Ísafold - 01.09.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.09.1894, Blaðsíða 1
'Kemur út ýmist. emu sinni ■eða tvisvar í viku. Verí) árg minnst 80 arlta) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1 »/* doll.; borgist fyrirmibjan j úlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(3kritleg) bundin vit* áramót. ógild noma komic sje til útgefanda fyrir l.októ* herm. Afgreibslustofa blabs- ins er í Auiturstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laúgardaginn 1. september 1894. 57. blað. Landsbankiim verður opinn frá byrjun þessa mánað- ar kl. ll'/n f. h. til kl. 2*/* e. h. hvern virkan dag og stjórn banltans er til við- tals kl. 1 til kl. 2 e. li. Rvík 1. sept. 1894. Ti\ Gunnarsson. Hin bezta súrheysverkunaraðferb. Mikilsvert hefði það verið í sumar hjer A suðurlandi, ef almenningur hetði kunnað .góða aðferð til þess að verka og varðveita hey án þurks. Það hafa eigi fá dagsverk farið hjá bændum í árangurslaust ómak við heyverkun vegna óþurkanna, og heyin samt eigi fengizt inn öðruvísi en hrakin ■eða illa þurr, iafnvel til stórskemmda. Súrheysverkunartilraunir þær, er gerðar bafa verið hjer á landi, hafa eigi lánazt svo, að almenningi þyki vel fýsilegt, auk })ess sem aðferð sú, er hjer hefir kennd verið og tíðkuð, er ærið kostnaðarsöm. Aðferð sú, er hjer verður frá skýrt, hefir reynd verið í Danmörku og víðar um Norðurlönd hin síðustu sumur, og þykir hafa vel gefizt. Hún er kennd við dr. Ramstedt nokkurn. Sá er kostur hennar einn og eigi lítils verður, að hún er mjög ikostnaðarlítil og fyrirhafnar. Henni er svo lýst nýlega í »Norsk Landmandsblad«, sem lijer segir í ágripi. — Heyið er tekið nýslegið, hvort heldur ■er í þurru veðri eða vætu, og því hlaðið í stakk úti á sljettum velli, er hvergi hall- ar. Það er lagt á beran grasvörðinn. Stakkurinn er hafður kringlóttur og hlað- 3nn beint upp. Heyið skal leggja sem allrajafnast, í þunnum lögum, og troða }>að jafnt og vandlega, einkum utan með, svo að alstaðar verði jafnfast fyrir. Bezt ■er að stakkurinn sje nokkuð stór, ekki xninni en 15—20 vagnhlöss, — segir blaðið —, með því að allt af verður dálítil skán utan i honum ónýt, kvartilsþykk eða þar um bil, og munar meira um það að til- tölu, ef stakkurinn er lítill. Bezt er að ■ekki standi nema svo sem 2 daga á því að bera saman í stakkinn og fullgera hann. 'Er að því búnu fargið þegar látið á, en það er moldarlag, 1 álnar þykkt, og ann- að ekki. Það hefir reynzt nóg farg á hvað háan stakk sem er. Það er eigi neitt komið undir því, að fargið sje sem þyngst nje að það sje troðið mjög fast eða mikið, ’heldur hinu, að heyið sje jafntroðið og að fargið ofan á því þjappi jafnt að því, en það gerir enginn hlutur betur en mold. Kúptur á stakkurinn að vera dálítið ofan, áður en moldin er látin á liann. Til þess að halda utan að moldinni er raðað 2 álna borðstubbum utan með stakkbrúninni allt í kring, látnir standa hálfir upp af, en brugðið snúnum stálvír utan um á 2 stöð- um, til þess að halda borðstubbunum sam- an. Er moldinni síðan mokað upp í skál- ina, er verður ofan á hejnnu innan í borð- stubbaumgjörðinni, eða hún er borin þaug- að upp stiga, ef stakkurinn er mjög hár. Nú hleypur gerð í heyið, og verkast það því betur, sem það kemst fljótar uudir fargið. Yið gerðina hitnar í því og sígur það mikið nokkuð. Þá fergist loptið burtu. Bakteríurnar, er valdið hafa gerðinni, deyja brátt, sakir loptleysis, og er öll gerð úr heyinu eptir 6—8 vikur. Er það þá jafngott og óskemmt fram á vor árið eptir. Gefa þarf gætur að stakknum fyrstu dagana eptir að frá honum er gengið. Það getur verið, að hann mis-sígi, meira öðrum megin. Er hættast við því, er kaldur vindur hefir staðið á hann öðrum megin meðan verið var að hlaða hann, og einkum hafi þá rignt líka; hefir þá heyið kólnað miklu meira þeim megin, en hitnar þeim mun fyr undan áttinni og síg- ur því