Ísafold - 13.04.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.04.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 < viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendls fyrirfram. Lausasala 10 a. eint XLV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórl: Ölafur Djörnssan. Talsimi nr. 455. Reykjavík, laugardaginn 13. april 1918 Uppsögn (skrifl. bundln vlð áramót, er ógild nema kom in sé tll útgefandi j fyrlr 1. oktbr. 0$ ) só kaupandl skuld | laus vlð blaðið. 16. tölublað M i n n 1 s 1 i s t i. .Alþýdnfél..bóka,safn Templaras. 8 kl. 7—8 Borgaratjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 B*Marísjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 10—12 og 1—6 'ísXandobanki opinn 10—4. &.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sibd( Alm. fnndir fid. og sd. 81/* siód. Landakotskirkja. önösþj, 9 og 8 & helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. 'Londsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12 Jjandsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin firá 12—9 Landsfóhirbir 10—12 og 4—6. f'andsníminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnió opió á snnnndögum kl. 12—2. ^Tátðúrugripasafnib opib l1/*—21/* á snnnnd. Pósthúsiö opiö virka d. 0—7, snnnnd. 9—1. Sumábyrgö Islands kl. 1—5. Btjórnarrábsskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjaviknr Pósth.8 opinn 8—12. Vlfilstaóahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjó&menjasafniö opió sd., 12»/«—l1/* Þjóóskjalasafni& opiö snnnud., þriöjnd. og fimtniaga kl. 12—2. Alþíðufræðsla Stúdentafélagsins. Arni Pálsson sagnfræðingur flytur erindi um Ögnarárið í stjórnarbyltlngunni miklu (1793—94). sunnudag 14. apríl 1918 kl. 5 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 20 aurar. Alþingi. Aukaþingið var sett á miðviku- dag kl. 2 siðd. Hófst athöfnin með guðsþjónustu i dómkirkjunni. Ræðuna flutti sira Eggert Pálsson. Þegar þingmenn voru saman komnir i N-deildar salnum las for- sætisráðherra upp 2 konungsbréf nm setning alþingis og létn siðan þing- menn konunginn lifa með húrra- hrópum, sem þeir þó ekki kunnu með að fara eða voru harla ósam- taka um, því að sumir hrópuðu is- lenzkt, en aðrir danskt húrra. Meira hefir ekki enn verið að- hsfst á þingi, þvi að enn vantaði 6 þingmenn, þá: síra Sig. Stefánsson, Magnús Torfason, Guðjón Guðlaugs- son, Hákon Kristófersson, Halldór Steinsson og Matthias Ólafsson. — Hinn síðastnefndi er með Gullfossi, en hinir með vélbátnum Úlfi, sem kom i gser. Sigurjón Friðjónsson, varaþing- maður fyrir 1. landkjörinn, Hannes Haístein, er kominn hingað suður og bíður úrskurðar alþingis um, hvort hann megi sæti taka á þessu þingi fyrir aðalþingmanninn, sem tálmað er þingsetu vegna veikinda. Ef hægt er réttilega að skýra svo kosningalögin, að varaþingmaður megi sæti eiga, þegar aðalþingmað- ur fatlast frá heilt þing, er það auð- vitað langaffarasælasta lausnin. En um þetta munu skiftar skoðanir. Á mánudag kl. 1 verður fyrsti þingfundur eftir nlþingissetningu. I Aukaþingið komið saman í hvaða tilgangi er aukaþingið kvatt saman? Svo höfum vér heyrt menn spyrja. Er spurning þessi að einu leyti eðlileg. Frá stjórnar- innar hendi liggur ekki neitt ákveðið fyrir um það, hvert starf hún ætlar aukaþinginu. 