Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Kemur ut tvisvar
i viku. Verð arg.
5 kr., erlendis 7x/2
kr. eða 2 dollarjborg
Ist fyrir miðjau júlí
erlendls fyrirfram.
,  Lausasala 5 a. eint
Uppsögn (skrlfl.
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
ln só til útgefanda
[ fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandl skuld-
laus vl8 blaðiS.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjór!: Dlafnr Björnsson.
Talsimi nr. 455,
XLIV. árg.
Reykjavfk, laugardaginn 24. nóv. 1917.
72  tölublað
•Heynslan «r sannleíkur. sagði ^»Kepp« og
íþótti ao vitrari maitur Keynsla alheims hsfir
dœmt Fordbfla að v?ra bezta allra bila. og
^lheims róm verdur ekki hnekt. Af Ford-
bilum eru fieiri á ferð 1 heiminum en af öll-
um öoruin biltegundum samanlagt. Hvað
sannar það? Þaö sannar þao. Fordbíllinn
er beztur allra b!la enda hefir hann unnið
Bér öndveigissæti meðal allra Bila, hjá öllum
þjóöum, og hlotið heioursnafniðj
Veraldarvagn.
Fast ao eins hjá undirrituoum sem oinnig
aelur hinar heimsfrœga DTJNLOP DEKK og
SL0NGUK, fyrir allar teirundir bila.
P. Stefánsaon,
liœkjartorgi 1.
«"l
Erl. súnfregnir
•Frá fréttaritara isafoldar eg Morgunbl.
Khöfn 23. nóv
Bretar hafa ariöíð stór-
kostlegan sigur á vestur-
vígsteðvuimm. í*eir eru
ntt 1800 metra frá Cam-
torai og kafa tckið rúmi.
10,000 fanga.
Kirkjuklukknm Lundúna-
Iborgar heflr verið hringt
til sigurfagnaðar.
Frakkar gera áhlaup hjái
Pronacurt.
Þjóðverjar halda því tram
að tilraun Breta til þess
að riúfa herlínu þeirra hafi
mishepnast.
Austurríkismenn stinga
upp á þvi að Venedig sé
gerð að hlutlausri höfn.
Maximalistar hafa getið
Tússneska yfirhershötðingj-
annm skipnn nm það að
fá hershöfðingja óvinanna
til þess að koma á vopsa-
hléi þegar i stað.
Her Kerenskys heflr tek-
ið hðndum saman við
Maximalista.
150,000 hermenn frá
Ukraine halda gegn
Kaledin
Uþýoufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 1—H
.-ctfarstjóraskrifgt. opin Aapl. 10—12 og 1 • fi
'ajaTfogetaskrífstofan opin v. d. 10—\i og 1—6
«")iarg.ialdkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 or 1—6
'.i.iiictöbanki opinn 10—1.
V.JM7.M. Lestrar-og skrifstoia H Ard.—10 oioð.
ilui. fundir fld. og sd. 8*/i siod.
. .adakotakirkja.  Guosþj.  t* og 8 a helgum
,<4.udakot8spitali f. sjúkravitj. 11—1.
aadsbankiun 10—3.        Bankastj. 10—12
-.r.dBbókasafn 1U—3 og 6—8.  Útlán 1—8
< .ndsbúnaoariélagsskrifstofaii opin fra f>í—ií
.mustéhiroir 4—S.
..ndniiiuiinn opinn daglangt (8—9) virka ö«ga
' >lga daga 10—12 og 4—7.
Listasafnío (lohao fyrst um sinrv,)
¦'¦«. túrugripasainio opiö 1'/«—nl/« a »nnou>i.
Póithúsio opiö virka d. 9—7, sunnud. tí—1.
...mábyrgö Islands kl. 1—B.
*i.{ómarrá08skriffttoíumar opnar 10—4 dagl.
"n-isimi iíeykjavlkur Pósth.B opinn 8—12.
3tttlstaoahæliB.  Heimsóknartlmi 12—1
>tóo2nenjasafnio opio sd., lií1/8—^1/*
>}ooikialasafniö  op o  sunnud.,  þriðjud.  og
fimtu4p.ga  kl. ..  2.
