Ísafold - 15.05.1928, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.05.1928, Blaðsíða 1
Afgreiðsla í Austurstræti 8 Árgangurinn kostar 5 kr. Gjalddagi 1. jiilí Fostbox 697 Vikublað Morgunblaðsins. 54. árg., 31. tbl. — Þr iðjudaginn 15. maí 1928. ISlsta og besta frjettablað landsins. Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson ritstjórar Sími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f.. Ef pað er giæpur - - Þó að nafnafölsunarmálið fræga af Síðu fái að sofna svefninum langa í mygluðum skjalaskápum dómsmálaráðuneytisins, er mál þetta þannig vaxið, að almenn- ingur gleymir því ekki. Málið gefur ágæta lýsingu af því and- lega fóðri, sem sumir stjórnmála- flokkar næra á hjörð sína. „Með lygum skal land vinna“ ! Þetta liefir verið kjörorð Tímans frá því fyrsta að hann hóf göngu sína. Slíka fæðu hefir liann ár eftir ár borið á horð fyrir auðt'rúa kjósendur. þessa árs. Þegar svo önnur blöð komu fram á sjónar- sviðið og fóru að leiðrjetta stærstu álygar Tímans, tóku foringjarnir það ráð, að fá leiðitamar sálir til þess að lcoma í vég fyrir að blöð- in kæmust í hendur móttakenda. Með góðu eða illu skyldu þeir fá blöðin endursend til sendenda. Þannig varð nafnafölsunarmálið af Síðu til. Afgreiðslu Varðar barst haustið 1924 skjal, undir- skrifað af 17 mönnum, er allir sögðu sig úr blaðinu. Bn við opin- bera ránnsókn kom í ljós, að 16 nöfnin voru fölsuð. Þarna höfðu þjónar Tímalilík- unnar verið að verki — eins og fyrir þá var lagt. Skaftfellinga'r máttu ekki, fremur en aðrir lands- menn, fá aðra pólitíska fæðu, en þá sem Tíminn flutti. Læsu þeir önnur blöð, kynni svo að fara, að þeir rugluðust í trúnni. Vörður laga og rjettar á íslandi, Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, hefir lagt nafnafölsunarmálið af Síðu á hilluna, og neitar að lofa mönnum að sjá málskjölin. Þessi sami vörðu'r laga og rjettar hefir við og við skrifað um þetta mál í Tímann, síðast fyrri laugardag. Hingað til hefir enginn verið í minsta vafa um, að hjer var glæp- samlegt atferli framið, sem hegn- ingarlög vor leggja við þunga refsingu. í meðvitund manna er það Ijótur glæpur að skrifa í óleyfi nafn anna'rs manns. Hjer voru 16 nöfn fölsuð undir yfirlýs- ingu, er nota átti í ákveðnum til- gangi. Enginn liefir verið í vafa um glæpinn, en hitt var ekki fylli- lega upplýst, hver hans valdur var En nú kemur vörður laga og rjettar, dómsmálaráðherrann, fram á sjónarsviðið og dregur í efa að hjer hafi nokkur glæpur verið framinn. Hann segir í Tímanum: „Ef hjer hefir vérið um mikið sakamál að tæða þá“ o. s. frv. Dómsmálaráðherrann dregur í efa, að það sje saknæmt að falsa nöfn 16 manna undir skjal, er nota á í ákveðnum pólitískum til- gangi. í raun og veru er það ekkert undarlegt, að núverandi dóms- málaráðherra dragi í efa að hje'r hafi um glæpsamlegt. atferli verið að ræða. Nafnafölsunin er beint áfram- hald af starfsaðferð Tímaklík- unnar. Klíkan vildi fá óáreitt að Rjettarfarið íslenska er að kom- ast á háskalega braut. Það á að fara að meta glæpi eftir því, hvaða pólitíska skoðun þeir menn hafa, er glæpinn drýgja. Sjo stól-- kostleg sjóðþurð framin af manni, er telur sig játa trúarjátningu bolsa eða Tímaklíkunnar, hefir hann engan glæp framið. Og eldri sjóðþurðir verða fyrirgefnar