Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. janúar 1980 8. tölublað—64. árgangur Hafnargerð á Vesturlandi Bls. 8 og 9 Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Þjófar iðnir við að heimsækja skólana í Hveragerði: Járnsmíöakennsla liggur níðrí vegna þjófnaða HEI —Ekki hefur verið hægt að veita neina kennslu i járnsmiða- deild Grunnskólans I Hvera- gerði i vetur, vegna þess að öll- um kennslutækjum, þará meðal logsuðutækjum hefur verið stol- ið. Litið útlit mun vera á, að kennsla fari þar fram i þessari grein það sem eftir er vetrar. Fyrst var skólinn heimsóttur af þjófum áður en kennsla hófst i haust. Eitthvað hafði verið reynt að bæta i skörðin, en rétt áður en kennsla átti siðan að hefjast, var aftur brotist inn og öll verkfæri og tæki hreinsuð i burtu, nema ein logsuðutæki sem voru biluð. Þykir sumum það benda til að kunnugir, eða að m.k. menn sem vit hafa á svona tækjum, hafi þarna verið að verki. Tækjakostur þessi mun kosta mörg hundruö þús- und króna. Isiðustu viku varsiðan brotist inn i Gagnfræðaskólann I Hveragerði og stolið þaðan tveim segulbandstækjum ásamt nokkru af fjölritunarspritti. (Þaðmunekkiverataliö hæft til drykkjar.) Þetta var lika hundrað þúsunda króna tjón. Ekkert þessara mála mun hafa verið upplýstennþá, en það er i verkahring lögreglunnar á Selfossi. Hvergerðingar sumir telja þá hafa sýnt hálf slælega frammistöðui þessu máli. Mun þetta verða til að gera kröfur þeirra um að fá lögreglu á stað- inn ennþá háværari en hingað til. Þeir telja sig eiga kröfu á aö hafa 3 lögregluþjóna á staðnum miðað við mannfjölda. En til þessa mun dómsmálaráðuneyt- ið hafa daufheyrst við óskum þeir ra þa r um. Sjálfir h öfð u þeir undirbUið komu þessara lög- regluþjóna meö þvi að UtbUa húsnæði fyrir lögreglustöð á staðnum, sem nú hefur staðið tilbúin ium tvöár.Varmeiraaö segja búið að tengja þangað sima, sem siðan enginn hefur verið til að svara i, til þessa. Eggjum kastað í rússneska sendiráðið í gærdag FRI — Hópur ungs fólks mótmælti innrás Rússa inn I Afganistan fyrir utan rússneska sendiráöið i gær- dag. Mótmælin fóru að mestu friösamlega fram en nokkrir köstuöu þó eggjum aö gluggum og dyrum sendiráösins. Á mótmælafundinum voru haldnar ræöur þar sem skoraö var á Rússa aö hverfa á braut frá Afganistan auk þess sem slagorb voru hrópuö aö sendiráöinu. Olíuviðræðum lauk i gær: Unníð að upp- kastt samnings JSS — Samningsviðræðum bresku fulltrúanna frá BNOC, Islensku fulltrúanna og oliuviö skiptanefndar lauk i gær. Verð- ur nú hafin vinna viö samnings- uppkast og ætti það að liggja fyrir eftir u.þ.b. hálfan mánuð til þrjár vikur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær bresku og Is- lensku viöræðufulltrúarnir hitt- ast aftur, en þá er þess fastlega vænst, að gengið verði endan- lega frá samningum. Timinn hafði samband viö Val Arnþórsson kaupfélagsstjóra i gær og sagöi hann að öll atriöi viðskiptanna hefðu veriö rædd. Mætti reikna með þvi að endan- legur samningur yrði tilbúinn innan skamms tima og þvi útlit fyrir að verulegt oliumagn yröi keypt af BNOC á siöari hluta þessa árs, sem yrði væntanlega upphaf langtimaviðskipta. Þar yröi stefnt að þvi aö fullnægja verulegum hluta oliuþarfar Is- lendinga með viðskiptum viö Breta. Sagði Valur, að komið heföi fram i viðræðunum, að Bretar væru undir það búnir, að geta fullnægt þörfum Islendinga varðandi aðrar oliutegundir, en þeir möguleikar yrðu nánar ræddir siðar. Næsti fundur full- Framhald á bls. 19 Lltið