Ísafold - 25.08.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.08.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7J/2 kr. eða 2 dollarjborg- lst fyrir miðjan júll erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. elnt XLIV. árg. Reykjavík, laugardaginn 23. ágúst 1917. Uppsögn (skrlfl. bundln vlð áramót, , er óglld nema kom- ln só tll útgefand* ! fyrlr 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus vI8 blaSlS. 54. tölnblaö •Keynalan er aannleikur* aagði »Kepp« eg þóttiað vitrari maöur. Reynsla alheims hefir dsemt Fordbíla að yera bezta allra bila. og aiheims dóm verbur ekki hnekt. Af Ford- bilum eru fieiri á ferð í heiminum en af öll- nm öörum biltegundum samanlagt. Hvað sannar þaö? Þaö sannar þaö. Fordbillinn er beztur allra bila enda hefir hann unniö aér öndveigis8æti meöal allra Bíla, hjá öllum þjóöum, og hlotið heiðursnafnið Yeraldarvagn. Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig selur hinar heimsfræga DUNLOP DEKK og :]8L0NGUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartergi 1, -AlþýÖufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Jbargarstjóraskrifst. opin dagl. 10-—12 og J-8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—B tslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 8^/s síöd. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 6 á helram liandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Lattdsbankinn 10—3. Bankastj. 10—19 .Landsbókasafn 12—8 ag B—8. Útlán 1—B Londsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—9 Landsféhirðir 4—B. Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. V.gafaiö <lokað fyrst um sinnj .Sá itúrugripasafniö opiö 1 */s—2^/s á sunnud. sthúsið opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Sumábycgö Islands kl. 1—B. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Keykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Tifilstaðahælið. Heimsóknartfmi 12—1 IÞjóBmMi.jasafniB opiö sd., þrd. og fid. 12—2. I»jóÖ3k7RlasafniB hvern virkan dag kl. 12— ©g 6—*8 siðd. T í m i n n og samvinnustefnan iii. Einna merkilegastur eiginleiki Tím- ans er það, að honum hættir við að segja alt annað en hann meinar. Blaðinu segist sjálfu svo frá, að það æpi stundum svo hátt að úr ópinu verði alt annað en til var ætlast. Meistaraverk blaðsins á þessu sviði er svo glæsilegt, að menn trúa því vart, að slikt liggi eftir málgagnið á fyrsta misseri þess. En sjón er sögu ríkari. í 3. tölublaði Tím- ans, er út kom 31. matz segir: iKaupmtnn, stórkaupmenn, umboðs- salar og heildsalar ega að hverfa úr sogunni og gera pað*. Þetta var nú á þeim dögum þegar átti að stein- rota verzlunarstéttina. En svo liða tæpar 12 vikur og út kemur 19. tölu- blað Timans 21. júli og þá þóknast blaðinu að skrifa: »Kaupmenn og stórkauptnenn eiga ekki að hverfa úr sögunni«. Blaðið kallar þetta játn- ingu og væri þessi bragarbót í alla staði ágæt ef hugur fylgdi máli. En þvi miður, enginn veit með vissu Jivorum Timanum skal trúa. Þrátt fyrir sinnaskiftin er blaðið i sífeld- nm heilabrotum um það, á hvern hátt verzlunarstéttinni verði unnið mest ógagn. Allar hugleiðingar blaðs- ins um vezlunarmál hníga í þá átt aö gera verzlunarstéttinni sem örð- ugast fyrir og helst útiloka hana eftir mætti frá viðskiftasviðinu. En þetta er ef til vill að eins millibils- ástand hjá blaðinu. Játningin er þá liklega tákn þess, að blaðið sé nú loks að komast að þeirri niðurstöðu, að boginn hafi ekki verið of hátt spentur. Það tekur auðvitað tíma fyrir blaðið að átta sig á þvi, að þjóðfélagið geti ekki verið án verzl- unarstéttarinnar og aðstaðan er dá- lítið erfið vegna fortíðar blaðsins. Einna lakast er það, að sinnaskift- in koma illa heim við lýsingu Tím- ans á verzlunarhögunum. Væri helm- ingurinn sannur þá hlýtur hér að vera sæluland fyrir kaupfélög og það ætti að vera létt verk fyrir væntan- lega heildsölu sambandsfélaganna að sópa burt á svipstundu öllum