Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						'Kemar út ýmist emu sinni
•eða tvisvar í viku. Verð árg
minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis
5 kr. eoa l1/* doll.; borgist
fyrirmiííjaiijuliman. (erlend-
is fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(skrifieg)bundin vifc
áramót. ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir l.októ-
berm. Afgreioslastofa blatls-
ins ei í Auíturttrceti 8
XXI. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 19. september 1894.
62. blað.!
Kaupstaðasótt.
»Æ! Blessuð góðasta! Láttu manninn
þinn fá embætti í kaupstað, helzt í Reykja-
vík!« eða: »Láttu manninn þinn flytja í
kaupstað, helzt í ReykjavíkU
Á þessa eða þessu líka leið ávarpa stund-
Tim kaupstaðakonurnar sveitakonurnar, ym-
ist í brjefum eða i sainvæðum, er fundum
þeirra ber saman, og síðan útmála þær
með einstakri málsnild eða mælgi sæluna
•og dýrðina, unaðinn og ánægjuna, metorð- '
In og mannvirðinguna, sem fylgi kaup-
-staðalíflnu.
í augum sumra kvenna eru kaupstað-
irnir, einkum Reykjavik, sem sje fyrir-
beitna landið, sem flýtur í mjólk og hun-
angi og þar sem smjör drýpur af hverjum
kvisti — reyndar stunduni bæði dýrt og
illa verkað; en hvað um það: það er kaup-
staðarlykt orðin af- þvi, og hún er betri
en nokkur hunangseimur; er hún eins og
»blessaður Braminn*; hún á við öllu.
Jú! Það er regluleg sótt, nokkurs kon-
•ar andleg inflúenza, þessi ástríða hjá mörg-
um manni, að komast í kaupstað, einkum
i Reykjavík.
Þegar embættismenn úti um landið deyja
•og láta eptir sig konu og dætur, þá kostar
það þær sjaldnast mikil heilabrot, að koma
sjer niður á því, hvernig þær skuli haga
ráði sínu eptirleiðis; því þær eru stundum,
jeg vil ekki segja opt, búnar að hugsa
sjer það áður þegjandi, hver í sínu lagi,
og öllum heflr komið það sama í hug: að
flytja sig í Reykjavík. Tárin þorna svo
undurfljótt á kinnunum á blessuðum ungu
stúlkunum, þegar þær hugsa til þess, að
»dauðsfallið« heflr þær afleiðingar, að þær
komast í Reykjavík. Það er einungis um
að gjöra, að geta fengið bústað í hentugri
götu, ekki of langt frá almannafæri; þær
hafa sínar ástæður til þess.
Já! Það er blessaður staður, hún Reykja-
vík; hún uppfyllir alla »hjartans eptirlang-
an« bæði fyrir fullorðnum konum og ung-
um stúlkum. Ekkjurnar flnna þar friðsæla
iivíld eptir »ólukkans búskaparumstangið«;
þær setjast þar, reyndar ekki í »helgan
stein«, heldur í annað ekki lakara, kaup-
staðarsæluna. Þar er þessi einstaka hægð
á með alla skapaða hluti, sem kemur öldr-
Uðu og lúnu fólki svo vel; ekki eru tor-
færurnar á að komast milli bæja ! Al-
menningi er ekki vorkunn á að vita,
hve heilnæmt það er fyrir sumar gamlar
konur, hve hressandi og styrkjandi bæði
f'yrir sálu og líkama, að heyra við og víð
eitthvað af högum náungans, og hvergi er
önnur eins hægð á slíku sem í kaupstöð-
um, ekki sízt í Reykjavík; þar er meiri
fróðleik að finna en nokkursstaðar annars-
staðar á landi hjer.     Raunar er í Reykja-
vik enginn »telegraf« og ekki nema einn
»telefón« — og hann ekkert notaður í þess-
um efnum —, og enginn meðgengur að
flytja sögur um náungann. En það er það
er það sania; þangað berst samt það sem
talað, er út um landið, og stundum það,
sem ekki er talað og meira að segia í
einkis manns huga' heflr komið; þangað
berst það, sem gjört er, og stundum það,
sem aldrei heflr verið gjört eða mun verða
gjört. Ekki koma sögurnar með regninu
úr skyjunum, ekki með vindinum og ekki
upp úr jörðunni. Nei! Þær eru eins og
»inflúenzan« í vor, sem leið, eða bakterí-
urnar eptir kenningu hinna yngri vísinda-
manna; þær liða og skríða, þær læðast og
smjúga, laumast og pota sjer áfram og inn
í kroppinn og holdið á þeim, sem eru
móttækilegir fyrir þær; en þegar þær eru
komnar þangað, þá er þeim borgið. því
þá »aukast þær og margfaldast og upp-
fylla jörðina«. Er það kannske munur
eða í strjalbygðum sveitum, þar sem fann-
kyngi og illviðri hepta nauðsynlegar sam-
göngur dögum saman og menn ætla að
deyja úr leiðindum og hníga niður örmagna
undir »ólukkans búskaparumstanginu!»
Þá er ekki minna tilhlökkunarefni fyrir
ungu stúlkurnar að komast í Reykjavík.
