Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 102
 Íslenska landsiðið mun leika um sjöunda sætið á HM og það er grátleg niðurstaða í lok móts sem hefur verið frábært hjá strákunum. Þeir voru sjálfum sér verstir á ný í gær er þeir gáfu þungum Rússum sigur í leik sem þeir áttu að vinna. Niðurstaðan þriggja marka tap, 25-28, sem er mikil vonbrigði. Hann var ekki burðugur hand- boltinn sem boðið var upp í fyrri hálfleik í gær og í raun var hann alveg skelfilegur. Það var þungt yfir íslenska liðinu og ljóst að tapið sára gegn Dönum sat enn í mönnum og það skiljanlega. Strák- arnir voru augljóslega í vandræð- um með að rífa sig upp og var lítið talað og stemningin takmörkuð. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög mistækur hjá okkar mönnum og strákarnir gerðu sig seka um hræðileg mistök hvað eftir annað. Svo voru þeir að taka slök skot sem hinn rússneski Kostygov varði auðveldlega en hann verður seint talinn öflugur markvörður. Rússarnir léku mjög hægan og leiðinlegan sóknarbolta en þeir eru seigir og skoruðu oft eftir langar sóknir. Íslenska vörnin var slök en Birkir Ívar varði ágætlega þar fyrir aftan. Það er miklu meiri hraði í íslenska liðinu og ljóst að ef liðið fengi smá vörn og markvörslu myndi það keyra hraðaupphlaup og um leið sökkva rússneska birn- inum. Það gerðist í tvígang og þá náði Ísland tveggja marka forystu sem það tapaði niður jafn harðan. Síðustu mínúturnar í fyrri hálf- leik hjá strákunum okkar voru mjög vondar en eftir að hafa kom- ist yfir, 12-11, hrundi leikur liðsins algjörlega, Rússar skoruðu fimm mörk í röð og komust fjórum mörkum yfir, 12-16. Þann mun náði Ísland að laga rétt í blálok hálfleiksins og munurinn því tvö mörk í leikhléi, 14-16. Síðari hálfleikur byrjaði skelfi- lega hjá íslenska liðinu. Vörnin var í molum og hinn þungi rúss- neski björn skoraði að vild án nokkurra vandræða. Í sókninni skutu strákarnir hvað eftir annað í Kostygov en þeir gerðu slíkt hið sama fyrir tveim árum í Túnis. Birkir Ívar hrökk þá í gírinn og þökk sé honum byrjaði Ísland að saxa niður forskot Rússanna sem var aftur orðið fjögur mörk. Ísland fékk í kjölfarið fjölda hraðaupp- hlaupa og jafnaði leikinn, 20-20. Strákarnir tóku í kjölfarið öll völd á vellinum og náðu tveggja marka forskoti, 24-22. Þá hrundi leikur liðsins til grunna á ný og þess utan fóru strákarnir hrika- lega að ráði sínu einir gegn Kostygov. Rússar gengu á lagið og komust í þriggja marka forskot, 24-27, og leiknum lokið. Rússarnir brugðu einnig á það ráð að taka Ólaf Stef- ánsson úr umferð á þessum tíma og íslensku strákarnir urðu ráða- lausir fyrir vikið. Íslenska liðið skoraði aðeins eitt mark síðustu 13 mínútur leiks- ins og kastaði frá sér unnum leik. Strákarnir hreinlega gáfu Rússum sigurinn. Það var þungt yfir liðinu eins og búast mátti við og menn orðnir þreyttir en það afsakar ekki þessa frammistöðu. Hún var mjög vond og vonandi að leikmenn nái að þjappa sér saman fyrir Spánarleikinn. Skelfilegar lokamínútur Stefnum á Ólympíuleikana árið 2016 Unglingalandsliðsmaður- inn Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark norska úrvalsdeild- arliðsins Viking gegn HamKam í vikunni. Liðin áttust við í æfingaleik og vann Viking, 2-0. Birkir var í byrjunarlið- inu og kom Viking á bragðið á 74. mínútu. Honum var svo skipt af velli á 87. mínútu. Í haust skrifaði hann undir nýjan samning við Viking og má búast við að hans hlutverk með liðinu næsta sumar verði stórt. Birkir skoraði fyrir Viking „Mér finnst það engin afsökun að halda því fram að menn hafi verið bensínlausir. Ég vil frekar segja að þeir hafi verið skyn- samari og leituðu vel að sínum færum á meðan við tókum fáranleg skot á köflum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem stóð vel fyrir sínu. „Menn voru ekki nógu klókir. Það eru allir þreyttir á þessu stigi mótsins og það eru klókari leikmennirnir sem vinna leikina. Þrátt fyrir tapið ber ég þá von í brjósti að við getum sýnt góðan leik á laugardag.