Ísafold - 08.05.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.05.1889, Blaðsíða 2
146 og aptur, þá yrðu það þó samtals 6000 krónur. 2. Landssjóður tryggir væntanlega hlutafje- lagi því, er skipið á og heldur uppi strand- ferðunum, hæfilega vexti af hlutabrjefaupp- hæðinni fyrstu árin. 3. Skipið ætti að geta fengið undanþágu und- an hafnar- og vita-gjöldum og öllum slík- um útgjöldum til hins opinbera. 4. Endurgjald fyrir póstflutninga*. Á fundinum kom fram sú skoðun, að efa- samt væri, hvort einn gufubátur mundi end- ast til að fara um allt þetta svæði, sem hjer er ráð fyrir gjört, ef hann ætti að horna alla firði, eptir þörfum manna, einkanlega t. d. kringum kauptíð á sumrin. Jafnframt var því haldið fram, að gufubátur á þessari stærð hlyti að geta haft nóg að gjöra mikinn part árs, þótt hann væri ekki látinn hafa undir nema Faxaflóa einn, svo framarlega sem hann væri notaður eins og ástæður væri til. Apt- ur hjeldu aðrir því fram, að forsjálla væri að hafa verkefni hátsins heldur of mikið en of lítið fyrst í stað að minnsta kosti, til þess að vera vissari um, að fá kostnaðinn endur- goldinn; það væri hægra að færa út kvíarn- ar seinna, ef reynslan sýndi, að nóg væri að gjöra á hinu stærra svæði fyrir fleiri en einn bát. I annan stað mundi ekki veita af öllu hinu stærra svæði til að hafa saman hina áætluðu innstæðu í hlutabrjefum, 80,000 kr. Undirtektir urðu hinar beztu undir málið að öðru leyti. Yar meðal annars sýnt fram á, að jafnmikilsverð umbót á samgöngum hlyti að koma ekki einungis almenningi í góðar þarfir, heldur einnig kaupmönnum hvað helzt — til vöruflutninga milli höfuðkaupstaðanna, Eeykjavíkur og Isafjarðar annars vegar, en smáverzlunarstaðanna hins vegar; með tíman- um mundi hinir stærri kaupmenn og efna- mestu fara að geka stórkaupmannaverzlun eingöngu eða mestmegnis, í höfuðkaupstöð- unum, og byrgja upp smáborgara bæði þar og einkanlega í hinum smærri verzlunarstöðum eða til sveita. f>á mundi fara að komast miklu eðlilegra og hagfeldara lag á verzlun- ina en nú gerist. Umræðurnar stóðu fullar 3 klukkustundir, og hnigu allar í eina átt, að styðja málið. Síðan var samþykkt í einu hljóði, að stofn- að skyldi til hlutafjelags, er hefði þann til- gang, að koma á innlendum gufuskipsferðum á Faxaflóa og svo jafnframt við vesturland, ef því yrði við komið og ástæður leyfðu. Eit- uðu fundarmenn, um 20, undir skuldbindingar- skjal um að kaupa hlutabrjef í fjelaginu, og kusu bráðabirgðastjórn, er stofna skyldi til almennra áskripta til fyrirtækisins og annast um að fundur yrði haldinn í fjelaginu í júní- mánuði þ. á., þar sem fjelagið gæti orðið að fullu stofnsett og lög samin fyrir það m. m. Hlutabrjefin var ráðgjört að láta hljóða upp á 100 lu\, og að fjeð yrði greitt smátt og smátt, í fernu lagi, 25 kr. í einu af hverju hlutabrjefi 11. sept. og 11. des. 1889, og 11. marzog 11. júní 1890. 