekki dul á að þar á bæ hafi menn haft af þessu áhyggjur. „Tíma- setningin var slæm en allir lögð- ust á eitt við að vinna úr þessu máli saman. Já, ég er ánægður með hvernig flokkurinn kom að þessu. Farið var yfir þessi mál í sameiningu með formanni, vara- formanni, framkvæmdastjóra og svo fjölmennum hópi í Árborg. Menn komust að sameiginlegri niðurstöðu. Við héldum vel sóttan fund í Tryggvaskála á Selfossi eftir að niðurstaðan lá fyrir: Að ég ætlaði að taka mér frí auk þess að fara í áfengismeðferð. Allir voru með í þessu ferli og ég held að það hafi skipt miklu máli.“ Eyþór missti bílprófið en fær það nú eftir áramót. Hann hefur ekki hug á að tjá sig um meðferðina sem slíka enda tengist hún starfi AA og þar ríkir nafnleynd. „Ég held að SÁÁ og AA séu að vinna afar merkilegt starf hér á Íslandi. Þetta er í grunninn mannrækt. Og ég held að enginn hafi nema gott af því að rækta sjálfan sig. Hvort sem það er með 12 spora kerfinu eða fara yfir stöðu sína almennt. Ég held að enginn hefði slæmt af því að fara í gegnum meðferð, hvort heldur er vegna áfengis eða annarra mála. 12 spora kerfið hefur verið notað við ýmsum vandamálum svo sem átröskun eða annars konar fíkn. Allt er þetta af sama meiði – mannrækt. Að horfast í augu við mannlega bresti og tak- ast á við þá. Má segja að Íslending- ar séu mjög framarlega í þessu. Í mörgum öðrum þjóðfélögum er þetta meira falið og AA ekki eins stór og virt hreyfing.“ Eyþór segir bjart fram undan. Hann hyggst snúa til baka í stjórnmálin, koma inn strax í vor, í pólitíkina í Árborg. Hann segir fyrirliggjandi sömu málin og síðast. Úrlausnarefnin hafa ekkert farið: „Fyrst og fremst þarf að taka á móti fjölguninni sem orðið hefur að undanförnu. Taka á móti henni með sómasam- legum hætti.“ Tígullaga öldudalur Eyþórs Hvort sem maður er í framboði eða ekki á enginn að setjast undir stýri undir áhrifum. En það sem er mikilvægast er að gera sér grein fyrir því að þetta voru klárlega mistök. „Já, það má eiginlega segja að árið 2006 hafi verið tígullaga öldudalur. Fyrst þú spyrð,“ segir Eyþór Arnalds stjórnmála- og tónlistarmaður í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson. Hann horfir nú um öxl en einnig fram á veginn. Dramatískt fall hans eftir að hafa farið með himinskautum í pólitík- inni í Árborg er eitt af eftirminnilegum atburðum ársins en einnig glæsileg endurkoma Eyþórs á tónlistarsviðið með Todmobile.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.