fljótar þar. Þá er ekki annað en færa moldina betur þangað sem minna hefir sigið, og svo utarlega sem hægt er. Þá þjappast grasið saman þar svo fast, að safinn kreistist út og bakteríurnar magn- ast þar. Hleypur þá gerð i heyið þeim megin lika og jafnar stakkurinn sig þannig von bráðar. Mæla má hitann i stakknum með því að stinga inn i hann hitamæli; en þrýsta verður aptur holunni eptir hann til þess að ekki komizt lopt inn í heyið eða hitinn rjúki á brott. Eptir nokkra daga er gerðin komin á sitt hæsta stig, allt upp í 75—77 stig á Celsius. Siðan smákólnar hann. Þó getur verið 12 stiga hiti á nýári í stakk, sem hlaðinn hefir verið að haustinu. Heyið frýs ekki. Þegar farið er að taka á heyinu, verð- ur að stinga moldina ofan af nokkru af stakknum og skera heyið í fleygum inn að miðjunni með bitjárni, t. d. eggjaðri skóflu. Bezt er að hylja sárið aptur með rudda. Það er hægt viðfangs; stakkurinn er, þegar hann er fullsiginn, ekki orðinn nema þriðjungur á hæð við það sem hann var fyrst. Hæfilegt er að taka til 2 daga í einu. Þó má vel taka til viku í einu, meðan kalt er; annai’s dofnar heyið, ef það er látið liggja laust meira en 1—2 daga. Það má stakka þannig hvers konar grængresi sem er, hvort heldur er taða, há, stör eða annað úthey; einnig kál og smáar rófur. Þurt hey má ekki vera sam- an við; þá er hætt við, að þar komist lopt að, en það skemmir. Þannig verkað hey er í rauninni eigi súrhey, þó að nafninu sje haldið hjer af því, að almenningur kannast við það. Það er kallað bara fergt hey (á d. presfoder). Það er bjer um bil eins og grængresi, nema dálítið vökvaminna. Það er lyktarmikið og skepnum þykir það mesta lostæti; kýr eru ó'mar í það þegar þær eru komnar upp á það. Það er heilnæmt mjög, auð- meltara en nýtt hey, einkum t. d. star- gresi og annað stórgert gras og tormelt. Segir höf., að gefa megi af því svo mikið sem vill, jafnvel tómt, að manni skilst; en hann talar þó einnig um að blanda því saman við þurkað hey, þegar það er gefið, og segir það hafi vel lánaztj einnig megi vel gefa með því rófur. Holdsveikisrannsóknir. Frjettir hafa borizt af ferðalagi JJr. Elilers vestur um land, allt til Skagastrandar, og sendir hann Isafold þaðan svo látandi skýrslu það sem komið er: Karlar Konur Sý8lur holds- veiki sam- bland M ! S » holds- veiki i ! S§! ** “3 13' ö'bí S 5 *M | Alls V.Skaptafells i » » i i « 3 Rangárvalla . . 5 2 4 6 i 3 21 Arness .... 3 » 2 3 i 1 10 Gullbr,- ogKjósar 2 2 3 1 1 2 2 12 Reykjavík . . . » 1 » 3 » 1 5 Borgarfjarðar . . 5 » 2 1 > 1 9 Mýra .... 2 > » . * > » 2 Snæfellsness . . 3 » 4 7 » 1 15 Dala .... 2 » » 1 » » 3 Barðastr. . . . 3 2 » » 1 2 8 Isafjai-ðar . . . 2 » 2 » » 3 7 Húnavatns . . 6 Samtals | 99 Úr Snæfellsnessýslu vantar skýrslu um 2 sjúklinga, í Ólafsvik. í Húnavatnssýslu ekki fulltalið enn. Eptir yfirvaldsskýrslum er holdsveikratalan í þessum sýslum, þar sem dr. Ehlers hefir þegar fundið 99 holds- veika alls, ekki nema 40. Það munar meiru en helming. Segist liann sannfærð- ur um, að þeir muni vera minnst 150 alls á landinu, eða 2 af 1000 allra landsmanna, þar sem þeir eru ekki nema 1 af 1000 i Norvegi. Tíðarfar. Að höfuðdegi liðnuin skipti þegar una veður og hefir nú verið bezti þerr- ir síðan. Suður-Múlasýslu 28. júlí: Grasspretta rneð betra eða jafnvel bezta móti í Fjörðum, en tún lakari upp til Hjeraðs vegna bruna. Túnasláttur byrjaði bjer almennt 13 vikur af, sumstaðar 12 vikur af. Þurkar komu fyrst um síðustu belgi og haía nú flestir meira en hálfhirt tún sín. Sltagaflrði 8. ágúst: Veðrið ágætt í sumar. Grasvöxtur í mjög góðu lagi og nýting eins. Afli ágætur. Eldsvoðaliætta af heyi. flj. ritstjóri! Jeg veit ekki hvort þjer hafi veitt því eptir- tekt, sem opt hefi jeg verið sjónarvottur að i sumar, að sumir bæjarmenn hjer hafa hirt býsna djarflega hey, bæði hjá sjálfum sjer og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.