Ísafold - 21.11.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.11.1896, Blaðsíða 3
819 menn, aS botnverpingar mundu ekki játa upp á sig syndir sínar, og það ekki einu sinni þó herra Þ. Egilsson sjálfur yfirheyrði þá. Hjer verða að liggja fyrir fullkomnar sannanir, sem hlutaðeigendur yrðu dæmdir eptir, og til- gangur minn með að fyrirskipa prófin var sá, að útvega þær sannanir, sem botnverpingar yrðu sektaðir eptir, hvað sem þeir svo segðu; en vonir mínar brugðust illa. Kærurnar, sem til mín komu, voru líka svo úr garði gjörðar, að það var alveg tilgangslaust, að láta kær- endurna staðfesta þær með eiði; það er sitt hvað, að semja kærur til yfirvalda, eða gefa skýrslur fyrir rjetti undir eiðstilboð; þegar þangað er komið, slæðist svo hæglega inn í framburðinn: »að því mjer frekast er kunnugt«, »þeir munu hafa gjört þetta«, o. s. frv. Dóm- aranum ber á hinn bóginn að stjórna rann- sókninni, svo að framburðurinn verði eigi allur í lausu lopti, og leggja ákveðnar spuruingar fyrir hvert vitni fyrir sig. Jeg hef því með brjefi, dags. 4. þ. m., lagt syslumanninum fyrir að framhalda prófunum og taka greinilegri og ákveðnari skýrslur en þær, sem hingað til hafa komið fram. Þess er enn fremur getið í greininni, að »Zodiac« hafi keypt hjer vistir, kol og stein- olíu. Þannig átti skipið þá brýnt erindi hing- að inn á höfn; en herra Þ. Egilsson er samt mjög óánægður með, að skipstjóri skyldi fara hjeðan óáreittur. Af þessu má sjá, að herra Þ. Egilsson hefir farið eins fljótt yfir 3. gr. laga 10. nóv. 1894, um bann gegn botnvörpu- veiðum, sem yfir lögreglurjettarbók Gullbringu- og Kjósarsýslu. Samningur sá, sem hr. Þ. Egilsson segir, að gjörður hafi verið milli landshöfðingjans og enska flotaforingjans, sem var hjer í sumar, er ekki til og hefir aldrei til verið. Reykjavík, 17. nóv. 1896. Virðingarfyllst J. Havsteen. Skagafiröl 20. okt.: »Veðráttan í haust vond. Byljir við og við. Skip kom eptir pöntunarfjelagssauðunum til Sauðárkróks hinn 1. þ. m. En aðfaranótt h. 4. kom norðaustan-hríð mikil; var þá búið að skipa fram í skipið að eins litlu af pöntunarsauðunum, en deildasauðirnir komnir nær framskipunarstaðn- um, og nokkrir voru á Sauðárkrók, er hriðin hyrjaði. Voru hin mestu vandræði með sauðina yfir hríðarhylinn, sem hjelzt hinn 4., 5. og 6. þ. m. með mikilli snjókomu. Þegar birti upp, var haldið áfram framskipun sauðanna, og hjelt skipið af stað með þá hinn 10. þ. m. Furða er, hve litlir skaðar urðu hjer i þessum byl. Mest hefir bóndinn Sigurjón í Eyhildarholti misst af fje; en eigi höfum vjer heyrt með vissu, hve margt hann missti. Dæmafátt mun það vera, að töluvert hey er enn þá úti meðfram Hjeraðsvötnum frá nokkrum hæjum, t. d. á Rípureyju. Þótt svona slæmt hafi verið til landsins, hefir afli verið góður, þegar gefið hefir að róa. Heilbrigði almenn. Vísa eptir síra Pál skálda. ísiðastatbl, »Sunnanfara« (okt. þ. á.) er prentuð vísa eptir síra Pál Jónsson, prest í Vestmannaeyjum, og al- mennt kallaðan »skálda«- meðan hann var á lifi. Er sagt í Sunnanfara, að þá vísu hafi hann ort siðasta daginn, sem hann lifðí. Þetta getur naumast verið rjett, því að jeg má fullyrða að þessa sömu vísu og nokkrar aðrar eptir sira Pál lærði jeg austur í Fljótsdalshjeraði áður en jeg fór suður í Bessastaðaskóla, og það fór jeg sum- arið 1828, kom þá i Vestmannaeyjar, sá þar síra Pál og heyrði hann halda ræðu af prjedikunar- stól og fara hörðum orðum um Gyðinga. Eptir það lifði síra Páll mörg ár og dó, að þvi er mig minnir, ekki fyr en eptir 1840. Dálítið öðru visi hefir og Sunnanf. visuna en mjer var kennd hún. Jeg heyrði hana hafða svona: Umtalsmálin eru hvurt úr mjer sálin flæmist, og hverjir Pálinn beri burt, þá banaskálin tæmist. Rv. 14. nóv. 1896. Páll Melsteð. liandgufaskipiö Vesta, kapt. Corfitzon, kom loks í gærkveldi, eptir 7 daga ferð frá Leitli; mesta háskaveður lengst af leiðinni. Hefir hjer