Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						:i

Kemur út tvisvar

í viku. Verðárg.

5 kr., erlendis T1/^

kr. eða 2 dollar;borg-

! !st fyrir miðjan júii'

erleudÍB fyrirfram.

Lausasala 5 a. eint

Uppsögn ^skrifl.

bundin við áramót,

er ógild nema kom-

ln aó tll útgefanda

fyrir 1. oktbr. og

88 kaupandi skald-

laus vlð blaSlð.

ísafoldarprentsmiðja.

Ritstjórl: Ótefur Sjörnsson.

Talsimi nr. 455,

XLIV. árg.

Reykjavik, laugardaginn 10. nóv. 1917

69. tölublað

rn Is'lands.

Sykurhneykslið og iandsvirzlunin.

Á fcíðastliðnu vori benti ísafold

-é, ými8legt það í athöfnum lands-

stjórnarinnar og athafnaleysi, sem

ótvírætt benti á það, að landinu

-stæði stórháski af því að hafa við

völd á þessum alvörutímum stjórn

þá, er nú fer með völdin. Sömu

skoðunar var allur almenningur.

llenn væntu þess, að þingið tæki

í taumana er það kæmi saman í

sumar og gerði þá skyldu sína,

að sja landinu fyrir hæfri stjórn.

'Vér héldum áfr/im að minna þing-

ið á þessa skyldu sína fram í

þinglok. En alt kom fyrir ekfci.

Þingið, eða meiri hluti þess, var

svo samflækt stjórninni og svo

úrræðalítið um að útvega hæfa

menn í ráðherrasætin, sem um

margt annað, að þetta var einnig

látið reka á reiðanum. Þingið

•akildi svo við að stjórnin sat

•ohögguð. Hverjar yrðu afleiðing-

arnar, hlaut fyrir eða síðar að koma

i ljós á þann hátt, að augu allra

landsmanna opnuðust.

Nú hefir stjórnin framið það

éhæfuverk, sem fer lengra en

margan grunaði, að þessa óhæfu

Ætjórn mundi henda. Vér eigum

hér við

sykurhneykslið.

Fyrir rúmlega hálfum mánuði

kvisaðist hér um bæinn að lands-

sstjórnin hefði hækkað verð á syk-

urbirgðum sínum um 30 aura

é, kílói að meðaltali. Þetta

¦kvis þagnaði aftur um stund. Að

það var eigi ástæðulaust með öllu,

skal drepið á síðar. Svo, nú um

miðja vikuna, verður það upp

skátt, að landsverzlunin hafi alt

i einu hækkað verð á sykur-

birgðum sínum um 35 au. lcllóið

af strausykri og 25 au. kílóið af

högnum sykri.

Menn urðu sem þrumu lostnir.

Menn hafa að vísu átt að venj-

ast verðframfærslu hjá landssjóðs-

verzluninni á ýmsum vörutegund-

um, framfærslu, sem ekki var

unt að sjá neinar skynsamlegar

ástæðui fyrir. En bæði var það,

að leynt var farið með verðhækk-

unina, hún oft fi'amkvæmd smátt

og smátt og — landsverzlun-

inni hafði tekist að fá kaupmenn

til að fylgjast með sér, hækka

sínar birgðir af vörutegundinni

að sama skapi, sem landsverzl-

unin hækkaði sínar birgðir.

En hér kemur alt í einu svo

jglfurleg hœkkun á eirihverri mestu

nauðsynjavörunni, að hún nemur á

birgðum þeim, sem landssjóður á

af »ykri 5—600 þúsund krónum.

>0g hækkunin kemur þá fyrst, er

birgðir kaupmanna af þessari

vörutegund eru hér um bil þrotn-

ar, svo landsstjórnin hefir einokun

A vörutegundinni. Kvisið um hækk-

unina, sem fyrst gaus upp, bygð-

ist á því, að landsstjórnin hafði

þá þegar, nú fyrir rúmum hálf-

um mánuði, ákveðið að fram-

kvæma þessa hækkun, en kallaði

aftur þær fyrirskipanir sínar, af

þvi hún varð þess vör, að hún

gæti eigi komið þeim fram. Kaup-

menn áttu sem sé þá enu nokkr-

ar birgðir af sykri, og svo leit

út sem þeir ætluðu ékki að elta

landsstjórnina i þetta skifti með

hækkun á sykurverðinu. Hún var

eigi enn orðin ein um hituna. En

hún gætti þess að halda sem fast-

ast um sínar birgðir, svo birgðir

kaupmanna gengju sem fyrjt til

þurðar. Þegar svo var komið,

landsstjórnin orðin ein um hituna,

þá var ekki látið dragast einn

dag að beita a\ví\Qxmmg þrœlatök-

um einokunarinnar.

