Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Midvikudagur 16. janúarl980
12. tölublað—64. árgangur
^
tMU
Vinningar í Happ
drætti Háskólans
Bls. 15
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik ; Ritstjórn 86300 ¦ Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Svavar Gestsson fékk umboö til stjórnarmyndunar:
Önnur tilraun við vinstri stjórn
HEI— „Ég mun óska eftir við-
ræðum við formenn Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks á
morgun, um stöðuna i stjórn-
málunum og kanna hvort þeir
telja það ómaksins vert að hefja
viðræður um myndun vinstri
stjórnar", svaraði Svavar
Gestsson er Timinn spurði hann
i gær hvernig hann hy gðist hefja
sinar stjórnarmyndunartilraun-
ir. En Svavar tók i gær við um-
boði til stjórnarmyndunar frá
forseta fslands. Forsetinn ætl-
aði að fela Lúðvik Jósepssyni
umboðið sem formanni flokks-
ins, en Lúðvik vildi ekki taka við
þvi sjálfur. Heyrst hefur að hart
hafi verið barist um þetta hlut-
verk á þingflokksfundi Alþb. i
gær og Svavar sigrað i keppn-
inni.
Svavar var spurður hvort eitt-
hvað hafi breytst frá þvi Stein-
grimur reyndi sams konar
stjórnarmyndun. Hann sagði
a.m.k. þa breytingu, að stjórn-
arkreppan- hafi lengst um
nokkrar vikur. Um tilhögun við-
ræðna sagðist hann gera ráð
fyrir að á fundinum i dag yrði
rætt almennt um málin og fyrir-
komulag hugsanlegra viðræðna,
ef Steingrimur og Benedikt
teldu ástæðu til að viðræður
hæfust. Hann myndi siðan
leggja fram tillögur Alþýðu-
bandalagsins á fyrsta formleg-
um fundi.
Svavar sagðist mundu leggja
áherslu á þær itarlegu tillögur
sem Alþb. hefði i efnahagsmál-
um bæði varðandi skammtima-
aðgerðir til að ná niður verð-
bólgunni og hins vegar þriggja
ára áætlun um hjöðnun verð-
bólgu, jöfnun Iifskjara og efl-
ingu islenskra atvinnuvega, er
tækju við af þessum fyrstu að-
gerðum, auk uppstokkunar
efnahagsmálanna.
t þessum tillögum mun m.a.
gert ráð fyrir talsverðri lækkun
verðlags i landinu, sem sumum
þykir ólrúlegt að sé framkvæm-
anleg. Um það sagöi Svavar, aö
tryggt yrði að vera að allir
legðu eitthvað af mörkum, ef
árangur ætti að nást og þá auð-
vitað milliliðir og þjónustuaðil-
ar lika. Þvi væri ein grundvall-
arspurningin, hvort menn væru
tilbúnir að taka þá pólitisku
ábyrgð að láta þessa aðila slaka
á. Þetta mun einnig eiga við
hluta af opinberri þjónustu.
Steingrímur og Sighvatur:
Nýtt að Al-
þýðubandalag
ið kemur með
tillögu
HEI — „Ég er ánægður með
það, að tilraun skuli gerð til
vinstri stjórnarmyndunar og
fagna þvi að Alþýðubandalagiö
hefur — þótt seint sé — lagt
fram tillögur", svaraði Stein-
grimur Hermannsson er Timinn
spurði hvernig ný tilraun viö
myndun vinstri stjórnar væri nú
framundan.
„Að sjálfsögðu verða tillögur
Alþýðubandalagsins metnar og
samanburður gerður um árang-
ur af þeim aðgerðum. Við fram-
sóknarmenn munum skoða
þessar tillögur af fullri alvöru",
sagði Steingrlmur.
Hann var spurður hvort farið
myndi fram á álit Þjóðhags-
stofnunar á þessum tillögum
eins og öðrum tillögum hinna
fiokkanna, sem fram hafá kom-
ið. Taldi Steingrimur það ákaf-
lega eðlilegt, að hlutlaus stofnun
mæti þessa hluti. Einnig þyrfti
að fá mat verðlagsstjóra á þeim
möguleikum sem væru fyrir
hendi varðandi niðurfærslu
verðlags, eins og gert mun ráð
fyrir i tillögum Alþýöubanda-
lagsins.
„Mér finnst sjálfsgt, að kanna
hvað nýtt hefur gerst I málinu",
svaraði Sighvatur Björgvins-
son, spurður álits á nýrri tilraun
til myndunar vinstri stjórnar.
