Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Kemur út tvisvar
í viku, Verð árg.
4kr., erlendisð kr.
eða 1 Jdollar; borg-
ist fyrir miðjan júli
erlendis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
S AFO LD
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri :  Ólafur Bjöpnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavik, laugardaginn 8. nóv. 1913
89. tólublað
I. O, O P.  ^511149.
Nýja Bíó
sýnir í kvöld og næstu kvöld:
Upp og niður.
Sjónleikur  í  4  þáttum
eftii l.eon Bourgeois.
2 stunda sýning.
Orkester frá 7—9 á sunnudag.
Aðg.miðar kosta 0.75, 0.50 og 0.35.
Bostanjoclo-Cigaretter
mesta úrval í bænum í
tóbaks- og sælgætisverzluninni
á Hótel Island.
Cigarettur og tóbak
frá
1. Bastos, Algérie,
er þekt/um allan heim.
Einkasölu fyrir ísland á því
hefir
tóbaksverzlun
R. P. Leví.
Minningarritið
nm Björn Jónsson, fyrra bindi með
mörgum myndum, er komið út og
fæst í bókaverzlunum.
Verð kr. 1.50.
Fjármál.
i.
Peningavandraði er orð, sem oft
hefir hljómað i eyrum manna hér á
landi á síðari árum.
Menn kvarta undan peningavand-
ræðum eða fjárhagsvandræðum í
tvennum skilningi. Það er ekki
hægt að fá lán í bönkunum. Ann-
aðhvort fást alls eigi lán til nyt-
samra og arðvænlegra fyrirtækja, eða,
þótt lán séu fáanieg, þá verða þau
annaðhvort af svo skornum skamti
eða með svo erfiðum kjörum, að
þau koma hvergi nærri að tilætluð-
um notum. Það gæti verið fróð-
iegt að vita, hve morg fyrirtæki hér
á landi hafa mistekist eða orðið að
baslast áfram í kyrkingi og að lok-
um hálf- eða alkyrkt þá menn, sem
i þeim hafa verið að brjótast — ein-
göngu vegna þess að eigi tókst að
fá til þeirra nóg fé í byrjun eða í
uppvextinum. Bankarnir hafa orðið
alla jafna að skamta mönnum féð úr
hnefa, vegna penin^aleysis.
An efa hefir verzlun landsins ekki
sízt orðið að siipa seyðið- af pen-
ingaleysinu. Það er enginn vafi á
því, að svo sem bönkum vorum nú
er fyrirkomið er þeim ókleift, bæði
vegna fyrirkomulagsins sjálfs á þeim
og vegna máttarleysis, að sjá verzl-
un  landsins  fyrir því fé,  sem hún
Erlendar símfregnir
Þjóðernis-ofstæki Prússa.
Khðjn j. nóv.
Roald Amundsen  suðurskautsjara  var i gar bannað af Iðgreglunni i
Flensborg á  Suður-Jótlandi að Jiytja erindi um landalcitir sínar á norska
tungu.  Þetta tiltaki mœlist hvarvetna stórilla Jyrir.
Fréttir af Vilhjálmi Stefánssyni.
Khðjn 7. nóv. kl. 6.
Vilhjálmur Stejánsson  norðurjari er kominn i vetrarsetu  á  Herscel-
eynni, ejtir hina mestu hrakninga o$ prautir.  Dugnaður hans rómaður mjög
í erlendum blððum.
Eins og kunnugt er, lagði Vilhjálmur í för þessa i sumar og hafði
með sér 10 förunauta, vísindamenn o. s. frv. Verður fróðlegt að heyra
nánara um svaðíi- en um ieið fræknleika-för þessa Ianda vors, sem nú
er á hvers manns vörum út um heim.
Miðlun í Mexiköþrætunni?
London 7. nóv. kl. j.
Huerta hinn nýkjðrni Mexiko Jorseti hefir Jarið Jram á pað við Frakka-
stjórn  að miðla  málum  i Mexikoprœtunni.  Frakkastjórn hefir ekkert svar
gefið enn.
Þetta skeyti. bendir til þess, að Huerta þori þó eigi að treysta á
eigin mátt og megin í viðureiguinnr við Bandaríkin.
Er það að vísu sæmd mikil Frökkum, að stjórn þeirra skuli kveðin
til miðlunar, en óvist þó, að Frakkar kæri sig um að lenda í nokkuru
því, er kveikt gæti sundrung með þeim og »stjörnu-fánanum«.
þarfnast, ef hún á að verða innlend.
Augu landsmanna eru nú orðin opin
fyrir þvi, að eitt aðalskilyrði fyrir
sjálfstæði þessa lands, er, að verzlun-
in verði innlend. Betri prófstein fyrir
því, að hér sé um rótgróna sann-
færingu meðal landsmanna að ræða,
getum vér eigi fengið en undirtektir
manna um alt Lind undir stofnun
Eimskipafélags Íslands.
