Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. ágúst 1979. ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTYIR I íslandsmet m Guðrún Ingdlfsdóttir, frjáls- iþróttakonan sterka úr Ármanni, setti nýtt tsiandsmet ikúluvarpi á sunnudaginn, er hún kasta&i kúl- unni 13.27 m á frjálsfþrótta móti i Vik i Mýrdai. -sos Snilldarleikur • GUÐRON INGÓLFSDÓTTIR Tómasar! Tómas Pálsson, hinn skemmti- legi sóknarleikm aður Eyja- manna, undirstrikaði það gegn Valsmönnum, gð hann er okkar besti sóknarleikmaður. Tómas lék mjög vel — hann stjórnaði sóknarleik Eyjamanna með út- sjónasemi sinni og var alltaf á ferðinni. Tómas gerði mikinn usla i vörn Valsmanna, sem áttu erfitt með að hemja hann. Þessi skemmtilegi leikmaður hefur sýnt það að undanförnu, að það er ekki hægt að ganga fram hjá hon- um, þegar landsliðið verður valiö fyrir leikina gegn Hollandi og A- Þýskalandi. —SOS. Valsmenn Lokabaráttan — þar sem Eyjamenn unnu þá örugglega 2:0 I fjörugum og skemmtilegum leik Það var mikil stemming í Vestmannaeyjum þegar Eyjamenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu tslandsmeistara Vals að velli 2:0 í Eyjum á sunnudaginn í f jörugum og skemmtilegum leik. Það var enginn vafi á því, að það voru bestu félagsliðin okkar, sem leiddu saman hesta sína — bæði liðin léku góða knattspyrnu og var knöttur- inn látinn ganga manna á milli. Það var engin harka í leiknum, sem var opinn og skemmtilegur. — um meistaratitilinn Lokabaráttan um tslands- mcistaratitilinn er nú hafin og stendur hún á milli Vals, Vest- mannaeyja, Akraness og KR. Tveir leikir verða leiknir i kvöld — KR mætir Þrótti og llaukar fá Eyjamenn i heimsókn. Leikirnir hefjast kl. 19.00. Þau fjögur félög sem berjast um meistaratitilinn, eiga eftir að hefst 1 kvöld leika þessa leiki: Valur: Víking (H), Þrótt (O), Keflavik (H) og KA (Ú). Vestmannaeyjar: Hauka (O), Akranes (Ú),Fram (H) og Viking (Ú). Akranes:Fram (H), Vestm.ey. (H), Viking (H) og Þrótt (Ú). KR: Þrótt (H), Keflavik (Ú), KA (H) og Fram (Ú). Eyjamenn voru riiun hættulegri en Valsmenn — þeir voru fljótari á knöttinn og var greinilegt að þeir ætluöu sér ekkert nema sig- ur. Gústaf Baldursson opnaði leik- inn á 23. min. þegar hann skoraði glæsilegt mark hjá Valsmönnum. Viöar Eliasson átti þá langa send- ingu fram völlinn til Óskars Valtýssonar, sem sendi góða sendingu fyrir mark Valsmanna, þar sem Gústaf var á réttum stað og sendi hnöttinn i netið — efst upp i bláhorninu hafnaöi knöttur- inn, algjörlega óverjandi fyrir Sigurð Haraldsson, markvörð Valsmanna. Eyjamenn gerðu siðan út um leikinn i byrjun seinni hálfleiks- ins, þegar óskar Valtýsson brun- aði gegnum varnarvegg Vals- manna — hann lék á hvern Vals- manninn á fætur öðrum og skaut siðan gullfallegu skoti, sem þandi út netamöskva Valsmarksins. Eyjamenn reyndu eftir þetta að halda fengnum hlut, en þó án þess að leggjast i vörn. Valsmenn fóru að sækja — þeir léku vel úti á vell- inum, en sóknarlotur þeirra koðn- uðu niður þegar upp að marki kom, þar sem vörn Eyjamanna með Valþór Sigþórsson, sem besta mann, varðist vel. Vals- menn reyndu aö ógna með lang- skotum og átti Guðmundur Þorbjörnsson nokkur skot að marki, en Ársæll Sveinsson var ávallt vel á verði i markinu og greip hann örugglega inn i. Tómas Pálsson var besti leik- maður Eyjamanna i leiknum og besti maður vallarins. Þá var Ar- sæll öruggur i markinu og varði alltsem að marki kom. Það kæmi engum á óvart þótt aö hann yrði valinn i landsliðið, ásamt Tómasi. Valþór Sigþórsson