Ísafold - 27.04.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.04.1901, Blaðsíða 1
Kemur nt v’tnist .einu sinru eða tvisv. í vikti. VertT árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erJendis 5 kr. eða l'/a doll.; korgist fyrir miðjan jnlí (erlendis fyrir fram) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Auaturatrœti 8. XXVm. ársr. Reykjavík laugardaginn 27. apríl 1901. 25. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0 0. F. 835387-2 II Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11 — 12 Lanasbókasafii opið h pern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (t,il kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spitalfnum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tanniækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjnnni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Kosningar í Danmörkn og á íslandi. Kosningarnar nýafstöðnu í Dan- mörku eru ef til vill eins dæmi. J>etta, að skilja ekki eftir stjórn landsins til fylgis nema eina 6 menn af 113 — eða eftir síðustu fregnum ekki nema 4 — í þeirri deild ríkisþingsins, sem kosin er af alþýðu manna, það er meira en fáheyrt; það er að öllum líkindum dæmalaust. Fyi má nú vera, að þjóðarviljinn láti til sín taka, en svo sé. þaðan berast engar kynjasögur, líkt og fara af oss ÍBlendingura frá síðustu kosningum vorum. Ekkert dæmi þess þar, svo að vór nefnum eitt af mörg- um, að orðlagður heimskingi, mentun- arlaus og skiluingslaus á sérhvert landsmál, hafður að háði, hvar sem nokkur kynni eru af honum höfð fyr- ir einfeldni og mont, ráði kosningarúr slitunum í merkiskjörd. þann veg, að handónýtur einfeldningur og afturhalds aumingi beri af einhverjum mentaðasta og nýtasta framfaramanni landsins. Engar flækjur, engar ginningar, engar ógnanir duga minstu vitund. 011 þjóðin, að kalla má, stefnir beint að takmarkinu, gerir það, sem í henn- ar valdi stendur á löglegan hátt, til þess að hrinda þeirri stjórn af stóli, sem hún vill ekki lengur búa við. f>að er ekki lítill sómi fyrir hina dönsku þjóð, að vilji hennar skulí geta komið í ljós á jafn-afdráttarlausan hátt. Og margt megum vér íslend- ingar fara að hugsa um sjálfa oss, þegar vér virðum fyrir oss annað eins dæmi við hliðina á oss. f>að þarf mentaða þjóð til þess að láta vilja sinn koma svona skýrt fram. Annað eins og þetta kemur ekki fyrir hjá þjóðum, þar sem svo og svo mik- ill hluti kjósenda botnar ekki lifandi vitund í því, som um er deilt, og svo og svo miklum hluta kjósenda þar af leiðandi stendur á sama um öll þau mál, er kosningunum eiga að ráða, og gerir sér í hugarlund, að þeim komi í raun og veru ekkert við, hvernig menn ætli sér að ráða þeim til lykta. Annað eina og þetta kemur ekki fyrir hjá öðrum þjóðum en þeim, sem svo eru mentaðar, að þær hafa skil- yrði fyrir þvi að geta aflað sér veru- legrar sannfæringar um landsmál. þá hlýtur og sjálfstceðistilfinning ein8taklinganna að hafa náð miklum þroska, til þess að kosningarnar skuli hafa getað farið eins og þær fóru. — Ekki eru allir kjósendur efuaðir manii, Afar-mikill hluti þeirra er fátækir erviðismenn, sumpart í svéitum, sum- part í bæjum. En það leynir sérekki, að þeir hafa þrek og myndarskap til þess að standa við sannfæring sína. Hræðslan við yfirvöld engin; óttinn