Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 18. janúar 1980
14. tölublað—64. árgangur
Kyrkislangan eftirsótta
Sjá bls. 9
Slðumúla 15 ¦ Pósthólf 370 ¦ Reykjavík ¦ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og áskrift 86300 : Kvöldsimar 86387 & 86392
Flmm ára áætlun RARIK:
Framkvæmdir fyrir 69 miiljaröa

JSS — Lögö hefur verið fram
framkvæmdaáætlun til fimm
ára fyrir Rafmagnsveitur rfkis-
ins og tekur hún til almennra
framkvæmda, styrkingar raf-
dreifikerfa i sveitum, fram-
kvæmda viö byggðalínur, svo og
viö Krófluvirkjun. Þannig er
gerö grein fyrir fjármagni þvl
sem RARIK þarf til fram-
kvæmda á þessu tlmabili, en viö
utreikninga þess var stuðst við
verðlag á miðju slðasta ári með
35% hækkun.
Kristján Jónsson rafmagns-
veitustjóri og Pálmi Jónsson
stjórnarformaður geröu blaða-
mönnum I gær grein fyrir áætl-
uninni. Samkvæmt henni mun
heildarkostnaður  við  fram-
kvæmdir á vegum RARIK á ár-
unum 1980-1984 nema samtals
um 69 milljörðum króna. Þar af
nemur kostnaður við almennar
framkvæmdir stofnunarinnar
rúmum 25 milljörðum króna á
þessum árum og skiptist hans
nokkuð jafnt milli ára. Undir
þennan lið falla m.a. virkjanir,
stofnllnur og aðveitustöðvar, og
eru sllkar framkvæmdir að
hluta fjármagnaðar af Orku-
sjóði, svo og með lántökum. Þá
nemur kostnaður við styrkingu
rafdreifikerfi I sveitum 7,6 mill-
jörðum á tlmabilinu og skiptist
jafnt milli ára. Sllkar fram-
kvæmdir eru fjármagnaðar
með lántökum. Framkvæmdir
við byggðallnur nemur skv.
áætluninni 23,1 milljarði og eru
Rafmagnsveitur rikisins:
Hallarekstur
um 500 mfflí.
JSS — Arsreikningar Rafmagns-
veitna rlkisins fyrir siðasta ár eru
ekki fullfrágengnir, en gera má
ráð fyrir samkvæmt siðustu
spám, að hallarekstur stofnunar-
innar á þessum tima nemi 500
milljónum króna", sagði Pálmi
Jónsson stjórnarformaður
RARIK á blaðamannafundi I gær.
Sagði Pálmi, að meginorsökin
væri sú að fjármagnskostnaður
færi sivaxandi vegna verðhækk-
ana innan lands svo og vegna
gengisbreytinga. Þá hefði þróun-
in I verðlags- og launamálum sitt
að segja. Ahvllandi lán hefðu um
áramót numið 20 milljörðum
króna. Þar af væru 40% þeirra
vísitölutryggð og væru vextir af
þeim 60%. Þá væru 60% lánanna
gengistryggð, eða á nokkuð
skárri kjörum en fyrrnefndi hlut-
inn.
Þvi væri ekki að neita, að þessi
lánakjör hefðu reynst stofnuninni
þung I skauti. Hins bæri að gæta
að hún hefði fengið greitt verð-
jöfnunargjald á slðasta ári, sem
næmi 2,1 milljarði og rynni það til
að mæta rekstrarerfiðleikum.
Þá kvaðst Pálmi vilja benda á,
aö mikill hluti framkvæmda
RARIK væru óarðbærar, en engu
að sfður yrði að ráðast i þær, ef
stofnunin ætlaði að veita sömu
þjónustu I hinum ýmsu byggðar-
lögum og gerðist annars staðar.
Þessar framkvæmdir yrðu einnig
til þess að leysa af hólmi aðra
dýrari og verri kosti, eins og t.d.
að keyra dlselvélar.