heild- sölunum. Þeir sem trúa Tíman- um verða að kenna sambands heild- sölunni um ef öðruvísi fer. En vera má, að Timinn áður langt um liður gefi verulegan afslátt af þessari lýs'- ingu sinni á verzlunarástandinu og verður þá aðstaða blaðsins mun hæg- ari til allra snúninga. Sé viljinn einlægur þá fer hann miklu áorkað og að óreyndu verður að gera ráð fyrir þvi, að um veruleg sinnaskifti sé að ræða. Timanum er mjög um það hug- að að telja mönnum trú um að hann sé »sverð og skjöldur* samvinnu- félaganna. Blaðið hrópar hátt um árásir og fjandskap við samvinnufé- lögin ef andað er á sjálft blaðið. Þetta er meir en litil biræfni áf blaði sem i raun og veru vinnur sam- vinnufélagsskapnum stór tjón með framferði sinu. Það eru eigi skrif- finnar af Tímans tagi, sem unnið hafa að vexti og viðgangi samvinnn- félaganna hér á landi. Ef ekki hefði verið öðrum á að skipa væri árang- urinn Htill. En sem betur fer hafa félögin átt hollari menn að. Það eru framkvæmdamennirnir. Þeir hafa borið hita og þunga dagsins og þeim einúm er árangurinn að þakka. For- vígismennirnir hafa unnið fyrir fé- lögin sjálf, en ekki haft allan hugann á því að slá pólitiska mynt úr sam- vinnufélagsskapnum. En það er ein- tnitt ískyggilegast við »velvild« Tímans við samvinnufélögin, að als- staðar skína i gegn tilraunir til þess að draga félögin inn í stjórnmála- deilurnar, en með því er framið ill- ræðisverk gegn samvinnufélagsskapn- um. Hér á landi, eins og líka í öðrum löndum, hefir félags- skapnum verið haldið óháðum öllum pólttískum flokkum og unnið að þvi einu að gera hann öflugan þátt i frjálsri samkepni. Þannig á það að vera. Takmarkið, sem stefnt er að, er að auka hagsæld hndsbúa. En þessu takmarki verður ekki náð með því að eyðileggja verzlunarstéttina, heldur einmitt með því að efla hana. Dugleg og velmentuð verzlunarstétt er lífsskilyrði fyrir þjóðfélagið. Þetta játa allir þeir, sem eru samvinnu- menn meir en að nafninu einu; Vlta að samvinnufélagsskapnum s)álfum er það lífsnauðsyn, að sam- kepnin sé öflug. Hér hefir að nokkurn verið at- hugað það sem Timinn hefir lagt til viðskiftamála þjóðarinnar. Með því nú, að dálftið vottar fyrir því að blaðið sé að komast á betri braut, þá verður þetta látiö nsegja að sinni. Skólahald ~ skólaleysi. í siðustu forvöð, rétt áður en póst ar fara, kemur nú fram svohljóðandi tillaga frá fjárhagsnefnd og fjárveit- inganefnd Nd., sem þó að sögn er klakið út af einskonar undirnefnd í fjárveitinganefndinni: Tillaga til þingsilyktunar um skólahald næsta vetur. Alþingi ályktar að heimila stjórn- inni: 1. að láta háskólakenslu falla niðut næsta vetur, þó þannig, að nem- endur, sem ætla að taka fyrri eða síðari hluta embættisprófs i vetur eða vor, fái til afnota 2—3 kenslustofur í mentaskól- anum, til þess að kensla fari þar fram. 2. að láta falla niður að öllu leyti kenslu i hinum almenna menta- skóia og i gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þó skulu nemend- ur hafa leyfi tilað ganga undir vorpróf á venjulegan hátt, enda skulu þeir einkis í missa fyrir aldurs sakir. 3. að láta kenslu við kennaraskól- ann og stýrimannaskólann falla niður. 4. að láta kenslu í bændaskólunum falla niður, nema verklegt nám að vorinu. 3. að greiða ekki skólum þeim, sem styrktir eru af landsfé, meiri styrk en nemur venjulegu kaupi fastra kennara og timakennara, enda komi þar í móti fé ann- arsstaðar frá i sama hlutfalli og krafist er í núgildandi fjárlögum. 6. að láta enga breytingu verða á yfirsetukvennaskólanum né vél- stjóraskólannm. 7. að greiða öllum kennurum lands- skólanna, jafnt stundakennurum sem öðrum, full laun eftir því sem verið hefir. Tillaga þessi er nokkuð seint fram komin; og epn er eftir að samþykkja hana, breyta henni eða fella, áður en menn fá að vita, hver forlög skólanna verða í vetur. En hvað felur hún i sér? Tillagan felur það i sér fyrst og fremst (sbr. 1.