Ísafold - 25.04.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.04.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). SAFOLD. \ Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg Reykjavík laugardaginn 25. apríl 1903. 21. blað. yfiuóÁidí j1ía/ufa/l(Av I. 0. 0. F. 85528‘/s Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forrigripasafn opið mvd. og ld 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8‘/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag 41. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útiána. Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. bvers mán. kl. 11—1. Voðalegt níðingsyerk. Efnilegur sveitardrengur 10 ára gamall kvalinn til dauða i hor, vanhirðu og með mis- þyrmingum. f>að er i Skaftárdal, efsta og vest- asta býli á Síðunni, sem sagt er að þetta illverk hafi verið framið. Bærinn er afskektur freraur ogligg- ur til fjalla, en bæirnir eru tveir á jörðunni og nokkurt bil í milli. Að öðru býlinu fluttist í vor maður utan ór Mýrdal, og á þeim bænum hefir ékki verið annað heimilisfólk en þau hjón og drengurinn. Piltur þessi hafði árið áður verið hjá bóndanum í Hörgsdal, með nál. 50 kr. meðlagi, en í fyrra vor bauðst þessi maður til að taka piltinn fyrir 20 kr. og hreppsnefndin lét svo flytja hann þangað. Faðir piltins fór út að Skaftárdal um jólaföstubyrjun í vetur og hann hafði orð á því, að illa væri farið með piltinn og var að brjótast í að útvega annan stað fyrir hann. Kn maðurinn er miður vel kyntur, hefir áður farið mjög illa að sínu ráði, og var því eigi trúað svo vel sem skyldi. Hrepps- nefndaroddvitinn vildi honum í engu sinna, en bað sóknarprestinn — bær- inn er i Ásaprestakalli — að rann- saka verustaðinn. Prestur gaf það vottorð, að staðurinn væri nforsvaran- legur«, og neitaði þá oddvitinn um, að barnið væri þaðan flutt. Bftir það heyrðist eigi á þetta minst um hríð. Bn laugardag fyrstan í einmánuði (28. marz) kom sendimaður fráhrepp- Stjóra, Runólfi dbrm. Jónssyni á Síðu, til sýslumanns, með tilkynning um, að piltur þessi hefði orðið bráðkvadd- ur 26. marz. Sýslumanni mun hafa þótt fráfall piltsins ískyggilegt. Hann sendi um hæl þá skipun, að flytja líkið og bónd- ann til sín að Kirkjubæjarklaustri. það var talsverð glæfraför, yfir fjöll og háar heiðar, með hamra-giljum og gljúfrum; er talinn erfiður vegur á sumardag, en nú var fannkingi svo mik ð, að eigi muna menn annað eins; vegir lítt færir í bygð, hvað þá á fjöilum. Sendimennirnir voru 4: Björn Run- ólfsson frá Holti, Eyólfur Bjarnason frá Kirkjub.kl. og bróðir hans, Einar, frá Hólmi í Landbroti, og Gunnar Bjarnason, bóndi á Hervararstöðum, fjallbýli inst í Holtsdal, austan megin Skaftárdalsheiðarinnar. f>eir komu með líkkistuna og bónd- ann og afhentu sýslumanni þriðju- dagskvöld 31. marz. Kistuna höfðu þeir orðið að bera alla leið frá Skaftárdal að Holti, nál. lx/2—2 mílur danskar, yfir fjöll, í mestu ófærð og í vondu veðri, og var það talið mikið þrekvirki. Næsta dag var tekið til rannsókna. Héraðslæknarnir Bjarni Jensson og f>orgr. f>órðarson voru kvaddir til að skoða líkið. f>eir kváðu það bera vott um viður- værisskort; það var blóðlítið og mjög magurt, svo að telja mátti íþvíbeinin á löngu fceri. Drep inn í bein á báðum stórutáar- gómum og minni sár á nærfelt öllUm hinum tánum og bjúgbólga í fótum. Áverkar sáust á líkinu, bakvið eyrna- snepla og undir þeim, á öðru gagn- auga, efri vör og á breiðum kafla frá miðju baki yfir um það þvert niður fyrir lendar og niður undir knó á hægra læri, »eins og eftir hríslu*. f>ykir enginn vafi á, að þessir á- verkar séu eftir