En það er eigi nægilegt til pess
að gera verzlunina innlenda og sjálf-
stæða, að vér faum umráð yfir sigl-
ingum til landsins og frá því. Það
er byrjunarskilyrði, skilyrði sem opn-
ar oss leiðina að því að kaupa og
selja vörur vorar a þeim stöðura,
sem kaupin gerast bezt á Eyrinni.
Tvö önnur skilyrði að minsta kosti
þarf þar til, ef vel á að vera: verzl-
unarpekkingu og Jjármagn til verzl-
unar.
Það verður varla sagt að löggjaf-
arvaldið hafi tekið of djúpt í vasa
landssjóðs hingað til, til þess að
skapa þessi tvö skilyrði og væri bet-
ur að eftirleiðis væri þeim veitt meiri
athygli en hingað til hefir verið gert.
Því verður eigi neitað, að bæði
hér í Reykjavík og grendinni og
sömuleiðis í þeim kaupstöðum í land-
inu, sem bankarnir hafa útbú, hefir
verzlunin haft talsvert mikinn stuðn-
ing í bönkunum. En þeir hafa eigi
getað fullnægt þörfunum að öllu
leyti, og alls ekki eða af mjög skorn-
um skamti annarsstaðar í landinu,
en á þessum stöðum.
Það er ekki svo langur tími, að
ekki muni fjöldinn af núlifandi mönn-
um, síðan ekki þektist sjáljstœður
ísienzkur kaupmaður hér á landi.
Annaðhvort  voru  verzlanirnar  sel-
stöðuverzlanir, og þá aðallega frá
Kaupmannahöfn, eða kaupmaðurinn
var, ef heima átti i landinu, í hönd-
um erlends umboðskaupmanns, sem
keypti og seldi fyrir hann vörurnar,
reiknaði sér sjálfum ríflegan hagnað,
en kaupmaðurinn hér heima sat með
dýra vöru, litinn hagnað og alla
áhættuna. Ástæðan til þess fyrir-
komulags var, að islenzki kaupmað-
urinn hafði hvorki starfsfé i landinu
sínu eða lánstraust i útlöndum. Hann
varð því að kaupa hvorttveggja,
starfsféð og lánstraustið af umboðs-
manninum i Kaupmannahöfn, dýr-
um dómum.
Úr þessu hefir rakist nokkuð á
síðustu árum eða áratugum og má
þakka það tvennu: Bönkunum og
umboðsverzlunum (agentum), sem
kaupa og selja vörur fyrir erlend
verzlunarhús, þeim er sezt hafa nið-
ur hér í landinu á síðustu árum.
Hér i Reykjavík eru selstöðuverzl-
anirnar og verzlanir þær, sem háðar
eru erlendum umboðsmönnum nær
alveg að hverfa úr sögunni. Og
sjálfstæðu íslenzku verzlununum
fjölgar í þeim kaupstöðum, sem bank-
arnir hafa útbú, og mundi fjölga enn
meira ef titbiiin sæu betur en nú
þá skyldu sína, að hlynna fremur að
innlendum verzlunum en þeim verzl-
unum, sem heima eiga í öðru landi
og eiga að nota banka sins lands.
En fyrir utan þessa kaupstaði eru
fljóttaldir þeir kaupmenn og þau
kaupfélög, sem sjálfstæð eru. Annað-
hvort verzla þar sehtöðukaupmenn
eða kaupmenn og kaupíélög, sem
eru í greipum erlendra umboðs-
manna (Kommissionera).
Og  aðalástvðan  cr  si'i, ac þessa
menn og þessi félög vantar aðgang
að þeim peningum, sem til verzlun-
ar þarf, hér í landinu.
Þeir ná ekki til bankanna eða út-
biia þeirra og bankarnir ekki til þeirra
Og bankarnir hafa ekki eins og nú
er aji til þess að taka að sér þessa
menn og leysa þá úr umboðsmanna-
drómanum.
Eg þekki marga kaupmenn út um
land, sem bæði hafa vit, hug, þekk-
ingu og orku til að verz*la, en ber-
jast samt að meiru eða minná leyti
i bökkum í greipunum á erlendu
bönkunum sínum þ. e. umboðsmönn-
unum.
Þessu þarf að kippa i lag. Og
áður en fyrsta fleytan okkar rennur
hér að landi þurfum við að hafa
stigið á stokk og strengt þess heit
að taka tafarlaust næsta sporið að
því að gera verzlun alls landsins
innlenda, að skapa hér í landinu pau
peningaskilyrði, sem til pess
parj, með pvi að bata banka-fyrirkomu-
lagið og auka bankastarjsjéð.
Að mér hefir dvalist við þetta at-
riði, verzlun landsins, er af þvi, að
mér finst sérstök ástæða til að benda
á það nú á þessum tímum þegar
vér erum að byrja á alvarlegri til-
raun til að gera verzlunina innlenda.
En eg er jafn sannfærður um, að
peningaleysið háir afarmikið fram-
kvæmdum öllum, bæði í fiskveiðum,
landbúnaði og öðrum atvinnugrein-
um, sem stundaðar eru hér í landi.