var mjög traustur i vörninni og stöðvuðust margar sóknarlotur Valsmanna á honum. Þá varðist óskar Valtýs- son vel á miöjunni. Bestu menn Vals voru þeir Ólafur Danivalson og Guðmundur Þorbjörnsson. MAÐUR LEIKSINS: Tómas Pálsson. -SOS ÓSKAR VALTÝSSON. . . skoraði gott mark og lagði hitt upp — gegn Val I Eyjum. (Timamynd Tryggvi). HANNES SIGRAÐI tslandsmeistarinn Hannes Eyvindsson varð sigurvegari I afrekskeppni Flugleiða á Nes- vellinum, eftir hörkuspennandi keppni, þar sem allir bestu kylf- ingar landsins vorusaman komn- ir. Úrslit uröu þessi — 72 holur leiknar: HannesEyvindss.GR ........297 Jón Haukur Guðlaugsson, NK ...................... 298 ÓskarSæmundsson GR .......299 Hilmar Björgvinsson.......299 BjörgvinÞorsteinssonGA ...305 • HANNES EYVINDSSON hljóp 1500 m á 3:43.2 mln. I Köln • Jón Diðriksson. um helgina Borgfirðingurinn Jón Diðriks- son setti nýtt glæsilegt tsiands- met i 1500 m hlaupi á frjáls- iþróttamóti i Köln um helgina, er hann hljóp vegalengdina á 3:42,2 min. hann setti á Laugardalsvellinum sl. sumar. Jón er nú i m jög góðri æfingu og má búast við aö hann bæti met sitt fljótlega og setji einnig met i 800 m hlaupi. — SOS Jón, sem varð i tiunda sæti I hlaupinu — á undan hinum fræga hlaupara Henry Rono frá Kenýa, sem varð i ellefta sæti, átti gamla tslandsmetið — 3:44.44 min., sem 6LÆSILE6T MET HJÁ JÓNI DIKK 13 • Tómas Pálsson ■ Sigurður skoraði — sigurmark Skagamanna gegn Haukum Sigurður Halldórsson skoraði sigurmark Skagamanna, þegar þeir fengu Hauka i heimsókn. Mikið rok var á meðan leikurinn fór fram — og einkenndist allur leikurliðanna eftir þvi. Sigurður skoraði sigurmark Skagamanna á 60. min. — þá stökk hann hátt upp og skallaði knöttinn örugg- lega I netið, eftir aukaspyrnu frá Kristjáni Olgeirssyni. Páll hetja Þróttar sem lagði KA að velli Páll ólafsson var hetja Þrótt- ara, sem unnu þýðingarmikinn sigur (1:0) yfir KA á Laugardals- vellinum. Páll skoraði mark Þróttara með þrumufleyg — knötturinn hafnaði efst uppi I markhorninu, algjörlega óverj- andi fyrir Aðalstein Jóhannsson, markvörð KA. Þróttarar voru betri aöilinn i leiknum, sem var afspyrnulélegur. Blikarnir og FH-ingar i 1. deild eftlr sigur BreiðabUks 2:0 yfir Fylki I gær Breiðablik og FH hafa endur- heimt sæti sin I 1. deild. Blikarnir unnu góðan sigur 2:0 yfir Fylki á Laugardalsvellinum — og þar meö voru þeir og FH-ingar komnir aftur i 1. deild, en FH-ingar unnu stórsigur 9:0 yfir lsfirðingum á Kaplakrika- vellinum á laugardaginn. Hákon Gunnarsson skoraði fyrra mark Blikanna á 55 mi'n. — meöskalla af stuttu færi og siöan skoraði Sigurður Grétarssoná 82. min. FH-ingar gerðu út um leikinn gegn Isfirðingum I byrjun — kom- ust yfir 5:0 fyrir leikshlé. Mörk þeirra skoruðu þeir Pálmi Jóns- son (3), Atli Alexandersson (3), Þórir Jónsson (2) og Helgi Ragnarsson 1. Úrslit I 2. deildarkeppninni urðu þessi um helgina: | Fylkir — Breiðabiik ......0:2 FH — tsafjörður ...........9:0 ÞrótturN. — Selfoss........2:1 ReynirS.—Austri ...........1:2 Magni — Þór............... 1:1 Austri vann góðan sigur I Sand- gerði — Eskifjarðarliðiö komst yfir 2:0 með mörkum frá Bjarna , Kristjánssyniog Steinari Tómas- ' syni, áður en ómari Björnssyni tókst að svara fyrir Reyni. Björgdlfur Halldórsson og Bjarni Jóhannsson skoruðu mörk Þróttar á Neskaupstað, en I Sumarliöi Guðbjartsson skoraði 'fyrir Selfoss. Hringur Hreinsson skoraöi mark Magna, en Sigtryggur Guö- taugsson náði að jafna fyrir Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.