Vér gátum eigi séð, að um

annað væri að ræða. Hvorki

vér né aðrir, sem vér spurðum

gátu séð , nokkra eðlilega eða

verjandi £stæða fyrir þessarri verð-

hækkun. Vér vildum þó rann-

saka málið sem bezt, og leituð-

um því viðtals við landsstjórn-

ina.

Björn að baki Kára.

Sneri ísafold sér í fyrrakvöld

til fjármálaráðherra, sem áður,

að fyrra brdgði hafði lofað því

að láta oss jafnan í té skýrsl-

ur um athafnir stjórnarinnar,

þær er almenning varðar og frá

mætti segja. Samdist svo um,

að Isafold skyldi hitta hann að

máli í gærmorgun. En er að því

kom, kvaðst hann fyrst þurfa að

tala við forstjóra landsverzlunar-

innar, og óskaði því frests á við-

talinu, og fór svo á endanum, að

hann sendi forstjórann á fund

vorn, því hann væri öllu miklu

kunnugri. Frá sjálfri stjórninni

var því enga vitneskju að fá,

hvort sem það ber svo að skilja

að hún hafi »gefið sig upp á gat«

eða viljað verjast allra frétta

beint frá sér og þvi otað fram

forstjóranum, til þess að reyna

að hafa sjálfa sig undan beinu

skellunum.

Það sem forstjóri landsverzl-

unarinnar hafði fram að færa

viðvíkjandi þessari 20% hækkun

á sykurverðinu, var í stuttu máli

þetta:

1.  Innkaupin hafa verið það

dýrari en áður og farmgjaldið

sömuleiðis sem svarar þessari

hækkun.

2.   Landaverzlunin þarf ætíð

að hafa þessa vöru fyrirliggjandi,

en kaupmenn sæta færi þegar

hún er ódýrari, kaupa hana þá.

Hafa þeir í vor og vetur ekki

haft nema slatta.

3.  Kaupmenn eru látnir hafa

ódýrustu skipin, þar sem þó væri

náttúrlega réttlátara að skifta

jafnara niður ekiparúmi því dýr-

ara og ódýrara milli landsverzl-

unar og kaupmanna.

4.  Hann játaði, að sykurverð-

ið væri orðið tilfinnanlega hátt.

Danskur sykur með lægra verði

væri fáanlegur, en það vantaði

flutning. Þegar flutningur fæst,

þá yrði sykurverðið fært niður

í að minsta kosti 1.35 kíló, eins

og áður, og lagði forstjórinn á-

herzlu á það.

5.  Hann taldi samþyktina á

kaupmannafundinum árás álands-

verzlunina, með því að kaupmenn

skoðuðu hana sem samkeppanda,

en hún væri auðvitað þess eðlis,

að hún ætti að koma þar til, sem

kaupmenn gætu ekki fengið vör-

urnar.

Annars vísaði forstjórinn til

þess, er hann hefði sagt við rit-

stjóra Vísis og þar var birt á

föstudag. Er það flest hið sama

og að ofan getur, nema hvað

hann tekur þar frara, að fyrir

rúmum hálfum mánuði hafi verð-

ið verið hækkað út um land, en

hækkuninni hafi verið frestað hér

til þess að kaupmenn, sem birgðir

hefðu átt, ekki græddu um of á

henni. »Enda hafi sumir þeirra

verið orðnir óþolinraóðir.«

Vér fáum eigi séð að ástæður

forstjóra landsverzlunarinnar bæti

hér mikið úr skák. Þær eru

sumpart mjög litilsverðar til þess

að réttlæta þessa gífurlegu verð-

hækkun, sumpart villandi og

sumpart hljóta þær að vera bein-

linis ósannar.

