Ísafold - 17.08.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.08.1907, Blaðsíða 1
Siemur út ýmist ein* sinni eða visv. í vikn, Yerl^^rg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l*/» doll.; borgist fyrir miBjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bandin v-.ff áramót, ógild nema koiatn sé til átgefanda fyrir 1. októbe? og kanp- andi sknldlans við blaðið. Afgreiðsla Ausfursfr<Bíi S. XXXIV. arg. Reykjavík laugardaginn 17. ágúst 1907. 55. tölublað Eítir hófið. Bágt eiga hugsandi menn með að :gera sér glæsilegar vonir um mikils- •verðan árangur af öllum hátíðarglaumn- um nýafstöðnum. Þeir hafa séð lítið móta fyrir slíku. Mikið um vinsam- legt hjal, og vitanlega ekkert óheilt undir því búið, en varast allajafna að haga svo orðum, að hönd yrði á fest. Það eitt skifti, er kvað við annan tón og ákveðinn oss í vil eða sjálfstæðis- kröfum vorum, af hendi blaðamanns, sem í förinni var, mátti sjá og heyra á öðrum, stjórnarhöfðingjunum dönsku og þingmönnum, að það var þeim heldur en eigi miður geðfelt. Enda er þeim það naumast láandi, er þeir hafa verið auk annars búnir að heyra andann í meiri hluta þingmanna vorra. Það var ekki við því að búast, að þeim, gestunum, væri það nándar- nærri eins ljóst og oss, að þar áttu þeir tal við umboðslausa menn af þjóðarinnar hendi í þessu máli, sjálf- stæðismálinu, stjórninni fylgispaka embættismenn og uppgjafaembættis- menn aðallega eða þeirra nóta,—fylgi- spaka hverri stjórn sem er, en ekki sízt þeirri, sem er af sama anda fædd og sú, er hér réð fyrir á Estrups- öldinni með Dönum, þótt öðrum fána veifi stundum til blekkingar. • Þess var og engin von, að gestum vorum, þingmönnunum dönsku,gengist hugur við io—12 daga matar og drykkjar sukk, og hestldn austur að “Geysi. Það væri að gera heldur lítið úr þeim. Það þarf meira til að láta alvarlega hugsandi þjóðmálamenn skifta stjórnmálaskoðun sinni. Frjálslynd blöð dönsk tóku það fram í fyrra, að sitja mundum vér íslend- ingar við sama keip i stjórnmálastefnu vorri, þótt þingmenn, þeir sem það þáðu, væru troðfyltir af góðum mat og drykk nokkra daga, og þeyst með þá um leið landið af enda og á, með þeim ógangi, að varla vissu sittrjúkandi ráð. Það hefir og ræzt fyllilega um mikinn meiri hluta þjóðar vorrar, þann er lítur óháðum augum á það, sem gerist, og ber alvarlega fyrir brjósti hennar mestu velferðarmál. Mundi nú vera vit í að ætla bræðra- þjóð vorri hinni dönsku minni stjórn- málaþroska? Getum vér búist við, að hún gangist meira upp við það, þótt vér höfum nú apað eftir heimbjóðend- um vorum í fyrra sams konar gest- risnis-gauragang, sem allir sjá að er lítt við vort hæfi? Það er enginn vafi á því, að gestrisni vor hefði verið engu miður metin, ef vér hefðum sniðið oss þar stakk eftir vexti og dálítið minna verið í borið. Það er ilt að bera á móti því, að nær hefði verið að verja þótt ekki hefði verið nema hluta viðtöku- kostnaðarins til að reyna að sann- færa Dani með ræðum og ritum um réttmætt tilkall vort til hins sama sjálfstæðis og þeir hafa sjálfir. Það hefði vissulega borið meiri ávöxt. Hinni miklu hepni með veðrið eigum vér það að þakka nær ein- göngu, að hinum gífurlega tilkostnaði til landferðarinnar hér og geysimikilli fyrirhöfn varð ekki ver en á glæ kast- að. Af svo litilli ráðdeild var út í það alt