Þar er »allt, sem auga mannlegt kætir«;
þar er latínuskóli, læknaskóli og prestaskóli,
kaupmenn, verzlunarþjónar og skrifarar,
kennarar, málafærslumenn og kandídatar
í öllum visindagreinum; allt er þetta girni-
legt til fróðleiks, og það má ekki lá ungu
stúlkunum stórum, þótt þær fýsi á þang-
að eða þótt þær langi til að »prófa
lukkuna« og reyna, hvort þeim auðnast
ekki að draga einhvern happadrátt að
borði!
Þetta heflr líka margri stúlku orðið að
góðu, og allar vonir hennar uppfyllzt, allir
æskudraumar rætzt vonum bráðar eptir að
hún kom í Reykjavík. Skemmtanirnar og
iðjuleysið, sem sumum virðist fylgja Reykja-
víkurlífinu svona ínnan um og saman við,
— þó að margir sjeu þar engu minni iðju-
menn en í sveitum — eiga líka mikinn
þátt í að draga marga unga stúlku þangað.
Þeim þykir mörgum íýsilegra að ganga
þar um göturnar, hús úr húsi og búð úr
búð, þótt erindin sjeu opt æði smá, að
fara á samsöngva, sjónleiki, dansleiki og
annað fleira, en að ala aldur sinn í fá-
menninu og tilbreytingarleysinu uppi í
sveit, fjarri kaupstaðarglaumnum og höfuð-
staðarunaðinum. ' Svo mun þeim sumum
þykja(mætara í munni, veglegra ogjtign-
arlegra, að heita »fröken úr Reykjavík«,
heldur en blátt áfram »stúlka úr sveit<<^
og ólíklegt að þeirra hugsun, að menn
finni ekki mun þann, sem er á bragðinu að
tvennu svo ólíku.
Reykjavik hefir mikið og töfrandi að-
dráttarafl; hún seiðir að sjer unga og gamla,
því hún býður hverjum aldri það sem
bezt á við ; hægðina hinum öldruðu, skemmt-
unina hinum ungu. En því miður finna
ekki allir það, sem þeir leituðu að.
Hægðin reynist stundum æði-dýr og kostn-
aðarsöm, og sumt, sem á »markaðinn« er
flutt, þykir ekki útgengileg vara og finn-
ur ekki kaupanda. Hún Reykjavík hefir
það til, að vera dálítið svipuð veröldinni;
hún er öðruvísi er hún er skoðuð gegn
um rósrauð tilhlökkunar- og eptirvænting-
argleraugu, heldur en þegar farið er að
reyna hana; hún hefir lika margt gott að
geyma og marga kosti, eiv hún heflr einnig,
sem allir aðrir staðir, einhverja ókosti; það
eru einhverjir agnúar á verunni í þeim
kaupstað sem öðrum, hvað fýsilegt og
girnilegt sem konum. ekkjum og ungum
stúlkum þykir þangað að komast.
Hún er ískyggileg og viðsjárverð, þessi
kaupstaða- og Reykjavikursótt, og þess
eru dæmi, sem nefna má, að hún heflr
komið mönnum á kaldan klaka. Menn,
sem hafa búið upp í sveit við góð efni,
hafa leiðzt til að flytja sig þangað sjer
til tjóns og skaða, stundum fyrir nauð og
nudd úr konu og dætrum, og stundum af
eigin skammsýni og heimsku. Menn hafa
gjört sjer glæsilegar, en heimskulegar von-
ir um veruna þar, ímyndað sjer, að þar
mætti lifa án fyrirhafnar, vinnu og erfiðis-
muna. En reynslan hefir kennt þeim ann-
að. Þar þarf að vinna og starfa eitthvað
nytsarat, eins og annarsstaðar, ef vel á
að fara.
Eins og það er óhjákvæmilegt, að hafa
kaupstaði á landi voru sem annarsstaðar,
eins er hitt heimskuleg hugsun, að allir
geti hrúgast þangað og verið þar: og það
er einfeldni, að láta sjer detta í hug, að
það sje í sjálfu sjer nokkuð veglegra eða
tignarlegra, að vera kaupstaðarbúi en
sveitamaður. Það skiptir i þeim efnum
minnstu, hvar maðurinn er; hitt skiptir
mestu, að hann reyni að vera nýtur mað-
ur, þar sem hann er. Ef maðurinn er
iðjulaus slæpingur, þá er hann jafn-gagns-
laus og fyrirlitningarverður hvort sem
hann slæpist í kaupstað eða í sveit; og
sje hann á hinn bóginn gagnlegur, nýtur
og heiðarlegur, þá rýrir það ekki gildi
hans, þótt hann sje sveitarbúi, að minnsta
kosti ekki í augum skynsamra manna; um
dóma heimskingjanna má einu gildá.
Það er opt og tíðum illa gjört, að koma
þessari kaupstaðarflugu í höfuð mönnum,
konum og körlum, því það er sannreynt,
að þá er menn eru búnir að fá þessa
sótt, verða menn leiðir á vanalegum störf-
um, sem menn hafa haft með höndum,
finna sjer   allt  til óánægju, þykir   ekkert
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 245
Blašsķša 245
Blašsķša 246
Blašsķša 246
Blašsķša 247
Blašsķša 247
Blašsķša 248
Blašsķša 248