1 bráðabirgðastjórnina voru kosnir á fund- inum: Arni Thorsteinsson landfógeti, síra Jens Pálsson og Sigfús Eymundsson agent, en þeir skyldu aptur bæta við sig 2 mönn- um, til þess að 5 yrðu í stjórninni alls, og kusu þeir daginn eptir til viðbótar þá Stein- grím Johnsen kaupmann og Björn Jónsson ritstjóra. Fundur til að semja lög fyrir fjelagið m. m., hefir nú verið ákveðinn 29. júní þ. á., og kaupmönnum og öðrum helztu mönnum, bæði embættismönnum og bændum, á hinu fyrir- hugaða ferðasvæði gufubátsins send áskorun frá bráðabirgðastjórninni um að safna áskript- um fyrir hlutabrjefum til fyrirtækisins. Bólusetning á íslandi. Bólusetning hefir ekki verið sem beztu lagi hjer á landi hingað til, og þó er það einkar-áríðandi einmitt að því er ísland snertir, að það mál sje jafnan í góðri reglu, með því að það er miklu örðugra viðfangs hjer en víða annarstaðar, vegna strjálbýlis, að bólusetja fólk hópum saman í snatri, ef bólan kæmi upp einhverstaðar á landinu. Jeg ber nú ekki móti því, að skortur á bóluefni hefir hingað til átt nokkurn þátt í þessu; en nú er bót ráðin á því, með því að heilbrigðisráðið danska hefir að beiðni minni, heitið að senda að minnsta kosti um tíma kauplaust talsvert meira bóluefni til lands- ins en áður. Jeg er þess vegna nú fær um að hjálpa blóusetjurum og aukabólusetjurum um bóluefni, ef þeir leita mín um það og segja greinilega til nafns síns og heimilis. Verður þá hver beiðni rituð í bók, og bóluefnið sent hlutaðeigendum, þeim að kostnaðarlausu, í þeirri röð, sem þeir gefa sig fram. Oskjurn- ar eða trjehulstrin, sem bóluefnið er sent í, óskast endursend mjer við tækifæri. Hverri sendingu verður látin fylgja dálítið skýrslu- eyðublað, er bólusetningarstofnunin í Khöfn óskar að fá ritað á, hvernig bólusetningin hefir gengið úr því efni, sem sent er í hvert skipti, til þess að komast fyrir, hvernig hent- ugast muni að senda það, eptir því sem til hagar hjer á landi. Með því að. það er mjög áríðandi fyrir yfir- völdin, að vita greinilega, hvernig gengur með bólusetninguna, eru bólusetjarar beðnir að við hafa hina mestu nákvæmni, er þeir semja skrár þær um bólusetningar, er senda skal hjeraðslæknunum, eins og líka lagt mun verða fyrir hjeraðslækana af amtmönnum, samkvæmt konungsbrjefi 24. marz 1830, að senda ársskýrslur sínar um þá, sem bólusettir hafa verið í þeirra umdæmi, til landlæknis, reglulegar en átt hefir sjer stað að undanförnu. Landlæknirinn á íslandi, Keykjavík 4. maí 1889. SCHIEEBECK. Uppbót frá lífsábyrgðarstofnuninni. Hinn 5. marz síðastl. komu út lög frá hinu danska löggjafarvaldi, sem munu hafa tals- verða þýðingu fyrir ýmsa menn hjer á landi, en það eru lögin um uppbótargreiðslu (Bonus’- Udbetaling) til skiptavina «Lífsábyrgðar- og framfærslustofnunarinnar frá 1871». þcgar stundir liðu fram, sýndi reynslan, að manndauðinn meðal þeirra manna, sem höfðu keypt sjer lífsábyrgð hjá stofnun þess- ari, varð minni en ráð hafði verið fyrir gjört, þegar iðgjöldin fyrir tryggingarnar voru reiknuð og ákveðin, og höfðu því iðgjöldin í fyrstu verið sett of há. Stofnunin hafði þannig haft talsverðan hag af þessum trygg- ingum. En þetta var gagnstætt tilgangi stofnunarinnar, því að svo er -til ætlazt, að hún engan ábata hafi fram yfir það, sem er nauðsynlegt til að greiða þau gjöld, sem hún tekst á hendur, og standast fjártjón, sem að höndum kann að bera. þess vegna ákveða hin umræddu lög, að stofnunin skuli greiða þeim skiptavinum sínum uppbót, sem nokkurn halla hafi beðið af of hátt settum iðgjöldum. Uppbótin nær að eins til áranna 