„Og þaðnýtt hefur a.m.k. gerst,
að sögn Svavars Gestssonar, að
Alþýðubandalagið er nú komið
með tillögur. En það gerðist
ekki i tilrauninni sem Stein-
grimur hafði forystu fyrir. Þá
kom Alþýðubandalagið ekki
fram með neinar tillögur. Mér
finnst þvi rétt að skoða þær og
við verðum bara að vona að þær
séu jákvæðar", sagði Sighvatur.
Svavar Gestsson á fundi forseta tslands,  Kristjáns  Eldjárn  í
Stjórnarráðshúsinu i gær.
TlmamyndRóbert
Grunur um dauða
svína af rottueitri í
fóöri
AM — 1 sumar kom upp eitrun á
svlnab'úi Stefáns Pálssonar,
bónda a AsólísstöBum, sem varð
til þess að nokkur svinanna
drápust, Eitruniria telur Stefán
að megi rekja tílj rottueiturs i
fóðri frá Fóðurverksmiöjunni
hf. og mun hann hafa hafið
skaoabdtamál á hendur fyrir-
tækinu.
Rögnvaldur GuBjónsson hjá
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins sagði blaöinu I gær að
þetta mál væri á viðkvæmu
stigi. Krufning á Keldum" benti
til þess að svinin hefðu drepist.
vegna eitrunar og er málið nií til
meðferðar hjá Fóðurnefnd hjá
Fóöureftirlitinu, Efnastofa
Haskóians i lyfjafræöi efna-
greindi fóðrið meö tilliti til
rottueitursins „varfarins" og
fannst dáliti£ magn, eða innan
við milligramm I kiiói. Með tíl-
liti til hve magnið er Ittið og
niðurstaða óljös hefur Föður-
verksmiðjan visað kröfu
Stefá'ns á bug.
Getum glaðst yfir skattframtalinu í vikulokin:
Eiginkonur og börn sérsköttuð
HEI — Ný lög um tekju- og
eignarskatt, sem verið hafa I gildi
um eins árs skeið eru nú að koma
til framkvæmda fyrir tekjuárið
1979, þ.e. framtalið sem flestir
verða nú að fara að glima viö
næstu vikurnar, en framtals-
frestur er nú til 10. febrúar.
Lögin gera m.a. ráð fyrir veru-
lega breyttri skattlagningu, varð-
andi hjón og börn 13-15 ára, sem
fá nil sérstakt framtalseyðublað,
svo og eru breytingar á ýmsum
tekju- og frádráttarreglum. Aö
sögn Sigurbjarnar Þorbjarnar-
sonar, rikisskattstjóra, hefur þvi
reynst nauðsynlegt að gera ný og
breytt framtalseyðublöö, sem
kynnt voru blaðamönnum I gær.
Nýju eyöublööin eru mjög
breytt frá þeim gamalkunnu sem
allflestir kunna orðið á. Enda
kom fram hjá skattstjóra ótti um
það, að fólki féllust nánast hendur
og fyllist skelfingu, er það fær
nýju blööin I hendur nú.
Þeir skattstofumenn vonast þó
til, að fólk láti ekki hugfallast
heldur komist aö þvi við nánari
athugun og yfirlestur eyöublað-
anna, að raunverulega séu þau
ekki eins flókin og virðast kann
við fyrstu sýn. Skattstjóri er
m.a.s. svo bjartsýnn, aö hann
sagðist vona að með þessari
breytingu fari sá hópur stækk-
andi, sem getur sjálfur gengið frá
framtölum sinum, enda gera nýju
lögin ráð fyrir því, að framtalsað-
stoð verði verulega skert.
Helstu breytingar eru eftirfar-
andi:
Hjón verða nú sjalfstæðir skatt-
greiðendur sem greiða tekju- og
eignarskatthvort ísinulagi. Þau
skulu þó telja saman allar eignir
sinar og skuldir, jafnvel þótt um
séreignir sé að ræða.  Eignar-
skattsstofninum er siðan skipt að
jöfnu milli hjónanna. Eignatekjur
hjóna, þar með söluhagnað af
eignum, á þó aö telja fram hjá þvi
hjóna sem hærri tekjur hefur.
Aðrar tekjur telja hjón fram
hvort um sig.
Reglur um frádrátt breytast nú
verulega. Heimilt er að velja um
fastan frádrátt 10% af hreinum
launatekjum, i stað þess að draga
Framhald á bls. 15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16