lagt, að þar var alt undir teningskasti komið, veðurlaginu. Sakast skulum vér að vísu sem minst um orðinn hlut, og hrósað get- um vér happi í aðra röndina yfir, að viðtökurnar lánuðust ekki lakara en þetta. En hitt skyldum vér hafa hug- fast, að leggja þarf traustari grundvöll undir sjálfstæðisþrifnað þjóðar en veizluglaum og ölteiti. Mislingarnir. Þeir ganga enn í Stykkishólmi. Hafa komist þar í hvert hús að kalla. Um hitt er ekki fullséð enn, hvern- ig kann að hafa gengið að stemma fyrir þeim stigu út um land þaðan. En nokkurar misfellur hafa á því orðið, sem uppvíst er um. Fyrst var slept ungling suður í Miklaholtshrepp með læknisvottorði um tiyggilega sóttkviun og fulllanga, en sá hafði sýkst, er þar kom, og hefir bærinn verið sóttkvíaður, með góðri von um árangur. Þar næst kom hinqað til bœjarins fyrir vikutíma barn, sem hér á heima, en verið hafði um tíma í kynnisför í Sthólmi og hafði verið slept þaðan með læknisvottorði um 20 daga ör- ugga sóttkvíun, er var ekki öruggari en það, að mislingar komu út á því 2—3 dögum eftir að það kom hingað Það var óðara sóttkvíað, ásamt syst- kinum sínum og 'nokkrum börnurn utan heimilis, er kunnugt var um, að hafa höfðu mök við það. En mjög undir hælinn lagt, að það komi að haldi. Því verið hafði barn þetta í mannþvögunni miklu við Bæjarbrygg- juna, er konungur kvaddi hér 9. þ. m., og þá veikt orðið, búið að fá mislingakvef, sem móðir þess varaði sig ekki á, fremur en aðrir. Hafi barn þetta sýkt frá sér í tnannþrönginni konungsburtfarardag- inn, geta hafa fyrir því orðið ekki síður utanbæjarmenn en innan. Því fult var hér þá af ferðantönnum, er fóru daginn eftir viðs vegar út um land, sinn í hverja átt. Erfitt verður mjög að fást við misl- ingasóttvarnir, er ekki má treysta vottorðum héraðslækna. Messufall verður i Frikirkjunni & morgun vegna orgelsviðgerðar. + Benedikt Grðndal. Tvo mannsaldra fulla naut hann mikillar og að mörgu leyti maklegrar skáldfrægðar hér á landi, auk almenns orðstírs fyrir önnur ritstörf mikil og margkynjuð. Hann var af frægu gáfnabergi brot- inn, sonur hins mikla lærdómsmanns Dr- Sveinbjarnar Egilssonar skóla- meistara (f 18 >2) og konu hans Helgu Benediktsdóttur Gröndals (hins eldra), naut ágætrar kenslu föður síns i æsku og skólamentunar, ekki sizt í feðra- tungu sinni og forntungunum suð- rænu; hann bjó að því alla æfi. Náms- gáfurnar voru óvenju-greiðar og fjöl- hæfar. Lífskjörin voru völt og reikul nokk- uð alt fram á efri ár, og ritstörfin fyrir það ósamfeldari en ella mundi. Flest unnið semáhlaupum. Enverk- iund mikil öðrum þræði. Hann lagði margt á gjörva hönd, er að ritmensku lýtur. Hann íslenzk- aði ungur Ilionskvæði Hómers alt í stuðluðu máli og lauk við að gera Ódysseifsdrápu sömu skil, þar er föð- ur hans þraut. Hann reit ýmislegt um norræna fornfræði í Annála Forn- fræðifélagsins í Khöfn, gaf út nokkur ár (um, 1870) tímarit um stjórnmál og sitt hvað annað (Gefn), reit skóla- kenslubækur í náttúrufræði og landa- fræði og safnaði síðustU 20 árin, sem hann lifði, embættislaus, til þjóðmenn- ingarsögu Norðurlanda; og er þaðsafn óprentað. Drápu orti hann all-langa snemtna æfi út af fornaldarsögunni um Örvarodd, en að öðru leyti mest smákvæði, eins og tíðast er um íslenzk skáld, sum einkarsnjöll, en mörg íburð- armikil fremur en kjarngóð; surnt