við auðvaldið enginn. Um ekkert ann- að hugsað en að halda beint í þá átt- ina, sem sannfæringin býður. Og í þriðja lagi liggur það í augum uppi, að til þess að svo eindreginn þjóðarvilji geti komið fram við kosn- ingar, sem raun hefir nú orðið á í Danmörku, hlýtur saniheldnin að vera frámunalega góð. Oðru eins fæst ekki framgengt nema með hinum öflugustu samtökum. Enda er það alkunnugt, að félagsskapur vinstrimanna og sósía- lista er hin mesta snild, að því er til festunnar kemur. Sýnilegt er það, að vér eigum langt í Iand að geta leikið annað eins og þetta eftir bræðraþjóð vorri. Vitan- lega höfum vér átt þingi að fagna, sem hefir haldið saman í stjórn- arskrármálinu nálega eins og einn maður væri. En allir vita, að það er hvorki að þakka mentun þjóðarinnar, sjálfstæði kjósenda né samheldni. Heldur eingöngu hinu, að mótspyrnan hefir engin verið í landinu. Danir hafa innlenda, harðsnúna stjórn, sem hefir mikið af embaettis- valdinu og auðvaldinu í landinu á sínu bandi, ákveðið fylgi úr þeim átt- um. þessa stjórn kveða þeir niður á kjörþingum svo ósleitilega, sem nú hefir verið sagt. íslendingar hafa útlenda, ónýta stjórn, sem enginn maður í landinu í raun og veru mælir bót, ekki fremur embættismenn en aðrir. jpeir eiga kost á stjórn, sem að öllu verulegu leyti er innlend. Og samt getur enn enginn sagt með fullri vissu, hvort hið nýkosna þing muni hafa manndáð í sér t)l þess að hafna þeirri stjórn, sem allir eru að kvarta undan, og þiggja þá stjórn, sem á að vera í samvinnu við þing þjóðarinnar. Hvernig stendur á þessum áþreifan- lega og átakanlega mun? Auðvitað stendur svo á honum, að þjóð vora skortir tiffinnanlega þau skilyrðin, sem gert hafa hinar nýaf- stöðnu kosningar í Danmörku svo sögulegar. Kjósendur vorir eru ekki jafn-vel mentaðir, ekki jafn-sjálfstæðir og ekki jafn samhentir eins og danskir kjós- endur. Aðrar geta orsakirnar ekki verið. Þiug;niálafundi ætla Árnesingar að hafa í næsta mánuði á þrem stöðum: Mosfelli 12. maí, Húsatóttum (á Skeiðum), 13. maí og Selfossi 14. maí. Nýjustu fréttir útlendar. Stjórnin í Kfna hefir ekki enn und- irskrifað Mantsjúríu-samninginn við Kússa, sem eru nú farnir að láta sér og hægt um það. f>eir vita, sem er, að landið gengur þeim eigi úr greipum og láta sig því litlu skifta um »bréf« fyrir því. Hins vegar missa hin stórveldin þá átyllu til að sníða sér sína sneiðina hvert af kínverska ríkinu, sem reglu- legt afsalsskjal fyrir Mantsjúríu í hendur Rússum mundi hafa veitt þeim. ítölsk herflotadeild, er frændi kon- ungs, hertoginn af Genúa, ræður fyr- ir, kom til Toulon rétt eftir páskana, í kurteisisskyni fyrir það, að franskur skipafloti kom í fyrra til Sardiníu, er konungur var þar staddur. En þetta þóttu tíðindi vegna þess, hve fátt hefir lengi verið með Frökk- um og ítölum, sem eru og í banda- lagi við þjóðverja og Austurríkismenn — þríveldasambandinu. þar kom og Loubet ríkisforseti í sama mund og fögnuðu þeir hvor öðr- um með mikilli blíðu, hann og her- toginn. Heldur lá illa á Vilhjálmi keisara um það leyti, og sköpuðu sumir sér í huga, að það hefði verið í því skyni að storka honum ekki um skör fram, er Nikulás Rússakeisari bauð aðmírál sínum einum, sem staddur var rétt áð- ur í Toulon með flotadeild, að vera á brott þaðan áður en ítalski