Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 29. janúar 1980
23. tölublað —64. árgangur.
Eflum Tímann
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ¦ Reykjavik ; Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ; Kvöldsimar 86387 & 86392
Faríð að þrengjast um kostína:
----------------------------------------------------------------------------------------------------.....                 ¦  "-........-                   ,.,..,,-,.,.,,...    ,..........    i ,   ,__.... _                                                  .,.. _.   , —
Steingrímur skoðar
möguleikann á þjóðstjórn
HEI— „Við vorum að fara yfir þá
möguleika, sem eftir eru til
myndunar meirihlutastjórnar,
sem ekki eru nú orðnir margir",
sagði Steingrimur Hermannsson
að loknum þingflokksfundi Fram-
sóknarflokksins I gær.
Steingrimur sagöi, aö eins og
alþjóð vissi,  þá virtist vinstri-
stjórnar möguleikinn talinn úti-
lokaður. Jafnframt hefðu fram-
sóknarmenn fengið þær fréttir frá
sjáifstæðismönnum,að þeir muni
ekki vera til viðtals um samstjórn
meö Framsókn og Alþýöubanda-
lagi, þótt ekki hafi verið formlega
frá þessu skýrt. Og þá færi nú að
þrengjastum kostina, a.m.k. sem
Framsókn tæki hugsanlega þátt i.
Þjóðstjórn sýndist næsti kostur og
hefði þingflokkurinn ákveðið að
athuga þann möguleika af fullum
krafti. Að honum frágengnum
væri kannski ekki fullreynt um
samstjórn Framsóknar. Alþýöu-
flokks og Sjálfstæðisflokks, þvi
það  heföi  ekki  verið  skoöað
nema Ut frá þeim umræðugrund-
velli, sem Benedikt Gröndal lagði
fram.
Steingrimur sagði þetta þá tvo
möguleika sem framsóknar-
menn sæju i meirihlutastjórn, og
ætluðu að athuga þá báða nánar,
ef hugsanlegt væri að ná mál-
efnalegri samstöðu. Að sjálfsögðu
gætu framsóknármenn ekki
tekið þátt i stjórnarmyndun með
einhverjum afarkostum, eins og
að þeirra mati hefðu falist i til-
lögum Alþýðuflokksins.
Þingflokkurinn veitti Stein-
grlmi heimild til að athuga þjóð-
stjórnarmöguleikann, en tók ekki
afstöðu til hins möguleikans.
6.8 milljarða
vantarí
útflutnings-
bætur á
þessu ári
Þýðir 20-25%
kaupskerðingu
bænda
AM — „Nú liggur fyrir að
vanta mun 6 milljarða 785
milljónir i útflutningsbætur á
þessu ári, þó svo að greitt
verði að fullu svo sem lög
heimila af hálfu ríkisins",
sagði Gunnar Guðbjartsson,
formaður Stéttarsambands
bænda, þegar við ræddum við
hann i gær.
t þvf f járlagafrumvarpi
sem fyrir liggur er gert ráð
fyrir að þessi greiðsla verði
skert um 15% frá gildandi
lögum og sagði Gunnar að þvi
væri ekki vitað hve mikið
þetta yrði I reynd þegar upp
væri staðið og fjárlög hafa
verið afgreidd. Hefði enda
verið tekin sú afstaða af hálfu
Framleiðsluráðs á fundi þess
nú fyrir helgina að fresta á-
kvarðanatöku fram Ifebrúar,
þegar lögin hafa verið af-
greidd.
Gunnar sagði að þessi
upphæð næmi 10-12% af verði
mjólkur og kindakjöts og
mundi koma fr am s em 20-25%
kaupskerðing  hjá  bændum.
Að undanförnu hefur verið
reynt að kynna þessar alvar-
legu hórfur fyrir alþingis-
mönnum og stjórnmálamönn-
um, svo þeir hafi sem best
áttað sig á þeim, áður en á-
kvarðanir verða teknar.
Þá sagði Gunnar, að ef svo
færi sem horfir að niöur-
greiðslur á erlendum mark-
aði halda áfram að rýrna að
gildi gagnvart neytendum
vegna verðhækkana og
standa fastar að krónutölu,
mundi það geta haft áhrif á
hvemikiðselst innanlands. Þá
mun það auka erfiðleika
bænda enn að búið er að setja
innflutningstakmarkanir i
Bandarikjunum á osti, kvóta
sem er svo þröngur, að til
Bandarikjanna má nú ekki
flytja nema 623 tonn I ár, i
s tað þes s að flutt vor u þangað
á þriðja þúsund tonn á slðasta
ári. Verður þannig að selja
ostinn nú á lakari mörkuðum
en áður.