Bilið milli verðjöfnunargjalds
og lánabyrði stofnunarinnar færi
sifellt breiklandi og ekki væri
unnt að mæta þessu með hækkun
á gjaldskrá, og mætti I þvi sam-
bandi benda á að heimilistaxti
RARIK væri 55% hærri en hjá
Rafmagnsveitu Reykjavlkur.
Kvað Pálmi það þvi færustu leið-
ina að ríkissjóöur tæki þátt I f jár-
mögnun þeirra framkvæmda sem
flökkuðust undir óaröbærar
framkvæmdir. Með þvi fyrir-
komulagi væri hægt að veita betri
þjónustu og orkuverð ætti ekki að
verða miklu dýrara en hjá öðrum
orkusöluaðilum.
,,Ég er þeirrar skoðunar, að
ekki verði unað við það misrétti
sem fólk i landinu býr við varð-
andiorkuverð", sagði Pálmi. Það
er meir en svo að unað verði við
til frambúðar. Þarna er þvl um
mjög mikilsvert mál að ræða,
ekki aðeins fyrir stofnunina,
heldur fyrir landsmenn alla".
Hvers virði
er húsið?
HEI — Eins og áður hefur verið
sagt frá hækkar fasteignamat
ibúðarhúsa á höfuðborgarsvæð-
inu nú almennt um 60% en allar
tegundir fasteigna annars staöar
á landinu um 50%. Frá þessu eru
þó margar undantekningar, t.d.
hækkar lóðaverð atvinnusvæða
við innanverðan Laugaveg,
Suðurlandsbraut og I Múlahverfi
nokkuðumfram það sem almennt
er. Einnig hækkar lóðamat i
Fossvogi og Kópavogi umfram
annað lóðamat.
Til að gefa fólki einhverja hug-
mynd og kannski samanburð um
mat  hefur  FMR  gefið  nokkur
dæmi:
200 fm einbýlishús I Fossvogi er
metið á 34,1 millj. fokhelt en 53,5
millj.    fullklárað.82    fm
blokkaribúð i Breiðholti er metin
á 7,2 millj. fokheld en 19,3 full-
búin, 116 fm sérhæð I Hliðunum á
20,3    millj.     Ósamþykkt
kjallaraibúð I „sænsku" timbur-
húsi i Vogahverfi 52 fm er metin á
10,1 millj. 150 fm einbýlishús I
Vestmannaeyjum á 22,4millj. 141
fm einbýlishús á Isafirði 21,9
millj, 251 fm tvílyft einbýlishús á
Akureyri er metið á 40,3 millj.
Matið er miðað við áætlað sölu-
verð húsnæðisins 1. des. s.l.
Kristján Jónsson rafveitustjóri útskýrir framkvæmdaáætlun RARIK nsstu finfm árin.
fjármagnaðar af rikissjóði og
loks er gert ráð fyrir 12t8 mill-
jarða kostnaði viö Kröflu.
Kristján Jónsson rafmagns-
stjóri gerði grein fyrir yfir-
standandi framkvæmdum
RARIK, svo og væntanlegum
verkefnum samkvæmt áætlun-
inni. A Austurlandi verður lokið
lagningu Vopnafjaröarlínu frá
Laxárfossvirkjun, og einnig
verður reist aðveitustöð I
Vopnafirði. Þá verður stefnt að
lagningu linu frá Laxárvirkjun
til Kópaskers og sæstrengs yfir
Eyjafjörð. Stefnt er aö þvi að
ljúka við framkvæmdir nýrrar
linu milli Dalvlkur og Ólafs-
fjarðar og annarrar frá Akur-
eyri til Dalvikur. Þá er fyrir-
hugað aö leggja llnu frá Grlms-
árvirkjun til Egilsstaða.