um bil fullfermi af vörum. Far- þegar undir 20: frú Nielsen á Eyrarbakka, rektor Jón A. Hjaltalín á Möðruvöilum, hjer- aðslæknir Þórður J. T’noroddsen og kona haus, H. Jónsson bankagjaldkeri, H. Þorst. ritstj., Frederiksson kaþ. prestur (Landakoti), cand. vet. Magnús Einarsson (dýral.), stud. jur. Magnús Arnbjarnarson (Selfossi), Wilh. H. Paulson agent frá Winnipeg, og 2 landar aðr- ir frá Amerík, o. fl. Liandskjálftasamskotin orðiníDanmörku nær 80,000 kr. Dálítið þar að auki í Svíþjóð og Norvegi. Póstskipið Liaura kom til Leith frá Khöfn laugardag 14. þ. mán. Hefir líklega komizt af stað þaðan mánudagskvöldið 16. þ. mán. Veðrátta hefir verið mjög storma-og hrak- viðrasöm þessa viku. Mesta afspyrnurok að- faranótt mánudags og eins aðfaranótt fimmtu- dagsins. Mjög slæma veðráttu að frjetta af Austfjörðum fyrir viku rúmri. Gufuskip Bgill, skipstj. Olsen, kom hing- að mánudagsmorgun 16. þ. m. austan af Seyðisfirði nieð um 70 sjómenn sunnlenzka, er áttu eptir að komast hingað suður. Skipið fór aptur austur eptir 2 daga. Ditsk ipa-afii. Þrjú þilskip hjeðan af Nes- inu, er stundað hafa þorskveiðar í haust á Arnarfirði með opnum bátum, eru nýlega heim komin aptur með ágætan afla, 20—30 þúsundir. Bandaríkjaforseti um árin 1897—1900 er kjörinn McKinley, eins og við var búizt. Mmeö því að viðskiptabók við sparisjóðs- deild landsbankans nr. 3275 (aðalbók L bls. 159) er sögð glötuð, stefuist hjer með samkvæmt 10. gr. laga um stofnun Landsbanka 18. sept. 1885 handhafa. tjeðr- ar viðskiptabókar með 6 mánaða fyrirvara til þess að segja til sin. Landsbankinn, 20. nóv. 1896. Tryggvi Gunnarsson. Hin ágæta tvihjólaða saumavjel „White Peerless“ fæst alltafhjá undirskrifuðum; 45 kr.móti peningum út i hönd (með trjefót 46), áður 55 kr. Áreiðanlegir kaupendur liðrdr um allt að Vj parti af verðinu, ef á vantar í bili, og móti mánaðarlegri afborgun, ef óskast. M. Johannessen. Ágætt ísl. smjör á 0,60 pd. við W. Christensens verzlun. Handlireifiyjeliii Alpha Colibri frá maskínuvcrzlun Fr. Creutzberg í Kaup- mannahöfn. Með því að draga reimina 60 sinnutn á minútu tekur vjel þessi öll fitu- efni (rjómann) úr nýmjólkinni við 30°hita af 140 pd. mjólkur á kl.tíma. Með hverri vjel fylgja nauðsynleg áhöld og stykki til vara. Verð alhúin 150 kr. Þessi ágæta, handhæga og þarfa vjel hefir á mjög stuttum tíma hvervetna náð mikilli útbreiðslu. Hlutafjelagið Separ ator hefir á þessu ári fengið í Norðurálfu eptirnefnd fyrstu verðlaun fyrir hana: í Oxfordshire, Englandi, Gullmedalíu. í La Roche, Frakklandi do. i Canbromar, do. Silfurmedalíu. í Bruseville, do. do. í Barmen, Þýzkalandi do. Yjelarnar útvegar og sendir um allt ís- land með verksmiðjuverði fragtfritt Jakob Gunnlögsson Cort Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. Landskjálftasamskot 1896 meðtekin af undirskrifuðum: Kristján Jónasarson veizlm. 5 kr.; alþm. Jón Jakobsson 10 kr.; faktor Jón Stefánsson: ept- irst. af samskotum í Fáskrúðsf. 48 kr.; Sig- urður Ólafsson Hvalsnesi: samskot úr Mið- neshreppi 80 kr.; Morten Hansen skólastjóri 10 kr.; Ólafur Rósenkranz: samskot frá stúkunni »Verðandi« 112 kr; frú Ástríður Melsteð 20 kr.; Þorlákur Jónsson Varmadal 3 kr.; Sigurð- urður Jónsson, Arni Eiríksson og Borgþór Jósefsson: samskot frá stúkunni »Einingin« 80 kr.; Bened. próí. Kristjánsson á Grenjaðar- stað: úr Aðaldælahrepp 100 kr.; amtm. Páll Briem: úr Mjóafirði 250 kr. og úr Eyjafjarðar- sýslu 310 kr.; Jens Jónsson Spákonufelli 10 kr.; Magnús Jónsson, sýslum. i Vestmanna- eyjum: samskot þar 151 kr. Samtals 1,139.00 Áður meðtekið og augl. 8,375.47 Alls kr. 9,514.47 Rvík 20. nóv. 1896. Björn Jónsson. EVÖLDSKEMMTUN. Næstkomandi^miðvikudag kl. 8 e. m. verða kveðnar rímur m. m. í Good-Templ- arahúsinu. Aðgöngumiðar fást keyptir í búð kaupm. Jóns Þórðarsonar og kosta 25 aura. Næsta bl. miðvikudag 25. þ. m.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.