þess- tun mönnum. En ef það eru íhalds- menn sem eiga í hlut, þá reiðir vörður laga og rjettar refsivönd- inn hátt, Slíkum mönnum skal engin miskun sýnd. Stórkostleg nafnafölsun er og leyfileg, sje him gerð til hagsmuna klíku þéir*ri, er að Tímanum stendur. Slíkt er ekki glæpur að dómi varðar laga og rjettar. En ef grunur leikur á, að íhaldsmað- ur hafi leyft sjer noklcuð svipað, þá skal ekkert sparað, svo að hægt vei*ði að fá þann seka dæmd- an. Þannig hugsar núvérandi vörð- ur laga og rjettar sjer framkvæmd refsiiöggjafar vorar! '*•' Á myndinni: Alexandrine drottning og Ólafur Magnússon, Ijósmyndari. Banði fáninn. I. Þegar grösin fara að grænka í hlaðvörpunum í sveitinni, er venju legast komið langt fram í apríl og þegar seint vorar, sjest græni liturinn ekki fyr en í maí. Bændurnir elska græna litinn, elska liann bæði fyrir fegurðina, sem hann veitir auganu og gæðin, sem hann færir þeim. — Hann vekur vonir þeirra um það, að eftir komandi sumar verði- tóftir þeirra fullar af ilmandi grængres- Eins og kunnugt er fór jeg til Kaupmannahafnar með e. s. Gull- fossi í marsmánuði. Hafði jeg með mjer stótt og fjöl- breytt Ijósmyndasafn (um 60 stór- ar myndir), og hafði í hyggju að lialda sýningu á þessu safni, til þess að gefa útlendingum kost á að kynnast fegúrð og fjölbreytni íslenskrar náttúru. í Höfn hitti jeg sendiherra vorn, sem hvatti mig eindregið til að halda sýninguna, er hann hafði sjeð myndirnar. Hann kynti mig hr. ritstjóra Gerfalk, sem var einn af aðalmönnunum við undirbún- ing ísl. málverkasýningarinnar í Höfn. Hann kom til mín, skoðaði myndirnar og Iauk liún mesta lofsorði á þær. Hvatti liann mig ekki aðeins til að halda sýning- una, lieldur hvatti mig jafnvel til að fara með myndirnar til Limd- únaborgar og lialda þar sýningu á þeim og sagðist geta útvegað mjer þar ágætt sýningarhús end- urgjaldslaust. Sagði hann, að slík sýning myndi verða til að auka. mjög ferðamannastraum til Is- lands. En því miður gat jeg ekki sint þessu boði að þessu sinni, vegna þess að tíminn var naum- ur og kostnaður við slíkar sýn- ingar altaf töluverður. Hr. Gerfalk kom mjer í kynni við hr. Svenn Poulsen, ritstjóra, sem bauð mjer ókeypis sýningar- sal B. T., sem liggur á allra besta stað í borginni (liorninu á Ráð- húsplássinu og Strykinu). Sýningin hófst 3. apríl og stóð til 13. s. m. og var sýnt alla dagana nema föstudaginn langa og pásltadag- inn. Aðsókn var miklu meiri en jeg gat. búist við, t. d. komu yfir 1200 sýningargestir á skírdag og ann- an páskadag yfir 800 gestir. Alls sóttu sýninguna nær 5000 manns. Heimsókn drotningar. Á 3. degi sýningárinnar heim- sótti hennar hátign drottning AI- exandrina sýninguna. Hafði hún einkum ánægju af myndum af þeim stöðum, sem hún hafði sjeð hjer á ferðalögum sínum. — Átti heimsókn drotningarinnar mikinn þátt í því að vekja eftirtekt á sýningunni, enda voru öll ummæli liennar um sýninguna mjög lof- samleg. Jeg er í engum vafa um, að þessi sýning hefir vakið eftirtekt manna á íslandi. Og vlrtist mönn- um undantekningarlaust geðjast vel að myndunum og vakti fegurð landsins mjög aðdáun þeirra. ! Tel jeg víst, að svona sýningar sjeu mjög vel til þess fallnar að kynna land vort meðal annará þjóða. Bendir og til þess það, að seinustu dagana, sem jeg var