Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 21. águst 1979.
ÍÞROTtkR
IÞROTTiR
J3
¦ I
íslandsmet
hjá Guðrunu
Guðrún Ingólfsdóttir, frjáls-
Iþróttakonan sterka úr Ármanni,
settinýttfslandsmet ikúluvarpi á
sunnudaginn, er hún kastaði kúl-
unni 13.27 m á frjálsfþróttamdti i
Vfk i Mýrdal.
-SOS
Snilldarleikur
Tómasar!
»
GOÐRON INGÓLFSDóTTIR
Tómas Pálsson, hinn skemmti-
legi sóknarleikmaður Eyja-
manna, undirstrikaöi það gegn
Valsmönnum, að hann er okkar
besti sóknarleikmaður. Tómas
lék mjög vel — hann stjórnaði
sóknarleik Eyjamanna  með út-
sjónasemi sinni og var alltaf á
ferðinni. Tómas gerði mikinn usla
I vörn Valsmanna, sem áttu erfitt
með að hemja hann. Þessi
skemmtilegi leikmaður hefur
sýnt það að undanförnu, að það er
ekki hægt að ganga fram hjá hon-
um, þegar landsliðið verður valið
fyrir leikina gegn Hollandi og A-
Þýskalandi.            — SOS.
Tómas Pálsson
Valsmenn
láguí Eyjum
— þar sem Eyjamenn unnu þá örugglega 2:0 I
fjörugum og skemmtilegum leik
Þaö var mikil stemming í Vestmannaeyjum þegar
Eyjamenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Islandsmeistara
Vals að velli 2:0 í Eyjum á sunnudaginn í f jörugum og
skemmtilegum leik. Það var enginn vaf i á þvi, að það
voru bestu félagsliðin okkar, sem leiddu saman hesta
sína — bæði liðin léku góða knattspyrnu og var knöttur-
inn látinn ganga manna á milli. Það var engin harka í
leiknum, sem var opinn og skemmtilegur.
Eyjamenn voru mun hættulegri
en Valsmenn — þeir voru fljótari
á knöttinn og var greinilegt að
þeir ætluðu sér ekkert nema sig-
ur.
Gústaf Baldursson opnabi leik-
inn á 23. mín. þegar hann skoraöi
glæsilegt mark hjá Valsmönnum.
Viðar Ellasson átti þá langa send-
ingu fram völlinn til Óskars
Valtýssonar, sem sendi góða
sendingu fyrir mark Valsmanna,
þar sem Gústaf var á réttum stað
og sendi hnöttinn i netið — efst
upp i bláhorninu hafnaði knöttur-
inn, algjörlega óverjandi fyrir
Sigurð Haraldsson, markvörð
Valsmanna.
Eyjamenn gerðu siðan út um
leikinn I byrjun seinni hálfleiks-
ins, þegar óskar Valtýsson brun-
aði gegnum varnarvegg Vals-
manna — hann lék á hvern Vals-
manninn á fætur öðrum og skaut
siðan gullfallegu skoti, sem þandi
út netamöskva Valsmarksins.
Eyjamenn reyndu eftir þetta að
halda fengnum hlut, en þó án þess
að leggjast i vörn. Valsmenn fóru
aö sækja — þeir léku vel úti & vell-
inum, en sóknarlotur þeirra koðn-
uðu niður þegar upp að marki
kom, þar sem vörn Eyjamanna
með Valþór Sigþórsson, sem
besta mann, varðist vel. Vals-
menn reyndu aö ógna með lang-
skotum og átti Guðmundur
Þorbjörnsson nokkur skot að
marki, en Arsæll Sveinsson var
ávallt vel á verði i markinu og
greip hann örugglega inn I.
Tómas Pálsson var besti leik-
maður Eyjamanna I leiknum og
besti maður vallarins. Þá var Ar-
sæll öruggur i markinu og varði
allt sem að marki kom. Það kæmi
engum áóvart þott að hann yrði
valinn i landsliðið, ásamt Tómasi.
Valþór Sigþórsson var mjög
traustur I vörninni og stöðvuðust
margar sóknarlotur Valsmanna á
honum. Þá varðist Oskar Valtýs-
son vel á miðjunni.
Bestu menn Vals voru þeir
Ólafur Danivalson og Guðmundur
Þorbjörnsson.
MAÐUR LEIKSINS: Tómas
Pálsson.
-sos
ÓSKAR VALTÝSSON.
gegn  Val I Eyjum.
. skoraði gott mark og lagði hitt upp —
(Timamynd Tryggvi).
GLÆSILEGT MET HJA
JONI DIKK
hljóp 1500 m á 3:43.2 mln. I Köln
um helgina
Jón Diðriksson.
Borgfirðingurinn Jón Diðriks-
son setti nýtt glæsilegt tslands-
met i 1500 m hlaupi á frjáls-
Iþróttamóti i Köln um helgina, er
hann hljóp vegalengdina á 3:42,2
min.
