Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						"Kemur út ýinist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l'/n doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin  vift
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrceti 8.
XXX. árg.
Reykjavík laugardaginn 12. september 1903
59. blað.
I. 0. 0. F. 859189.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
taverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opio" md., mvd. og ld.
11—12.
K, F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á taverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd.
Landakotskirkja. GuO"sþjónusta kl. 9
¦og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjákravitj-
-endur kl. 1072—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
ki  11—2.   Bankastjórn  vi?5 kl.  12—1.
Landsbókasafn opifl hvern virkan dag
k\. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3)
jnd., mvd. og ld. tii átlina.
Náttúrugripasafn, i Vesturgótu 10, opið
4 sd. kl. 2-3.
Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b
1. og 3. mánnd. hverB mán. kl. 11—1.
Gjalddagi
blaðsins var 15. júlí.
Eektor R.E. Palmgren í Stokkhólmi
og samskóli hans.

Eftir cand. mag. Guðmund Finnbogason.
I.
Vegurinn upp vizkufjallið hefir löng-
um þótt erfiður upp að ganga. Og
hann hefir verið það fyrst og fremst
vegna þeaa, að fjallið er hátt og bratt,
en engu síður af hinu, að þeir, Bem
veginn hafa vísað.kunnu oft og tíðum
engar leiðir. |>eir hafa þá klöngrast
yfir klefcta og klungur í spor einhverr-
ar Bauðskepnunnar, sem af hendingu
hefir rauglað þá leiðina, og hafa því
stundum orðið að skilja þá, sem þeim
var falið að leiða til meira andlegs
víðsýnis, fótsára eftir í miðjum hlíðum
við eitthvert gljúfragilið, þar semekk-
ert útsýni var.
Fjallið er að vísu ekki fullkannað
enn, og skoðanirnar skiftar um það,
faver leiðin sé styzfc og greiðfærust.
Affcur og aftur er lagt inn á nýjar
hrautir, og ýmsir beztu menn þjóð-
anna verja lífi sínu til að leita uppi
þann veginn, er bezt stæli alla vöðva
æskumannsins, og veiti auga hans æ
víðari sjóndeildarhring.
Á ferð minni um Norðurlönd hefi eg
átfc því láni að fagna, að kynnasfc ein-
um af fremstu brautryðjendum nýrra
•skoðana á uppeldismálum, manni sem
með frábæru þreki hefir komið hug-
sjónum sínum í framkvæmd, og jafnt
í orði sem verki sýnt og Bannað gildi
þeirra, enda er hann og skóli hans
kunnur víða um lönd. jpessi maður
er rektor K. E. Palmgren í Stokk-
hólmi.
það er einkenni flestra þeirra, sem
heimurinn á eitfchvað nýtt og gofct að
þakka, að einhver ein hugsjón hefir
gagntekið huga þeirra, og orðið sá
uppspretta, sem allar skoðanir þeirra
og framkvæmdir eru frá runnar. j?eir
hafa hvest augun á eitthvert einstakt
atriði, sem aðrir gengu hugsunarlaust
framhjá, staðnæmsfc á einhverjum ejón-
arhól, sem aðrir virtu að vettugi af
]því að hann lá rétt við alfaraveg. Og
svo er um þennan mann, sem eg ætla
hér að segja dálífcið frá. f>ær brautir,
sem hann hefir rutt til að greiða götu
æskulýðsins að marki sannrar ment-
unar, virðast liggja beint af augum —
þegar búið er að benda á þær — en
svo er um flest, sem eitfchvað er í
varið.
Eektor Bdvard Palmgren er fæddur
28. apríl 1840 í VrigBtadssókn í Smá-
landi í Svíþjóð sunnanverðri. ¦ Faðir
hans var prestur og skólakennari jafn-
framt. í dálítilli grein með fyrirsögn-
inni: »Nokkrar endurminningar frá
prestssecri einu í Smálandw, hefir
Palmgren brugðið upp mynd af lífinu
á heimili foreldra sinna, sem var auð-
ugra af börnum en reiðu silfri. Stof
urnar á prestssetrinu voru þrjár en
börnin ellefu, 6 synir og 5 dætur. Efn-
in voru lítil, en húsmóðirin kunni vel
með þau að fara, og börnin voru jafn-
an vel til fara, þó fötin væru oftast
heimaunnin. Á vetrarkvöldum sátu
börnin kring um stórt borð og röktu
upp gamlar pjötlur, sokkaboli o. a. frv.
Jpetta úrrak var svo kembt og spunnið
og haft að ívafi í fataefni handa börn-
unum. Móðirin sýslaði að sínu á með-
an, en faðirinn las oftast eitthvað hátt
börnunum til fræðslu og skemtunar.