5 vikur eru liðnar síðan þingið var kvatt saman; 3 dagar eru liðnir frá þingsetningu. Enn liggur þó ekk- ert fyrir um hlutverk þau, sem stjórnin ætlar þinginu að vinna. Oss dylst ,þó ekki, að aukaþing þetta á ærið nóg verkefni fyrir höndum — og það þótt fyr hefði verið kvatt saman. Eigum vér hér aðallega við tvent: stjómar- ástandið og fánamálið. Um hið síðarnefnda mál höfum vér litið svo á, að sama þinginu, sem tók upp málið á síðastliðnu sumri og stóð þá óskift um málið, beri nú að halda því fram, með fullri festu. öll þjóðin væntir þess, að þingið standi óskift um það mál enn sem fyr og ráði vel fram úr því, í það horf sem kom- ið er. Stjórnarástandið er engu minna alvörumál. Það mun óhætt að fullyrða, að mjög mikill meiri hluti þjóðarinnar væntir þess, að þingið skipi bvo um, að stjórn landsins verði eftirleiðis i hönd- um manna, sem treystandi er fremur öðrum að standa við stýr- ið á þessum alvörutímum, manna, sem vænta má, að hafi áhuga og vit og þrek til að ráða fram úr ófriðarástands-erfiðleikunum og geti bjargað við fjárhag landsinp, sem virðist í alvarlegum voða. Ef þinginu tekst það, þarf enginn að horfa í kostnaðinn við auka- þingshaldið, — en raddir hafa heyrst í þá átt. Ef þinginu tekst það ekki, þá á þjóðin heimting á þvi, að fá kost á að velja sér aðra fulltrúa. Oss finst vel við eigandi, nú er þingið kemur saman, að rifja upp scuttlega ávirðingar stjórn- arinnar síðan síðastliðið sumar. Þótt mörgu verði að sleppa — af ým8um ástæðum — þá hyggj um vér eigi ofmælt, að það, sem vér nefnum, gefi ærið tilefni til 8tjórnarbreytingar. Skal fyrst minst á sykurhneyksl- ið. Þeir tveir ráðherrar, sem þá fóru með völdin hér í landinu, atvinnumálaráðherrann og fjár- málaráðherrann, gerðu sig þá seka um tvent, pem hvort fyrir sig ætti að varða þá embættismissi. I fyrsta lagi reyndu þeir að skattleggja alþýðu manna um margra króna nefskatt, með gíf- urlegri verðhækkun að ástœðu- lausu á einni af aðalnauðsynjum alniennings. Slika tilraun til þess að hrifsa skattákvörðunarvaldið úr höndum alþingis, geturekkert þing, er halda vill sæmd sinni, látið óátalið; allra sízt þegar svo nærri er gengið gjaldþoli almenn- ings á svo erfiðum tímum. I öðru lagi reyndu þeir að verja þetta frumhlaup með því, að beita fyrir sig skýrslum, sem sannað var að voru algerlega rangar. Sæmd landsins þolir ekki að æðstu valdsmenn landsins geti gert slíkt að ósekju. Vér höfum heyrt, úr stjórnar- herbúðunum, að vér höfum ráðist full hart að ráðherrum þessum, fyrir umræddar aðfarir þeirra. Vér skiljum vel, að þeir, sem ein- hverra hagsmuna eiga að gæta að hafa menn þessa við völd, vilji gjarna draga fjöður yfir slíkt athæfi. En vér trúum því ekki fyr en í fulla hnefana, að slík vatnsgrautarlinkind ráði á alþingi íslendinga, að það loki augunum fyrir því, er brotið er svo áþreif- anlega frumlögmál tryggilegs og heiðarlegs stjórnarfars. Það eru ekki aurarnir, sem leggja átti að nauðsynjalausu á sykurpundið, sem orðið er aðalatriðið. Hér liggur nú áherzlan á aðförum ráð- herranna. Þá skal minna á meöferð lands- verzlunarlnnar. Á öndverðu síð- astliðnu þingi var öllum ljóst, að megnasta ólag var á öllu skipu- lagi og fyrirkomulagi landsverzl- unarinnar. Lofaði stjórnin því þá þegar, að koma skipulagi á verzlunina undir stjórn verzlun- arfróðra manna. Þessi loforð sín til þingsins hafði stjórnin að engu, þar til loks um og eftir áramótin, að þá var þessu skip- að þannig, að til mikilla bóta var frá því, sem áður var. En þangað til hafði stjórnin gert hvert axarskaftið á fætur öðru, sem kostaði landið stórfé, og var orðið svo áberandi, að sjálf stjórn- arblöðin urðu að viðurkenna, sbr. m. a. skrif »Tímans« um »skakka- föll« landsverzlunarinnar. Má þar minna á ýmsar ráðstafanir um siglingar. Olían með »Frances Hyde«. Leigan á sama skipi nú í síðustu ferðina, að því er séð verður alveg út í bláinn og, að því sem staðhæft er, beint ofan í tillögur þess manns, sem þá stýrði landsverzluninni. Tiltæki þetta mun kosta landssjóð, ekki eingöngu svo tugum skifti, held- ur jafnvel svo hundruðum skifti þúsunda króna. Aðrar skipaleig- ur og skiparáðstafanir bafa ver- ið líkar; kostað landssjóð offjár. Geymsluhúsaleiga hér í bænum, skipulag og hálaunun starfsmanna landsverzlunarinnar, sem ber vott um frámunalega óhagsýni og ósparsemi á landsfé. Alt þetta