Jón, sem varð i tiunda sæti i
hlaupinu — á undan hinum fræga
hlaupara Henry Rono frá Kenýa,
sem varð i ellefta sæti, átti gamla
íslandsmetið — 3:44.44 min., sem
hann setti á Laugardalsvellinum
sl. suinar.
Jón er nú I mjög góðri æfingu og
má búast við að hann bæti met
sitt fljótlega og setji einnig met I
800 m hlaupi.
— SOS
Lokabaráttan
um meistaratitilinn hefst I kvðld
Lokabaráttan um fslands-
meistaratitilinn er nú hafin og
stendur hún á milli Vals, Vest-
mannaeyja, Akraness og KR.
Tveir leikir verða leiknir I kvöid
— KR mætir Þrdtti og Haukar fá
Eyjamenn i heimsókn. Leikirnir
hefjast kl. 19.00.
Þau fjögur félög sem berjast
um meistaratitilinn, eiga eftir að
leika þessa leiki:
Valur: Viking (H), Þrótt (O),
Keflavik (H) og KA (O).
Vestmannaeyjar: Hauka (O),
Akranes (Ú),Fram (H)og Viking
(O).
Akranes:Fram (H), Vestm.ey.
(H), Viking (H) og Þrótt (Ú).
KR: Þrótt (H), Keflavlk (Ú),
KA (H) og Fram (Ú).
HANNES
SIGRAÐI
tslandsmeistarinn Hannes
Eyvindsson varð sigurvegari I
afrekskeppni Flugleiða á Nes-
vellinum, eftir hörkuspennandi
keppni, þar sem ailir bestu kylf-
ingar landsins vorusaman komn-
Orslit urðu þessi — 72 holur
leiknar:
HannesEyvindss.GR .......297
Jón Haukur Guðlaugsson,
NK......................... 298
Óskar Sæmundsson GR  .....299
Hilmar Björgvinsson........299
Björgvin Þorsteinsson GA ... 305
HANNES EYVINDSSON
Sigurður
skoraði
— sigurmark
Skagamanna
gegn Haukum
Sigurður Halldórsson skoraði
sigurmark Skagamanna, þegar
þeir fengu Hauka I heimsókn.
Mikið rok var á meðan leikurinn
fór fram — og einkenndist allur
leikurliðanna eftir þvl. Sigurður
skoraöi sigurmark Skagamanna
á 60. mln. — þá stökk hann hátt
upp og skallaði knöttinn örugg-
lega I netið, eftir aukaspyrnu frá
Kristjáni Olgeirssyni.
Páll hetja
Þróttar
sem lagði KA að velli
Páll Ólafsson var hetja Þrótt-
ara, sem unnu þýðingarmikinn
sigur (1:0) yfir KA á Laugardals-
vellinum. Páll skoraði mark
Þróttara með þrumufleyg —
knötturinn hafnaði efst uppi I
markhorninu, algjörlega óverj-
andi fyrir Aðalstein Jóhannsson,
markvörð KA. Þróttarar voru
betri aðilinn i ieiknum, sem var
afspyrnulélegur.
Blikarnir og
FH-ingar í
1. deild
eftir sigur Breiðabliks
2:0 yfir Fylki I gær
Breiðablik og FH hafa endur-
heimtsæti sin 11. deild. Blikarnir
unnu góðan sigur 2:0 yfir Fylki á
Laugardalsvellinum — og þar
með voru þeir og FH-ingar
komnir aftur I 1. deild, en
FH-ingar unnu stórsigur 9:0 yfir
tsfirðingum á Kaplakrika-
vellinum á laugardaginn.
Hákon Gunnarsson skoraði
fyrra mark Blikanna á 55 mi'n. —
meöskalla af stuttu færi og siðan
skoraði Sigurður Grétarsson á 82.
mln.
FH-ingar gerðu út um leikinn
gegn tsfirðingum I byrjun — kom-
ust yfir 5:0 fyrir leikshlé. Mörk
þeirra skoruðu þeir Pálmi Jóns-
son (3), Atli Alexandersson (3),
Þórir Jónsson (2) og Helgi
Ragnarsson 1.
Orslit I 2. deildarkeppninni
urðu þessi um helgina:
| Fylkir —Breiðablik .........0:2
FH — tsafjörður  ............9:0
ÞrótturN.— Selfoss.........2:1
ReynirS. — Austri  ..........1:2
Magni — Þór................1:1
Austri vann góðan sigur I Sand-
gerði — Eskifjarðarliðið komst
yfir 2:0 með mörkum frá Bjarna
, Kristjánssyniog Steinari Tómas-
syni, aður en ómari Björnssyni
tókst að svara fyrir Reyni.
Bjðrgdlfur  Halidórsson  og
Bjarni Jóhannsson skoruðu mörk
Þróttar  á  Neskaupstað,  en
Sumarliði Guðbjartsson skoraði
! fyrir Selfoss.
Hringur Hreinsson skoraði
•nark Magna, en Sigtryggur Guð-
laugsson náði að jafna fyrir Þór.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20