Prestssetrið lá á gatnamótum, og var
því í meira lagi gestkvæmt þar. Á
þeim tímum flökkuðu ýmiskonar iðn-
aðarmenn um landið til að leita sér
atvinnu, einkum um miðsumarsog jóla-
leytið. £>essir kumpánar, soltnir, kald-
ir og óþrifalegir, voru ekki ætíð sem
skemtilegastir gestir, en jafnan stóð
prestssetrið þeim opið. Stundum voru
þeir 10—20 samnátta, ogein jól kom-
ust þeir ekki fyrir á gólfinu í stóru
stofunni, svo prestshjónin urðu að láta
suma þeirra liggja inni í svefnher-
berginu sínu. En börnunum þótti gam-
an að láta þessa karla segja sér af æf-
intýrum þeim, som þeir þóttust hafa
lent í á farðum sínum, og fá að skoða
verkfærin, sem þeir fluttu með sér i
malnum. Einu sinni bar hrörlegan,
gigtveikan bókbindara að garði, er varla
gat staulast leiðar sinnar. |>að varð
úr að prestur stingur upp á því, að
hann dvel]i hjá sér um hríð, meðan
hann sé að ná sér, og kenni drengjun-
um bókband. Nú var karlinn þveginn,
kliptur og dubbaður upp í gamla prescs-
hempu, verkfærin tekin upp úr maln-
um, og þannig var bókbandsverkstað-
urinn fenginn. f>angað þustu dreng-
irnir dag hvern, undir eins og dagleg-
um námstundum var lokið. — Á líkan
hátt dagaði hvern karlinn eftir annan
uppi á prestssetrinu, trésmið, renni-
smið, málara, bakara, og drengirnir
lærðu að binda bækur smíða, teikna
og — baka.
Eins og síðar skal sýnt, á grundvallar-
skoðun Palmgrens á uppeldismalum rót
sína að rekja til ahrifa þeirra, sem hann
hefir orðið fyrir & heimili foreldra sinna.
Haun hefir séð brautina, sem æsku-
lýðurinn á að ganga, í hillingum fram
undan sér meðan hann gekk við hlið
foreldra sinna.
Eftir tveggja ára nám við lærðan
skóla tók Palmgren stúdentspróf 1861
og byrjaði háskólanám í Lundi. Hafði
hann jafnframt ofan af fyrír sér sem
starfsmaður  við ritsíma.   En  sakir
efnaskorts varð hann að hverfa
frá háakólanámi og var nú rúm 9
ár kennari við ýmsa skóla. 1871 kom
hann til Stokkhólms og þar áfcti fyrir
honum að liggja að koma í framkvæmd
uppeldishugsjónum þeim, sem fyrir
honum vöktu. Arið eftir var hann
skipaður forstöðumaður skóla gyðinga-
safnaðarins og fekk hann því til leið-
ar komið, að tekin var upp handavinnu-
kensla í skólanum. Var það fyrsti
skóli í Svíþjóð er tók upp kenslu í
þessari grein. f>etta vakti allmikla
athygli og ýmsir komu að heimsækja
skólann. Fyrir upphvatningu og nokk-
urn styrk ýmsra manna, er fengið höfðu
trú á gildi handavinnunnar fyrir upp-
eldið, tókst Palmgren að setja sjálfur
á stofn skóla, er í fyrstu nefndist
•Vinnuskóli fyrir börn og unglinga*,
en síðar hefir fengið nafnið »Palm-
grenska Samskolam — samskóli Palm-
grens. Skólinn fcók til starfa 16. okt.
1876. í fyrstu hafði hann að eins
tvær stofur til umráða. Nemenda-
fjöldinn var fyrsta hálfárið 83 piltar
og stúlkur, 5—14 ara að aldri. Bók-
lega fræðslu veitti skólinn þá enga.
Börnin lærðu að teikna, bregða úr
pappír, ríða körfur, smíða tré, binda
bækur, móta (modellere) og svo kven-
legar hannyrðir. Að hverjum hálftíma
loknum var stutt hvild og var hún
notuð til líkamsæfinga, til að syngja,
segja sögur og jofmtýrí. Eftir tveggja
stunda starf dag hvern fór fyrsti hóp-
urinn heim; kom þá sá næsti, er var
aðrar tvær stundir, og svo koll af kolli.
Annað skólaárið var þegar bókleg
fræðsla tekin upp í skólanum. Um-
myndaðist hann síðan smátt og smáfct
svo að hann síðan rmu°tið 1886 hefir
verið fullgjör almennur mentaskóli
með gagnfræða- og latínukenslu. Er
honum skift í tvær deildir 1) yngri
deild, amáskólann, fyrir 6—9 ára göm-
ul börn, og 2) eldri deild, lærðan skóla
með 9 bekkjum. 1888 fekk skólinn
rétt til að halda stúdentspróf erveitir
aðgöngu að háskólum ríkisms. Við
hann starfa nú 28 kennarar og kenslu-
konur. Nemendur eru um 300 og fær
skólinn 9000 kr. árlegan styrk úr rík-
issjóði. Skólagjald fyrir hvern nem-
anda er frá 50 kr. á ári (í 1. bekk)
upp í 360 kr. á ári (í 12. bekk). Skól-
inn starfar frá miðjum september til
jóla og frá miðjum janúar til maíloka
ár hvert.