Horfur sjávarútvegarios
A þe8sum alvörutímum, sem
nú ganga yflr veröldina, erum
vér meðal hinna fáu þjóða, sem
eru svo gæfusamar að þurfa ekki
að fórna blóði sona sinna á blóð
vellinum. En þó kemur heims-
styrjöldin hart við oss. Mikið velt-
ur á því fyrir framtíð þessa lands
og þessarar þjóðar, að nú, ein-
mitt nú, sé vel ráðstafað málum
vorum af þeim sem með völdin
fara í umboði þjóðarinnar, þingi
og stjórn. En hér virðist mikill
misbrestur á.
Eitt af þvi, sem aðiar hlut-
lausar þjóðir hafa talið varða
sem mestu, er að reyna að stilla
svo til, með ýmsum ráðstöfunum,
að hið óvenjulega ástand, sem
styrjöldin hefir skapað breyti
sem minst ástandinu eins og það
er venjulega. Því er forðast að
gera stefnurnar í innanlandsmál-
um, sem ekki snerta ófriðar-
ástandið, að pólitískum deiluatrið-
um. Því er leitast við að láta
sem minsta truflun verða á rekstri
atvinnugreina þeirra sem stund
aðar eru í hverju landi. Þessi
viðleitni hjá öðrum þjóðum hefir
víða orðið happadrjúg og borið
góðan árangur.
Hér á landi virðist ýmislegt
fara í þveröfuga átt. Sumir þeirra,
sem með völdin fara, virðast
beinlínis vilja nota ófriðarástand-
ið til þess að uppræta í landinu
heila atvinnustétt, kaupmennina.
Og svo virðist sem allnærri eigi
að ganga öðrum aðalatvinnuvegi
landsmanna sjávarútvegnum. Nú
sýnist sjávarútvegurinn vera að
fara í kalda kol.
En það er afaráríðandi fyrir
landið alt í heild sinni að afstýra
þvi, að ejávarútvegnum hnigni
meira en orðið er. Það er líf-
skilyrði fyrir þjóðina nú og líf-
skilyrði fyrir framtíð þjóðarinnar,
að svo sé hlynt að sjávarútvegn-
um að útgerðin geti haldið áfram,
helzt í engu minni mæli en vant
er.
Sjávarútvegurinn ber langmest
af gjöldum tU landssjóðs. Að
halda sjávarútvegnum við er því
beinlínis að afla landssjóði tekna.
Sjávarútvegurinn framleiðir
langmest  af  útflutnings-afurðum.
Að halda sjávarútvegnum við er
því að gera oss mögulegt að afla
nauðsynja vorra af aðfluttri vöru.
Því vér verðum að borga erlend-
ar nauðsynjar með því sem vér
framleiðum og flytjum út. Annað
er ekki að borga með.
Sjávarútvegurinn veitir atvinnu
tugum þúsunda manna, sem eru
atvinnulausir. Það er happa-
drýgsta ráðið til að bœta úr at-
vinnuleysinu, að halda sjávarút-
veginum við. Þær atvinnubætur
gefa þegar peninga í aðra hönd.
Flestar aðrar atvinnubætur gera
það ekki, verða því að framkvæm-
ast upp á lán; auka skuldir vorar.
Á þetta er að eins bent til skýr-
ingar. Málið annars svo ljóst, að
ekki ætti að þurfa skýringar við.
En framferði þings og stjórnar
gegn þessari atvinnugrein gefur
tilefni til að benda á þetta.
Hvað heflr þing og stjórn
nú gert til þess að halda sjávar-
útveginum við á þessum erfiðu
tímum eða hlynna að honum?
Það er harla lítið, sem vér kom-
um auga á í þá átt. Aftur margt,
sem bendir í gagnstæða átt. Vér
skulum ekki fara að rifja það upp
hér, heldur halda oss að því að
benda á, hvað œtti að gera nú,
ef áhugasöm stjórn, sem skildi
sitt hlutverk væri við völd.
Það ætti að safna nákvæmum
skýrslum um allar þær fiskifleyt-
ur, sem til eru nothæfar í land-
inn. Það ætti að gera áætlun um
það, hvað þyrfti af veiðarfærum,
kolum, salti, oliu o. s. frv. til að
halda þeim öllum úti. Það ætti
að rannsaka hvað til er i land-
inu af því, sem útgerðin þarfn-
ast. Það ætti að sjá um að út-
vega nú þegar það sem vantar
af þessu i bráð. Það ætti
að gera nákvæma og ábyggi-
lega áætlun um það, hvað kol,
salt og olía megi kosta mest til
þess að útgerð geti borið sig.