misþyrmingar af hendi þessara hjóna, annarshvors eða beggja. Heyrst hefir, að bóndinn muni hafa játað á sig misþyrmingar á barninu fám dögum áður en það dó: dregið pað á eyrum og á þann veg þröngvað því til að sópa upp fyrir kúm, bar- smíð með hrísvendi á bert hörund og ofan i eldri sár o. s. frv.; en fullkunn- ugt er eigi um, hvað rannsókninni líður. f>ykja þetta hór mikil tíðindi og ill. (Eftir bréfi til ísafoldar af Síðu). Húsbrunar. f>að eru tíðir viðburðir orðnir hér, húsbrunaripr. Aðfaranótt 21. f. m. brann veitinga- húsið á Vopnafirði til ösku á 2 klukku- stundum. f>að var eign Runólfs kaup manns Halldórssonar, og reisti hann það fyrir 2 árum, eftir að gamla veit- ingahúsið á sama stað hafði brunnið ári áður, um sama leyti og þetta nú. »Húsið kvað hafa verið lágt vá- trygt, og vöruforði Runólfs kaupmanns, sem mikið hafði aukist nú síðast með Agli, var alls ekki vátrygður. Sömu- leiðis var húsbúnaður hans allur óvá- trygður og eins húsbúnaður Bjarna veitingamanns f>orsteinssonar. Báðir bíða þeir því mikið tjón, því mjög litlu varð bjargað. Fólkið bjargaðist með naumindnm úr húsinu og kon- urnar komu út af öðru lofti á nær- klæðunum með börnin. Hefði það dregist 3 til 4 mínútur lengur, að vart yrði við eldinn, þá hefðu stúlkurnar brunnið inni með börnin á loftinu. f>að var stórfengleg sjón að sjá, eftir að mönnunum var bjargað, hvernig blossarnir byltust í vindiuum og hvern- ig logarnir læstu sig eftir allri grind- inni«. Sömu nó;t brann hús á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð til kaldra kola, »Glaðheimur«, fyrrum veicingahús. Miklu af húamunum varð bjargað, en þó brann nokkuð inni, sömuleiðis mat- væli, rúmföt og íveruföt. Húsið var vátrygt fyrir 3550 kr. Bldurinn kvikn- aði út frá ofnpípu. (Eftir Bjarka). Skipstrand. Sömu nótt sem húsbrunarnir urðu á Vopnafirði og Seyðisfirði varð og skipstrand á Vopnafirði, á Tangarifi svo nefndu, skamt frá kaupstaðnum. f>að var kaupfar, er átti Orum & Wulffs verzluu og hét Blinor. f>að tókst með miklum erfiðismunum og lífshættu, að koma strengjum út á skipið úr Iandi til að bjarga skipverjum. Gekk til þess langur tími, því tvisvar biluðu strengirnir, er verið var að herða á þeim. Bkki komust nema 4 skipverjarí land fyrir næsta kvöld, en 2 urðu að bíða- annars dags og var þá bjargað. f>að voru þeir skipstjóri og stýrimaður, er voru orðnir svo þrekaðir að þeir treystu sér ekki að fylgja félögum sínum eftir. Einn af mörgum. i. Oft heyrum við skipulagi þjóðfélags- ins líkt við hús og er það ef- laust góð samlíking. Allir hygnir menn, sem hús reisa, gera alt sem í þeirra valdi stendur, til þess að hús- inu sé sem bezt fyrir komið, svo það verði sem nota- og endingarbezt. Ef eigandinn, eða 8á sem húsið læt- ur gera, treystir sér ekki til að segja fyrir um það verk eða einstök atriði þess, fær hann til þess menn, sem eru fróðir og reyndir í þessu efni. Líkt þessu er þjóðunum farið, að þar eru kosnir menn til þess, að smíða hið mikla þjóðstjórnarhús, si'ðan þær fengu frelsi til að ráða nokkru um það. f>etta er því nauðsynlegra, sem það er enn sameiginlegt öllum þjóðum að meira og minna leyti, að allur fjöld- inn hefir lítið eða ekkert vit á því, hvernig húsinu verður svo hagað, að vel sé, enda greinir og marga helztu menn þeirra mjög á um það. En vegna þess, að þjóðirnar eiga sér lengri aldur en einstaklingarnir, hafa þær dýrkeypta reynslu, sem felst í sögu þeirra og eiga því að mörgu leyti hægra nú en fyr. f>að má með sanni segja, að hvert ár og öld gefi af sér nýja reynslu.