Löngum hefur þótt fallegt i
Vestmannaeyjum, en sumum
þykir þó innsiglingin þangað
ennþá fallegri I hrikaleik sln-
um eftir  gosið mikla.  Þessi
mynd er tekin af hraunbrún-
inni inn til hafnarinnar. Það
var mikið um að vera I Eyjum
um helgina, þar var m.a. vigð
ný flugstöð, sem sagt er frá á
blaðslðu 8 I blaðinu I dag. Þar
var haidin fjölmenn ráðstefna
um málefni Ey janna I nútið og
framtið. Laugardagskvöldið
notuðu  siðan  margir  til  að
blóta þorrann með tilheyrandi
áti og gleðskáp.
Timamynd Tryggvi.
Veruleg verðlækkun á gasolíu á Rotterdammarkaði:
Gætí munað milljón
dollurum á mánuði
miðað við vetrarmánuðina hér
JSS— Verð gasoliu á Rotterdam-
markaði hefur lækkað verulega
að Undanförnu. Þannig var skráð
verð á gasoliu sl. föstudag 322.50
dollarar á tonn. 2. janúar var
sama skráningin 367 dollarar á
tonn. Verðið hefur þvi lækkað um
44.50 dollara á þessum tlma. Verö
á öðrum ollutegundum hefur
einnig lækkað mikið.
Timinn ræddi i gær við Vil-
hjálm Jónsson forstjóra Ollufé-
lagsins hf. Sagði hann, að ekki
væri hægt að fullyrða hver áhrif
þessi sveifla kynni að hafa á ollu-
verð á Islandi. Eins og dæmið
sýndi, væri verðlag á Rotterdam-
markaði óstöðugt og erfitt að spá
fram I timann.
„En við getum sett dæmlð
þannig upp, að ef við notum á
þessum erfiðustu mánuðum 25000
tonn af gasollu á mánuði, gæti
þetta munað milljón dollurum á
mánaðarneyslu hjá okkur", sagði
Vilhjálmur.
Sagði hann, að ljóst hefði verið,
að menn hefðu birgt sig vel upp I
haust, enda hefðu orðiö miklar
hækkanir á hráollu á siðustu
mánuðum, eins og búist hefði ver-
ið við. Veturinn hefði hins vegar
verið mildur, bæði i Evrópu og
Amerlku, eftirspurn eftir gasollu
hefði minnkað og verðið fallið.
„Eins óg málin standa nú,
mætti jafnvel gera ráð fyrir aö
um einhverja frekari slökun yrði
að ræða, ef ekkert óvænt kemur
fyrir, eða a.m.k. mætti reikna
með að ekki verði hækkun frám á
voriö", sagöi Vilhjálmur Jónsson.
Þessi verðlækkun kemur Is-
lendingum ekki til góða sem
stendur, þar sem kaupverð á gas-
oliu af Sovétmönnum miðast viö
skráningu I Rotterdam á hleðslu-
degi. Koma næstu ollufarmar
ekki til landsins fyrr en I lok
næsta mánaðar, og þá ætti verð-
lækkunarinnar að gæta, ef hún
stendur svo lengi.
Viðræðum við Sovétmenn um kaup á lagmeti lokið i bili:
Sanuiingar náðust ekki
JSS — Sendinefnd sú sem var I
Moskvu nú fyrir helgina til við-
ræðna viö Sovétmenn um kaup á
gaffalbitum, er nú komin heim.
Gylfi Þór Magnússon fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar lag-
metis, einn nefndarmanna, sagði
I samtali við Timann I gær, að
ekki hefðu náðst samningar við
Sovétmenn aö svo stöddu. Hefði
talsvert mikið borið á milli I við-
ræðunum, og heföi þar bæöi veriö
um mismunandi veröhugmyndir
að ræöa, og eins hefði borið nokk-
uð á niilli varðandi magn lagmet-
isins. Sovétmenn hefðu boðið um-
talsverða verðhækkun frá siðasta
ári, en Islensku viðræðuaðilarnir
hefðu engan veginn talið hana
fullnægjandi.
Aðspurður um, hversu mikill
verðmundur hefði verið á til-
boðum Sovétmanna og tslendinga
sagði Gylfi Þór aö hann heföi
verið innan viö 20%. Sagði hann,
að unnið yrði að áframhaldandi
viöræðum en þær heföu ekki verið
dagsettar enn sem komið væri.
Þeir sem fóru utan til þessara
viöræöna auk Gylfa Þórs
Magnússonar framkvæmda-
stjóra, voru Egill Thorarensen
frá Siglóslld og Mikael Jónsson
frá K. Jónsson &Co.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20