Mismunurinn á því og verði vör-
unnar, eins og það nú er, verður
landssjóður að borga. Það borg-
ar sig áreiðanlega nú. Og enn
áreiðanlegar borgar það sig fyrir
framtíð þjóðarinnar.
Þessar ráðstafanir þola enga
bið.
Stjórnin
og verjenriur hennar.
»Tíminn« gerir sykurhneykslið að
umræðuefni í síðasta blaði sínu.
Velur hann grein sinni um það fyr-
irsögnina: >Landsverzluninc Er það
eitt af dæmum þess, hvernig stjórn-
arsinnar nota landsverzlunina, sem
allir viðurkenna að sé nauðsynleg
nú á tímum, sem skjöld að bera
fyrir stjórnina. Þessir menn, sem
þykjast vilja hlynna að landsverzlun-
inni, hika ekki við að nota hana
sem ábreiðu yfir hvern þann ósóma
sem stjórnin drýgir; athuga það ekki,
að með þvi eru þeir að vekja óvild
á landsverzlunarhugmyndinni. Þvi
hvað sem þeir tauta, verður ekki
slegið þu ryki í augu almennings,
að hann sjái ekki hneyksli stjórnar-
innar í s;mbandi við landsverzlun-
ina, sjái eVki »skakkafalla«-axarsköftin
og fyllist sárri gremju.
Það er síður en svo að vér ber-
um óvild.-uhug til landsverzlunarinn-
ar. Eins oj málum vorum er komið
nú, á or verður landsverzlunin að
vera. En það verður að vera eitt-
hvert v t í henni. Þar sem svo
mörgum miljónum er velt er ekki
lengi verið að koma fyrir kattarnef,
t. d. einni miljón, ef alt er i ráð-
leysi geTt. Og að svo sé verður
sjilfur »Tíminn« að viðurkenna.
Hann rekur nokkur ráðleysisatriði í
kafla, sem hann kallar »Höfuðagnú-
arnir«. Þó þar sé auðvitað, af stjórn-
arblaðinu, farið vægum orðum um
ágallana, þá felst í því, sem þar er
ritað, fullkomin viðurkeDning á þvf,
að öll stjórn landsverzlunarinnar er i
verstu ráðleysu o% handaskolum. Blaðið
stingur upp á breyttu fyrirkomulagi,
sem aðallega felst í því að taka lands-
verzlunina algerlega út úr stjórnar-
ráðinu.
Þetta er nákvœmle$a sama sem vér
stungum upp á ýyrir misseri síðan,
en ekkert hefir verið gert i að gagni
enn. Og það þýðir ekkert fyrir
blaðið að koma með nýjar uppá-
stungur um fyrirkomulagið á lands-
verzluninni í hverju blaði. Náver-
andi stjórn er ekki megnug^að koma
pessu máli i rétt horf. Hún hefir
sýnt það, að hún hefir ekki getað
það. Og enginn ber traust til þess
að núverandi stjórn geti það. Þessu
máli verður ekki kipt í lag með því
að setja einn eða fleiri óreynda menn
sem ekki hafa vit á verzlunarmálum
og eru ábyrgðarlausir með öllu til
að stjórna þessum málum. Málum,
sem snúast um margfalt hærri upp-
hæðir en allar tekjur og gjöld lands-
sjóðs í venjulegu ári. Hér þarf til
stjórnar ötulan mann, sem reynslu
hefir og vit á þessum málum og
ber ábyrqð á gerðum sinum. Það, og
það eitt dugar.
»Tíminn« ber oss á brýn að vér
viljum ekkert annað en rífa niður,
stjórnina frá völdum. Um leið og
tilgátan er furðu illgirnisleg, er hún
barnaleg i meira lagi. Vér viljum
stjórnarí^i/íi'. Vér viljum losna við
óhœýa stjórn og fá í staðinn: betri
stjórn. Vér margbrýndum þingið á
þvi i sumar að láta þessi stjórnarí^í/íí
fara fram. Það daufheyrðist við þvi.