Eg skal nú reyna að skýra nokkuð
frá aðalskoðunum Palmgrens í upp-
eldismálum og lýsi eg þá jafnframt
skóla hans, því skoðanir hans eru
hvorttveggja í senn, sá grundvöllur, er
starfsemi skólans byggist á, og lifandi
eftirmynd þeirrar starfsemi er þar fer
fram.
Frá æskuárunum stendur h e i m i 1 i ð,
hyggið og kærleiksríkt heimili, Palm-
gren fyrir augum sem hin eina sanna
og fullkomna uppeldisstofnun. f>að er
fyrirmyndin, sem allir skólar eiga að
líkjast. »Allir skólar, einnig samskól-
ar, eiga upphaf sitt og orsök í því að
heimilið getur ekki lengur veitt æsku-
lýðnum þá fræðslu sem lífið heimtar*
[Hér og annarsstaðar þar sem orð P.
eru tilfærð, er það eftir riti, er heitir
Palmgrenska samskolan 1876—1901,
af H. Lindegren Stockholm 1901. |>ar
eru helzfcu ritgerðir P.  um  uppeldis-
mál prentaðar upp]. »Að sama skapi
sem Bkólinn að nokkru leyfci gengur í
afcað heimilisins, að sama skapi er
hann réttmæt uppeldisstofnun; og að
sama skapi hefir hann holl og heilsu-
samleg áhrif á andlegt og líkamlegt
uppeldi nemenda sinna«. — »Á heim-
ilinu er faðir og móðir og oftast syst-
kini, drengir og stúlkur, er uppalast-
samau. Mér virðist því sem náttúran
sjálf mæli fram með samuppeldi, og í
stað föður og móður, er annast upp-
eldi barnanna á heimilinu, eru kenn-
arar og kenslukonur í mínum skóla,
og eiga þau að komast í persónulegra
samband við nemendurna en venjulegt
er á skólum þeim, sem eingöngu eru ætl-
aðir piltum eða eingöngu stúlkum, og
hafa þannig sterk áhrif á alhliða lyndis-
þroskun æskulýðsins. — Á góðu og
hygnu heimili eru börnin ekki ætíð
og eingöngu látin stunda bækurnar,
eða þá leika sér, heldur verða þau
líka að inna af hendi Hkamlega vinnu,
sniðna eftir kröftum þeirra. f>es8
vegna hefi eg tekið upp skólaiðnað og
hannyrðir, sem mikilvægan þátt f störf-
un? samskólans, og látið þessar grein-
ar njóta jafns réttar og virðingar sem
bækurnar. — A góðu og hygnu heim-
ili er enn fremur höfð hliðsjón aí
mismunandi upplagi og gáfnafari barn-
anna og fræðslu þeirra hagað sam-
kvæmt þvi. Samskólinn Ieifcast við að
vera eftirmynd heimilisins einnig í
þe8su efni og lagar sig eftir mismun-
andi gáfnafari nemendanna með því
að heimila þeim í hverjum bekk tak-
markaðan réfct til að velja um
námsgreinar, rétt til að sleppa við ein-
hverjaraf greinum þeim, sem skólinn
kennir, en ekki til að bæta nýjum við.
— Til þess að komast hjá ofmikilli
áreynslu og efla heilsu og vellíðan
nemendanna fer samskólinn loks að
dæmi góðs og hyggins heimilis í því
að hafa daglegan kenslutíma svo
stufctan, að nemendurnir fái fcíma fcil
að létta sér upp og njóta þæginda
heimilislffsins, einnig meðan skólinn
stendur yfir. I mínum skóla stendur
kenslan í neðstu bekkjunum yfir 1 stund
og 20 mín. á dag, og lengist síðan
kenslutíminn svo að hann í efri bekkj-
unum — að fcveim hinum efstu undan-
skildum — er 4 stundir á dag, og hef-
ir það verið undantekning, ef stunda-
talan í einhverjum bekk hefir verið
hærri«.
Eg hefi hér tilfært orð Palmgrens
sjálfs og 8ýna þau að skóli hans bygg-
ir á þrem grundvallarsetningum: 1)
sameiginlegu uppeldi fyrir
pilta og stúlkur 2) líkam-
legri vinnu og 3) takmörk-
uðu kjörfrelsi að því er
námsgreinar  snertir.
Vatnsleiðslu
hafa Akureyrarbúar fengið inn í hús
ain í sumar, og eru, sem von er, næsta
glaðir yfir þeim þægindum.
Oddeyrarmenn réðust í sams konar
fyrirtæki f fyrra haust, en þeir virðast
hafa minni ástæðu en hinir til að
fagna yfir árangrinum. Pyrirtækið
hefir kostað ærna peninga. í fyrstu
virtist alt ganga að óskum; en að
8kömmum tíma liðnum þraut vatnið.
Margítrekaðar  tilraunir  voru  gerðar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 233
Blašsķša 233
Blašsķša 234
Blašsķša 234
Blašsķša 235
Blašsķša 235
Blašsķša 236
Blašsķša 236