þokast með þjóðstjórnina: Geír viU ekki gefast upp Staða rikissjóðs óvenju góð: Markmið Tómasar náðust í aðalatriðum HEI— Sighvatur Björgvinsson, fjármálaráðherra hefur látið vel af stöðu rfkissjóðs nú um áramót, sagði m.a.s. að millj- arða inneign væri á hlaupa- reikningi rikissjóðs viö Seðla- bankann sem þótti tiöindum sæta. Kratar urðu aö vonum glaðir við þessi tföindi og hreyknir af afrekum hins mikilhæfa fjár- málaráðherra, sem snéri stöðu hins sitóma ríkiskassa svo ger- samlega við á örfáum mánuö- um. Hinsvegar risu upp ýmsir sem töldu sig eiga inni stór- fúlgur hjá þessum kassa, sér- staklega' ógreidda reikninga vegna rekstrar grunnskóla, og telja málflutning Sighvatar hið dæmigeröa kratagrobb. Staöreyndin er, aö staöa rikis- sjóðs er óvenju góð. Sennilega muna flestir eftir talsverðum blaðaskrifum s.l. sumar, sem sögðu m.a. frá þvi að þáverandi f jármálaráðherra, Tómas Arnason, heföi barið i borðið og neitað að reka rikissjóð með halla, og þar með að hann af- greiddi ekki aukafjárveitingar nema að tekið væri á fjárhags- vanda ríkissjóðs. Urðu nokkrar stofnanir til aö barma sér vegna þessarar hörku Tómasar. En afleiðing þessa var að rfkis- stjórnin setti bráöabirgöalög um nýtt tekjuöflunarprogram, sem komið var I sæmilegan gang i september, nokkru áður kratar sprengdu stjórnina. Markmið Tómasar var að reka rikissjóö hallalausan á árinu og að auka ekki við skuld rikissjóðs hjá Seðlabankanum. Þaö sem gerst hefur er, aö þetta mark- mið hefur náðst. Skuldirnar við Seðlabankann eru nær þær sömu i krónum talið og þær voru um áramótin 78-79 eöa milli 26 og 27 milljarðar. Auðvitað þýðir það þó að staöan er miklu betri þvi milljaröurinn er minni nú en fyrir ári. Þeir sem tala um að fjár- málaráðuneytið skuldi vegna skólanna hafa þó lika rétt fyrir sér. Þeir reikningar sem borist höföu fyrir 12. desember voru greiddir, en reikninga frá þeim tima vannst ekki timi til aö af- greiða fyrir áramót, en er veriö að ganga frá þeim nú þessa dag- ana. En þetta er ekkert nýtt. Það skeður um hver áramót að rekstrargjöld vegna fyrra árs fara yfir áramótin. Þannig eru verulegar greiðslur i reikn- ingum þessa árs vegna útgjalda ársins 1978. En jafnvel þótt úti- standandi skuldir væru nú 2-300 milljónir, eru það nánast smá- peningur i öllu dæminu, sem er upp á 240 milljaröa. Hins vegar er eðlilegt að þeir sem eiga ógreidda reikninga hjá rikissjóði, og núverandi fjár- málaráðherra hefur gefiö tilefni til að magna þá óánægju. HEI — Geir Hallgrlmsson hélt ennþá áfram i gær að kanna stjórnarmyndun, meö formönn- um hinna flokkanna. Voru málin rædd út frá hugmyndum þeim, sem sagt hefur verið frá en eng- inn vill gangast viö ennþá. A þessum fundi munu Benedikt Gröndal og Steingrimur Her- mannsson hafa látiö á sér skilja, að þeim þættu tillögurnar ákaf- lega götóttar og þvi kannski ósköp vonlitið að halda þessum viðræðum áfram. Lúðvik mun þá hafa fariö aö miöla málum, og viljað reikna meira og ræða betur tillögurnar. Má það merkilegt teljast, ef það er Alþýðubanda- lagið sem er næst þvi aö fallast á þessar ófeðruðu leiöir ihaldsins, sem eru langharöastar af öllum þeim leiðum sem nefndar hafa veriö hvað kjaraskeröingu varð- ar. En Geir viröist hafa tekiö orð- um Lúðviks fegins hendi, þvi hann mun ætla aö koma með ein- hverja nýja útreikninga frá Seðlabanka og Þjóðhagsstofnun, sem ákveðiö hefur veriö að skoða og ræða um á fundum formanna á morgun og sunnudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.