Vér höfum aflað oss þeirra upp

lýsinga um sykurverðið, sem

kostur er á. Niðurstaðan er bú,

að með þvl að taJcaþað innkaups-

verð, sem hæst hefir verið keyptur

sykur fyrir í Ameríku áþessu ári og

hingað er kominn og með því að

táka það flutningsgjald sem hæst

heflr verið með skipum Eimskipa-

félagsins d þessu ári frá Ameríku

og með þeirri vdtrygging og 'óðr-

um kostnaði sem hæstur heflr verið

á sykri frá Ameríku á þessu ári

var hœgt að selja sykurinn því

verði, sem á honum var áöur en

hann var hækkaður og þó hafa

sœmilegan kaupmannshagnað af.

Þetta er engin staðhæfing út í

loftið, heldur á fullum rökum

bygð.

Nú . er það áreiðanlegt, að

mikill hluti, jafnvel mikill meiri

hluti sykurbirgða landssjóðs er

»keyptur inn« mun lœgra verði

en umgetið hæsta innkaupsverð.

Það er ennfr. áreiðanlegt, að mikill

hluti sykursins er fluttur hingað

fyrir muu lœgra flutningsgjald en

umgetið hæsta flutningsgjald t. d.

heill skipsfarmur með »01ivette«

i suraar, nokkuð með skipum

Eimskipafélagsins o. s. frv. Að

innkaupin á öðrum hluta sykur-

birgða landssjóðs hafi verið svo

vitfirringslega gerð og flutningur

á því svo vitfirringslega dýr, að

nauðsynlegt sé, að hækka verð á

öllum sykurbirgðunum • um 350

krónur á hverri smálest, um það,

um svo giæpsamlegt ráðlag lands-

stjórnarinnar, getur forstjóri lands-

verzlunarinnar aldrei sannfært

oss. Allra sízt þar sem mik-

ið af sykrinum er vitanlega

keypt langt undir verði því sem

vér byggjum á og vitanlegt er

að Eimskipafélagið hefir góðan

hagnað af siglingum skipa sinna

með því flutning8verði sem vér

byggjum á. (Hví er annars alt,

flutningur og annað dýrara hjá

landsstjórninni en öðrum?).

Forstjórinn vill láta líta svo út

sem óánægja kaupmanna út af

verðhækkuninni stafi af sam-

kepnisástæðum við landsverzlun-

ina. Vér teljum þetta mjög

ósennilegt. Kaupmenn hafa ekki

þurft að vera óánægðir með

landsstjórnina sem keppinaut.

Hún hefir nær undantekningar-

laust verið svo dýrseld, að kaup-

menn hafa getað lagt á vörur sín-

ar meira en þeir hefðu ella gert, í

skjóli landsverzlunarinnar. Þeir

hafasumir síður en svo unnið sér

vinsældir með þessu. Þessi athuga-

semd forstjórans er út á þekju

og kernur málinu ekkert við,

Þetta mál snertir ekki kaup-

menn neitt sérstaklega. Það

snertir allan almenning.

Vér höfum sýnt fram á, að með

óhagstæðustu innkaupum og flutn-

ingum, sem almenningi standa til

boða, gaf verðið sem á sykrinum

var dður en hækkað var, sæmi-

legan kaupmannshagnað. Hvað

sem landsstjórnin og hennar

þjónar segja, verður eigi fundin

nein skynsamleg dstœða fyrir verð-

hækkuninni.

Hvað er það þá, sem hér er

um að ræða?

Vér lítum svo á, sem það sé

ófyrirleitin tilraun tilþess að leggja

skatt á almenning, skatt sem er

hœrri á hvert nef en nokkur ann-

ar skattur sem nókkurn tíma heflr

verið lagður á hér á landi og rang-

látari gagnvart sumum landsbú-

um en nokkur annar skattur, sem

á hefir verið lagður hér á landi.

Hæsti tekjuliðurinn á fjárlög-

unum, hæsti skatturinn er kaffi-

og sykurtollurinn. Hækkunin

á verðinu á birgðum þeim, sem

landssjóður nú á, nemur meiru

en kaffi- og sykurtollurinn er

áætlaður samanlagður á heilu ári.