léttvægt gaman. Öllu nafnkendari en ljóð hans öll og liklegri til langlífis er riddarasögusamsetningurinn Heljar- slóðarorusta, frábær að fyndni og fjöri, með gullaldar orðfæri. Ben. Gr. varð stúdent frá Bessa- stöðum vart tvitugur, sigldi til háskól- ans og dvaldist þar 4 ár, til 1850, hafðist við í Reykjavík næstu 7 ár við ritstörf og skriftir, fór þá utan til náms af nýju, sem Htið varð úr, lauk þó meistaraprófi í norrænu og hafðist við i Khöfnlengst þar til 1874, er hann varð kennari við latínuskólann i Reykja- vik, var látinn sleppa því embætti 188 3 (fyrir drykkjuskaparóreglu), og lifði eft- ir það við eftirlaun og vísindalegan styrk úr landssjóði. Hann var kvænt- ur 1871—1881 Ingigerði Tómasdótt- ur Zoéga, systur Geirs T. Zoéga yfir- kennara, valinkvendi, er hann harm- aði mjög, og er dóttir þeirra frú Helga, kona Þórðar læknis Edílonssonar í Hafnarfirði. B. Gr. var lágur maður vexti held- ur og grannur, fjörlegur og hvatlegur mjög, ákaflega hispurslaus, fjónaði hræsni og fláttskap, trúleysi og heims- hyggjustefnu vorra tima. Hann var skemtinn og glaður að jafnaði, trygg- ur og vinfastur. Hann var listfengur með afburðum, skrifthagur mjög og rithandarsnillingur hinn mesti. Hann var maður ákaflega bókrýninn, fróður mjög og minnugur, skjótvirkur við ritstörf, en eigi gagnrýninn að þvi skapi. Hann var heilsuhraustur fram til síðustu æfiára. Kendi þá vatnssýki og andþrengsla. Hann hafði fótavist fram til dánardægurs. Fekk blóðspýju lítilli stundu fyrir andlátið, er að bar laust eftir miðnætti aðfaranótt 2. þ. m. Þá var hann ro mánuðum betur en áttræður (f. 6. okt. 1826). Mikill fjöldi manna fylgdi honum til moldar 14. þ. m., einkum skóla- genginna, i fögru veðri og björtu. Kand. Haraldur Nielsson flutti hús- kveðju, en dómkirkjuprestur talaði í kirkjunni. Þessi minningarljóð eftir Þorstein Erlingsson sungu Stúdenta- félagsmenn við gröfina: Hér hefir særður svanur kropið að sæluskauti méðurlands, þvi nú var höfuð niður dropið og nú var lokuð tjörnin hans, en lengi þíddi’ hann þröngva vök og þreytti’ hin fornu vængjatök. Og sumrin öll við sönginn mæran við sátum glaðir úti þar og höfum allir hugumkæran hvern himin, sem þá vængi har ; svo vítt fór Ctröndals vegsemd þá, sem vorir gleðihlátrar ná. Og þegar allir svanir sungu á sumarkvöldin þjóðin fann, hver Ijómi vafði vora tungu Og vilta fjallasvaninn þann. % Hún fann hve yrði’ á heiðum hljótt, er hann bauð síðast góða nótt. Og það skal okkar móðir mnna, þó margra söngur reynist tál, að hans var ólmur, oft úr funa, en aldrei nema hjartans mál, og það sem refum eign er í var ekki til i brjósti þvi. Við krjúpum ekki’ að leiði lágu, því listin á sér paradis ; nú streyma Gröndals hljómar háu af hafi þvi, sem aldrei frýs. Hvern snilling þangað baninn ber, sem Bjarni’ og Jónas kominn er. Frjálst sambandsland, ritlingur Einars Hjörleifsaonar, e kominn út á dönaku fyrir nokkru.á koatn- að Gyldendala og Nordiak ForlagB. Dr. Jón Stefánaaou hefir annast dönsku þýðinguna. Bitið heitir á dönsku Danmark og Jsland. Eldlnísdag svonefndan átti að halda hér í neðri deild á mánudaginn (12. þ. m.). En svo nauðalítið matarbragð varð að því, sem þar var fram reitt, að varla er nokkurrar frásagnar vert. Mun þó Bjaldan hafa verið nægra úr að velja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.