í Kaupmannahöfn, gerði jeg varla annan en svara fyrirspurnum frá fólki, sem vildi fá að vita hvetnig liægt væri að komast til íslands, livað það kostaði o. s. frv. Ljetu margir þess getið við mig, að þeir i mundu koma til íslands í sumar og sumir sögðust hætta við fyrir- hugaða sumardvöl í öðrum lönd- um, til þess að komast hingað. Ólafur Magmxsson. vinna land með lygum, og hún taldi sjer leyfilegt að nota öll meðöl til þess að ná markinu. Glæpsamlegt atferli til hags- muna Tímaklíkunni, e*r því ekki glæpur að áliti núverandi dóms- málaráðlier'ra. Þessvegna er nafna- fölsunarmálið af Síðu lagt á hill- una. LjósmyndasÝning Olafs (Tlagnússonar í Kaupmannahöfn. mu. , : Hann treystir böndin, sem liver góður bóndi er bundinn við sitt heimaland, sína jörð, sem hann liefir yrkt og lifað á. , Hann styrkir sambandið millum manns og móður lians jarðar, —• sambandið, sem verður þess trúrra og ávaxtaríkara, sem bóndinn ann jörð sinni heitar og vill meira fyrir liana fórna. — Undir honum — græna litnum — er sjálfstæði bóndaus koVnið og einstaklings- frelsi. II. 1. maí halda jafnaðarmennirnir í Reykjavík hátíðlegan. — Jafn-! aðarmennirnir, sem vilja afnema einstaklíngsfrelsið og fjötra alt í járnviðja ríkisvalds og skrif- finsku. Jafnaðarmennirnir, sem vilja svifta bændurna eignarjet.tinum' yfir jörðum sínum og gera þá að ánauðugum leiguliðum ríkisvalds- ins. Jafnaðarmennirnir, sem vilja fara eins að við bændurnar okk- ar nú og Haraldúr konungur, er hann tók jarðirnar af forfeðrum vorum, laudnámsmönnunum. Jafnaðarmennirnir, sem vilja kollvatpa því þjóðskipnlagi, sem menningin hefir verið að skapa i gegnum aldir. 1. maí ganga reykvísltir jafnað- armenn í skrúðgöngu um götur borgarinnar. — Margir fánar — rauðir fánar blakta við hún. — Og á fánum þeirra og spjöldum er letrað með stórum stöfum: „Alræðisvald öreiganna". „Niðnr með auðvaldið“. „Afnám eignar- irjettarins“. „Lifi heimsbyltingin/ ‘ Og mennirnir, sem bera þessa fána eru sömu mennimir, sem nú ráða Iögum og lofum lijá bænda- stjórninni íslensku. — Og úr hóp þessara manna er liann maðurinn, sem er æðsti vörður rjettar og laga í landinu. — Og hverjir eru það, sem hafa fengið þessum manni þetta vald í liendur? — Það eru bændurnir íslensku. III. Forfeður vorir, landnámsmenn- irnir, kusu heldur að láta eignir sínar og óðul, en verða ánauðugir leiguliðar Haraldar konungs hár- fagra. Þeir kusu lieldur að leggja út á liafið á litlum kænum og leita lítt numins lands, þar sem óþrjót- andi erfiðleikar biðu þeirra, held- ur en að tapa sínu einstaklings- frelsi. Heiðvist Haraldar konungs, vin- áttu og vildargjafir, ættlands- trygð og auðæfi möttu forfeður vorir einskis á móti því að vera sjálfum sjer ráðandi „hafa högg- frjálst og alnbogarými." En afkomendur þeirra nú — bændurnir — hvað gera þeir? Dr. Richard Beck, sem undanfarið hefir gegnt pró- fesso'rsembætti við St. Olav Coll- ege í Northfield, Minnesota, hefir fengið prófessorsembætti í ensku og enskum bókmentum við Thiel College í Grenville, Pennsylvania, Bandaríkjunum. Dr. Beek tekur við hinu nýja embætti sínu í sept. n.k. f sumar verður Beck í Ithaca, New York, og fæst þar við rit- störf og bókmentarannsóknir í. hinu íslenska bókasafni þa)r.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.