Því þótt framkvæmdirnarnar hafi
verið miklar hér í landinu á síðustu
áratugum, þá er framkvæmda-fey«5
mikið enn. Eg skal að eins benda
á, sem dæmi, að nú er farið að fiytja
dt árlega kjöt í tugum þúsunda
tunua og síld í enn fleiri tugum
þúsunda tunna og þó er varla nokkur
tunna búin til l landinu sjálju. Þetta
er að eins nefnt sem dæmi. Eg
hefi ótal önnur á hraðbergi. Einn
þátturinn í þessu framkvæmdaleysi
er peningaleysið.
Til sannindamerkis um það, að
ekki sé að ósekju að fólki finnist
kreppa að á einhverjum sviðum,
skal eg nefna það, að bönkunum
hér hefir i rauninni ekki bœzt einn
eyrir af starfsfé síðustu 6 árin, en á
þeim tíma höfum við eignast að
minsta kosti 14 botnvörpunga, sem
kosta í litgerð drlega samtals meira
en r1/^ miljón króna auk þess sem
sjálf skipin munu hafa kostað sam-
tals nær 2 miljónum króna.
Laust prestakall.
Sauðárkróksprestakaller laust og verð-
ur veitt frá næstu fardögum. Um-
sóknarfrestur til 18. des.
Um Akureyri.
Sýslumannsembættiðþar kváðu eng-
ir vera farnir að sækja um. Um-
sóknarfrestur er til 15. þ. m. Full-
yrter að Jóhannessýslumaður á Seyð-
isfirði sæki ekki, en á meðal'umsæk--
enda verði Páll Einarsson borgarstj.,
Guðm. Björnsson sýslum. og Stein-
Jónsson sýslum.
Amandsen, Prússar og Danir,
Prdssnesk lögregla hefir bannað
Amundsen norðurfara að mæla á
norska tungu í Flensborg á Suður-
Jótlandi.
Þetta hefir vakið almenna undrun
og gremju, að því er sfmfregnir
herma. Það mun og sannmæli, að
þetta hafi þjóðernisofstæki Prússa
gengið einna lengst.
Lengi hefir kunn verið hin dæma-
lausa drápsherför Prússa gegn dönsku
þjóðerni í Suður-Jótlandi. En þetta
er feti lengra gengið en áður.
Sennilegast er, að lögreglan priiss-
neska hafi eigi kunnað að gera grein-
armun á norsku og dönsku, en hald-
ið báðar tungur vera af sama súr-
deigi.
Hitt afarólíklegt, að skyUleiki mál-
anna, norsku og dönsku, hafi nægur
verið til þess að koma Prússum i
sama ham og vissum dýraflokki, er
hann sér rauða dulu.
Það er vel, að þetta tiltæki, þetta
frámunalega þjóðernisofstæki, hefir
kveikt í réttmætu gremjubáli, meðal
mentaðs fólks í Norðurálfu, eins og
símfregnir herma.
Og óvíða mun gremjan endur-
óma ríkara í hjörtum manna en hér
i landi. Samúðin með Suður-Jótum,
sem eru að vernda þjóðerni sitt og
tungu, gegn ofurefli, hiin er ómeng-
uð hjá oss íslendingum.
En er slikt atvik ber að sem þetta,
kemur ósjálfrátt upp hjá oss kraja
um það, að Danir, sem eiga öðrum
eins þjóðernis-ofsóknum að sæta og
raun er á i Suður-Jótlandi, kunni
hið fornkveðna: Það sem þér viljið
að mennirnir geri yður, skuluð þér
og þeim gera!
Ef Danir vilja standast réttlátan
dóm sögunnar, mega þeir eigi um
leið og þeir fárast yfir þjóðernisof-
sóknum Þjóðverja f sinn garð —
beita sér minni þjóð neinum þjóð-
ernis-ofsóknum.
Þeir mega eigi sitja fyrir sjálfsögð-
um þjóðernisvakningar- ogsjálfstæðis-
málum — hjá oss.
Þeir mega eigi tregðast við að við-
urkenna sjálfstæðisréttindi vor, sem
vér eigum einmitt í skjóli vors sér-
staka þjóðernis — alveg á sama hátt
og landar þeirra i Suður-Jótlandi.
Þetta hafa og einstakir Danir séð,
svo sem t. d. kona sú, er getið var
um i Isajold í sumar, frú Astrid
Stampe. En raddir eins og hennar,
eru þvi miður: rödd hrópandans, sem
eigi er hlýtt.
Daginn sem símskeytið barst um
bannið gegn erindi Amundsens, sagði
Dani einn hér í bæ við oss: »Af
þessu ættu landar mínir að læra, að
eigi dugir að haga sér gagnvart ís-
lendingum, eins og þeir gerac.
Þetta er hverju orði sannara. Títu-
prjónastingirnir í íslenzkt þjóðerni,
sem altaf eru á takteinum öðru hvoru
meðal Dana, veiða, ef eigi er tekin
önnur stefna, að því krabbameins-
sári á sambandi landanna, sem aldrei
qrœr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 351
Blašsķša 351
Blašsķša 352
Blašsķša 352
Blašsķša 353
Blašsķša 353
Blašsķša 354
Blašsķša 354