—4. lið), að flestallir nemendur Háskólans og Mentaskól- ans, auk gagnfræðaskólanna beggja, svo og nemendur kennaraskóla, stýri- mannaskóla og bændaskólanna á Hól- um og Hvanneyri, verði settir aftur um 1 ár eða meira, glati einu ári úr lifi sinu, ef þeir ekki geta num- ið upp á eigin spýtur, og týni þá, meira að segja niður miklu af því, sem þeir þegar kunna að hafa numið. Með 3. lið tillögunnar eru hinir aðrir sérskólar, svo sem verzlunar- skóli, iðnskóli, kvennaskólar og barna- skólar skornir niður við sama trogið með því ákvæði, að þeir fái ekki meira úr landssjóði en nemi venju- legu kaupi fastra kennara og tíma- kennara við þá skóla. Það á með öðrum orðum að vara þessa skóla eða þá, sem þeim stjórna, við þvi að' vera að streitast við að halda þeim áfram, þótt þeir hafi bæði getu og Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fekst hann. Bekuet, Grastoug, Línubelgi, Línur af öllnm stærðum. Onglar, smáir og stórir. Taumar, Blýlóð. Smurningsolia af öllum tegundnm. Sérstök tegund fyrir Tuxham, Vesta og Avance- vélar. Hrátjara, Fernis i Olíufdt. Landsins bezíu Oííuföf. j. Bjerregaards björgunaráhald, sem öll skip eiga að hafa, o. m. fl. Alt til stærri og smærri skipa, kaupa menn ódýrast hjá Sigurjóni Péturssyni, Hafnarstræti 16. Simi 137. Simnefni: Net. löngun til þess. Og Hklegast á bein- linis að hegna þeim, eins og einn háttv. nefndarmaður komst að orði við mig, með því að svifta þá alveg landssjóðsstyrknum, ef þeir skyldu dirfast að reyna að halda skólunum áfram. Einhver hulinn verndarkraftur hvifir þó yfir yfirsetukvennaskól- anum og vélstjóraskólanum. Þeir einir eiga að fá að lafa. Nd þótt leggja eigi skólana niður, á nú samt sem áður að borga öll- um kennurum, jafnt stundakennur- um sem öðrum, full laun — fyrir að gera ekki neittl Þótt þetta sé nú vildarboð og raunar ekki nema sjálfsagt, úr því menn eru svona óviljandi og undir- búningslaust sviftir atvinnu sinni, þá er eg nú fyrir mitt leyti engan veginn ánægður með þessa ráðs- mensku og vildi mega skjóta þvi til hinna gætnari þingmanna, hvort þeir vildu ekki revna að hugsa málið ofurlitið betur, áður en þeir léðu þessari tillögu óskorað fylgi sitt. Eg skal nú ekki að þessu sinni fjalla um aðra skóla en Háskólann Og Mentaskólann, af því að þeir eru mér kunnastir og mér stendur einna næst að hugsa um þá. Sjálfsagt verður kolaeklan mikil og kolin dýr, ekki minna en 300 kr. smálestin. Og ef til vill verður ómögulegt að útvega gaskol og þá ekki heldur kokes handa miðstöð- inni í Alþingishúsinu, úr því að stjómin bar ekki gæfu til að sjá fyrir þessu í tima. Og þá verður Háskólinn auðvitað ekki haldinn þar. En þar með er alls ekki loku iarðarför konu minnar, Þórunnar OlafiBdóttur, fer fram hér á heimill hennar fiöstudag 31. ágúst næstk. og hefst á hádegi. Kálfholtl 23. ág. 1917. Ólafur Finnsson. fyrir það skotið, að ekki megi halda bæði Háskólann og Mentaskólann að nokkru eða öllu leyti annarstaðar með tiltölulega litlum tilkostnaði f kolum. Eg sé, að inn í tillöguna hefir slæðst uppástunga, sem eg drap laus- lega á við einn nefndarmanninn, eða hann ympraði á við mig, nefni- lega að nota kenslustofur i Menta- skólanum og mentaskólahúsið yfir* leitt til kenslu handa Háskólanum í vetur. En því þá ekki lofa báðum skólunum að starfa þar, að svo miklu leyti sem rúm leyfir? Hér má fara bæði lengra og skem- ur: — Annaðhvort að hafa að eins helztu og nauðsynlegustu bekkina úr Mentaskólanum (t. d. 3., 4. og 6. bekk), en fræðslu i forspjallsvís- indum og kenslu undir fyrri og seinni hluta próf við Háskólann, og skifta þá skólahúsinu milli beggja þessára skóla að formiðdeginum til. Eða þá hitt, að láta báða skólana starfa að öllu leyti, þannig að Menta- skólinn noti skólahúsið fyrri hluta dags, en Háskólinn siðari hlutann. Fyrirlestrana fyrir almenning mætti þá haida i skólasalnum. Hvað mundi þetta nú kosta, hvor leiðin sem valin yrði, fram yfir það venjulega? — Mér er sagt, að ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.