— f>að er marg-ítrekuð og viðurkend reynBla, að eftir því sem hverjum ein- stakling þjóðfélagsins líður betur, í orðsins rétta skilningi, eftir því líður því öllu betur. f>að vita allir, að þjóð er ekki annað en margir einstaklingar, sem hafa lög og stjórn út af fyrir sig og skiftist í margar smærri og stærri deiidir, undir sömu yfirstjórn. Ekki er hægt að bara á móti því, sem oft er sagt, að þjóð vor er fámenn og fátæk, og er þó fátt sýnilegra en það, að slfkt er ekki skapara landsins og þjóðarinnar að kenna. Vér sjáum stundum einstaka menn hrista höfuðið yfir því, þegar þeir sjá einhvern með- bróður sinn eyða heimskulega eigum sínum og steypa sér og fölskyldu sinni f volæði og i esaldóm, með öllum þeim þjáningum og sársauka, sem slíku á- standi fylgir, og heyrum þá um leið andvarpa á þessa leið: »ekki er öll fá- tækt guði að kenna«. En ef þetta er sannmæli, er svo á stendur, þá mun svo vera ekki síður, þótt það væri heimfært upp á þjóð vora í heildiani, og nægir í því efni að benda á, að engin þjóð í heimi á eins auðugt haf alt í kringum strend- ur landsins síns, og fáar meira afl í foss- um; mikið og gott gras vex hér og, án þess til þess sé sáð, eða það rækt- að á annan hátt, og ekki er kaldara hér en víða annarsstaðar. Vér erum lausir við að bera hinn voðalega her- kostnað, og margt böl, er aðrar þjóðir eiga við að búa. En þrátt fyrir þetta erum vér tald- ir einhver fátækasta þjóðin < hinum mentaða heimi. Vér erum svo lánsamir, að eiga til prentuð helztu atriðin úr sögu vorri, þótt enn séu á víð og dreif að mestu, og mun fáum hugsandi mönnum bland- ast hugur um, að fátækt vor stafar að miklu leyti af ónýtri og óviturlegri stjórn. Að þetta sé þjóðinni sjálfri að kenna, vita margir, og eins hitt, að sjálfskap- arvíti eru ekki betri en önnur víti. En dæmalaust mætti þjóð vor vera heimsk og lánlítil, ef henni færist ver en hálfvita eða óvita barni, sem forð- ast eldinn, þegar það hefir einu sinni brent sig á honum. Ósamlyndi og flokkadráttur var þess valdandi, að þjóðin fleygði frá sér stjórnfrelsinu fyrst að nokkru Ieyti og þurfti ekki meira til að glata því til fulls. Mikið ' ilt hefir hún af því haft, sem var bein afleið- ing af innanlands-ófriði, sem má vel líkja við eld, er hún brendi sig á. þetta er og mjög vel skiljanlegt. Allir hafa heyrt getið um beimilisó- frið, og er sá sem honum veldur kall- aður heimilisdjöfull, í líkingu við afrek hans á heimilinu. Eu heimilisófriður er ekki nema ör- lítil mynd af þjóðfélagsófriði, þótt hann hafi sömu eða lík áhrif á það og hinn á heimilið, og þó þeim mun meiri og hættulegri, sem heilt þjóöfé- lag er stærra og margbreyttara en eitt heimili. Á fyrri öldurn, voru það höfðiugjarnir, sem skiftu alþýðunni í flokka, og deildu; urðu þau leikslok sem kunnugt er. Tæplega er hægt að lýsa því tjóni, hörmungum og smán, sem þjóðin hefir af ófriðinum beðið, eða telja til verðs allan kostnað og fyrirhöfn, að ná því aftur, sem hún glataði fyrir þessa ó- hamingju sína, að því leyti sem það er fengið, eða í þann veginn að fást, og flestir ókunnugir mundu ætla, að hér væri nú fögur friðaröld upp runn- in, þar sem allir þjóðfulltrúarnir hafa sagt já við stjórnarbót þeirri, sem þjóð- in á nú kost á. En það er eins og stendur ekki hægt að segja að svo sé, meðan ein- stöku menn koma fram og tala fyrir alþýðunni tilhæfulaus ósannindi. Mér kemur í sambandi við þetta í hug með- mælandi þingmannsefnis næstl. vor, sem fullyrti það í áheyrn fjölda manns á kjörþingi, að dr. Valtýr, og þá þeir menn, sem líkrar skoðunar vspru í stjórnmálnm, vildu drífa alla skóla út úr landinu; kæmist hann og hans «

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.