Það er marg-viðurkent að toll-

ur á sykri er ranglátasti tollur-

urinn vegna þess, að hann hvílir

á einni helztu nauðsynjavörunni

og í sjávarplástum lang þyngstur

á þeim, sem minst hafa efnin að

borga skattinn með. Því hafa

þær raddir orðið æ háværari á

síðustu árum, sem hafa krafist

afnáms sykurtollsins. Og samt

dirfist núverandi landsstjórn að

nota sér það, að atvikin hafa

lagt upp í hendurnar á henni ein

okun á þessari vörutegund, til

þess að leggja á hana nýjan toll,

~J»Reynslao et sannleikur« sagoi »Repp« og

þötti ao vitrari maöur. Reynsla alheims hefir

íærnt Fordbtla að vera bezta allra bila og

alheims dóm verour ekki hnekt. Af Ford-

bílum eru neiri á fero 1 heiminum en af öll-

am öorum blltegnrxdum samanlagt. Hvað

Bannar pao? Þao sannar þao. Fordbillinn

er beztur allra blla enda hefir hann unnio

lér öndveigissœti meoal allra Blla, hjá öllum

þjóonm, og hlotið heioursnafnio

Veraldarvagn,

Fast ao eins hjá nndirrituoum sem einnig

aelur hinar heimsfrœgu DUNLOP DEKK og

SL0NGDR fyrir allar tegundir bila.

P. Stefánason,

Lœkjartorgi 1,

DómasaMð 1916

(24 arkir) er komið út; með því er

IX. heftinu lokið. Fæst á skrifstora

ísafoldar og

kostar kr. 4.80.

Alþýoufél.bókasafn Templaras. B kl. 7—B

borgarstjðraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8

9æjarfógeta.skrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B

Ssajargjaldkerinn Laufásv. B kl. 10—12 og 1—6

iatandsbanki opinn 10—4.

<Í.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 slftð.

Alm. fundir ðd. og sd. 8>/« slod.

uandakotskirkja.  Ouosþ.j. 9 og 6 á helgnm

Ciandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.

,andsbankinn 10—8.         Bankastj. 10—12    ^

uandsbókasafn 12—8 og B—8.  Útlán 1—8

handsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12—9

úandsféhiröír t—B.

..-ndssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga

helga daga 10—19 og 4—7.

Listasafnio (lokao fyrst nm sinnj

Sá itúrugripasafnio opio l'/>—2>fa a sunnnd.

Pó ithúsio opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1.

<umábyrgo Islands kl. 1—6.

itjómarr&oBskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.

ralsimi Reykjavlknr Pósth.8 opinn 8—19.

7tfilstaoahælio.  Heimsóknartimi 12—1

Þjóomenjasafnio opio sd., 12'/«—lJ/t

Þjóoakialasafnio  opið  sunnud., þriojnd.  og

fimtuiaga  kl. 12—9.

toll sem er tvöfalt hœrri en sykur-

tollurinn er nú, eftir að hannhefir

hækkað smátt og smátt þvert ofan

í vilja mikils meiri hluta landsbúa.

Landsstjórnin drýgir hér verknað

gegn landsmönnum, sem vér full-

yrðum, að ékkert löggjafarþing

hefði látið sér detta í hug að

drýgja þótt landssjóður h^fði verið

mjög nauðulega staddur.

Og þetta er gert á þeim tíma,

sem dýrtíðin sverfur svo að al-

menningi að óséð er hvernig

fram úr verður ráðið. Eða má-

ske landsstjórnin viti ekkert um

dýrtíðina! Það hefir komið fyrir

nú siðustu dagana hér í Reykja-

vík að maður, sem er fullvinn-

andi, hefir stöðuga vinnu og 36

krónur um vikuna, en á heilsu-

lausa konn og á 5 eða 6 börn,

hefir orðið að leita á náðir fá-

tækrasjóðs um styrk. Svo mikil

er dýrtíðin orðin, að heiðarlegir

menn, fullvinnandi og sívinnandi,

sem spara alt hvað þeir geta,

verða að leita á náðir sveitar-

innar og afsala sér þar með mann-

réttindum sínum, alsaklausir. —

Slikum mönnum, og þeim sem

líkt er ástatt um, ætlar hin virðu-

lega landsstjórnað greiða skuli nú

aukaskatt,  sem  nemur  hvorki

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4