“ Ekki nógu klókir Strákarnir okkar munu spila við Spánverja um sjöunda sætið á HM. Það varð ljóst eftir að liðið gaf Rúss- um sigur í skelfilegum handboltaleik í Hamborg. Leikur íslenska liðsins hrundi í lokakafla leiksins í gær. Því miður fyrir íslenska liðið tapaðist leikurinn við Rússa, leik- ur sem við höfðum alla burði til þess að vinna. Leikurinn í gær var mjög köfl- óttur svo ekki sé meira sagt. Eftir frekar slaka byrjun tókst okkur smátt og smátt að koma okkur inn í leikinn og snúa honum okkur í hag. Sá viðsnúningur var því miður skammvinnur og Rússum tókst að komast í forystu á nýjan leik. Þeir leiddu í hálfleik með tveimur mörkum. Varnarleikurinn var illa leik- inn en Birkir Ívar var engu að síður traustur í markinu. Ef ekki hefði verið fyrir markvörslu hans í fyrri hálfleik og þá sérstaklega af sex metra færi hefði forskot Rússa sennilega verið meira. Við áttum í miklum erfiðleik- um í sóknarleik okkar í fyrri hálf- leiknum og tæknileg mistök voru afar mörg. Það leiddi til þess að Rússar skoruðu fjölda marka úr hröðum upphlaupum. Eina ljósglætan í fyrri hálf- leik auk markvörslu Birkis Ívars voru hröðu upphlaupin okkar. Átta mörk, 60% allra marka okkar, komu eftir slík upphlaup í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins og varn- arleikur þess var mun betri. Alfreð breytti úr 6/0 vörn í 5/1 og leikmenn voru miklu ákveðnari í sínum varnaraðgerðum. Liðið hélt áfram að keyra hraðaupphlaupin og smátt og smátt tókst okkur að snúa leiknum okkur í hag. Þegar um tíu mínútur voru eftir virtist sem svo að leikurinn væri í okkar höndum. Og fengum í raun nokkur góð tækifæri til að gera út um leikinn. En Maximov þjálfari Rússa sýndi klókindi þegar hann tók til þeirra ráða að taka Ólaf úr umferð. Við það virt- ist leikur okkar hreinlega hrynja. Lokamínúturnar voru skelfi- legar og töpuðust þær 5-1. Niður- staðan var því þriggja marka tap. Það var sárgrætilegt að sjá liðið missa leikinn gjörsamlega úr höndunum. Leikur liðsins í heild sinni var allt of kaflakenndur og of fáum leikmönnum tókst að sýna sitt rétta andlit. Allt of mikið hringl var með stöðu línumanns og sömu sögu má segja um vinstri skyttu- stöðuna. Markús fékk of lítið tæki- færi til að spila sig inn í leikinn og hafði greinilega ekki nægilegt traust þjálfarans. Langflest mörk Rússanna komu af miðjusvæðinu og vant- aði alla stjórnun í varnarleik íslenska liðsins. Okkar banabiti reyndist vera þegar Ólafur var tekinn úr umferð og því miður virtumst við ekki eiga svör við því. Niður- staðan er því leikur um sjöunda sæti mótsins sem við verðum að vinna viljum við eiga þess kost að komast á Ólympíuleikana í Peking á næsta ári. Þrjú þýsk knattspyrnulið misstu þolinmæðina og skiptu um þjálfara sína í vikunni. Á 48 tímum misstu þeir Felix Magath (Bayern Munchen), Jupp Heync- kes (Borussia Monchengladbach) og Thomas Doll (SV Hamburg) vinnuna. Magath og Doll voru reknir en Heynckes sagði sjálfur upp. Doll var sá síðasti til þess að vera rekinn eftir 1-1 jafntefli SV Hamburg við Energie Cottbus. Fyrir vikið sat liðið á botni deildarinnar með aðeins 15 stig í 19 leikjum. Þrír þjálfarar missa vinnuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.