Afleiðingarnar eru að koma í ljós
smátt og smátt. Siðast og einna
mest áberandi í sykurhneykslinu, þar
sem þessi vandræða stjórn stendur
uppi í þvi ömurlegasta ljósi, sem
hugsast getur. Hún hefir gert til-
raun til að skattleggja á neyðartim-
um fátækasta hluta landsmanna, sem
erviðast á uppdráttar og gengið í
berhögg við sjálfa stjórnarskrá lands-r
ins. Og hvað hefir hún að bera
fram til varnar þessu tiltæki sínu?
Fyrst rangar skýrslur og svo á eftir
— pögn. Þögn stjórnarinnar eftir
að búið var að sanna á hana að
sykurhækkunin hafi verið ónauðsyn-
leg  af  verzlunarástæðum;  eftir að
búið var að sanna á hana að hÚD
hafði gefið ranga skýrslu, og eftir að
almenningsálitið var búið að þvinga
hana til að færa aftur niður verðið;
þessi þögn er svo mikil kneisa, ekki
aðeins fyrir stjórnina sjálfa, heldur
fyrir alla þjóðina, að slíkt hefir, sem
betur fer, ekki komið fyrir áður hér
á landi. Hvernig fara ráðherrarnir
að horfa framan í nokkurn mann
eftir þetta?
»Tíminn« ber oss á brýn að vér
höfum gert sykurmálið að æsinga-
máli. Vér viljum alls eigi kannast
við að þessi áburður blaðsins sé rétt-
mætur. Vér höfum kveðið hart að
orði. En alls eigi harðara en ástæða
var til. Vér höfum sýnt fram á
ávirðingar stjórnarinnar. Og stjórn-
in hefir ekki getað hnekt einu einasta
atriði aý pvi, sem vér höýum á hana
borið, og vér höfum krafist hins
sama, sem öll þjóðin hefir krafist,
jafnvel sjálfur »Tíminn«. Hitt er
skiljanlegra að værðarmókið hafi ver-
ið orðið svo mikið á stjórninni, að
hún og hennar sinnar fái móður-
sýkisköst ef stjórninni er einu sinni
sagt til syndanna með alvarlegum
orðum. Því henni hefir verið sýnd
helzt til mikil hlífð hingað til. Og
blaðið leyfir sér að telja það »ófyr-
irleitna blaðamensku« að sýna fram
á ávirðingu stjórnarinnar á þann hátt,
sem vér höfum gert.
Vér höfum eigi gert annað en
segja satt frá öllum málavöxtum í
þessu illræmda sykurhneyksli og vakið
athygli almennings á hattunni sem
þjóðinni stafar af aðförum stjórnar-
innar. Og vér höfum ekkert annað
sagt en það, sem alþjóð mátti og
átti að fá að vita. Þeir, sem féð
leggja til gerða »skakkafalla«-stjórn-
arinnar eiga rétt á að fá að vita til
hvers því er varið. Vér höfum frek-
ar hlotið ámæli fyrir að athuga ekki
frekar athafnir stjórnarinnar undan-
farið en vér höfum gert. Ein af á-
stæðnm vorum fyrir þvi, hefir ein-
mitt verið sá að ýorðast að stoýna
nokkru aý veljerðarmálum vorum i
hattu. Vér höfum orðið' að sætta
oss við það, að horfa á mörg axar-
sköftin án þess að gera þau að blaða-
máli, einmitt af varkárni, til að tefla
engn í hættu á þessum alvöru tim-
um. Frekar hefði mátt bregða oss
um oý mikla varkárni í þessu efni
en ófyrirleitni. Hér var mál, syk-
urhneykslið, sem var svo mikil sví-
virða, að ekki mátti um þegja, og
auk þess var þess eðlis, að það átti
og  mátti til að verða opinbert máL
Er það ekki frekar »ófyrirleitin
blaðamenska« að reyna að hjálpa
stjórninni til að »þegja í heU eitt-
hvert mesta stjórnarhneyksli, sem
komið hefir fram í þessu landi? En
það gerir »Tíminn«.
Afbrot landsstjórnarinnar eru orð-
in svo alvarleg að pau verða aldrei
pöguð i hel.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4