verða þingmenn auð- vitað að kynna sér sem bezt. Krefjast þeir væntanlega glöggra skýrslna stjórnarinnar um þessar ráðstafanir og reikningsskila, sem sýni glögglega öll útgjöld lands- sjóðs til þessara ráðstafana, þar á meðal kostnað við sendiherra- sveitina í Ameríku. Ennfremur gefur stjórnin væntanlega þing- inu glögga skýrslu um sykurmál- Verzlun Ingibjargar Johnson Lækjargötu 4. Silki í kjóla, Dragtir og kápur, Silki i svuntur, svart og mislitt, Slipsi stórt úrval, Silkiborðar, Cheviot, Flauel, Léreft fl. teg., Morgunkjólatau, Gardinutau, Tvist, Flonel, Alpackatau, Lasting, Handklæðadregill, Hálfklæði, Rekkjuvoðir. Sængurveraefni, Sultan-java, Aida-stoff, Perlu-java, Ateiknaðar vörur í hvitt og mirl Perlugarn hvítt og misl. Hvítt brodergarn, Auroragarn, Reirt garn, Heklugarn, Silkitvinni, Bómullartvinni, Saumnálar, Léreftstölur, Smellur, Vasaklútar, Slæður, Borðddkar (Plyds), Divanpúðar, Ilmvötn, Barnaleikföng. Pantanir sendar út um land gegn póstkröfu eða borgun fyrirfram. Gagnfræðaskölinn á Akureyri. Kensla byrjar þar 15. þ. m. Arspróf byrjar 10. maí og gagnfræðapróf 21. mai. Akureyri 11. apríl 1918. Stefán Stefánsson. ið, hag landsverzlunarinnar á þeim tíma, sem sykurhækkunin var ákveðin, hverjar voru hinar sönnu ástæður fyrir henni 0g ann- að því viðvíkjandi, sem fulltrúar þjóðarinnar eiga heimting á að fá vitneskju um. Það er haft fyrir satt, að ýms- ar ófriðarráðstafanir, sem enga bið þoldu, hafi annaðhvort alger- lega fallist undan eða þá frest- ast um alllangan tíma, vegna þess að stjórnina annaðhvort vant- aði nægan áhuga á því, að koma þeim í framkvæmd, eða ráðherr- rnir gátu ekki komið sér saman. því efni skal aðeins minst á dráttinn á endurskoðun brezku samninganna um marga mánuði; dráttur þessi hefir að áliti sumra átt sinn þátt, máske ekki aljlít- inn, í' því, að viðskifti vor við Ameríku eru sem stendur tept og hafa í raun réttri verið það sið- an i desember (eitt skip hefir komið siðan og anuað nú á leið- inni). . Niðurstaðan virðist oss hljóti að verða þessi: Þingið verður að taka ákveðna afstöðu til hneykslisframkomu tveggja ráðherranna í sykurmál- inu. Þingið verður að kynna sér ná- kvæmlega athafnir stjórnarinnar og gera síðan þær breytingar á stjórninni, sem það hlýtur að komast að raun um að nauðsyn- legar séu. Þingið þarf að sjá landinu fyrir framkvæmdarsamri stjórn, sem só samhent, ekki hver hendin upp á móti annari, þar sem einn tog- ar í norður, þegar hinn togar í suður; landið stenzt ekki slík reiptog milli ráðherranna um lif- taugar þjóðarinnar á þessum al- vörutímum. Ef ekki alt þingið getur sam- einað sig um, að skipa stjórnina hæfum, samhentum mönnum verða góðir menn á þingi að taka sama höndum og mynda meiri hluta, sem vill taka á sig ábyrgð á því, að skipa alla stjórnina. Þríhöfðaða fyrirkomulagið, með einn ráðherra úr hverjum flokki, sem telja sig fyrst og fremst gæt- endur flokkshagsmuna og ekki hafa þá pólitisku menningu, að kunna að láta flokkshagsmuni eða pólitiskar tilfinningar lúta í lægra haldi fyrir velferð lands- ins — þetta fyrirkomulag hefir reynslan dæmt til dauða, svo á- þreifanlega, að tafarlaust þarf að breyta. Meiri hluti þings þarf að mynd- ast, sem taki á sig alla ábyrgð stjórnarinnar. Fyrri flokkaskifting má eigi standa slíku í vegi. Allir núver- andi þingmenn eru skuldbundnir að standa saman um fánamálið. Og væntanlega eru þeir dagar taldir, að vér ísleudingar stönd, um eigi sem einn maður gagn- vart Dönum. Ofriðar-erfiðleikarnir hafa verið miklir. Þeir hafa aukist svo að segja með mánuði hverjum. Lang- alvarlegustu tímarnir eru fram undan. — Því má aukaþingið eigi gleyma. f Laust embætti. Sýslumannsembættið í Barðastraad arsýslu. Laun 2500 lsr. Umsókn- arfrestur til 30. júní. 4

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.