Um framkvæmdir við byggð-
arllnurnar er hin stærsta nú
lagning Vesturllnunnar. Er gert
ráð fyrir að henni ásamt bygg-
ingu aðveitustöðva verði lokið I
haust. Þá eru uppi hugmyndir
um að halda áfram meö Austur-
linuna um Djúpavog til Hafnar I
Hornafirði. Sem fyrr sagði er
Krafla einnig inni I dæminu og I
áætluninni er gert ráö fyrir að
þar verði boraðar þrjár holur á
þessu ári og a.m.k. tvær þeirra
tengdar. 1981 verði boraðar
fjórar holur og sami fjöldi á ári
úr þvi, þar til fullum afköstum
virkjunarinnar verði náö.
Loks eru fyrirhugaðar endur-
bætur á flutningskerfum, eink-
um á Suöur- og Vesturlandi, en
þau eru orðin úr sér gengin og
þola ekki það álag sem á þeim
er.
Dr. Jón fannst
látinn
FRI— Um kl. 12.30 I gær gekk
einn af nemendum I Verslunar-
skólanum fram á dr. Jón Gisla-
son I Nauthólsvík. Hann var lát-
inn. Strax og Jóns var saknað
var hafin Itarleg leit að honum
og tóku þátt I henni auk lögreglu
allir nemendur Verslunarskól-
ans en Jón hafði verið skóla-
stjóri Verslunarskólans  um
langt árabil.
Dr. Jón hvarf að heiman frá
sér sl. þriðjudagskvöld en leit
um allt borgarlandið bar ofan-
greindan árangur.
Dr. Jón mun hafa átt við van-
heilsu að stríða að undanförnu.
Enn er leitað Baldurs Bald-
urssonar en hans hefur nú verið
saknað frá þvi fyrir áramót.
Leitin er viðtæk en ekkert hefur
enn komið fram sem leitt gæti
til þess að hann finnist.
Dr. Jón Glslason
Leiöbeiningar til framteljenda:
Skattframtalið í
opnunni í dag
HEI— Eins og sagt hefur verið
frá, kynnti rlkisskattstjóri hin
riýju framtalseyðublöð fyrir
fjöimiðhim nýlega. M.a. út-
deildi hann sýnishornum um út-
fyllt skattframtöl einna ágætis-
hjóna Jóns Jónssonar og Jönu
Jónsdóttur, ásamt skýringum
við einstaka liði framtalsins,
sem ætti að geta oröið mörgum
að gagni til að átta sig nokkuö á
þvi hvernig og hvar hinir ein-
stöku liðir færast inn á skatt-
skýrsluna. Þessi sýnishorn eru
birt I opnu blaðsins i dag.
Eins og komið hefur fram eru
hjón nú talin sérskðttuð, þótt
deilur standi um það hvort svo
sé I raun og veru. Þau fá ennþa
eina skattskýrslu eins og um
<einstakling væri að ræða.
Fyrsta og f jórða siðan er fyrir
sameiginlegar eignir hjónanna
og skuldir þeirra en siðan er
önnur slðan ætluð Jóni og sú
þriðja Jónu, þar sem þau telja
fram hvort um sig hverskonar
launatekjur ásamt frádráttar-
liðum. Tekið skal fram fyrir þá
sem hafa laun frá mörgum
launagreiðendum, eiga viða inni
eða skulda mörgum, að skatt-
skýrslunni fylgir framhaldsblað
fyrir það sem ekki kemst fyrir á
aðalskýrslunni. Fólk sem á börn
er hafa einhverjar tekjur finnur
ekki dálk fyrir þær á skýrslunni
sem sýnd er i blaöinu I dag, þvl
eins og áður hefur verið sagt
frá, verða börn nú sjálfstæðir
framteljendur og fá send sér-
stök framtalséyðublöð. Þennan
glaðning — skattskýrsluna —
mun fólk mega reikna meö aö fá
sendan I byrjun næstu viku.
Rikisskattstjóri mun sfðar
senda frá sér nánari leiðþein-
ingar um framtalið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20