Ísafold - 01.07.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.07.1905, Blaðsíða 1
Kexrmr út ýmist einn sinni eöa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, doll.; borgist fyrir miðjan ’ólí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifieg) bnndín við áramót, ógild nema komin só tií ótgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXII. árg. Reyfejavík langardaginn 1. júli 1905 40. blað. Gufubáturinn Reykjavik fer upp í Borgarnes 20. og 26. júlí; en suður í K e f 1 a v í k 4. og 22. júlí. Báturinn kemur við á Akranesi hverri Borgarfjarðarferð. Fer alt af kl. 8 árdegis héðan. Alt af er nóg af öllu í Verzl. EDINBORG Reykjavík, því einlægt er siglingin þangað, nú síðast gufuskipið Saga nýkomið sökkhlaðiö alls konar varningi, nauð- synjavörum, munaðarvörum, vefnaðarvörum og yfir höfuð öllu því, er mennirnir hafa komist upp á að nota í kringum sig, í sig og á. I>að er bæði gagn og gaman að koma í Edinborg, eins og l»ið vitið. Marconi-lottskeyti. Meðtekin í Reykjavík frá Poldhu í Cornwall á Englandi. Fjarlægðin 1850 rastir (= um 240 mílur danskar). 26. júni 1905, kl. 1038 síðdegis. Brezkt gufuskip Ancona rakst á danskt skólaskip nálægt Kanpmannahöfn og sökti því. Tuttugu og tveir drengir drnknnðu. Brezka herskipið Carnarvon rakst á þýzka herskipið Coblenz út af Spáni. Carnarvon tók við skipshöfninni og dró Coblenz, sem leki hafði komið að, til Ferrol. Mr. Hay (utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna) sýktist snögglega í Aewbury, New Hampshire, af nýrnaveiki, Kent um kvefi, sem hann hafi fengið á leiðinni til sumarbústaðar síns. Læknar drógu lír þrautunum og- menn gera sér von nm bráðan bata. 28. júní 1905 kl. 1020 síðdegis. Fyrirskipun frá Rússakeisara felur landstjóranum í Varsjá æðsta hersfjórnarvald þar. Lögregluliðsforingi var skotinn til bana í dag- í höfuðmarkaðsskálannm í Varsjá. Sendiherrann þýzki í Paris hefir afhent svar þýzkn sfjórnarinnar npp á franska stjórnarskjalið um Marokko. Hinn sáttvænlegi blær á svarinu virðist mýkja málið það, þótt mönnum skiljist sem þar sé haldið fram nauðsyn ríkjafundar. Umræður fóru fram á sænska ríkisþinginu (um norska málið). Stjórninni var ámælt fyrir istöðuleysi. Ýmsir þeir er töluðu héldu fram hernaðarráðstöfunum. Forsætisráðherrann talaði um, hver lieimska væri að fara í ófrið, með því að ríkissamband við Norveg yfirunninn yrði stór og sífeldur háski. Mönnum skilst svo, sem Curzon lávarður (Indlandsjarl) hafl gefið í skyn að hann mundi segja at sér, nema nokkrar mikilvægar breytingar verði gerðar á fyrirskipunum um herstjórn á Indlandi. Lloyds hraðskeyti frá Odessa segir, að hætt sé allri vinnu þar á höfninni. Skipsliöfn á lierskipi þar á höfninni gerði samsæri og- myrti foringjana, og sagt er að hún liafl hótað að skjóta á bæinn. Þessi fyrstu hraðskeyti hingað til lands utan úr heimi voru birt hér í bænum í fyrra dag, um miðjan dag, í fregnmiða frá Isafold og Fjallkonunni. Aldrei hefir íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fyltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin, sem flogið höíðu, hvert um sig eða hvert merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum alt Island endilangt á Vieso parti úr sekúndu. Og ös var liðlangan daginn í afgreiðslustofum blaðanna af fólki, utan bæjar og innan, sem þurfti að ná í fregnmiðana; þeim var útbýtt þar ókeypis. Allir fundu, að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður, sem dæmi eru til á þessu landi margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum alt í einu kipt fast að hlið heimsins höfuðbóli, hinni frægustu bygð og blómlegustu á öllum hnettinum. Fagnandi kvöddust þeir, sem hittust á strætum og gatnamótum, ókunnugir jafnt sem kunnugir. En fyrir brá á stöku stað nokkurs konar vofum, er sáust skreppa fyrir götuhorn og inn í fylgsni sín. Það voru fáeinar hræður úr lífverði ritsímasamningshöfðingjans, mannsins utan við lögin, — utan við fjárlögin. Þeir sáu n ú fyrir forlög Kartagóborgar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.