1871—1885, og greiðist að eins fyrir þann part af þessu tímabili, sem hlutaðeigandi trygging hefur verið í gildi. Engin trygging, sem hefir verið keypt eptir árslok 1885, veitir því rjett til uppbótar. þar að auki eru allar þær trygg- ingar útilokaðar frá uppbót, sem voru gengnar úr gildi eða komnar úr ábyrgð stofnunarinnar 1. janúar 1889 á hádegi; þó getur maður, sem keypt hefur handa einhverjum difcyri eptir mann látinn» (sbr. Leiðarvísi stofnunar- innar 1887, 13. skrá) fengið uppbót, þó að njótandi lífeyrisins sje dáinn, ef kaupandinn hefir verið á lífi 1. janúar 1889 á hádegi, og verður hann þá að krefjast uppbótarinnar af stofnuninni eða umboðsmanni hennar fyrir 23. júní næstkomandi, og láta af hendi dánarvottorð lífeyrisnjótanda, ef stofnunin. hefur ekki fengið það áður. Skiptavinir, sem hafa tryggt líf sitt fyrir 1871, eru skoðaðir eins og þeir hefðu keypt trygging í byrjun ársins 1871. þessar tryggingar veita mönnum rjett til uppbótar : a) allar lífsábyrgðir, sem veita trygging fyrir því, að stofnunin borgi ákveðna pen- ingaupphæð í eitt skipti að manni látnum. Tegundir hennar eru : 1) «æfilöng lífsábyrgð» (Leiðarvísir 1.—4. skrá); 2) «lífsábyrgð um stundarsakir» (Leiðarv. 5. skrá) ; 3) «lífsáb. með útborgun» (6. skrú); 4) «höfuðstólstrygg- ing», og 5) «trygging ef annar lifir mann» (Leiðarv. bls. 32). b) «Lífeyrir eptir mann látinn» og «erfða- renta» (Leiðarv. 13. og 14. skrá). nLífeyrir eptir mann dáinnn, sem njótandi á að fá æfi- langt, fær uppbót, hvort sem kaupandi hans og njótandi voru báðir á lífi eða að eins annar þeirra 1. jan. 1889 á hádegi. Hafi báðir verið á lífi við árslok 1885, er uppbót greidd til þess tíma. Hafi þar á móti annar þá verið dáinn, er uppbótin að eins greidd til byrjunar þess mánaðar, sem dauðadagurinn er í. Aptur á móti veitist engin uppbót þeim, sem hafa keypt annan lífeyri en úífeyri eptir mann látinm eða «erfðarentu», heldur ekki, fyrir «klausturtrygging» eða «frestaða útborg- anir» eða «sparisjóðstryggingar». Uppbót verður greidd eiganda tryggingar. Tryggingarskjalið — sem annaðhvort er á- byrgðarskýrteini («Police») eða innskriptar- skýrteini — skal leggja fram, um leið og uppbót er greidd, til áskriptar. Uppbót verður eigi greidd fyrr en 24. júní 1889. Ef tryggingarskjalið er ábyrgðarskýr- teini, er uppbót borguð þeim, sem hefur á- byrgðarskýrteinið í höndum. Sje tryggingar- skjalið innskriptarskýrteini, er uppbót borguð annaðhvort þeim, sem tryggður er, eða þeim, sem í skýrteininu er nefndur rjettur viðtakandi tryggingarfjárins. Sje það tekið fram í skýr- teininu, að annar þessara manna sje eigandi tryggingar eða hafi öll umráð yfir henni, verður engum öðrum en honum greidd upp- aót. Ef ábyrgðarskjalið ekki er í höndum rjetts eiganda og vilji eigandinn mótmæla því, að uppbótin verði borguð eptir þeim reglum, sem nú voru sagðar, skal hann setja fram kröfu sína skriflega til stofnunarinnar eða umboðsmanns hennar fyrir 23. júní 1889. Uppbót fyrir lífeyri eptir mann látinn er borguð kaupanda hans, ef ekki er farið að taka til lífeyrisins ; annars greiðist hún njót- anda lífeyrisins. Tryggingarskjalið þarf ekki að leggja fram við útborgunina.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.