flotinn kæmi þar. En aðrír lögðu það tiltæki keisar- ans út á þá leið, að hann vildi af- stýra því, að ítalir yrðu að hornrek- um fyrir væntanleg óskapleg vinalæti með Frökkum og Rússum þar í Toulon, 9n honum eðlilega einkarkær samdrátt- ur með ítölum og bandamönnum hans Frökkum. f>ó heimsótti aðmírállinn og rúss- nesk fyrirliðasveít með honum Lou- bet forseta á næstu grösum við Toulon, í Nizza, beint að fyrirlagi Rússakeisara. Konunginum nýja á Ítalíu er sagt miðlungi hugarhaldið um þríveldasam- bandið. jþykir sem það bandalag hafi komið fjárhag ríkis síns á knén. Fréttir frá Suður-Afríku af sama tægi og áður. Viðureignin líkust Hjaðn- ingavígum. Bretar þykjast hvað eftir annað hafa gengið milli bols og höf- uðs á veslings Búum. En óðara segir önnur frétt þá enn á uppréttum fótum. |>eir kunna, Bretar, annanhvorn dag að minsta kosti frá að segja vask- legri framgöngu sinna manna, er stökt hafi Búasveit, á flótta, eða náð frá þeim mörgum hundruðum hesta, nauta* eða sauða — aðrir segja: rænt varnar- laust bændabýli. En þá koma öðrum þræði öðru vísi löguð skeyti, eins og t. d. þetta 9. þ.m.: »Sveitin enska, sem Búar réðust á 10 mílum norður af Aberdeen við of- urefli liðs, varðist vasklega frá því er dagur rann og fram til kl. 11 að kveldi, en var loks höndum tekin; komust 25 einir undan«. Ekki nefnt, hve fjölmenn þessi sveit var, og auðvitað látin hafa átt við ofurefli liðs, úr því hún varð upp að gefast! f>að er síðasta huggunarfréttin í enskum blöðum, að De Wett, garpur- inn mikli, sé orðinn hálfbrjálaður aí líkamlegri og andlegri ofreynslu. Svo átti og Botha hershöfðingi að vera farinn að leita fyrir sér um frið af nýju. En hvorugt leggja aðrir trún- að á. Skaðabótakröfur stórveldannaá hend- ur Kínverjum kváðu vera: Rússa 90 milj. dollara; þjóðverja 70 milj. doll.; Frakka 40 milj.; Japansmanna 30 milj.; Bandaríkja 24 milj.; Breta 24 milj.; annarra ríkja samtals 36 milj. Uppreistar-óeirðir töluverðar enn í Kína, sem hið útlenda bandalið verð- ur að hlutast til um eða þykist þurfa að gera það. Aguinaldo hershöfðingi, foringi Fil- ippseyjamanna, kvað nú hafa unnið Bandaríkja8tjórn trúnaðareið. Kriiger Búaforseti ætlar til Ameríku í næsta mánuði. Maðurinn, sem veitti Pobjedonoszew banatilræði í Pétursborg, var dæmd- ur í 6 ára þrælkun og missi allra borgararéttinda. Hann heitir Lagowski. Snemma i þ. m. voru meir en 300 menn búnir að fá kýlapest (svarta- dauða) suður í Kap, og 107 dauðir. Lafa ætlar ráðaneytið danska að sögn við völd áfram, til haustsins að minsta kosti. Nema hvað ! Chr. Krabbe orðinn þingmaður fyrir Kalundborg eigi að síður. Enginn bauð sig þar fram annar, er kjósa skyldi aftur, og var hann þá lýstur rétt kjörinn við svo búið, samkvæmt hinum nýju kosningalögum. Póstskip Laura kapt. Aasberg, kom hingað sumar- daginn fyrsta síðari part nætur. Með því kom margt kaupmanna og verzlun- armanna: konsúll D. Thomsen með frú sinni, B. H. Bjarnason, W. O. Breið- fjörð, Friðrik Jónsson, Jes Zimsen og Pétur Hjaltesteð. Ennfremur dansk- ur klæðskeri (til D. Thomsens), dansk- ur hárskeri (W. Balschmidt), danskur vefari (að Álafossi) og;danskur bakari (í Félagsbakaríið), 3 danskir trésmiðir o. fl. Loks frá Ameríku (N.-Dakota) Árna Jóhannsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.